Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ + Björn Leví Sig- urðsson, húsa- smíðameistari, fæddist í Reykjavík 24. september 1926. Hann andað- ist í Landspítalan- um 14. janúar 1995. Foreldrar hans voru Sigurður Björnsson, húsa- smíðameistari og brúarsmiður, f. 16.5. 1890, d. 28.8. 1964 og fyrri kona hans, Asa Bene- diktsdóttir, f. 1.7. 1897, d. 4.5. 1933. Foreldrar Sigurðar voru Björn Leví Guð- mundsson bóndi á Marðarnúpi í Vatnsdal og María Magnús- dóttir. Foreldrar Ásu voru Benedikt Kristjánsson bóndi á Þorbergsstöðum í Dalasýslu og Margrét Steinunn Guð- mundsdóttir. Sigurður og Ása reistu sér íbúðarhús á Berg- staðastræti 55 í Reykjavík skömmu eftir 1920 og átti Sig- urður sitt heimili þar alla tíð síðan. Eldri sonur þeirra var Benedikt Bjarni fv. yfirverk- fræðingur, f. 9.10. 1923. Eftir lát Ásu annaðist systir henn- ar, Guðfríður Lilja, síðar kaupkona, f. 26.5. 1902, d. 12.2. 1990, heimilið. Þau Sig- urður gengu í hjónaband 24.11. 1934 og eignuðust einn son, Grétar Áss, f. 22.10.1935, viðskiptafræðing og fv. ríkis- bókara. Björn lærði trésmíði þjá föður sínum og tók próf í þeirri grein frá Iðnskólanum í Reylgavík. Síðar öðlaðist hann réttindi húsasmíðameist- ara. Hann starfaði fyrstu árin við brúargerð með föður sín- um þjá Vegagerð ríkisins víða um landið og síðan sem verk- stjóri og brúarsmiður. Eftir að hann hætti hjá Vegagerð- inni um miðjan sjötta áratug- inn vann hann alla tíð við hús- ÆTÍÐ er erfitt að sætta sig við fráfall góðs vinar eða skyldmennis. Þótt lengi væri vitað hvert stefndi varðandi sjúkdóm Björns mágs míns var lát hans okkur fjölskyld- unni sár tíðindi. Margar góðar end- urminningar koma upp í huga minn eftir áratuga vináttu. Mín fyrstu kynni af Bjössa voru veturinn 1951, er hann kom til Hafnar í heimsókn til okkar Bene- dikts, sem þá var nýútskrifaður verkfræðingur. Bjössi var sá fyrsti úr fjölskyldunni, sem ég hitti. Átt- um við þijú margar góðar stundir saman og brugðum okkur m.a. til Parísar, sem var ekkert venjulegt í þá daga. Minnisstæður er mér áhugi Bjössa á að skoða listasöfn borganna beggja og virða fyrir sér byggingar. Fyrst á Keflavíkurflugvelli í fáein ár en síðan við húsasmíðar í Reykjavík. I byrjun fyrir ýmsa húsa- smíðameistara en síðan í eigin nafni - og með öðrum, lengst af með húsa- smíðameisturunum Magnúsi Jenssyni og Olafi Hauki Árnasyni, þar til heilsan fór að gefa sig um og eftir 1980. Björn átti hlut að byggingu hundraða íbúða í Reykjavík og nágrenni. Björn kvæntist 13.7. 1957 Sigríði Jóhannsdóttur frá Fá- skrúðsfirði, f. 8.3. 1923, saumakonu og húsmóður. Börn þeirra: Jóhanna, f. 19.9. 1958, með kennarapróf frá KHÍ og starfandi kennari í Reykjavík. Sambýlismaður hennar er Óskar Bergsson húsasmiður, en hann á 3 syni frá fyrra hjónabandi. Sigurð- ur, f. 25.12. 1959, d. 11.2. 1985. Hann stundaði nám í sagn- fræði við Háskóla íslands er hann lést af slysförum erlend- is. María, f. 11.6. 