Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 29 í I j I ,1 i I I I J I 3 i 3 3 Í legan fjársjóð. Guð styrki alla ást- vini hans. Blessuð sé minning Björns. Sigrún Andrewsdóttir. Með fátæklegum orðum vil ég minnast föðurbróður míns, Björns L. Sigurðssonar. Eftir að hafa verið í útlöndum um nokkurt skeið án þess að koma mikið heim, er oft erfitt að gera sér grein fyrir þeim breytingum sem eiga sér _stað í lífi fólks heima á íslandi. Ég geymi ákveðnar myndir af ættjörðinni, fjölskyldu og vinum í hjarta mér, en jafnvel þótt ég eldist um eitt ár á hverju ári, kynnist nýju fólki í Ameríku og finnist ég sjálf vera að breytast - og ef til vill læra og þroskast - þá eru hugans myndir af heima- slóðum einhvern veginn alltaf eins. Ég vakna því illa, þegar ein sú dýrmætasta af þessum myndum er rifin frá mér og mér sagt að það sé ekki allt eins og það var, þegar ég kvaddi: Bjössi frændi dáinn. Ég var svo heppin að geta kom- ið heim um síðustu jól og þá gerði ég mér fyrst raunverulega grein fyrir því, að Bjössi frændi var mjög veikur. Ég hafði auðvitað fengið tíðar fréttir af alvarlegum veikind- um hans um nokkurn tíma, en ef til vill er það barnssálin sem heldur í allt sem var og vonar í blindni að ekkert hafi breyst. Jafnvel þótt Bjössi væri þjakaður af kvölum þegar ég sótti hann síðast heim viku fyrir andlátið var hann jafn hlýr og skemmtilegur og alltaf áð- ur. Hann var kátur að sjá mig, brosti og hló og skipaði fyrir eins og hans var von og vísa, og hélt uppi samræðum þrátt fyrir að eiga mjög erfitt um tal. Ég dáðist ekki aðeins að Bjössa fyrir þrautseigju hans og viljastyrk á svo erfiðum tímum, heldur líka að Siggu, eftir- lifandi eiginkonu hans, sem stóð hjá honum eins og klettur með umhyggju sinni og hlýju. Mér er, satt best að segja, ómögulegt að minnast Bjössa án þess að nefna Siggu í sömu andrá. Hann og Sigga eru eitt í mínum huga, enda hjónaband þeirra ein- staklega kærleiksríkt og ætíð gott að koma inn á heimili þeirra að Ljárskógum. Mér fannst alltaf sér- staklega gaman að hjóla til Bjössa og Siggu á sólríkum sumardegi, dást að þeim við garðyrkjuna í fal- lega garðinum þeirra sem þau sinntu af alúð og samheldni, og fá að lokum kaffi og kökur yfir skemmtilegum samræðum. Bjössi átti líka fallegt safn íslenskra steina og var fróður um sögu þeirra og eiginleika. Það kom sér vel þeg- ar ég hafði fylgst illa með í verkleg- um jarðfræðitímum í menntaskóla og tími prófa fór í hönd. Þá gat ég leitað til Bjössa sem fór með mér í gegnum safnið sitt og leið- beindi mér með góðri frásögn. Þá var ekki síst gaman að setjast að tafli með Bjössa, því að hann var sterkur skákmaður sem vann mig oftar hér í gamla daga en ég myndi kæra mig um að viðurkenna. Það er hægt að rifja upp ótal minningar og sögur um Bjössa. Allar bera þær vitni um það sem erfitt er að lýsa í orðum. Þær eru óijúfanlegur hluti uppvaxtar míns og þeirra tengsla sem hafa mótað mig. Bjössi var traustasti stólpi hins breiða og hlýja faðms sem fjölskylda hans og ættvinir hafa veitt mér fram á þennan dag. Hann var skemmti- legur frændi og góður maður sem ég er heppin að hafa átt að frá því að ég fyrst man eftir mér. Hjálp- semi hans, hlýja og heiðarleiki brugðust aldrei. Það er mikill missir og söknuður þegar slíkur frændi og vinur er fallinn frá. Gott er þó að vita að nú hefur hann fengið lausn frá þrautum og hvíld eftir erfið og langvinn veikindi. Bjössi lifir áfram í huga og hjörtum okkar allra sem þekktum hann. Ég sendi Siggu, Jóhönnu, Maríu, Guðbjörgu og öðr- um aðstandendum innilegar samúð- arkveðjur. