Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 25
24 MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MIKIÐ í HÚFI ÞÆR VIÐVARANIR og ábendingar, sem koma fram í grein Páls Kr. Pálssonar, framkvæmdastjóra Sólar hf., til aðila vinnumarkaðarins, hér í Morgunblaðinu í gær, eru réttmætar og full ástæða er fyrir Alþýðusamband ís- lands og Vinnuveitendasamband íslands að gaumgæfa grein Páls. Kaupmáttaraukningu eða kjarakosningar? er fyrir- sögnin að grein Páls, þar sem hann lýsir því m.a. hvaða áhrif það myndi hafa á fyrirtækið sem hann stjórnar, ef gerðir væru kjarasamningar sem innifælu 5-7% launahækk- anir. Áhrifin segir hann verða atvinnumissi fyrir alla sem hjá fyrirtækinu starfa, og tap þeirra sem lögðu á sl. ári fjármuni í fyrirtækið. Páll lýsir því, að með kaupum nýrra eigenda á Sól hf. í ágúst í fyrra, hafi fyrirtækið jafnframt tekið yfir 750 millj- ónir í skuldum, sem sé nokkurn veginn sama upphæð og fyrirtækið velti á liðnu ári. Svo skuldsett fyrirtæki ráði ekki við miklar launahækkanir. Páll gerir sér fulla grein fyrir nauðsyn þess, að bæta kjör þeirra lægst launuðu og leggur til ákveðna krónutölu- hækkun til þeirra. En hann segir jafnframt: „Áhrif 5-7% launahækkunar á vísitöluna og vegna sjálfrar hækkunar launakostnaðar og launatengdra gjalda, myndi valda út- gjaldaauka fyrir okkur upp á um 70 milljónir króna eða næstum 10% af veltu síðasta árs. Slíkan útgjaldaauka getur okkar fyrirtæki ekki borið og er því Ijóst að slíkar launa- breytingar myndu þýða atvinnuleysi fyrir alla þá sem hjá okkur starfa og tap þeirra sem lögðu mikla fjármuni í að bjarga fyrirtækinu á síðasta ári.“ Ekki leikur nokkur vafi á því, að þessi lýsing Páls á eig- in fyrirtæki, á við um mjög mörg önnur skuldsett fyrirtæki hér á landi, hvort sem er í sjávarútvegi, iðnaði, verslun eða þjónustu. Fjöldamörg fyrirtæki eru svo skuldsett, að þau þola ekki þann kostnaðarauka sem launahækkanir sem þær, sem Páll lýsir, hefðu í för með sér. Nýir eigendur Sólar hf. voru á sl. hausti sannfærðir um að hægt væri að vinna fyrirtækið út úr fjárhagsvanda þess með því að draga úr kostnaði við reksturinn, auka márkaðs- hlutdeildina og hefja útflutning. En þeir voru jafnframt trúaðir á, að sá efnahagslegi stöðugleiki sem kominn var á, héldi sér og að kjarasamningar yrðu hófsamir. Það sama á við um fjölda fyrirtækja og stjórnenda þeirra. Fyrirtækin hafa verið að notfæra sér efnahagslegan stöðug- leika, til þess að greiða niður skuldir, hagræða í rekstri og sækja fram. Þau eru í miðjum klíðum. Þeirra verki er hvergi lokið. Að þessu verða aðilar vinnumarkaðarins, launþegar sem vinnuveitendur, að huga og ganga á ábyrgan hátt til kjarasamninga, en ekki „kjarakosninga" eins og Páll orðaði það. VINARÞEL FRÆNDÞJÓÐAR ILENSKA þjóðin hefur undanfarna viku, fundið fyrir hlý- hug, samúð og vináttu annarra þjóða, þjóðhöfðingja og forystumanna þjóðþinga, sem vottað hafa þjóðinni samúð sína, í kjölfar náttúruhamfaranna á Súðavík. Slíkar kveðjur ylja þjóðinni, þegar