1964, stúdent og veitingamaður í Reykjavík. Fyrir hjónaband eignuðust Björn og Rósa Guðmundsdóttir dótturina Guðbjörgu Hugrúnu, f. 12.3.1951, leikskólakennara. Hún á þijú börn með fv. eigin- manni sínum, Guðmundi J. Tómassyni. Þau heita Vega Rós, Sandra Guðrún og Andre- as. Björn og bróðir hans Bene- dikt reistu sér íbúðarhús árið 1962 í Safamýri 85 í Reykja- vík. Þar var heimili þeirra Björns og Sigríðar uns þau byggðu sér einbýlishús árið 1976 í Ljárskógum 25 í Reykja- vík. Þar hafa þau búið ásamt fjölskyldu sinni síðan. Utför Björns fer fram frá Seljakirkju í dag. hinar mörgu fögru og frægu bygg- ingar. Þá nefndi hann oft síðar, hversu vel foreldrar mínir tóku á móti honum í Tebstrup, enda var hann aufúsugestur. Ása móðir þeirra bræðra lést er þeir voru aðeins sex og níu ára. Móðurmissirinn var þeim bræðrum sár, en vel úr rættist, er Lilja móð- ursystir þeirra tók við heimilinu, giftist Sigurði og varð þeim sem besta móðir. Þau Sigurður eignuð- ust soninn Grétar Áss og segja má, að mikill kærleikur hafi ætíð ríkt með þeim bræðrum öllum þrem. Bjössi dvaldi í æsku sinni nokkur sumur hjá móðurfólki sínu í Skógsmúla og að Þorbergsstöðum í Dölum vestur. Þar naut hann sín vel í faðmi íslenskrar náttúru og átti þaðan margar ljúfar minningar um dvölina hjá frændfólki sínu. Björn bjó í heimahúsum á Berg- staðastrætinu á námsárum sínum og að námi loknu eða allt þar til hann kvæntist Sigríði konu sinni sumarið 1957. Bjössi þótti verkmaður góður, iðinn, ötull og ósérhlífmn. Hann var MINIMINGAR smiður laghentur og laginn. Þá er mér ljúft að þakka greiðvikni Bjössa og hjálpsemi við okkur hjónin fyrr og síðar. Hann veitti t.d. Benedikt bróður sínum ómet- anlegan fjárstuðning á námsárum hans erlendis, en í þann tíð voru námslán í núverandi mynd óþekkt og námsstyrkir af skornum skammti. Við hjónin og íjölskylda okkar eigum margar góðar endurminn- ingar frá þeim tíma, er við bjugg- um í sama húsi, í Safamýri 85, og Sigga og Bjössi, en þar ólust börn okkar upp saman við nám og leik frá 1962 til ársins 1976. Þá var oft glatt á hjalla og þá sérstaklega á jólum. Á aðfanga- dagskvöld á neðri hæðinni hjá okkur Benedikt, en á jóladag á efri hæðinni, þar sem afmælis einkasonar þeirra, Sigurðar, var m.a. fagnað. Á jólanótt var orðið að venju, að bræðrabörnin svæfu saman. Á þeim árum sköpuðust góð kynni og vinátta við margar fjöl- skyldur í götunni (botnlanganum), sem haldist hafa órofin, þótt sumir hafi flutt brott eða fallið frá. Hér má nefna þorrablót fjölskyldnanna sex, sem í rúman aldarfjórðung hafa komið saman, gert sér glaðan dag og minnst samvistanna. Bjössi var þá ætíð hrókur alls fagnaðar. Haustið 1976 fluttu þau Björn og Sigríður ásamt bömum sínum í nýbyggt einbýlishús í Ljárskógum 25 í Reykjavík, og þar hefur heim- ili þeirra verið síðan. Þar hafa þau búið sér fagurt heimili, sem ber vott um hagleik hjónanna beggja. Ur grýttri jörð umhverfis húsið hafa þau ræktað yndislegan og fagran garð, sem hlotið hefur viðurkenningu fagmanna fyrir vandað skipulag, góða umhirðu og fjölbreyttan gróður. Ég veit að bestu stundir Bjössa hin síðari ár voru að dvelja í garðinum, hlúa að gróðri og njóta útiverunnar. Þau hjónin voru samhent í verkum sín- um og bjuggu bömum sínum gott og vistlegt