Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 48
tfjgtnifrlftfrtfr
L#TT#
j ^áNpPllí
alltaf á
MiövikudögTim
MORGUNBLADW, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
MIÐVIKUDAGUR 25. JANUAR 1995
VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK
Fiskvinnslan fær varla Rússafisk keyptan lengur
ísland í sölubann
vegna Smugumálsins
Á FUNDI íslenskra embættismanna
með Rússum í Múrmansk í síðustu
viku kom fram að rússneskar út-
gerðir hafa tekið sig saman um að
selja ekki íslendingum fisk til
vinnslu vegna veiða íslendinga í
Smugunni í Barentshafi.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins hafa þessar aðgerðir
harðnað undanfarið og þeim rúss-
nesku útgerðum, sem reyna að snið-
ganga þetta sölubann, fer ört fækk-
andi.
Árni Kolbeinsson ráðuneytisstjóri
sjávarútvegsráðuneytisins sagði að
þetta mál hefði verið rætt í Múr-
mansk. „Við höfum að sjálfsögðu
lagt á það áherslu að viðskipti með
þennan fisk eigi að vera fijáls og
séu beggja hagur og því eigi að
aflétta þessu,“ sagði Árni.
Ámi sagði aðspurður að Rússar
fullyrtu að þessar aðgerðir væm
sjálfsprottnar hjá þarlendum útgerð-
um og þótt rússneska sjávarútvegs-
ráðið segðist vera samþykkt þessum
aðgerðum þá andmæli það því að
frumkvæðið hafí komið þaðan. En
samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins telja Islendingar sig hafa
rökstuddan grun um að framkvæðið
hafí komið frá rússneskum stjóm-
völdum sem úthluta rússneskum út-
gerðarmönnum kvóta í Barentshafí.
Bjartsýni á samninga
í Múrmansk var ákveðið að halda
sem fyrst fund íslendinga, Rússa
og Norðmanna um veiðar í Barents-
hafí en um slíkan fund var fyrst
rætt á fundi Jóns Baldvins Hanni-
balssonar og Andrejs Kozyrevs, ut-
anríkisráðherra Rússlands, fyrir
skömmu.
„Ég er bjartsýnn á að það megi
ná samkomulagi á þessum þríhliða
fundi,“ sagði Helgi Ágústsson sendi-
herra, formaður íslensku viðræðu-
nefndarinnar í Múrmansk. Stefnt
var að því að halda fundinn í þessum
mánuði en nú er ekki útlit fyrir að
það takist.
Árni Kolbeinsson ráðuneytisstjóri
í sjávarútvegsráðuneyti sagði að ef
menn kæmu sér saman um að ræð-
ast við hlyti það að vera fyrsta skref-
ið til að nálgast lausn málsins.
Skipverjum brugðið
MARGRÉT EA fékk á sig
brotsjó í síðustu viku, þegar
skipið var á leið til Súðavíkur
með björgunarsveitarmenn.
Skipverjum varð að vonum mjög
brugðið við þessa lífreynslu,
enda brotið kröftugt. A mynd-
inni sést einn skipverja, Sigur-
björn Skírnisson, í brúnni, sem
stórskemmdist og fyrir framan
hann eru glerbrot um allt.
■ Brúin í Margréti/12
■ Tugmilljóna tjón/B7
Enn engin
veiðanleg
loðna
Hafrannsóknaskipin Ámi
Friðriksson og Bjarni Sæ-
mundsson era við loðnuleit úti
fyrir Norðausturlandi og Aust-
ijörðum. Þar hefur fundist
óveiðanleg dreifð loðna.
Að sögn Jakobs Jakobssonar,
forstjóra Hafrannsókna-
stofnunar, hefur orðið vart mjög
dreifðrar loðnu úti af Austfjörð-
um og Norðausturlandi en eng-
in veiðanleg enn. Jakob segir
mjög algengt að þetta breytist
þegar komi fram að mánaða-
mótum og að hún þéttist þá við
suðausturhornið á landinu.
Skipin létu úr höfn 2. janúar
og segir Jakob að gert hafí
verið ráð fyrir að þau yrðu úti
í fjórar vikur. Hann segir að
leiðangurinn'.hafí verið erfíður,
tíðin hafi verið mjög slæm. Nú
sé þolanlegt veður, norðaustan
5-6 vindstig og þungur sjór en
mánuðurinn hafí allur verið
mjög erfíður.