hún á í erfiðleikum. Fyrir þennan hlý- hug vinaþjóða erum við þakklát. Sérstök ástæða er til þess að geta hér um einstakt vinar- þel frændþjóðar okkar, Færeyinga. Færeyska þjóðin hefur á undanförnum árum lent í ótrúlegum efnahagslegum þreng- ingum og sér ekki fyrir enda þeirra örðugleika. Síður en svo. Þrátt fyrir þjóðargjaldþrot, stórfellt böl atvinnuleysis og minnkandi tækifæri á flestum sviðum, ganga Færeying- ar nú fram af stórhug og gjafmildi, og efna til landssöfnun- ar, til styrktar Súðvíkingum. Poul Mohr, konsúll íslands í Færeyjum, er einn af for- svarsmönnum Iandssöfnunarinnar og hann lýsir því svo í samtali við færeyska dagblaðið Dimmalætting, að heitið sé á landstjórnina, Lögþingið, stofnanir, félög, kirkjuna og einstaklinga, að styrkja Súðvíkinga með fjárframlögum í neyð þeirra. Auk þess greinir hann frá þvi að allir skólar í Færeyjum og skátahreyfingin verði beðin um aðstoð við landssöfnunina. Við skulum minnast þess, að Færeyingar brugðust með sama hætti við, fyrir 22 árum, til aðstoðar Vestmanneying- um í Vestmannaeyjagosinu. Þá voru aðrar og betri aðstæð- ur í Færeyjum en eru nú. En stórhugur Færeyinga hefur í engu breyst. Þeir gefa mikið, þótt af litlu sé að taka. Fyrir einstakan vinarhug Færeyinga í garð okkar Islendinga ber að þakka og honum má aldrei gleyma. SKIPASMÍÐAR Meðalfjöldi starfsmanna Slippstöðvarinnar hf. á Akureyri (nú Slippstöðin Oddi hf.) im | 00 SLIPPSTÖÐIN á Akureyri hefur fengið verkefni frá Grænlandi og bíður nú eftir komu flotkvíar með 5.000 tonna iyftigetu. Þetta ásamt öðru hefur aukið mönnum bjartsýni um að hið versta sé yfirstaðið og að betri tið blasi við fyrirtækinu og skipasmíðaiðnaðinum. Slippstöðin-Oddi dregst inn í slaginn um ÚA INNLENDUM VETTVANGI ÞRJÚ fyrirtæki hafa samið við Landsbankann um kaup á meirihluta í Slippstöðinni- Odda á Akureyri. Fyrir liggur að 50 milljóna króna hlut í fyrir- tækinu verður skipt á milli þriggja fyrirtækja: Málningar hf. í Reykjavík, DNG rafeindaiðnaðar hf. í Glæsibæj- arhreppi og Jökla hf. dótturfyrirtækis Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Þessi væntanlegu kaup eru eitt af útspilum SH í átökunum um Útgerð- arfélag Akureyringa og munu vænt- anlega styrkja stöðu Sölumiðstöðvar- innar þar. En SH-menn telja einnig að rekstur Slippstöðvarinnar kunni að verða arð- vænlegur innan skamms. Fyrirtækið hefur verið hið stærsta í skipasuíða- iðnaðinum á landinu, en varð illa fyr- ir barðinu á samdrættinum í íslenskum skipasmíðum, eins og reyndar öll fyrir- tæki í greininni. Slippstöðin hefur unnið að endurbótum í rekstri eftir nauðasamninga í fyrra og meðal ann- ars leitað út fyrir landsteinana í verk- efnaleit. Akureyrarbær hefur keypt flotkví í Litháen, sem væntanleg er til landsins í maí, en þá getur Slipp- stöðin tekið að sér stærri skipasmíða- verkefni en hægt er að framkvæma á íslandi í dag. Landsbankinn áfram stærstur Landsbankinn hefur átt um 90% hlutafjár í Slippstöðinni Odda eftir aðgerðir sem gripið var til snemma árs 