Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 23 AÐSENDAR GREIIMAR Snjóflóðavarnir: spár og hættumat ENN HAFA snjó- flóð valdið miklum mannskaða hér á landi og brýnt að draga af því lærdóma. Nú gerist þetta eftir að unnið hefur verið um nokkurt skeið að rannsóknum á snjó- flóðahættu og snjó- flóðavörnum. Varn- irnar hafa annars veg- ar falist í spám um yfirvofandi hættu og hins vegar í mati á legu hættusvæða. Umræða um þessar Helgi snjóflóðavarnir, frá Björnsson því slysið varð í Súða- vík 16. janúar, sýnir að skýra þarf þetta starf nánar en gert hefur verið. Spár um snjóflóðahættu eru byggðar á þekkingu á eðli snjó- flóða og reynslu af tengslum þeirra við veður, snjóalög og lands- lagsþætti í einstökum byggðarlög- um. Snjóflóð falla þegar snjóþekja missir festu í fjallshlíð. Það gerist þegar kraftar, sem verka á þekj- una verða meiri en styrkur hennar ber og festa við botn nær ekki að halda snjónum. Flest snjóflóð hér á landi falla vegna þess að álag á snjóþekjuna eykst skyndilega við hraða ofankomu og skafrenning. Þannig falla um 80-90% allra snjóflóða í hrinum, sem ganga yfir heilu landshlutana þe'gar stöð- ugar norðan- og norðaustanstór- hríðar hafa haldist í nokkra daga með mikilli snjókomu. Algengt er að slíkt gerist þegar djúpar lægðir fara hægt eða stansa milli Island og Noregs og mikil hæð er yfir Grænlandi. Athugun árið 1980 sýndi að slíkar snjóflóðahrinur höfðu komið í 40% allra ára frá síðustu aldamótum; ein til þrjár á ári. Hvar hættusvæðin eru ræðst þá af legu fjallshlíðar fyrir þeim vindáttum sem flytja mesta úrkomu og snjó .skefur mest úr. Með rannsóknum á öllum þekktum snjóflóða- hrinum frá því al- mennar veðurathug- anir hófust hér á landi fæst reynsla af því hvar flóð falla við ákveðnar veðurað- stæður og er þar mið- að við snjókomu, vind- áttir og hitastig á ná- lægum veðurstöðvum. Slíkar rannsóknir á aðdraganda snjóflóða þarf að efla og halda við svo að bætá megi stöðugt árangur við snjóflóðaspár. Þessar rannsóknir eru einnig for- senda þess að unnt sé að meta snjóflóðahættu þegar aðstæður koma upp sem eru hættulegri en nokkrar heimildir greina frá og flóð gætu því orðið enn stærri og víðar en dæmi eru um. Slíkar ein- stakar aðstæður virðast hafa vald- ið snjóflóðinu í Súðavík þegar ofsaveður af hánorðri og norð- vestri gekk yfir Vestfirði. Flóðin, sem getið var um að ofan, eru þurr snjóflóð. Hrinur votra flóða eru ekki eins algengar en hafa gengið yfir Austfirði og Mið-Norðurland þegar djúpar lægðir hægja á sér sunnan við land og hlýju lofti frá Atlantshafi fylgir þíðviðri og mikil langvinn rigning ofan í fannfergi til ijalla. Slíkur var aðdragandi hinna mannskæðu páskaflóða á Siglu- firði og í Héðinsfirði 12. og 13. apríl 1919. Ofangreindar rannsóknir á tengslum snjóflóða og veðurs eru unnar með gögnum sem þegar eru Saga okkar af snjó- flóðum nær í mesta lagi eina öld aftur í sjávarþorpum, segir Helgi Björnsson, þorpum sem byggst hafaeftir 1880. tiltæk. Auk þeirra þarf að auka mælingar sem lýsa betur aðdrag- anda snjóflóða en gögn frá venju- legum veðurstöðvum, sem flestar eru á láglendi. Þær mælingar, ásamt aukinni könnun á snjóalög- um, munu auka reynslu og þekk- ingu heimamanna og strax nýtast við spár þegar hætta vofir yfir. Víkjum þá að hinum megin- þætti snjóflóðavarna, sem er mat á hættusvæðum. Um það starf er þörf á ítarlegri umræðu. Til þess að hefja þá