Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Tillögur SH um að Akureyri verði útflutningshöfn Norðurlands Flutningnr tækimun skemmri tíma „AKUREYRARHÖFN verður gerð að miðstöð vikulegra flutninga að og frá landinu með beinum tengsl- um við megin viðskiptalönd ís- lands. Er ekki að efa að slík þjón- usta mun gjörbreyta aðstöðu norð- lenskra fyrirtækja til aukinna ut- anríkisviðskipta sem auka varan- lega hagsæld í byggðalögum nyðra,“ segir í bréfi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna til bæjarstjórans á Akureyri, Jakobs Björnssonar. Ein þeirra tillagna sem forsvars- menn SH lögðu fyrir bæjarstjóm Akureyrar á fundi í fyrradag varð- andi með hvaða hætti Sölumiðstöð- in gæti orðið að liði við eflingu atvinnulífs í bænum var að stuðla að stórbættri aðstöðu Akureyrar til að verða miðstöð flutninga að og frá landinu með því að þar verði mikilvæg út- og innflutningshöfn. Skilyrði SH er að viðskipti með afurðir Útgerðarfélags Akur- eyringa verði ekki flutt frá fyrir- tækinu. Frám kemur í bréfinu sú skoðun SH-manna að uppbygging atvinnu- lífs á Akureyri í framtíðinni hljóti að verulegu leyti að byggjast á auknum tækifærum í útflutningi, en til að ná árangri skiptir mestu að vera sem næst markaðnum og því þurfi að gjörbreyta núverandi möguleikum Akureyringa til sam- gangna við helstu markaði. Bættar samgöngur stuðli öðru fremur að auknum umsvifum umhverfís slíkr- ar samgöngu- og flutningamið- stöðvar. Skemmri tími Að frumkvæði forráðamanna ÚA og SH hefur Eimskipafélag íslands um nokkurt skeið unnið að athugun á viðamiklum breytingum á fvrirkomulagi flutningaþjónustu sinnar við SH. Tillögur félagsins liggja nú fyrir en þær gera m.a. ráð fyrir að millilandaskip þess hafi beina viðkomu á Akureyri á leið sinni til Evrópu. Öll útflutn- ingsvara er nú lestuð í strandflutn- ingaskip til Reykjavíkur þar sem henni er umhlaðið í millilandaskip. Með því að lesta vöruna beint í millilandaskip á Akureyri styttist flutningstíminn til helstu markaðs- svæða Evrópu um helming. Þannig yrðu vörur 5 daga frá Akureyri til Bretlands en eru nú 10 daga, þær eru 11 daga á leið til Þýskalands en yrðu 5 daga og til Frakklands tæki 6 daga að flytja vörur í stað 13 nú. . Tíu til viðbótar í kjölfar viðkomu millilandaskipa Eimskips skapast aukin verkefni og nefna SH-menn m.a. meiri við- haldsþjónustu, viðgerðir og for- skoðun á gámum, sem fram til þessa hafa farið fram í Reykjavík. Að mati Eimskips þyrfti að bæta við fjórum starfsmönnum vegna þessara umsvifa. Viðkomur milli- landaskipanna myndi hafa í för með sér að hagkvæmt yrði að flytja vöru af Norðurlandi f auknum mæli til Akureyri og segir í bréfi SH til bæjarstjóra að til greina komi að safna vörum saman frá nágrannabyggðalögum í veg fyrir millilandaskip á Akureyri. Útflutn- ingsmagn frá Akureyri gæti þannig u.þ.b. tvöfaldast. Kæmi til þessa þyrfti Eimskip að koma sér upp frystigeymslu við vöruafgreiðslu félagsins auk þess sem akstur og önnur þjónusta myndi aukast. Að mati félagsins þyrfti að bæta við bæta við 5-6 starfsmönnum vegna þessa. Þannig myndi starfsfólki Eimskips á Akur- eyri fjölga um a.m.k. 10 verði af þessum hugmyndum. Viðræðuhópur um sölu á ÚA-bréfum Ekki umboð til að ganga frá málinu „ÞAÐ er nauðsynlegt að mínu mati að það sé ljóst hversu langt við eigum að vinna þetta mál,“ sagði Sigríður Stefánsdóttir, G-lista, á fundi bæjar- stjómar Akureyrar um tilgang UA- viðræðuhóps bæjarstjómar. Hópur- inn hefur rætt við þá aðila sem sýnt hafa áhuga á að kaupa hlutabréf bæjarins í ÚA. Jakob Björnsson bæjarstjóri sagði að nú væri fyrir- hugað að fara yfir stöðu málsins á fundi í dag og myndi framhaldið ráðast á honum. Jakob tók skýrt fram að hópurinn hefði ekki umboð til að ganga endanlega frá málinu. Um næstu helgi mun liggja fyrir niðurstaða úttektar tveggja aðila um áhrif þess að færa sölu á afurðum ÚA frá SH til ÍS. Sigríður sagði að í kjölfarið yrði að meta þau tilboð sem Akureyrarbæ stæðu til boða, en að hennar áliti væri farsælast að stjómendur fyrirtækisins sjálfs mætu það hvar sölumálum væri best fyrir komið. Sigurður J. Sigurðsson, D-lista, sagði að eftir að rætt hefði verið við þá sem áhuga hafa á kaupum vant- áði aðeins niðurstöðu um áhrif þess að sölumálin yrðu færð. Hans teldi eðlilegt að hópurinn lyki starfi