Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ■ f Guðrún Hanna Óskarsdóttir Snjóflóðahætta í Önundarfirði Hröktust um nótt með fjög- ur börn ísafirði. Morgunblaðið. „ÉG VARÐ alveg óskaplega hrædd þegar ég heyrði fréttim- ar frá Súðavík. Það var erfítt að hlusta á þær I því kolvit- lausa veðri sem hér var í síð- ustu viku,“ sagði Guðrún Hanna Óskarsdóttir, húsfreyja í Neðri-Breiðadal í Önundar- fírði. Hún og fjölskylda hennar yfírgáfu bæinn á miðvikudag og komust við illan leik í bama- skólann í Holti. Almannavamanefnd Flateyr- ar hafði samband við fjölskyld- una seint á þriðjudagskvöld og óskaði eftir því að hún yfírgæfí heimili sitt. Guðrún fór ásamt eiginmanni sínum, Halldóri Mikaelssyni, og ijórum bömum út í óveðrið skömmu eftir mið- nætti aðfaranótt miðvikudags. „Við lögðum af stað á vélsleða, en veðrið var svo brjálað að við villtumst fljótlega hér á túninu. Síðan festist sleðinn og þá ákváðum við að snúa við. Það kom síðan dráttarvél frá Þóris- stöðum á móti okkur og flutti okkur yfír í skólann. Þangað vorum við komin um kl. fímm um nóttina." Margt flaug í gegnum hugann í sleðaferðinni Halldór sagði að ferðin á sleðanum hefði verið erfíð. „Það fór margt í gegnum hugann þegar við festum sleðann. Böm- in þurftu að fara af sleðanum og við urðum að halda í þau því að veðrið var svo vont,“ sagði Halldór. Fjölskyldan flutti heim sl. mánudagskvöld. Gegningar féllu niður í þrjú mál, þar sem ekki var hægt að komast í fjós vegna veðurs. Halldór sagði að kýr hefðu veikst af þessum sök- um. Júgurbólga hefði komið upp I nokkmm gripum. Ein kýr hefði verið það illa farin að gefa þurfti henni lyf í æð. Neðri-Breiðadalur hefur aldrei verið rýmdur vegna snjó- flóðahættu, en snjóflóð hafa fallið nærri útihúsum án þess að neitt tjón hafi orðið. Mikill beygur er í fólki við Ólafstún á Flateyri Getum ekkí búið í húsi þar sem okkur líður illa ísafirði. Morgunblaðið. „MAÐUR getur ekki búið í húsinu sínu nema líða vel í því. Manni er illa við að fara í vinnuna í vondum veðrum á vetuma og þurfa að skilja börnin sín eftir heima og vita aldr- ei hvað getur gerst. Það hafa gerst hlutir síðustu daga sem enginn reiknaði með að gætu gerst og því er beygur í fólki.“ Þetta segir Steinþór Bjarni Kristjánsson, íbúi í Ólafstúni 12 á Flateyri, en snjóflóð féll á hús ná- granna hans sl. miðvikudag. Húsin höfðu þá verið yfirgefin. Fjölskylda Steinþórs, kona og tvö börn á tí- unda ári og fyrsta ári, hefur komið sér fyrir fjarri hættusvæðinu. Fjöl- skyldan hefur ekki snúið heim þrátt fyrir að hættuástandi hafí verið aflýst. Ibúar á hættusvæðinu á Flateyri yfírgáfu hús sín um hádegi á mánu- dag. Þá var almannavamamefnd staðarins búin að lýsa yfír hættu- ástandi. Venjulega em 10 hús yfír- gefín, en að þessu sinni fór fólk úr mun fleiri húsum. Steinþór sagði að óhug hefði sett að fólki við að heyra fréttirnar frá Súðavík. Veðrið hefði þar að auki verið kolvitlaust. Á miðvikudag féll snjóflóð á tvö hús og stórskemmdi annað þeirra. Steinþór sagði að þó að snjóflóða- vamirnar hefðu gert gagn væri spurning hvort þær fælu í sér nægi- lega vörn. „Maður spyr sig hvort til sé 100% snjóflóðavörn. Óttinn getur aldrei horfið hversu góðar sem vamimar eru.“ Um miðjan dag í gær var hættu- ástandi aflýst á Flateyri. Steinþór sagði að fáir væm farnir heim enn- þá. Bæði væri ótti í fólki og eins STEINÞÓR Bjarni Kristjánsson, íbúi í Ólafstúni 12 á Flateyri, við hús nágranna síns í Goðatúni, en snjóflóð féll á það sl. miðvikudag. væri ekki búið að ryðja heim að húsunum. „Andinn var þannig hjá þeim sem búa þarna að menn vildu að- eins sjá til burtséð frá opinberu mati á hætfuástandi. Fólk eðlilega hugsar sinn gang. Hræðilegir at- burðir eins og urðu í Súðavík gera það að verkum að fólk staldrar við og hugsar. Við sem búum á þessu hættu- svæði höfum rætt saman um hvað við gerum í framtíðinni. Það er enn janúar og við sjáum fram á þijá mánuði þar sem búast má við að snjóflóðahætta skapist. Manni fínnst eins og það hafí eitthvað gerst í veðrakerfinu upp á síðkast- ið, sem geri það að verkum að þetta er verra. Þá er ég að tala um ríkjandi