Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FJÖLGUN starfa og hægt vaxandi kaupmáttur alls al- mennings byggður á traustum grunni eru markmið sem kom- andi kjarasamningar þurfa að stefna að. Þær aðstæður sem lík- legastar eru til að skila okkur fram á við eru sem næst stöðugt verðlag, sem lægstir vextir og samkeppnis- hæf fyrirtæki. For- sendur þess að ná of- angreindum mark- miðum eru að fram- leiðslukostnaður hér- lendis hækki ekki meira en hjá erlendum keppinautum og gengi krónunnar verði sem stöðugast. Þessi markmið eru hvorki frumleg né ný af nálinni en þau hljóta að vera leiðarljós hverrar samninga- lotu og ávallt að vera í forgrunni, hvort sem í eiga hlut stærri eða smærri stéttarfélög innan einka- eða opinbera geirans. Störfum þarf að fjölga Á síðasta ári virðist störfum hafa fjölgað um 1.500 eða svipað og fjölgunin á vinnumarkaðinum. Aukning atvinnuleysis stöðvaðist. Þetta er ótvírætt árangur af þeirri stöðugleikastefnu sem mótuð hef- ur verið í kjarasamningum und- anfarinna ára og eykur mönnum bjartsýni um að enn frekari árang- ur náist í atvinnumálum. Miklar kostnaðarhækkanir hafa ótvírætt neikvæð áhrif á atvinnustig. í Evrópulöndum OECD hækkuðu laun á síðasta ári meira en annars staðar í OECD og at- vinnuleysi jókst jafn- framt. I öðrum OECD- löndum (aðallega Bandaríkjunum og Japan) hækkuðu laun minna og atvinnuleys- ið minnkaði. Vissu- lega er hægt að bæta fyrir áhrif launahækk- ana með aukinni framleiðni en minnk- andi samkeppnishæfni vegna kostnaðar- hækkana hlýtur að bitna á störfunum. Samningar ríkisins og efnahagsbatinn Því miður virðist ekki enn vera samstaða um að ofangreind mark- mið varði veginn í þeim samning- um sem í hönd fara. Þar kemur einkum tvennt til. Annars vegar er horft til kjarasamninga ríkisins við nokkrar heilbrigðisstéttir sem fólu í sér hækkanir sem eru langt umfram það svigním sem er til almennra launahækkana. Hins vegar virðist hinn hægfara og ótryggi efnahagsbati sem átt hef- ur sér stað framkalla hugmyndir um að verulegt svigrúm sé til kjarabóta. Þessar aðstæður hafa orðið stéttarfélögunum tilefni til þess að setja fram kröfur um hækkun launataxta um tugi pró- senta. Nú sé tækifæri til að taka rækilega á láglaunavandanum. Sérstök hækkun lægstu launa Vinnuveitendur standa sem sagt frammi fyrir kröfum frá stétt- arfélögum verkafólks og versl- Víðtæk samstaða þarf að skapast um markmið o g leiðir á kjarasviðinu, segir Hannes G. Sig- urðsson, til að viðhalda stöðugleikanum í efna- hagslífinu. unarmanna um að lægstu laun hækki sérstaklega. Með því er átt við að allir kauptaxtar á samnings- sviði þessara félaga hækki hlut- fallslega meira en aðrir og hærri kauptaxtar annarra stéttarfélaga eða laun sem samið er um milli einstaklings og fyrirtækis. Reynd- ar hefur það aldrei verið vandamál að ná samningum við lægri laun- aða hópa um að þeir hækki um- fram aðra. Vandinn er að láta það gerast í raun en þar vísa þessi félög ábyrgðinni frá sér og til vinnuveitenda. Það er hins vegar til lítils. Vinnuveitendur og samtök þeirra fá engu ráðið um viðmiðan- ir stéttarfélaga hærra launaðra