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. * HALLDORA KRISTIN ÞORKELSDÓTTIR + Halldóra Kristín Þorkelsdóttir fæddist í Vatnsfirði við ísafjarðardjúp 19. júní 1897. Hún lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur 18. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Petrína Bjarnadóttir og Þor- kell Guðmundsson. Halldóra var næst- elst 11 systkina sem öll eru látin nema Ingunn sem býr í Reykjavík. Fjöl- skyldan fluttist síðar að Þúfum í sömu sveit. Halldóra eignaðist tvær dætur, Ernu Stef- ánsdóttur, f. 1928, sem ólst upp hjá föðurfólki sínu, og Ásdísi Oskarsdóttur, f. 1931, sem ólst upp þjá móður sinni. Ásdís gift- ist Jóhannesi Jóhannessyni frá Gauksstöðum í Garði árið 1949 og eru niðjar Halldóru nú sjö barnabörn, 16 barnabarnabörn og tvö barnabaraabarnaböm. Útför Halldóru fór fram frá Keflavíkurkirkju 24. janúar. í ÞANN mund sem örlög fólksins sem lent höfðu í hinu hörmulega snjóflóði í Súðavík voru ljós fékk ég þá harma- fregn að amma mín væri farin í sína hinstu ferð. Amma gerði aldrei neina kröfu til neins en óskaði aðeins að fá að vera hjá sínu fólki og hún var samkvæm sjálfri sér og kvaddi þessa jarðvist samferða fólki frá æsku- stöðvunum sem hún unni svo heitt. Amma var aldamótabarn sem upp- lifði margar breytingar, hún sá þjóð- ina breytast úr bændasamfélagi yfir í tæknivætt iðnaðarsamfélag og hún upplifði marga erfíðleika í sínu lífi sem nútímamaðurinn á erfitt með að gera sér grein fyrir. Amma bjó fyrir vestan frá fæðingu og þar til hún var 28 ára. Æska og uppvöxtur gekk út á það að vinna og hugsa um heimilið. Þegar Petrína móðir ömmu veiktist þá kom það í hlut ömmu að hugsa um heimilið þar sem hún var elsta systirin og hugs- aði hún um heimilið um tveggja ára skeið. Árið 1925 fluttist amma suður til Reykjavíkur og bjó hún lengst af á Seljavegi 7 ásamt systkinum sínum. Árið 1928 eignaðist amma dóttur, Ernu Stefánsdóttur, og árið 1931 eignaðist hún aðra dóttur, Ásdísi, móður mína, og reyndi amma af al- efli að sjá þeim farborða en neyddist til að láta Emu frá sér og ólst hún upp hjá föðurfólki sínu. Bar amma alltaf mikinn harm í bijósti vegna þessa. Amma vann ýmis störf á sinni ævi, m.a. í fiskvinnu hjá Alliance en lengst af starfaði hún hjá Reykjavík- urborg við kaffiveitingar bæjar- starfsmanna. Eftir að amma hætti að vinna vegna heilsubrests þá bjó hún áfram á Seljavegi 7 með Ing- unni systur sinni en árið 1988 flutt- ist hún til Keflavíkur og bjó þar til dauðadags hjá dóttur sinni og fjöl- skyldu. Þó amma hafi gengið í gegnum marga erfiðleika í sínu lífi þá kvart- aði hún aldrei. Hún horfði alltaf fram á veginn og lét aldrei bugast og hélt sínu striki þögul og ákveðin. Amma