heimili. Þar nutu kunn- ingjar, vinir og ættmenni þeirra æði oft gestrisni þeirra og vinar- þels. Nefna má að á gamlárskvöld hin síðari ár var að jafnaði öll fjöl- skyldan saman komin á heimili þeirra hjóna og fagnaði saman ára- mótum. Hagleiksverk húsbóndans og hannyrðakonunnar glöddu augu gesta. í vinnustofunni sinni í Ljár- skógum vann Sigríður að ófáum hannyrðaverkefnum sínum, óf dúka, stóra og smáa, og teppi, prjónaði og saumaði, margt að fyr- irmynd Bjössa. Bjössi hafði allt frá æsku unun af að teikna og mála og sat hann oft einnig langdvölum í vinnustofu sinni og kom hug- myndum sínum á blað. Nefna má, að til Sigríðar hefur verið leitað af innlendu og erlendu áhuga- og fagfólki til kynningar á þessum verkefnum. Bjössi var mikill náttúruunnandi i eðli sínu og sinnti því eftir því sem tóm gafst til frá annasömum störfum. Þau Sigríður fóru ásamt börnum sínum í margar ferðir að sumarlagi um byggðir og óbyggðir landsins. Úr þeim ferðum komu þau jafnan með safn steina og plantna, sem þau komu fyrir á heimili sínu innan eða utan dyra, sér og sínum til fróðleiks og augnayndis. Mér er í minni ánægjuleg ferð bræðranna þriggja með mökum umhverfis landið. Áð var víða og Bjössi þá jafnan strax lagður af stað í leit sjaldgæfra steina. Var hann fundvís á þá. Steinana slípaði hann, fægði eða mótaði í styttur, er heim kom og stillti upp í sérsmíð- aðan skáp á heimili sínu. Bjössi spilaði mikið brids á yngri árum. Þá var hann skákmaður góð- ur eins og hann á ætt til. Vænt þótti honum um, er Helgi Áss, bróð- ursonur hans, núverandi stórmeist- ari og heimsmeistari yngri en 20 ára, heimsótti hann um árabil og þeir tókust á við skákborðið, þeim báðum til ómældrar gleði og Helga til aukins þroska. Björn var vel að manni, sterkur og lipur á yngri árum og allt til fullorðinsára. Hann var dugnaðar- forkur hinn mesti meðan heilsan leyfði og vinnudagurinn jafnan langur. Þótt Bjössi væri vel að manni varð hann þó að þola skin og skúrir meir en við mörg hin. Langt sjúkdómsstríð sitt háði hann ódeigur og með jafnaðargeði. Um fermingaraldur barðist hann við beinátu í fæti í nokkra mánuði og lá þá á sjúkrahúsi um skeið. Hann yfirvann þann sjúkdóm, en bar hans þó merki alla tíð. Haustið 1969 lenti Bjössi i bílslysi, brotnaði þá hálsliður og varð hann óvinnu- fær í hálft ár. Sá skaði háði honum að nokkru alla tíð eftir það. Seint á áttunda áratugnum greindist Bjössi með hrörnunarsjúkdóm ólæknandi, sem ágerðist smátt og smátt og hamlaði hreyfíngu hans síðustu árin. Fyrir fjórum árum bættist illvíg æðabólga við og síðan fyrir um tveim árum ólæknandi krabbamein, sem varð honum að aldurtila 14. janúar sl. Hann þurfti oft á sjúkrahús, þar naut hann allt- af góðs atlætis, en heima vildi hann alltaf helst vera, klæðast daglega og njóta umhyggju eiginkonu og dætra. Björn var trúaður maður, þótt dult færi. Hann tók með æðruleysi vaxandi veikindum sínum, auknu máttleysi, raddmissi og vanlíðan vegna verkja, en kvartaði þó aldr- ei. Hann hélt reisn sinni til síðasta dags. Tók vistaskiptunum með styrk og trúartrausti og þakklátum huga til