1994 til að endurreisa fjárhag fyrirtækisins. Um síðustu jól var hlutafé Slippstöðvarinnar 11 milljón- ir króna, en það var síðan ákveðið rétt fyrir áramót að auka hlutafé um 30 milljónir og þar af skrifaði Landsbankinn sig fyrir 26 milljónum, að sögn Eiríks S. Jóhannssonar, starfsmanns bankans og stjómar- formanns Slippstöðvarinnar. í bígerð er að auka hlutafé fyrir- tækisins enn frekar, um 60 milljón- ir, eða upp í 101 milljón. Væntanleg Þrír aðilar hafa samið um kaup á meiríhluta í Slippstöðinni-Odda á Akureyrí fyrir forgöngu Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Kaupin styrkja hugsanlega stöðu SH í slagnum um ---^---------------------------------------- Utgerðarfélag Akureyringa, að því er fram 2 ——— kemur í grein Huga Olafssonar, en margt bendir líka til þess að hagur Slippstöðvarínn- ar kunni að vænkast eftir endurskipulagningu og með komu flotkvíar til Akureyrar í vor. kaup fyrirtækjanna þriggja á 50 milljóna króna hlut myndu því tryggja þeim helmingshlut, en heim- ildin til hlutafjáraukningar yrði væntanlega ekki nýtt öll í einu, þann- ig að þau myndu eiga skýran meiri- hluta. Hins vegar sagði Eiríkur að Landsbankinn yrði væntanlega áfram stærsti einstaki eignaraðilinn að Slippstöðinni. Á þessu stigi er gert ráð fyrir að skipting hlutafjárins milli Jökla, DNG og Málningar verði nokkurn veginn jafnt, en það er þó ekki fullfrágengið og ekki er útilokað að fleiri aðilar komi inn. Hvorki Friðrik Pálsson né Eiríkur vildu gefa upp hvert kaupverðið að hlutabréfunum hefði verið. 80 störf norður Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær hefur SH boðist til að tryggja um 80 ný störf á Akureyri, ef bæjarstjórn Akureyrar tryggir að sala UA fari áfram í gegnum SH. Þetta á að gera með flutningi hluta af starfsemi SH til bæjarins, stofnun umbúðafyrirtækis á Akureyri, stofn- un flutningamiðstöðvar í tengslum við auknar skipaferðir á vegum Eim- skips og fjárveitingu SH til prófess- orsstöðu við Háskólann á Akureyri. Þetta tilboð var mótleikur SH við tilboð Kaupfélags Eyfirðinga um að kaupa stærstan hlut Akureyrarbæjar í UA; sem hrinti af stað átökunum um UA. Tilboði KEA fylgdi því að viðskipti ÚA áttu að færast til ís- lenskra sjávarafurða og höfuðstöðv- ar ÍS yrðu fluttar norður. í bréfi sínu til bæjarstjórnar segir SH að kaupin á Slippstöðinni séu mikilvægur þáttur í því að bregðast við beiðni Akureyrarbæjar um aukin umsvif í bænum. Með breiðari eign- araðild sé skotið sterkari stoðum undir fyrirtækið og reikna megi með auknum umsvifum í þjónustugrein- um sem tengjast skipaiðnaði. Slippstöðin vænlegur kostur Friðrik Pálsson, framkvæmda- stjóri SH, sagði að DNG og Málning hefðu sýnt Slippstöðinni áhuga áður en SH hefði komið inn í málið. Þeg- ar Akureyrarbær hefði lýst yfir áhuga á að SH beitti sér fyrir auk- inni atvinnu á Akureyri hefði komið upp að Landsbankinn hefði áhuga á að selja hlut sinn í Slippstöðinni og SH hefði því tekið upp viðræður við DNG og Málningu. SH-menn hefðu síðan athugað