né hvað gerist í einstaklings- bundnum samningum úti í fyr- irtækjunum í kjölfar almennrar hækkunar launataxta. Ef stétt- arfélögin meina eitthvað með tali um tekjujöfnun hljóta þau sjálf að reyna að ná samstöðu sín á milli en ekki ganga hvert í sínu lagi til samninga og fela öðrum fram- kvæmd eigin stefnu. Vinnuveitendur eru sammála verkalýðshreyfingunni um það að gildandi kauptaxtar séu lágir, en það gildir jafnframt um meðallaun í landinu og þar með dagvinnulaun allflestra landsmanna. Málið snýst því ekki sérstaklega um launataxt- ana sem slíka heldur launin sem greidd eru og hvort þau geti hækk- að. Á hinn bóginn er launahlutfall fyrirtækja á Islandi mun hærra en í öðrum löndum, þ.e. launa- kostnaður sem hlutfall af tekjum, sem veldur því að hagnaður þeirra verður lítill. Arðsemi fyrirtækja á Islandi er lakari en í öllum nálæg- um löndum þrátt fyrir að launa- stigið hér sé lægra en víðast í norðanverðri Evrópu. Þessa stað- reynd verða menn að horfast í augu við því raunverulega kjara- bætur verða ekki sóttar nema í bætta frammistöðu og hagnað fyr- irtækja. Upp allan launastigann Talsmenn sérstakrar hækkunar fyrir þá tekjulægstu leggja áherslu á að hún megi alls ekki ganga upp allan launastigann vegna þess að þá náist ekki markmiðið um launa- jöfnun, verðbólga verði meiri og þar með minni kaupmáttarauki fyrir þá tekjulægstu. En skyldi þetta hafa verið reynt áður? Rýr árangur af miklu starfi Kröfur um sérstakar hækkanir lægstu launa hafa líklega verið settar fram í hverri einustu samn- ingalotu síðustu hálfa öldina. Mið- að við þann málfiutning sem nú er uppi um tekjuskiptinguna í að- draganda kosninga virðist árang- urinn af öllu því starfi vera afar rýr. Nýleg dæmi um tilraunir til breytinga á tekjuskiptingunni með almennu samkomulagi eru frá samningunum árin 1986 og 1989. I desember 1986 voru lágmarks- laun hækkuð úr kr. 18.942 í 26.500 eða um 40%. Á 3. ársfjórð- ungi 1987 voru meðallaun orðin 42,3% hærri en ári áður sem tald- ist vera 27% launaskrið umfram umsamdar almennar launahækk- Markmið og inntak kjarasamninga Hannes G. Sigurðsson Ýmsar breytingar á almannatryggingum LAG ABREYTIN G- AR sem gerðar hafa verið samhliða ráð- stöfunum í ríkisfjár- málum eru oft nefnd- ar bandormur vegna formsins sem er á lagafrumvarpinu. Al- mannatryggingar koma oft við sögu orms þessa og svo var einnig nú um síðustu áramót. Það er mikil- vægt að lífeyrisþegar og aðrir viðskiptavinir Tryggingastofnunar kynni sér breytingar þær sem þá tóku gildi. Þar ber að nefna breytingar á uppbótargreiðslum til Iífeyrisþega vegna húsaleigubóta frá allmörgum sveitarfélögum. Nýjar reglur um sérstaka heimilis- uppbót, sem hefur það í för með sér að margir missa hana á næst- unni og breyttur útborgunardagur hjá Tryggingastofnun. Húsaleigubætur í stað uppbótar á lífeyri Nú hefur greiðsla húsaleigubóta verið lögbundin og mörg sveitarfé- lög ákveðið að hefja greiðslu þeirra. Lífeyrisþegar á almennum leigumarkaði með uppbót á lífeyri sinn hjá Tryggingastofnun, vegna húsaleigukostnaðar eingöngu, missa uppbótina cigi þeir rétt á húsaleigu- bótum frá