varð aldrei auðug á veraldlega vísu en hún lét það ekki aftra sér þegar pabbi barðist við berkla og var að reyna að komast í gegnum stýri- mannaskólann. Þá studdi amma við bakið á foreldrum mínum eins og klettur. Þó mamma flyttist í annað byggð- arlag þá lét amma svoleiðis smámuni ekki aftra sér, hún kom í heimsókn um hveija helgi í áraraðir á meðan heilsan leyfði. Hún kom alltaf á föstudögum með úttroðna tösku af sælgæti fyrir bömin og hún hjálpaði mömmu við húsverkin og uppeldi barnanna. Á laugardögum var allt krakkastóðið sett í bað en það var yfirleitt miklum erfiðleikum háð. En amma leysti vandamálið með því að segja: „Ef þið farið ekki í bað þá fáið þið ekki hreint á rúmin.“ Hún vissi sem var að okkur þótti ekkert betra en að fara í rúmið eftir að hún var búin að skipta á þeim. Amma dvaldist einnig hjá okkur um stórhátíðir en stundum um páska fékk eitthvað af börnunum að heim- sækja hana á Seljaveg- inn. Þar var alltaf tekið á móti okkur eins og kóngafólki og engum var i kot vísað sem þangað fór. Amma var á margan hátt sérstök manneskja og hún gaf ýmsum lög- málum langt nef. Hún var 97 ára gömul en reykti pakka af Camel „frá fæðingu“ eins og hún sagði alltaf þar til hún var 90 ára, en þá hætti hún að reykja vegna þess að hún vildi ekki láta starfsfólk sjúkrahúss sem hún dvaldist á um tíma hafa fyrir því að keyra sig í reykherberg- ið. Henni þótti salt og sykur ómiss- andi og notaði hvortveggja i ríkum mæli. Hún lyfti glasi í tilefni áramót- anna allt undir það síðasta. Enda þótt aldurinn færðist yfir hana og líkamleg heilsa bilaði þá var hún ung í anda alla tíð og leit alltaf út fyrir að vera 30 árum yngri en hún var. Amma fylgdist alltaf vel með öllu sem var að gerast í kringum hana. Hún ræddi málin og hafði sínar skoð- anir á öllu. Hún hafði sérstaka kímn- igáfu sem hún lét í ljós þegar fólk átti síst von á. Amma var félagi í Ferðafélagi íslands í mörg ár og fór vítt og breitt um landið með þeim félagsskap. Einnig hafði amma mikið yndi af lestri og las hún alla tíð mik- ið og var Nóbelsskáldið í miklu uppá- haldi hjá henni. Amma var sjálflærð í dönsku og ensku og hjálpaði hún mönnum í stýrimannaskólanum oft við að læra þessi tungumál. Það sem mér er efst í huga þegar ég reyni af vanmætti að minnast ömmu minnar er þakklæti til guðs fyrir að fá að njóta návistar hennar svo lengi, þakklæti til ömmu fyrir að vera sú góða fyrirmynd sem hún var og þakklæti fyrir að amma umg- ekkst mig alltaf eins og jafningja, hún lét aldrei kynslóðabil eða slíka smámuni hafa áhrif á sig heldur miðlaði skilyrðislausri ást og um- hyggju alla tíð. Ég bið að góður guð megi vera með þér, elsku amma mín, og ég bið guð að vera með okkur öllum sem höfum misst svo mikið. Gunnar Jóh. Þegar ég var lítil hélt ég að amma væri eilíf, að hún yrði alltaf til stað- ar eins og fjöllin, vötnin og landið enda hefði hún verið til frá ómunat- íð. Þegar ég varð eldri gerði ég mér grein fyrir barnaskapnum þvi amma var öldruð kona en þegar ég heyrði andlátsfregnina átti ég erfitt með að trúa henni og í raun er hugurinn ekki alveg búinn að meðtaka hana. Kannski er það