hagkvæmni Slippstöðvarinnar og komist að því að hún væri góður kostur. „Við teljum að Slippstöðin eigi mikla möguleika, það er búið að gera þarna miklar breytingar á rekstrinum á skömmum tíma, við höfum trú á því að þær séu í rétta átt og þess vegna létu menn til skar- ar skríða," sagði Friðrik. Hann sagði að kaup Akureyrar- bæjar á flotkví og yfirlýsingar ríkis- stjórnarinnar á síðustu vikum um væntanlegar aðgerðir til jöfnunar samkeppnisstöðu íslensks skipa- smíðaiðnaðar ættu þátt í að auka mönnum bjartsýni um framtíð Slipp- stöðvarinnar. Það væru þó ekki síst upplýsingar um bættan hag Slipp- stöðvarinnar á síðustu mánuðum sem skiptu máli í ákvörðun SH. Áhugi fyrir ÚA-slaginn Kristján Eldjárn Jóhannesson, framkvæmdastjóri DNG rafeindaiðn- aðar (og einn þriggja stjórnarmanna Slippstöðvarinnar) sagði að áhugi fyrirtækisins væri til kominn löngu fyrir slaginn um ÚA. Ekki væri búið að ákveða ijölda þeirra sem kæmu inn í hlutafjárkaupin og DNG vildi kynna málið fyrir fleiri aðilum á svæðinu þannig að hópurinn sem kæmi inn væri sem breiðastur. Aðspurður um framtíðarmögu- leika Slippstöðvarinnar -Odda sagði Kristján breytíngar undanfarna mánuði væru farnar að skila ár- angri. „Hins vegar er Ijóst að skipa- smíðaiðnaðurinn á íslandi er í molum og því má segja að menn séu að fara út í eitthvað af bjartsýni frekar en forsjá.“ Úr 300 starfsmönnum í 100 „Við erum búnir að ganga í gegn- um erfiðleika og höfum beitt aðhaldi í fyrirtækinu, en ég held að við séum nú á réttri braut að byggja fyrirtæk- ið upp á ný,“ sagði Guðmundur Tuli- nius, framkvæmdastjóri Slippstöðv- arinnar -Odda. Verkefnastaðan væri þokkaleg nú og betri en oft á þessum tíma árs. Nú eru um 100 fastráðnir starfsmenn hjá fýrirtækinu, auk undirverktaka. Guðmundur sagði að flotkvíin, sem fyrirtækið mun vænt- anlega leigja af Akureyrarbæ, væri enginn allsherjar bjargvættur, en hún skapaði aðstöðu til að sinna verkefnum sem hvorki Slippstöðin eða aðrir aðilar á íslandi hafa getað sinnt. „Þetta er mun minna fýrirtæki en fyrir 15 árum, þegar við vorum með um 300 starfsmenn og nýsmíðar í fullum gangi,“ sagði Guðmundur. „Nýsmíðar eru náttúrlega ekki til lengur. Nú á að jafna aðstöðu ís- lensks skipaiðnaðar þegar á að fara að leggja af styrki annars staðar.“ Hann sagði að 10-13% styrkir til skipasmíða í Noregi hefðu leitt til þess að þar voru smíðuð upp undir 20 fiskiskip sl. 10-15 ár á meðan íslenskum fyrirtækjum blæddi. „Nú þurfum við að byggja upp aftur - sem er ekkert útilokað ef við tökum okkur á.“ MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 25 Ulf Dinkelspiel fyrrum utanríkisviðskiptaráðherra Svíþjóðar Verðum að vera raunsæog jarðbundin Norðurlandasamstarfið verður áfram mikil- vægt ef tryggt er að innihald þess skipti máli, segir Ulf Dinkelspiel í viðtali við þá Olaf Þ. Stepfaensen og Steingrím Sigur- geirsson. Hann telur að Norðurlöndin eigi ekki að fallast á að dregið verði úr atkvæða- vægi þeirra innan Evrópusambandsins. ULF DINKELSPIEL var