umræðu hér tel ég gagnlegt að benda á að þegar snjóflóðafræðingur er spurður hvert sé mesta hugsanlega hættu- svæði í kauptúnum á Vestfjörðum, Austfjörðum og Mið-Norðurlandi, sem búa við snjóflóðahættu, er svar hans, að um ókomna tíð gætu þær aðstæður komið upp að snjóflóð féllu í sjó fram úr öllum fjöllum þar sem undirlendi er Iítið. Við búum í fjallalandi í miðju Norður-Atlantshafi og yfir það fara stöðugt djúpar vetrarlægðir, en á hveijum mannsaldri sjáum við aðeins brot af öllum hugsan- legum tilbrigðum af krafti þeirra og krákustígum. Ef fara ætti eftir þessu hættumati yrði byggð lögð niður í allmörgum kauptúnum eða flutt á nálæg örugg svæði. Þennan kost ber vissulega að íhuga, en heimamönnum hefur hins vegar ekki þótt það raunsætt. Því hefur verið spurt hveijar séu líkur á að snjóflóð grandi byggð á vissu tímabili, svo sem einni öld. Til þess að svara þeirri spurningu hefur verið unnið annað hættu- mat, sem er málamiðlun milli hins örugga mats og hins hagsýna sjón- armiðs. Það hættumat afmarkar hins vegar ekki örugg svæði þegar upp koma aðstæður sem ekki voru í grundvelli að matinu. Þess vegna er jafnframt sæst á að reynt verði að fýlgjast stöðugt með snjóflóða- hættu og fari hún yfir þau mörk sem reiknað var með við fyrra hættumat verði hættusvæði metin á ný við snjóflóðaspár og fólki forðað af hættusvæðum. Hér er vissulega tekin mikil áhætta því að óvíst er hve vel tekst til við spár og mannskæðustu flóðin verða við einstakar fátíðar að- stæður. Ljóst þarf að vera hvenær aðstæður eru komnar upp sem ekki sáust í heimildum sem hættumatið var byggt á. Svar við því þarf að vera unnt að kalla fram hratt, því að tíminn er naum- ur. Einnig þess vegna þarf að efla rannsóknir á tengslum snjó- flóða og veðurs, sem ég ræddi um fyrr í þessari grein. Að framkomnum þessum meg- inatriðum er varða hættumat vil ég greina nokkuð frá því hvernig það hefur verið unnið. Við gerð hættumats er byggt á öllum til- tækum gögnum um snjóflóð, rituð- um heimildum, samtölum við heimamenn og ummerkjum eftir snjóflóð í landi svo sem sár í jarð- vegi og framburði flóða. Þekktir og líklegir snjóflóðafarvegir eru teiknaðir á kort, en auk þess er reiknuð skriðlengd flóða með lík- önum, sem aðlöguð eru mestri skriðlengd sem þekkt er á svæð- inu. Að fengnum öllum þessum niðurstöðum eru dregin ystu mörk um þekkt og reiknuð snjóflóð inn- an athugunarsvæðisins. Hér fer árangur vissulega eftir þeim gögn- um sem tiltæk eru. Þó að íslend- ingar eigi annála um snjóflóð, sem ná allt aftur að 1118 hafa til skamms tíma einungis verið skráð þau flóð sem valdið hafa tjóni. Ennfremur nær saga okkar af snjóflóðum í mesta lagi eina öld aftur í sjávarþorpum sem byggst hafa eftir 1880. Sú saga skráir stórslysin á Seyðisfirði 1885, í Hnífsdal 1910, á Siglufirði og í Héðinsfirði 1919, í Neskaupstað 1974, á Patreksfirði 1983 og í Súðavík 1995. Vöxtur þessara byggðarlaga, og annarra sem búa við svipaða snjóflóðahættu, er því þeim sem vinna að snjóflóðavörn- um áhyggjumál. Þá hefur það einnig valdið áhyggjum að hættu- matið hefur oft verið gagnrýnt fyrir að vera of strangt þegar land er afmarkað sem hættusvæði án þess að heimildir séu taldar ótví- ræðar um að þar hafi fallið flóð. Núverandi mat á legu hættu- svæða er unnið eftir bestu getu út frá gögnum sem til eru og spanna frá nokkrum áratugum upp í um 100 ár. Líta mætti svo á að í gögnum sem ná