sveitarfé- lagi. Þeir ættu að sækja um húsaleigu- bætur hjá félagsmála- stofnun eða félags- málafulltrúa í sveitar- félagi sínu sem fyrst. Verði þeim synjað um húsaleigubætur geta þeir haldið uppbót sinni hjá Trygginga- stofnun, leggi þeir fram gilda orsök synj- unar. Lífeyrisþegar í leiguhúsnæði sem búa í sveitarfélögum sem ekki ætla að greiða húsaleigubætur munu halda upp- bótinni. Lífeyrisdeild Trygginga- stofnunar er nú að óska bréflega eftir gögnum vegna uppbótar- greiðslna. Þeir sem fá uppbót vegna lyfjakostnaðar þurfa margir að skila nýrri staðfestingu frá lækni sínum um lyfjanotkun. Þeir sem fá uppbót vegna húsaleigu verða að endumýja pappíra sína til að halda uppbótinni. Þeir þurfa að framvísa húsaleigusamningi (húsaleigukvittunum ef leigt er af borg eða sveitarfélagi). Þessi gögn verða að hafa borist Trygginga- stofnun ríkisins á næstu vikum, annars fellur uppbótin niður eða skerðist þann 1. mars. Breyttur útborgunar- dagur gerir það að verk- um að umsóknir þurfa að berast til Trygginga- stofnunar svo unnt verði að afgreiða þær í tíma, segir Asta Ragn- heiður Jóhannesdóttir en hún vekur hér ahygli á nýjum reglum hjá stofnuninni. Eftir að bótaflokkar almanna- trygginga urðu að miklu Ieyti tekjutengdir hefur þurft að leið- rétta eða endurreikna tekjutengd- ar bætur hvers lífeyrisþega árlega miðað við árstekjur hans hveiju sinni. Undanfarin ár hafa tekjur verið færðar inn 1. júlí af fram- tali síðasta árs, eftir að búið er að fara yfir skattskýrslur lífeyris- þega hjá skattinum. Það hefur orðið æ þyngra í vöf- um að ljúka útreikningi tekju- tengdu bótanna fyrir 1. júlí, enda oft ekki búið að skila öllum skatt- skýrslum á þessum tíma vegna undanþága. Því var gerð sú laga- Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir breyting að skráning verður fram- vegis ekki fyrr en 1. september, sem ætti að auðvelda alla vinnu við hana. Margir missa sérstaka heimilisuppbót Um áramótin vár gerð sú breyt- ing á lögum um félagslega aðstoð að allar tekjur lífeyrisþega, aðrar en almannatryggingabætur og húsaleigubætur, skyldu skerða sérstaka heimilisuppbót, króna á móti krónu. Með þessari breytingu er verið að hverfa til sama horfs og gilti fyrir rúmu ári, áður en lög um félagslega aðstoð tóku gildi. Nú skerða þó lífeyrissjóðstekjur sér- staka heimilisuppbót, króna á móti krónu. Áður gátu lífeyrisþeg- ar með 8.198 krónur úr lífeyris- sjóði á mánuði fengið óskerta sér- staka heimilisuppbót. Margir lífeyrisþegar, sem nú fá sérstaka heimilisuppbót og ein- hveijar lífeyrissjóðsgreiðslur, munu missa sérstöku heimilisupp- bótina 1. mars eða fá hana skerta. Þeim mun verða tilkynnt það bréf- lega á næstunni. Fyrsti, nýr útborgunardagnr Frá og með næstu mánaðamót- um fá lífeyrisþegar og aðrir þeir sem fá greiðslur frá Trygginga- stofnun greiðslur sínar inn á bankareikning sinn þann fyrsta, í stað þriðja virka dags hvers mán- aðar áður. Breyttur útborgunardagur gerir það að verkum að umsóknir þurfa að berast fyrr til Trygginga- stofnunar svo unnt verði að af- greiða þær í tíma. Nú þurfa um- sóknir að berast til stofnunarinnar fyrir 10. dag