Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 17 ERLENT Eldfim málefni minnihlutahópa í A-Evrópu Spenna í samskiptiun Ungverja og Rúmena FORSETI Ungveijalands og forsæt- isráðherra aflýstu í gær fundi sem þeir hugðust eiga með rúmenskum embættismanni um málefni ung- verska minnihlutans í Rúmeníu. Spenna í samskiptum þessara ná- grannaríkja hefur vaxið snögglega eftir að rúmensk stjórnvöld skýrðu frá því að til greina kæmi að banna starfsemi stjórnmálaflokks ung- verska minnihlutans, en fjöldi Ung- veija býr í Rúmeníu. Að sögn Reuter-fréttastofunnar kom sérfræðingur rúmensku stjóm- arinnar í málefnum minnihlutahópa, Viorel Hrebenciuc, til Búdapest á mánudag í þriggja daga heimsókn. Var þessi för ákveðin eftir hávær mótmæli stjórnmálaafla í Rúmeníu vegna krafna ungverska minnihlut- ans um aukið forræði í eigin málum. Einingarflokkur Rúmeníu, flokkur þjóðernissinna, hefur hvatt til þess að fram fari „skipti á borgurum" ríkjanna tveggja en í Austur-Evrópu hefur þetta orðalag ávallt vísað til hótana um landhreinsun. „And-rúmenskar yfirlýsingar“ Að sögn bandarísku útvarpsstöðv- arinnar Voice of America var flokkur Ungveija, HDUR, stofnaður fýrir fimm árum eftir að Nicolae Ceau- sescu einræðisherra hafði verið steypt af stóli í Rúmeníu. Dómsmála- ráðherra Rúmeníu sagði á föstudag að til greina kæmi að banna starf- semi flokksins vegna „and-rúmen- skra“ yfírlýsinga hans um aukna sjálfsstjórn minnihlutans. Á þingi Ungveijalands hafa allir flokkamir sex sameinast um harð- orða ályktun þar sem fordæmdar eru með öllu árásir þær sem flokkur Ungveija í Rúmeníu hefur sætt þar í landi vegna sjálfsstjórnarkröfu sinnar. Sagði meðal annars í yfirlýs- ingu þessari að þetta gæti reynst „ógnun við lýðræðisþróunina i Rúm- eníu.“ Rúmenar og Ungveijar hafa að undanfömu staðið í erfiðum viðræð- um um tvíhliða samning ríkjanna þar sem kveðið verði á um rétt ung- verska minnihlutans í Rúmeníu gegn því að Ungveijar viðurkenni landa- mæri ríkjanna. Slíkur samningur þarf að liggja fyrir ætli ríki þessi að tryggja sér aðild að Evrópusamband- inu (ESB). Vilja bætt samskipti Ungverskur aðstoðarráðherra, sem fer með málefni landa sinna erlendis, sagði í gær að stjórnvöld vildu koma á eðlilegu sambandi við ráðamenn í Rúmeníu. Það þjónaði hagsmunum ríkjanna beggja að leysa deilumál þetta og þess yrði freistað á næstunni. Rúmensk stjórnvöld segja að rúm- lega ein og hálf milljón Ungveija búi í landinu en talsmenn Ungveija segja þá tölu ranga, minnihlutinn telji rúm- ar tvær milljónir manna. Segja Deng geta lifað í 4 mánuði Hong Kong. Reuter. LÆKNAR Deng Xiaoping, hins aldr- aða leiðtoga Kína, fullyrða að þeir geti haldið honum á lífi í „að minnsta kosti þijá til fjóra mánuði", að því er segir í Morgvnpósti Suður-Kína í Hong Kong. Yfir tuttugu sérfræðing- ar eru í læknaliði Dengs. Læknarnir hafa bæði lagt fyrir sig vestræna og kínverska læknisfræði. Að sögn blaðsins hafa þeir gætur á leiðtoganum allan sólarhringinn. Var haft eftir ónefndum sérfræðingum að Deng þjáðist af „gamalmenna- sjúkdómi" svipað og leiðtoginn Mao Zedong, sem lést árið 1976. Hins vegar hefði læknavísindunum fleygt mjög fram og lífslíkur Dengs því meiri. Margt bendir til þess að heilsu- leysi Dengs hafi orðið til þess að draga úr völdum fjölskyldu hans. Hefur Kommúnistaflokkurinn gagn- rýnt einn ættingja hans harðlega fyrir að notfæra sér nafn leiðtogans til að fá samþykkt gróðaverkefni. Allt þar til á síðasta ári sáu dætur Dengs um að koma skilaboðum og fyrirskipunum föður síns á framfæri en þær voru nánast þær einu sem skildu leiðtogann. Segir í blaðinu að þar sem Deng geti ekki lengur gefið skipanir hafi dregið úr völdum barna hans. Reuter Síamstvíburar aðskildir PAKISTÖNSKU síamstvíburarn- ir Nida og Hira Jamal gengust í vikubyrjun undir nær sólarhrings skurðaðgerð til að aðskilja stúlk- urnar. Aðgerðin hófst á mánudag og lauk í gær. Stúlkurnar, sem eru tveggja ára, eru samvaxnar á höfði. Heilar þeirra eru sam- vaxnir og þær hafa að hluta til sameiginlegt æðakerfi, sem eykur hættuna á því að aðgerðin mistak- ist. Hópur tuttugu lækna og hjúkrunarkvenna annast aðgerð- ina sem var flýtt um tíu daga vegna þess hversu Hira, t.h. er veil fyrir hjarta. Hingað til hafa verið framkvæmdar þrjátíu slíkar aðgerðir og i tveimur af hverjum þremur tilfellum lést annað eða bæði börnin. Læknarnir eru