vegna þess að þó Erfidrykkjur ( 11A’Al 1 t g ivatfí htaðborð tallegir raiti *miög goð pianu*iij. í>p*x stngai FLUGLEIÐIR HÚTEL tOFTLEIIIR aldurinn væri hár þá hugsaði maður aldrei um ömmu sem gamla konu. Hún var alltaf eins og á einhvem undarlegan hátt aldurslaus. Hún var öruggur stólpi í lífi manns meðan svo margt annað breyttist og þó lifði hún mestu breytingarnar. Hún sem fædd- ist fyrir aldamótin, sveitastelpa af Vestfjörðum, dó á tæknivæddu sjúkrahúsi í Keflavík þar sem flestir afkomenda hennar búa. Líklega hef- ur hana aldrei órað fyrir því þrjátíu og fimm ára gamla er hún átti mömmu okkar að hún myndi lifa svo lengi að sjá 5. ættliðinn fæðast ,en það gerði hún og eru barnabarna- barnabörnin orðin tvö og það þriðja á leiðinni. { rúmlega 97 ár lifði hún og oft var lífsbaráttan erfið en hún var ekkert á förum. Hún lifði lífinu lif- andi til hinstu stundar. Hjá henni var ekki að finna biturleika, eftirsjá eða öfund þó hún mætti miklu mót- læti í lífinu og aldrei talaði hún um það sjálf. Maður getur aðeins reynt að ímynda sér hvernig það var að vera einstæð móðir og þurfa að láta bamið sitt frá sér í nokkur ár til að geta séð þeim farboða. Vissulega bar hún í hjarta sér drauma og óskir sem aldrei rættust en ekki bar hún það á torg en samgladdist öðrum innilega og var fordómalaus gagnvart uppátækjum afkomenda sinna. Þegar aðrir lýstu vanþóknun sinni á hártísku hippa- kynslóðarinnar var það amma serrv tók sig til og fléttaði hár eiginmanns bamabarns síns og hafði gaman af. í stað þess að hneykslast á skemmt- anafíkn ungu kynslóðarinnar var það amma sem fór á sjötugsaldri með dótturdóttur sinni í sólarlandaferð til Spánar og naut þess að sitja á bömn- um með drykk í glasi og sleikja só- lina á ströndinni. Notaði hún þá staf- inn sinn til að ýta við barnabaminu sem þurfti að sofa eftir næturröltið og kom hún þannig i veg fyrir að það brynni. Hún hafði enga þörf fyrir að kenna manni né halda yfir manni fyrirlestra en læddi að sínum athugasemdum sem gerðu alla frekari umræðu óþarfa. Þannig man ég eftir einu skipti þegar ég kvartaði sem oftar yfir unglingabólunum og pabbi hélt ræðu um skaðsemi gosdrykkja og hvað allt hefði nú verið heilnæmara hér áður fyrr þegar fólk drakk bara vatn. Þá var það amma sem sagði að hún hefði nú ekki drukkið kók en fengið bólur samt og við það lauk ræðunni. Hún gerði ekki víðreist um dagana og segja má að hún hafi alið aldur sinn á þremur stöðum: í Vatnsfirði, Vesturbænum og síðustu sex árin í Keflavík. Líf hennar var í föstum skorðum og einkenndist af umhyggju fyrir Ásdísi dóttur sinni og seinna fjölskyldu hennar. Sjálf bjó hún með systkinum sínum í sannkölluðu fjöl- skylduhúsi að Seljavegi 7 og var samheldnin mikil þeirra á milli. Við barnabörnin nutum umhyggju hennar alla tíð. Eins og annað tók það nokkrum breytingum í áranna rás. Þegar hún var yngri kom hún hvetja helgi til Keflavíkur til að að- stoða mömmu með barnahópinn en þegar hún varð eldri kom hún sjaldn- ar. Ég sem er eitt af yngri börnunum man eftir árlegum heimsóknum hennar til okkar. Þá kom hún ásamt systur sinni Ingu til að dvelja um jólin og