. j, ' g
Skíðaveður
FJÖLDI barna skemmti sér á
skíðum í sólinni í Ártúnsbrekku
í gærdag. Þau koma alls staðar
að úr borginni; úr Vesturbæn-
um, Vogunum eða nærliggjandi
húsum. Sumir voru iðnir við
skíðastökkið, meðan aðrir
renndu sér svig, á sleðum eða
fengu sér bita. Margir voru vel
búnir, með marglita sólarvörn á
vörum og andliti, líkt og þessar
ungu stúlkur sem borðuðu nest-
ið sitt í blíðunni á skíðasvæðinu
í gær.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Forseti ASÍ segir lítinn árangur af kjaraviðræðum og tímann nauman
Næstu 2 vikur ráða úrslitum
BENEDIKT Davíðsson, forseti ASÍ, segir að lít-
ill árangur hafi orðið af samningaviðræðum að
undanfömu um gerð nýrra kjarasamninga. „Ég
held að þetta verði að vera komið í ljós á næstu
tveimur vikum eða svo. Eftir að þingið er kom-
ið saman fer kosningabaráttan í gang og við í
verkalýðshreyfíngunni óttumst að þá fari málin
að snúast meira um annað en raunverulega leit
að lausnum," segir hann.
Aðspurður segir Benedikt að næstu tvær vik-
ur skeri úr um það hvort komist verði hjá átök-
um á vinnumarkaði og segir að nokkur stór
aðildarfélög hafí boðað til funda til að afla sér
heimilda til verkfallsboðunar.
Þá segir hann að tíminn hafi ekki verið notað-
ur nægilega vel til að undirbúa gerð kjarasamn-
inga og verkalýðshreyfingin eigi sjálf sök á því
að nokkru leyti, því hún hafi ekki undirbúið sig
eins vel og þörf hafi verið á. Ekki sé endanlega
búið að ganga frá sameiginlegum kröfum á
hendur stjórnvöldum. „Fyrr en það liggur fyrir
er auðvitað ekki hægt að ásaka gagnaðila um
Nokkur félög boða til funda
til að afla verkfallsheimilda
að ekki hafi verið nógu vel haldið á af hans
hálfu," segir hann.
Stefnt að afgreiðslu krafna á
hendur ríkinu í næstu viku
Formenn lands- og svæðasambanda innan
ASÍ komu saman í gær til að bera sig saman
um sameiginleg efnisatriði sem verkalýðsfélögin
hyggjast leggja áherslu á gagnvart stjórnvöldum
í tengslum við gerð nýrra kjarasamninga.
Þriggja manna vinnuhópur hefur starfað und-
anfarnar vikur við að samræma áherslur ein-
stakra félaga og sambanda. Tillögurnar eru
ekki frágengnar og er gert ráð fyrir að einstök
sambönd fari yfir þær á næstu dögum og síðan
verði gengið frá þeim í endanlegu formi á fundi
formannanna næstkomandi þriðjudag áður en
óskað verður eftir viðræðum við stjórnvöld.
Samningafundur Dagsbrúnar, Hlífar og
Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur (Flóa-
bandalagsins) með VSÍ sl. föstudag var árang-
urslaus og skildu menn frekar ósáttir, að sögn
Guðmundar Finnssonar, framkvæmdastjóra
Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Félög-
in þtjú hafa boðað til félagsfunda næstkomandi
fímmtudag þar sem staða samningamála verður
skýrð og jafnframt munu þau óska eftir heimild
félagsmanna til verkfallsboðunar.
Viðræður hafa haldið áfram milli einstakra
félaga opinberra starfsmanna og samninga-
nefnda ríkis og bæja að undanförnu en þær
hafa að mestu leyti snúist um sérmál, að sögn
Þorsteins Geirssonar, formanns samninganefnd-
ar ríkisins.
I gær kom framkvæmdastjórn Verkamanna-
sambandsins saman til að fara yfír stöðu mála.
í dag verður haldinn miðstjórnarfundur í ASÍ.
■ Tvær vikur/8
Greiðslukort um jólin
Reikningur-
inn 5,5 millj-
arðarkróna
ÚTTEKTIR korthafa Eurocard á jóla-
tímabilinu, frá 8. des. til 12. janúar
námu 1.250 millj. króna nú saman-
borið við 1.100 milljónir árið áður.
Hjá Visa námu viðskipti á sama
tímabili 4,3 milljörðum, samanborið
við 4,1 milljarða árið áður.
Til greiðslu í byijun febrúar koma
því rúmlega 5,5 milljarðar.
■ Jólareikningar/14
-----» ♦ «-----
Sjúkrabíll
í árekstri
SJÚKRABÍLL lenti í árekstri við
fólksbíl á mótum Laugavegar og
Kringlumýrarbrautar í gærkvöldi.
Flytja þurfti tvennt úr fólksbílnum
og tvo úr sjúkrabílum á slysadeild
en talið var að um minniháttar
áverka hefði verið að ræða.
-----♦_♦_♦----
Alþingi kemur
saman
ALÞINGI kemur saman í dag í fyrsta
skipti á þessu ári og verður haldinn
stuttur þingfundur en hefðbundin
þingstörf hefjast á fímmtudag.
Þingfundur hefst kl. 15 og verður
þá þeirra minnst sem fórust í snjó-
flóðum á Vestfjörðum í liðinni viku.
Einnig verður Valdimars Indriðason-
ar fyrrum alþingismanns minnst, en
hann lést fyrr í þessum mánuði.