sínu með því að draga saman kosti og gera ákveðna tillögu um framhaldið. Brúin í Mar- gréti ónýt í annað sinn eftir brot MARGRÉT EA, eitt skipa Sam- herja, fékk á sig stórt brot í óveðrinu mikla sem gekk yfir Vestfirði í fyrri viku. Skipið var að safna saman björgunarsveitarmönnum fyr- ir vestan og var ætlunin að flytja þá til ísafjarðar en þeir hugðust taka þátt í hjálpar- starfi í Súðavík. Búið var að taka björgunarmenn á Þing- eyri og var skipið á siglingu þaðan þegar brotið reið yfir skipið. Skipveijum var mjög brugðið eftir þessa lífsreynslu, en þeir köstuðust til við brotið sem var nyög öflugt. Enginn slasaðist en geysimikið tjón varð í brúnni, tugmilljónir króna. Ein- hverjir þeirra sem voru um borð höfðu upplifað þessa reynslu áður, en rétt tvö ár eru síðan Margrét EA fékk á sig stórt brot skammt frá Grímsey sem gjöreyðilagði brú skipsins. Á stærri myndinni sést hópur björgunarfólks bíða átekta um borð, en á þeirri minni sjást skemmdir í lofti brúarinnar. Héraðsskjalasafni færð handrit Davíðs Stefánssonar að gjöf Hvatt til skráning- ar bókasafnsins Morgunblaðið/Rúnar Þór SVEITUNGAR Davíðs í Amarneshreppi lögðu blómsveig á leiði hans í kirlyugarðinum í Möðruvallakirkju. Ritari Embætti veiðistjóra og Náttúrufræðistofnun íslands óska að ráða ritara í hálfa stöðu. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Aðsetur ritarans verður fyrst um sinn í Hafnarstræti 81 við setur Náttúrufræðistofnunar á Akureyri. Starfið felst meðal annars í skjaiavörslu, umsjón með bókasafni og erl. áskriftum, greiðslum úr sjoði, símaþjónustu og vinnu við gagnaskrár. Reynsla af tölvuvinnslu og tungumálaþekking er nauðsynleg. Stúdentspróf eða sambærileg menntun er æskileg. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist til seturs Náttúrufræðistofnunar Islands á Akureyri, pósthólf 180, 602 Akureyri, fyrir 10. feb. 1995. Nánari uppiýsingar í síma 96-22983. BÓKASAFN Davíðs Stefánssonar skálds frá Fagraskógi, sem varð- veitt er í Davíðshúsi, er óskráð. Lárus Zophoníasson bókavörður á Amtsbókasafninu hvatti bæjar- stjóm við opnun sýningar á verkum Davíðs á 100 ára afmælisdegi hans um helgina til að bæta þar úr. Láras sagði söfnunum, Amts- bókasafni og Héraðsskjalasafni, ljúft og skylt að minnast aldaraf- mælis Davíðs Stefánssonar með sýningunni, sem byggð er upp af bókum skáldsins, handritum og öðru er snertir skáldskap hans en persónulegir munir hans eru varð- veittir í Davíðshúsi. „Sú bæjarstjóm sem var við völd um miðjan sjöunda áratuginn bar gæfu tii að koma í veg fyrir að hið mikla og dýrmæta bókasafn skáldsins tvfstraðist og heimili hans er nú vel varðveitt með bókum, málverkum og öðrum munum,“ sagði Lárus. „En einum þætti er enn ólokið. Hið mikla og dýrmæta bókasafn er enn óskráð, svo og málverk og merírir munir. Það er verðugt verkefni þeirrar bæjar- stjórnar sem nú situr að minnast skáldsins með því að láta skrá bókasafn hans og aðra muni og hefja það verk strax.“ Handritin afhent Við opnun sýningarinnar í Amts- bókasafninu afhenti Stefán Stef- ánsson bæjarverkfræðingur á Ak- ureyri, bróðursonur Davíðs, Aðal- heiði Sigmarsdóttur héraðsskjala- verði handrit hans af útkomnum ritverkum. „í tilefni af því að í dag eru hundrað ár liðin frá fæðingu Davíðs Stefánssonar skálds frá Fagraskógi, höfum við erfingjar höfundarréttar að verkum skálds- ins ákveðið að afhenda Héraðs- skjalasafni Akureyrar og Eyja- fjarðarsýslu handrit hans, af út- komnum ritverkum, til vörslu og varðveislu. Við ætlum að það sé í anda Davíðs og viljum með því minnast starfa hans við Amtsbóka- safnið um áraraðir," segir í gjafa- bréfí systkinanna frá Fagraskógi, Magnúsar, Ragnheiðar, Þóru og Stefáns Stefánsbarna. Morgunblaðið/Rúnar Þðr Létt söng- dagskrá FJÓRIR kennarar við Tónlistarskól ann á Akureyri, þau Hólmfríðu Benediktsdóttir, söngur, Karl 01 geirsson, píanó, Jón Rafnsson bassi, og Karl Pedersem, trommui koma fram á þrennum tónleikun næstu daga. Þeir fýrstu era í kvöld, miðviku dagskvöldið 25. janúar, á veitinga staðnum Við Pollinn á Akureyri o| hefjast þeir kl. 22. Annað kvöld fímmtudagskvöldið 26. janúar kl 21, verða tónleikar í Söngsmiðjunr við Skipholt í Reykjavík og lok kemur hópurinn fram á Húsavíl næstkomandi sunnudagskvöld, 2S janúar, kl. 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.