vandamanna sinna allra. Mestar þakkir þó til eiginkonu sinn- ar, sem var honum stoð og stytta og ómetanleg hjálp í veikindum hans öllum. Við Benedikt og fjölskylda vott- um fjölskyldu Bjöms einlæga sam- úð okkar. Minningin um góðan dreng fyrnist aldrei. Inger. Drengur góður er horfinn yflr móðuna miklu 68 ára gamall. Löngu og ströngu veikindastríði er lokið. Miklu ævistarfi var skilað. Sár harmur er að mörgum kveðinn, en lausn frá þrautum fengin. Þegar komið er að hinstu kveðju fyllist maður trega og söknuði, en ótal góðar minningar hrannast upp. Það var fyrst fyrir 30 árum að ég ung og feimin stúlkan, nýlofuð yngsta bróðumum, mætti í jólaboð í Safamýrinni hjá þeim heiðurs- hjónum Sigríði og Birni. En kvíðinn sem ég bar í bijósti var svo sannar- lega óþarfur. Slíkar vom móttök- urnar. Hlýja og gestrisni og ein- lægni þeirra hjóna var einstök þá sem og alla tíð síðan. Margar gleði- stundir hefi ég og fjölskylda mín átt á þeirra yndislega heimili bæði í Safamýrinni og í Ljárskógunum. Stundir sem maður geymir í minn- ingunni og þakkar fyrir í hljóði. Nú þegar Bjössi er allur er mér efst í huga einlægt þakklæti til hans fyrir allt það sem hann hefur gert fyrir okkur og verið mér og mínum í þessi 30 ár. Samband sem aldrei hefur fallið skuggi á. Björn var alveg einstaklega vel gerður maður. Heiðarleiki, rétt- sýni, góðsemi og einstök hógværð og lítillæti voru ríkir þættir í fari hans. Alltaf var hann boðinn og búinn að veita aðstoð og gefa góð ráð, ef til hans var leitað. En aldr- ei tranaði hann sér fram og sýndar- mennska var eitur í hans beinum. Hann hafði mikla réttlætiskennd og ríka samúð með þeim sem minna máttu sín, mönnum og málleysingj- um. Hann var raunsær maður og vildi sýna ráðdeild og nýta hlutina vel, en var þó alltaf stórhuga. Hann fylgdi því vel eftir sem hann tók sér fyrir hendur, hvort sem honum þótti verkefnið ljúft eða leitt. Það var ómetanlegur styrkur fyrir okkur hjónin að hafa Björn sem byggingameistara að húsinu okkar. Hann gekk til allra verka af einstökum dugnaði, krafti og samviskusemi og ósérhlífinn var hann með afbrigðum. Mér er margt minnisstætt frá þeim tíma. Hann kom að öllu frá grunni til þaks, Vandaðir legsteínar Varanleg mínníng BAUTASTEINN I Brautarholti 3,105. R J Sími 91-621393 'DaCía Fersk blóm og skreytingar við öll tækifæri. Fákafeni 11, sími 689120. Sérfræðingar í blóiiiaskrevtingiiiii tið öll Grkiiæri 01) blómaverkstæði WNNA Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 1909« utan dyra sem innan. Og þegar maður þóttist leggja sitt fram á verklega sviðinu sýndi hann manni ávallt nærgætni og umburðarlyndi, en hann stjórnaði af röggsemi og einbeitni. Hann gat verið harður í horn að taka, ef því var að skipta. Hann var skapmaður, en fór þó yfirleitt vel með það. Hann var hreinskilinn og hreinskiptinn og oft fann maður að máltækið átti við: „Vinur er sá er til vamms segir“. I einkalífi sínu var Bjössi mikill gæfumaður. Hann eignaðist góða, trausta og myndarlega eiginkonu þar sem Sigríður var. Hún bjó hon- um og börnum þeira einstaklega fallegt og hlýlegt heimili. Þar