við vorum hjá þeim nokkra daga fyrir páska. Þess á milli fórum við í styttri heimsóknir. Eftirminni- legast er þegar við þijú yngstu systk- inin fórum til þeirra fyrir páska. Gert var vel við okkur í mat og drykk og sjálft húsið varð að ævintýraver- öld með bakgarðinum þar sem trén gnæfðu við himininn. Á kvöldin lás- um við upphátt hvert fyrir annað úr bókum og hlustuðum á Passíusál- mana í útvarpinu. Fyrir svefninn sagði amma okkur sögur þar sem við lágum í einni sæng milli rúmanna tveggja. Auðvelt var að ímynda sér að tröllskessan í ævintýrinu væri að horfa á okkur inn um þakgluggann og ekki var laust við að hrollur færi um mann. Þegar við fórum heim viss- um við af páskaeggjunum í fartesk- inu og í nesti fengum við epli, appels- ínur og banana í brúnum bréfpokum. Eftir að hún flutti í Keflavík fengu nýjar kynslóðir að njóta umhyggju hennar. Nú birtist hún í því að böm- in heimsóttu hana í herbergi hennar þar sem hún átti gott í munninn og hún spilaði við þau og spjallaði. Yngstu börnin fóru einnig að „bila“ og fikta í göngugrindinni hennar og hún talaði við þau og þau svöruðu á sínu hrognamáli. Hún var alltaf að gefa af sér með ' því að vera sú sem hún var. Hún gerði það ekki með kjassi og klappi né mörgum orðum. Það fór alltaf lít- ið fyrir henni þó henni dytti ekki í hug að afsaka tilveru sína. Þegar henni var gefið eitthvað fannst henni það mesti óþarfi en kunni að þiggja með þökkum. Hún var ákveðin í skoðunum þó hún hefði enga þörf fyrir að sannfæra aðra. Hún hugsaði um heilsuna og fylgdist vel með öll- um nýju bætiefnunum og tók inn Gingseng, C-vítamín o.s.frv. en hætti. ekki að reykja fyrr en 91 árs og þá af því hún tók það í sig en ekki af heilsufarsástæðum. Hún var sjálf- stæð og vildi hugsa um sig sjálf og það gerði hún til síðustu stundar. Hún dó eins og hún hafði lifað, með reisn. Hún vaknaði, þvoði sér og klæddi og bjó um rúmið sitt. Síðan hné hún niður meðvitundarlaus og dó seinnipartinn á sjúkrahúsi án þess að vita að hún væri þar. Þegar amma las bækur byijaði hún alltaf á endinum. Hún vildi vita í upphafi hvernig allt myndi fara að lokum. í þetta sinn gat hún ekki vit- að endinn fyrir frekar en nokkur annar. Við vitum þó að þessi endir er nýtt upphaf. Amma var ekki eilíf í þeirri merkingu sem ég lagði í það sem barn en hún er eilíf á annan hátt. Nú lifir hún með Guði sem tók hana að sér í skírninni og gaf henni eilíft líf og hún lifir í minningum okkar sem söknum hennar. Söknuði sem þó er svo ljúfur því að löngu lífi góðrar konu er jokið. Konu sem skilur eftir sig þakklæti í huga þeirra sem þekktu hana. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, VALDIMAR SIGURÐSSON frá Hrfsdal, ' ÞangbakkalO, Reykjavfk, lést í Landspítalanum 23. janúar. Brynhildur Daisy Eggertsdóttir, Gunnar Valdimarsson, Lorna Jakobson, Stefán Örn Valdimarsson, Guðlaug Ósk Gísladóttir og barnabörn. t Móðir okkar, ELÍSA ELÍASDÓTTIR frá Nesi f Grunnavfk, lést á Hlíf, Torfnesi, ísafirði, 23. janúar. Kristín Þ. Sfmonardóttir, Sigríður R. Sfmonardóttir, Elísa Sfmonardóttir, Stefán K. Símonarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.