engu að síður vongóðir um að aðgerðin takist. Kostnaður við hana er um 22 milljónir kr. og greiða kana- dísk og pakistönsk stjórnvöld hann að hluta en einnig hefur fé verið safnað meðal almennings. Pygmýjar í Úganda að deyja út Afengi, eiturlyf og alnæmi orsökin PYGMÝJUM í Úganda kann að hafa tekist að standast flestar þær breytingar sem fylgja nú- tímalifnað- arháttum en áfengissýki, eit- urlyf og alnæmi hafa hins vegar gengið svo nærri lávaxn- asta þjóðflokki heims að hann er við það að deyja út, að sögn félagsráð- gjafa. Nú er aðeins um 400 pygmýjar á lífi en þeir voru 2.000 fyrir þremur áratugum. Þeir búa í Ituri-skóglendinu í vesturhluta Úganda og eru fullorðnir pygmýjar frá 120-140 sm á hæð. Um aldir lifðu þeir á því sem landið gaf, veiddu og söfnuðu ávöxtum og öðru matarkyns í skóginum. Nú hafa þeir hins vegar kynnst peningum og lífsviðurværi æ fleiri pygmýja er að hafa fé af ferðamönnum sem þeir eyða síðan í áfengi eiturlyf og kynlíf, að sögn frönsku AFP-fréttastofunnar. Alnæmi breiðist út Pygmýjarnir krefja útlenda ferðamenn sem vilja beija þjóð- flokkinn augum um peninga, sem þeir eyða á nálægum bör- um og hjá vændiskonum. „Áður fyrr voru hjónabönd að- eins leyfð innan þjóðflokksins en nú virðast þeir giftast fólki af öðrum þjóðflokkum og æ fleiri sýkjast af alnæmisveir- unni,“ sagði einn starfsmaður hjálparstofnunar aðventista. Pygmýjarnir hafa verið and- snúnir menntun og heilsu- gæslu. Á síðasta ári kröfðu þeir hjálparstofnun, sem vildi bólusetja börn þeirra gegn mislingum og berklum, um greiðslu. Aðventistum hefur tekist að fá nokkur pygmýja- börn til að ganga í skóla en þau laumast hvað eftir annað úr kennslustundum til að betla af ferðamönnum og koma oft- ar en ekki drukkin til baka. F ergie flytur inn til Andrésar London. Reuter. The Daily Telegraph. SARAH Ferguson, hertogaynja af York, hefur flutt að nýju inn á heimili eiginmanns síns, Andrésar prins, með tvær ungar dætur þeirra að sögn breska blaðsins Sun. Þau skildu að borði og sæng árið 1992. Segir blaðið að hjónin muni sofa hvort í sínu svefnherbergi. Að sögn vina hertogaynjunnar, Fergie, er ástæðan sú að verið er að standsetja heimili hennar og á meðan á því stendur neyðist hún til að flytja inn til prinsins í Sunn- inghill. Hún geri sér fyllilega grein fyrir því að hann vilji taka upp þráðinn að nýju en hún hafi gert honum ljóst að það komi ekki til greina. Hafði Sun eftir vinum Fergie að hún gæti ekki hugsað sér að verða meðlimur konungsfjölskyid- unnar að nýju því að fjölskyldan væri svo leiðinleg og ætlaðist _til þess „að maður sitji og pijóni allan daginn.“ Ken Stronach, einkaþjónn Karls prins, hefur sagt upp störfum en hann hafði áður viðurkennt gróft misferli, m.a. að taka myndir af rúmi og náttborði prinsins og selja þær. Hann hefur beðist afsökunar á gerðum sínum og segist iðrast þeirra. Stronach hafði starfað í sextán ár hjá konungsfjölskyldunni og var vikið frá störfum er mynd- irnar birtust. Þá hefur dómstóll í London sett lögbann á frekari afhjúpanir fyrr- um ráðskonu Karls og Díönu konu hans. k ■ Nezeril* losar um nefstíflur Nezeril* er lyf sem losar um nefstíflur af völdum bólgu ( nefslímhúð, t.d. vegna kvefs. Einnig er Nezeril notaö sem stuðningsmeðferö við miðeyrnabólgu og ofnæmisbólgum í nefi. Nezeril" verkar fljótt og minnkar bólgur i nefi sem gerir þér kleift að anda eðlilega. Mikilvægt er að lesa vandlega leiðbeiningar um skömmtun sem eru á fylgiseðli meö lyfinu. Blátt Nezeril® ffyrir fulloröna NezeriTfæst iapóteHinu Grænt Nezeril® ffyrir ung börn Bleikt Nezeril® ffyrir börn Nezeril (oxymetazolin) er lyf sem losar nefstfflur af völdum kvefs Verkun kemur fljótt og varir í 6-8 klst. Aukavcrkanir. Staðbundin erting kemur fyrir, Varúö: Ekki er róölagt aö taka lyfiö oftar on 3svar ó dag né lengur en 10 daga f senn. Aö öörum kosti er hætta á myndun lyfjatengdrar nefslímhimnubólgu. Nezerll á ekki aö nota viö ofnæmísbólgum f nefi eða langvarandi nefstíflu af öörum toga nema í samráöi viö tækni Leltíö til læknis ef flkamshiti er hærri en 38,5° C lengur en 3 daga. Ef miklH verkur er til staöar. t.d eyrnaverkur, ber eínmgaö leito læknis. Skömmtun: Skömmtun er einstaklingsbundin. Lesiö teiöbéiningar sem tylgja hverri pakknlngu tylsins UmboÖ og drotfing Pharmaco hf ASTKA ÆKKKMKM Asira isiood ■BBBMk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.