yfir 100 ár hafí komið upp þær aðstæður hvað varðar veður og snjóalög sem vænta má á einni öld. Þó skal bent á að gögnin eru gloppótt og loftslag breytist. Þannig var snjó- flóðahætta mun minni hér á landi á hlýindaskeiðinu frá 1930 til 1960, þegar byggð stóijókst í sjáv- arþorpum, heldur en fyrr á öldinni og á síðustu öld. Einnig verður að telja að eftir 1970 hafi hætta á snjóflóðum aukist á ný. íslendingar þurfa nú að íhuga hvernig þeir vilja veijast snjóflóð- um, hve miklum fjármunum þeir vilja veija til snjóflóðavarna og hvort byggð skuli flutt á svæði sem teljast örugg um alla framtíð. Snjóflóðafræðingar munu reyna að meta hver hættan er og hveijar líkur eru á að flóð falli. Það kallar á stöðugar rannsóknir. Einnig þarf að meta líkur á að fólk lendi í flóð- unum. Þjóðin þarf hins vegar að ræða hvaða áhætta er ásættanleg og hvað er í húfí. Eignatjón má bæta en aldrei mannskaða. Því hljóta næstu við- brögð að beinast að því að bæta viðvörun og eftirlit með snjóflóða- hættu til þess að koma í veg fyrir hörmungar eins og urðu í Súðavík 16. janúar s.l. Höfundur er jarðeðlisfræðingur við Raunvísindastofnun Háskólans ogsiturí Ofanflóðanefnd, sem er Almannavömum ríkisins til ráðuneytis um snjóflóðavarnir. Líf og dauði Meðal annarra orða Til eru menn sem hafa samkennd með öðrum og hinir, sem líta svo á að menn séu fyrir þeim. Njörður P. Njarð- vík fjallar hér um undarlega afstöðu til lífs og dauða. ÞEIR SEM þekkja til aðstæðna í háskólum, í hinum svokallaða akademíska heimi, vita, að þar unnast menn ekki beinlínis hugást- um. Þar tíðkast hatrammar deilur, mann- jöfnuður: samkeppni þegar best lætur, öf- und og illgirni þegar verst lætur. Kannski er ástæðan sú, að mikil samkeppni er um illa launuð störf (á íslandi) og menn eru neyddir til að sitja í dómnefndum um hæfni samstarfsmanna sinna. Slíkt leiðir ærið oft til óvildar, því að flestir þykjast hæfastir að eigin dómi. En þessi ormagarður fræði- manna er þó ekki hættulegri en svo, að þar eru menn ekki bitnir til dauða. Yfirleitt ekki. En það hefur nú samt gerst. Hér í þeim virðulegu háskólaborgum Cambridge og Oxford, er skipulag háskólanna þannig, að kennsla fer fram á vegum háskóla- deilda, en svo eru „Colleges", sem í raun eru eins konar samfélög kennara, nemenda og fræðimanna. Menn tiiheyra einhveiju college, búa þar og snæða, og umsjónar- menn „Tutors“ fylgjast með velferð og framgangi nemenda. En þar er sem sé eng- in kennsla. Hér í Cambridge eru þessi Col- lege 31 talsins, hið elsta, Peterhouse, stofn- að 1284, tuttugu árum eftir lok íslenska þjóðveldisins. Lesandi hefur ef til vill tekið eftir því, að ég nefndi Cambridge á undan Oxford, að sjálfsögðu, yrði sagt hér. Þar er nokkur rígur á milli, ekki fjandsamlegur samt, en Oxford er yfirleitt ekki nefnt á nafn hér. Það er kallað „hinn staðurinn“, the Other Place. Aðra háskóla í Bretlandi er hreint ekki ástæða til að geta um! Banvænn ormagarður Nú hefur komið í ljós, að á „hinum staðn- um“ getur ormagarður fræðimanna verið banvænn. Og það í college, sem heitir því innvirðulega nafni Corpus Cristi College og var stofnað 1517. Þar snæddu menn þögul- ir og hlýddu á lestur úr Biblíunni. Og eftir alla þessa lestra öldum saman hefði mátt halda að þar ríkti sérstök friðsemd og hlý- hugur. Maður er nefndur Sir Kenneth Dover, og var forseti þessa college þar til fyrir átta árum, að hann lét af því virðulega