vindáttir og úrkomu. Fólk sem hefur búið þama síðustu 10-15 ár hefur orðið að flytja burtu kannski fjórum sinnum og öll tilvik- in áttu sér stað á síðustu fjórum árum,“ sagði Steinþór. Steinþór sagði óvíst hvað fólk á hættusvæðinu muni gera. Hann sagðist þó gera ráð fyrir að fólkið muni leita eftir aðstoð lögfræðings svo að það viti um réttarstöðu sína ef til þess kæmi að húsin yrðu úr- skurðuð óíbúðarhæf. KRISTJÁN Jóhannsson, sveitarstjóri á Flateyri. Flateyrarhreppur ítrekar beiðni til stjórnvalda um fjárhagslega aðstoð Nauðsyn að ljúka gerð varnargarða ísafirði. Morgunblaðið. KRISTJÁN Jóhannsson, sveitarstjóri á Flateyri, segir mikilvægt að ljúka við gerð snjóflóðavamargarða fyrir ofan byggðina á Flateyri, en kostnað- ur við þá er talinn nema 40-50 millj- ónum króna. Hann segir þó einnig koma til greina að færa byggðina frá hættusvæðinu. Snjóflóð féll á tvö hús við Ólafstún og Goðatún á Flateyri sl. miðviku- dag. Annað húsið er líklega ónýtt. Það hálffylltist af snjó. Allir gluggar sem snúa upp að fjallshlíðinni eru brotnir og þak hússins er stór- skemmt. Hitt húsið er minna skemmt, en snjóflóðið braut einn glugga og dyr á því. Árið 1991 var byrjað á snjóflóða- vömum fyrir ofan byggðina við Ól- afstún. Varnargarðarnir eru hannaðir af frönskum sérfræðingum í snjóflóðavörnum. Þar era nú garð- ar og hólar, sem eiga að beina stefnu snjóflóðs frá byggðinni og draga úr krafti þess. Enginn vafí þykir leika á að snjóflóðavamirnar gerðu gagn, en þær fela ekki í sér fullkomna vöm. Kristján sagði að sveitarstjóm Flateyrarhrepps hefði allt frá 1992 þiýst á að hreppurinn fengi aðstoð við að Ijúka gerð garðanna. Engin viðbrögð hefðu komið frá stjórnvöld- um. Hann sagði að sveitarstjóm myndi ítreka beiðni sína á næstunni Verð á sjávarafurðum stendur nánast í stað milli desember og janúar Verð 5,5% hærra en í fyrra VERÐ á sjávarafurðum á útflutn- ingsmörkuðum stóð nánast í stað en hækkaði þó lítillega milli desem- ber og janúarmánaðar eftir að hafa hækkað jafnt og þétt á haustmán- uðum og ekki er gert ráð fyrir frek- ari verðhækkunum í næsta mán- uði, að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar. Verð á sjávarafurðum er nú 5,5% hærra en það var að meðaltali á síðasta ári. Þórður sagði að ekki væri útlit fyrir að verð lækkaði á nýjan leik, þvert á móti væru líkur til þess að verð myndi fremur hækka þegar fram í sækti. Þó væri sam- kvæmt upplýsingum útflytjenda ekki útlit fyrir verðbreytingar milli janúar og febrúar. „Þegar á allt er litið virðist hafa hægt á þessari þró- un í bili og að það sé nokkurt hlé á verðhækkunum," sagði Þórður. Hagvaxtarskeið fram að aldamótum Þórður sagði að allar aðstæður í efnahagsmálum á alþjóðavettvangi væra þannig að verð á sjávarafurð- um gæti haldið áfram að styrkjast þegar fram í sækti. Hagvöxur í við- skiptalöndum okkar hefði náð sér verulega á_strik og eftirspurn væri vaxandi. í áætlunum Þjóðhags- stofnunar væri gert ráð fyrir að verð á sjávarafurðum í SDR fylgdi nokkurn veginn verðlagsbreyting- um í helstu viðskiptalöndum. Þórður sagði aðspurður að spár um hagvöxt hefðu verið endurskoð- aðar að undanförnu og nú væri spáð 3% hagvexti í ár og næsta ár og raunar árlega fram til aldamóta í aðildarlöndum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. og ræða við stjórnvöld um framtíð byggðar við Ólafstún. Jafnframt væri ljóst að endurskoða þyrfti allar snjóflóðavamir á Flateyri. Ofanflóðasjóður borgar 80% af kostnaði við gerð snjóflóðavamar- garða. Flateyrarhreppur þarf því að borga um 10 milljónir af þeim 40-50 milljónum sem kostar að Ijúka gerð vamargarðanna á Flateyri. Kristján sagði að Flateyrarhreppur hefði ekk- ert fjárhagslegt bolmagn til að fjár- magn þessar framkvæmdir. „Það er náttúrlega frumskilyrði að fólki líði vel í húsum sínum. Ef ekki er hægt að tryggja það með snjóflóðavörnum er spurning hvort ekki sé rétt. að færa byggðina," sagði Kristján. Hann sagði að Flateyringar myndu ræða þann möguleika við stjórnvöld. \ ) I ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) I ) ) ) ) )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.