að- alsamningamaður Svía í samningaviðræðunum við Evrópusambandið um EES og utanríksviðskiptaráðherra í ríkisstjórn Carls Bildts, þar sem hann fór með Evrópumál. Fáir hafa því jafnmikla yfirsýn yfir stöðu Norður- landanna í Evrópu og hann. Din- kelspiel kom í stutta heimsókn hingað til lands og hefur flutt erindi um Evrópumál og Norðurlandasamstarf. Úrslit sænsku þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar um ESB-aðild voru mjögnaum. Kom það þér á óvart? „Nei, ég bjóst við að þetta yrði harður slagur. Ég hélt ávallt að þetta myndi ganga eftir en var aldrei full- komlega viss. Það skildu þó þrátt fyrir allt fímm prósentustig á milli fylkinganna þó að á tímabili hafi ég gert ráð fyrir meiri mun. Þó voru einnig tímabil þar sem ég var óviss um úrslitin." En munu þessi naumu úrslit hafa ein- hver áhrif á afstöðu Svía til stefnu- mótunar innan ESB? „Nei, það held ég ekki. Það er nánast hefð fyrir þvi innan sambands- ins að lítið skilji að í þjóðaratkvæða- greiðslum. Það má taka Danmörku sem dæmi eða Frakkland. Undan- tekningarnar eru þjóðaratkvæða- greiðslurnar í Austurríki og á ír- landi. Nær allar aðrar þjóðaratkvæða- greiðslur hafa verið jafnar.“ Hvað verður um sænsku nei-hreyfing- una? Mun hún gufa upp eða telur þú líkur á því að í Svíþjóð myndist skipu- lögð hreyfing líkt og í Danmörku, sem er í stöðugri andstöðu við Evrópusambandið? „Ég held ekki að það sama muni eiga sér stað og í Danmörku þar sem hefur myndast mjög sterk andspyrnuhreyfing utan flokkanna. Þvert á móti held ég að flokkarnir, sem hafa verið neikvæðir í garð ESB, það er Umhverfisflokkur- inn og Vinstriflokkurinn, muni fylgja fram stefnu sinni innan þess kerfis, sem er fyrir hendi. Af sömu ástæðu held ég ekki að það muni myndast sterk hreyfing, sem berst fyrir aukinni Evrópusam- vinnu, líkt og i Danmörku." / kosningabaráttunni voru ein helstu rök andstæðinga aðildar þau að aðild myndi breyta hinu sænska samfélagi. Telur þú að aðild muni t.d. hafa ein- hver sjáifstæð áhrif á þróun sænska velferðurkerfisins? „Ég tel ekki að aðild eða ekki aðild þýði einhveijar róttækar grundvallar- breytingar. Það hefur enginn nýr heim- ur opnast frá og með 1. janúar 1995. Svíar þurfa hins vegar að takast á við fjölmörg efnahagsvandamál, sem eru mjög alvarleg, sama hvaða mæli- stika er notuð. Það verður auðveldara að leysa þau vegna aðildarinnar. Það verður auðveldara að koma á jafn- vægi í ríkisbúskapnum. Þá hef ég fyrst og fremst í huga að við höfum þörf fyrir vöxt í einkageiranum til að ná slíku jafnvægi. Til lengri tíma litið getum við ekki viðhaldið núver- andi halla. Við höfum því tvo kosti í stöð- unni. Annað hvort að draga úr út- gjöldum eða aukinn hagvöxt í einka- geiranum. Mitt mat er að við þurfum á hvoru tveggja að halda og í því sambandi er ekki síst mikilvægt að lokka erlenda fjárfesta til Svíþjóðar." / röðum breskra íhaldsmanna er sú gagnrýni algeng að það sé erfitt að berjast fyrir hægristefnu innan Evr- ópusambandsins. Hvernig lítur þú sem sænskur hægrimaður á það mál? „Ég á erfitt með að ímynda mér af hveiju ætti að vera erfiðara að beijast fyrir íhaldssamri eða frjáls- lyndri stefnu innan ESB heldur til dæmis jafnaðarstefnu. Ég sé það ekki fyrir mér.