prýða veggir og gólf listaverk ofin af Sig- ríði en mörg hver hönnuð af Birni. Björn var mjög listrænn og drátt- hagur og með sanni má segja að þar hafi listamaður farið, þótt önn- ur verkefni hafi hann látið ganga fyrir en þau sem undir listir falla. í Birni blundaði „boheminn“. Hann átti mikið og fallegt steina- safn og marga fallega gripi mótaði og vann hann úr steinum. Á meðan heilsan leyfði ferðuðust þau hjónin með bömin sín vítt og breitt um byggðir og óbyggðir landsins og var þá oftast komið með sérstæða steina til baka í safnið. Ferðir þess- ar voru þeim mikil lífsnautn. Stundum fórum við fjölskyldan með og þá var svo sannarlega gott að njóta leiðsagnar þeirra hjóna. Sigga vissi allt um pöntumar og Bjössi um steinana. Hann þekkti vel landið okkar úr þessuih ferðum og einnig frá þeim tíma er hann vann við brúarsmíðar. Mér er minn- isstæð ferð með þeim ásamt þýskri vinkonu minni um landið. Hún hafði aldrei farið yfir óbrúaðar ár eða um aðrar torfærur. Bjössi leiddi hópinn og sýndi djörfung og dug og lét engan bilbug á sér finna þótt illa liti út er bíllinn festist í einni ánni. Þrautseigja og vilja- styrkur Bjössa kom þá líka vel í ljós og allt endaði þetta vel. Ferðin var sú stórkostlegasta sem sú þýska hafði farið og alltaf minntist hún þeirra hjóna með sérstökum hlýhug. Margs er að minnast er góður og gegn maður kveður þetta jarð- líf. Eftir að veikindi Björns ágerð- ust og hann gat ekki lengur ferð- ast um landið sitt bætti hann sér það upp með lengri útivist í garðin- um sínum heima í Ljárskógum. Þar gerðu þau hjónin grýttan jarðveg að gróðurvin tijáa og blóma. Sigga hefur alltaf haft hina sönnu „mold- arfíngur", allt dafnar í hennar höndum, blómin inni og blómin úti. Hún hreif Bjössa með sér í garðvinnuna og þar gat hann feng- ið vissa útrás fyrir athafnaþrá sína sem heilsan leyfði ekki i öðrum störfum. Garðurinn þeirra ber þeim hjónum fagurt vitni, enda hefur hann fengið viðurkenningu sem slíkur. Það var aðdáunarvert að horfa á það sem Bjössi gat gert í garðinum, sárþjáður og óstöðugur. Ríkur viljastyrkur og einbeitni var hér að verki sem endranær, heilsu- leysið braut þær eigindir aldrei nið- ur. Auðvitað veitti Sigga honum styrk og kraft. Hún sýndi einstakt þolgæði og umhyggju fyrir bónda sínum í hans löngu og erfiðu veik- indum. Ekki síður gerðu dæturnar honum lífið auðveldara með hjálp- semi, glaðværð og hlýju. Björn hafði áður þurft að berjast við veik- indi og slys. Fyrir tíu árum barði sorgin dyra hjá fjölskyldunni, þegar einkasonurinn, Sigurður, lést langt um aldur fram í hræðilegu um- ferðarslysi í Malasíu, þar sem hann var á ferð með systur sinni. Þessi atburður varð fjölskyldunni ákaf- lega sár, en saman sýndu þau styrk og báru harm sinn í hljóði. Bjössi lét aldrei bugast, þótt oft hafi hann háð erfiða glímu. Harmur minn og fjölskyidu minnar er mikill, en þó er hann stærstur hjá eiginkonu, dætrum, tengdasyni og barnabörnum. Öll eigum við þó dýrmætar minningar um öðling. Þær verða ekki frá okk- ur teknar. Þar eigum við ómetan-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.