mánaðarins áður en þær skulu greiddar út, ella þurfa anir. Allflestir höfðu misseri síðar tryggt sér sömu hækkanir og lág- tekjufólkið. I samningunum árið 1989 var farin svokölluð krónutöluleið. Laun hækkuðu almennt um 2.000 kr. í maí, 1.500 í september og 1.000 í nóvember. Þetta þýddi 13,5% hækkun lágmarkslauna en átti að hafa í för með sér 8% hækkun meðallauna landverka- fólks. Meðaltalshækkun varð hins ■vegar 12% á samningstímanum (frá fyrsta til fjórða ársljórðungs það ár). Þannig sýnast flestir hópar hafa hækkað svipað og lægstu launa- taxtar og launahlutföllin staðið í stórum dráttum óbreytt á eftir. Reynslan af launabótunum í þjóðarsáttarsamningnum voru teknar upp svokallaðar launabæt- ur. Þær hafa verið greiddar tvisv- ar á ári til þeirra sem ekki ná 80 þúsund króna heildartekjum á til- teknu viðmiðunartímabili. Mönnum ber saman um að þessi aðferð hafi tekist í þeim skilningi að þessar bætur hafa ekki gengið upp launastigann og þannig skilað sér til þeirra tekjulægstu. Þetta dæmi sýnir að eitthvert svigrúm er til aðgerða af þessum toga en reynslan sýnir jafnframt að það sé þröngt og að of stórir hlutir á þessum kantinum bijóta sér ör- ugglega leið í gegnum allt launa- kerfið. Niðurstaða Víðtæk samstaða þarf að skap- ast um markmið og leiðir á kjara- málasviðinu til að viðhalda stöðug- leikanum í efnahagslífinu. Svig- rúm til launahækkana er ekki meira en í nálægum löndum. Möguleikar á sérstakri hækkun til þeirra tekjulægstu eru takmarkað- ir og alger forsenda árangurs er að verkalýðshreyfingin í heild standi sameinuð að slíkri aðgerð. Höfundur er aðstoðarfram- kvæmdastjóri VSÍ. menn að bíða til næstu mánaða- móta þar á eftir. Breyttar reglur vegna barnsfæðingar í desember gekk í gildi ný reglu- gerð um greiðslur í fæðingarorlofi í tengslum við EES-samninginn. Einnig voru gerðar breytingar á reglum um greiðslur í fæðingaror- lofi fyrir ári með nýjum almanna- tryggingalögum. Það er mikilvægt að verðandi foreldrar kynni sér þessar nýju reglur, sérstaklega ef þeir hafa starfað eða verið við nám erlendis mánuðina áður en barnið fæðist. Fæðingarkostnaður er nú aðeins greiddur ef móðirin er sjúkra- tryggð hér á landi og sama gildir um greiðslur í fæðingarorlofi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Nánari útskýringar á þessum regl- um er að finna í nýjum bæklingi Tryggingastofnunar um greiðslur vegna fæðingar barns. Mikilvægt fyrir alla Af vettvangi sjúkratrygginga eru nokkur atriði sem allir ættu að kynna sér nú í upphafi árs. Vil ég þar nefna endurgreiðslur vegna mikils læknis- og lyfjakostnaðar, en umsóknarfrestur um þær er til 1. mars. Einnig ættu allir að halda saman kvittunum vegna kostnaðar við læknisþjónustu vegna há- marksgreiðslu til afsláttarkorts al- manaksárið 1995. Nánari upplýs- ingar um þetta er að finna í grein- inni „Húsaleigubætur og annað af tiyggingamálum" í fasteignablaði Morgunblaðsins sl. föstudag. Hvet ég alla sem málið varðar að kynna sér það sem fyrst. Höfundur er deildarstjóri félagsmála- og upplýsingadeildar Tryggingastofnunar ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.