“ Algeng rök eru þau að skipulag sam- bandsins og kerfiþess byggist á skrif- ræði og sósíalískum hugmyndum. Allt er hins vegar afstætt í þessum heimi. Skipulag ESB er ekkert sósíal- ískara og reglur ekkert fleiri en t.d. í Svíþjóð. Hins vegar er staðan þann- ig bæði í Svíþjóð og ESB að beita ætti nálægðarreglunni í auknum mæli. Með því á ég við að nauðsyn- legt er að fara yfir núver- andi reglur og meta hvaða ákvarðanir beri að taka innan ESB og hvaða ákvarðanir væri betra að einstök ríki tækju.“ Hver telur þú að verði eða eigi að vera afstaða Svía á ríkjaráð- stefnunni um framtíðarskipulag ESB sem hefst á næsta ári? „Ég vil ekki tjá mig of mikið um það að svo komnu máli þar sem við eigum eftir að eiga víðtækar viðræður milli flokkanna sem vonandi munu leiða til sameiginlegrar afstöðu. Eftirfarandi vil ég þó taka fram: Það er Svíum í hag að starfsemi ESB gangi snurðulaust fyrir sig. Ég er persónulega opinn fyrir því að ákvarð- anataka innan ESB verði gerð skil- virkari. Ekki þó þannig að róttækar breytingar verði gerðar á atkvæða- vægi milli aðildarríkja. Það verður að fækka þingmönnum og ekkert land verður reiðubúið að afsala sér fulltrúa í framkvæmda- stjórninni. Hins vegar má velta upp „EES kemur ekki í staö adildar" ULF Dinkelspiel Morgunblaðið/Sverrir hugmyndum um ýmis kerfi þ_ar sem embætti ganga landa á milli. Ég held að við verðum að taka upp meiri- hlutaákvarðanir í auknum mæli en ekki þó á sviði utanríkis- og öryggis- mála. Hvað öryggismálin varðar þá höf- um við lýst því yfir að við ætlum ekki að koma í veg fyrir þróun á því sviði. Það verður stefna Svíþjóðar. Hins vegar geri ég ekki ráð fyrir að við munum taka þátt í öryggissam- vinnunni frá og með 1996.“ Nú er því oft haldið á lofti að rödd Norðurlanda hafi styrkst með aðild Svía og Finna ... „Hún hefur gert það. Tvímæla- laust.“ En er ekki hætta á að hún veikist á ný ef niðurstaða ríkjaráðstefnunnar verður sú að draga úr áhrifum smá- ríkja? „Norðurlöndin munu ekki fallast á það. Ég skil þau sjónarmið stóru fjöl- mennu ríkjanna að þau vilji ekki láta fámennu ríkin valta yfir sig. Það verð- ur hins vegar að mínu mati að leysa það mál með einhvers konar neitunar- valdi. Það á ekki að breyta atkvæða- væginu.“ Telur þú að hin norrænu aðildarríki ESB, Svíþjóð, Danmörk og Finnland, muni áfram hafa áhuga á öflugu norrænu samstarfi? „Á því leikur enginn vafi þar sem til eru sameiginlegir norrænir hags- munir. Það má nefna utanríkis- og varnarmál, umhverfísmál og atvinnu- mál. Ég er tiltölulega sannfærður um að ætli íslendingar og Norðmenn sér að hafa áhrif á innihald EES-samkomulagsins verði það að gerast á ákvörðunar- mótunarstiginu. Það verður því mikilvægt að hafa sem öflugasta norræna sam- vinnu. Og það er líka okkur í hag ekki síst til að tryggja sameigin- legan markað á Norðurlöndum. Við verðum hins vegar að vera raunsæ og jarðbundin. Aðlaga sam- starfið að þörfinni fyrir það. Við verð- um að tryggja að norræna samvinnan skipti máli. Að samþykkja hátíðlegar yfirlýsingar og byggja upp upp nor- rænar stofnanir, sem eiga ekki að sinna hinum beinu þörfum fyrir sam- starfið, held ég að vinni gegn Norður- landasamstarfi og komi óorði á það.