embætti. Hann skýrir frá því í sjálfsævisögu sinni, hvernig honum tókst að losna við óþægilegan samstarfsmann. Sá vár þekktur sagnfræðingur að nafni Trevor Aston, ágætur fræðimaður, en þunglyndur og drykkfelldur, og átti til að hegða sér þann- ig, að mönnum þótti hneykslunarvert. Hann var ráðinn tímabundinni ráðningu. Sir Kenneth segir, að sér hafi verið Ijóst, að losa þyrfti Corpus Cristi College við þennan óþurftarmann, en vandinn hafi ver- ið, hvernig ætti að fara að því að drepa hann án þess að komast í klandur. Sem sannur fræðimaður rannsakaði hann þetta vandamál vandlega, m.a. með því að ræða við lækna Astons. Hann komst þá að því, að Aston hafði margsinnis sagst ætla að svipta sig lífi. Hann tók sig því til, skrif- aði Aston harðort bréf og skýrði honum frá því, að ráðning hans yrði ekki endurnýjuð að fjórum árum liðnuín. Bréfið hafði tilætl- uð áhrif: Aston fyrirfór sér og Sir Kenneth tók aftur gleði sína. Þegar blaðamaður spurði hann um þetta mál, svaraði hann því til að Forn-Grikkir hefðu ævinlega hugs- að meira um heildina en einstaklinginn, og því hafi þeir iðulega tekið menn af lífi til að koma í veg fyrir hugsanleg vandræði. Og bætti því við, að næsta algengt væri að menn óskuðu öðrum dauða. Og ef slík ósk rættist, væri það mönnum til sannrar ánægju. Frá þessu undarlega máli er skýrt í The Times, og blaðamaður segir frá eigin btjósti, að svona viðhorf til mannlegs lífs gætu menn búist við að finna hjá IRA, mafíufor- ingjum eða hermönnum í návígi, en tæpast í rósagarði fræðimanna. Ekki var minnst á ormagarð. Viðhorf til Iífs og dauða í sama blaði er sagt frá ungum hjónum, sem voru að koma úr brúðkaupsferð. Þau kröfðust skaðabóta frá ferðaskrifstofunni, sem skipulagði fríið þeirra, af því að þijú lík hefðu skemmt fyrir þeim ánægjuna: eitt sjórekið, annað fannst stykkjað í ferðatösku á ströndinni, það þriðja við hálfreist hús. Þau sögðust þurfa annað frí til að jafna sig eftir hið fyrra. í þessum tveimur dæmum, má greina undarlega afstöðu til lífs og dauða. í því fyrra er manni rutt úr vegi, svo að virðu- leiki háskólastofnunar raskist ekki. í hinu síðara er dauði þriggja manna leiðinda uppákoma, gleðispillir, sem réttlætir mála- ferli. Hvað skyldi hinn aðlaði prófessor í grísku og latínu segja um viðhorf unga fólksins? Og hvað skyldi það segja um hátt- semi prófessorsins? John Donne mun hafa komist svo að orði, að dauði sérhvers manns minnkaði með einhveijum hætti okkur hin öll, af því að við værum hluti mannkynsins. I Sjálf- stæðu fólki kallar Halldór Laxness þetta fyrirbæri samlíðunina með Ástu Sóllilju á jörðinni. Samkenndin með öðrum er það sem skapar manneskjunni reisn. Ef til vill má skipta mönnum í tvo flokka. Annars vegar þá sem eiga slíka samkennd, hins vegar þá, sem líta svo á, að aðrir menn séu fyrir þeim, ef ekki er hægt að hafa af þeim gagn og eigin hagnað. Þessi síðari flokkur er hryggilegur vitnisburður um það, hversu grátlega seint gengur að lýsa upp innra hugskot þeirra, sem hugsa um hinn einbera ytri hagnað. Þó að við höldum árlega hátíð- legt, er ljós heimsins fæddist meðal manna, hið innra ljós fegurðar og kærleika, sem veitir líkn og frið. Höfundur er prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla íslands en dvelst sem stendur við rannsóknir og ritstörf í CJareHall CoIIege, University of Cambridge.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.