“ En má ekki velta því fyrir sér hvort menn hafi möguleika á að halda uppi öflugu samstarfi þó að viljinn sé til staðar? Mun ekki allur tími og orka fara í Evrópusamstarfið? „Ef viljinn er til staðar verður hægt að halda samstarfinu gang- andi. Það verður hins vegar ekki hægt að losa mannafla og fé vegna einhvers sem skiptir takmörkuðu máli. Þess vegna tel ég til dæmis að það eigi ekki að safna saman norræn- um ráðherrum til að ræða einstök verkefni, sem unnið er að innan nor- ’ rænu ráðherranefndarinnar. Ég vil 1 ekki kasta verkefnunum á glæ en tel * að hið pólitíska samstarf eigi að snú- ' ast um aðra hluti. Það á að ræða heildarstefnumörkunina." Norski utanríkisráðherrann, Bjern Tore Godal, sagði í ræðu á norska Stórþinginu fyrir helgi að Norðmenn myndu sækjast eftir eins náinni sam- vinnu og unnt væri við ESB á öllum sviðum. Er raunhæft að sá sem hafn- að hefur aðild fái aliar kröfur sínar í þeim efnum uppfylltar? „Auðvitað er munur á jiví að vera aðili og að vera það ekki. Ég hef sjálf- ur upplifað það hveijir möguleikarnir á að hafa áhrif eru. Aðildarríki ESB hafa miklu betri aðgang að upplýsing- um jafnvel þó að upplýsingarnar séu í sjálfum sér aðgengilegar. EES-samningurinn getur aldrei komið í stað aðildar. Mér hefur frá upphafi ávallt dottið „Finn-EFTA“ [aukaaðild Finnlands að EFTA á 7. og 8. áratugnum] í hug þegar EES hefur komið til umræðu. Þó verður ekki hægt að teygja EES jafnlangt og EFTA var á sínum tíma teygt í átt til Finna, m.a. vegna landbúnað- arstefnunnar. Það má segja að Finnar hafi í raun og sann verið aðilar að EFTA á þess- um tíma þó að þeir hafi ekki verið það formlega. Kannski ættum við að reyna að haga okkur í sam- ræmi við þá reynslu." Telur þú að það hefði verið - j auðveldara að aðlaga EES- \ samninginn fyrir íslend- inga ef Norðmenn hefðu t samþykkt aðild? ) „Reynslan kennir okkur að því fleiri ríki sem eiga hlut að málinu, þeim mun erfiðara verður að ná nið- urstöðu. Það áttu sex ríki aðild að EFTA þegar viðræðurnar um EES hófust. Ef þau hefðu verið færri hefði verið auðveldara að samkomulagi. Þá er sérstaða íslendinga töluverð. Þið eruð mjög háðir sjávarútvegi og þau mál eru sérstaklega viðkvæm hér. Líklega hefði ESB haft ríkan skilning á þessari sérstöðu. En þegar ríki hefur beinlínis hafnað aðild að samstarfi þá verðum við líka að virða þá ákvörðun. Auðvitað hef ég engar sannanir á reiðum höndum um að íslendingar hefðu náð hagstæðari niðurstöðu ef Norðmenn hefðu samþykkt aðild. En það er mín tilfinning.“ „Aðlaga þarf samstarfið þörfinni“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.