Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ ____________I 18 MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 LISTIR SIGURÐUR Bjarki Gunnarsson, sellóleikari, Una Sveinbjarnar- dóttir, fiðluleikari, Stefán Ragnar Höskuldsson, flautuleikari og Sigurgeir Agnarsson, sellóleikari. Tónlistarskólinn í Reykjavík og Sinfóníuhljómsveit íslands Einleikaraprófstón- leikar í Háskólabíói Ótilgreint andlit SINFÓNÍUHUÓMSVEIT íslands og Tónlistarskólinn í Reykjavík halda tónleika í Háskólabíói á morgun, 25. janúar. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 og eru fyrri hluti einleikaraprófs fjögurra nemenda Tónlistarskólans í Reylq'avík; Sigurðar Bjarka Gunn- arssonar, sellóleikara, Sigurgeirs Agnarssonar, sellóleikara, Stefáns Ragnars Höskuldssonar, flautu- leikara og Unu Sveinbjamardótt- ur.fiðluleikara. Á efnisskrá em Konsert fyrir flautu og hljómsveit í G-dúr KV 313 eftir Mozart og er einleikari Stefán Ragnar Höskuldsson, Kon- NEFND miðflokka á Norðurlöndum hefur gert það að tillögu sinni að Færeyingar, Grænlendingar, Álend- ingar og Samar fái að tilnefna verk til Tónlistarverðlauna Norðurlanda- ráðs. Tillagan verður tekin fyrir á þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík í febrúar-mars. Tónlistarverðlaunin voru fyrst veitt 1964. Enginn tónlistarmaður hefur enn verið tilnefndur frá Fær- eyjum, Grænlandi, Álandseyjum og svæðum Sama. Aftur á móti hafa Færeyingar, Grænlendingar og Samar rétt til að leggja fram bækur Nýjar bækur • Út er komin bókin Fléttur, Rit Rannsóknastofu í kvennafræðum I. í bókinni eru greinar um siðfræði, Bókmenntir, mannfræði, sálarfræði, hjúkrunarfræði, félagsráðgjöf og fé- lagsfræði. Þær eru allar skrifaðar frá kvennafræðilegu sjónarhorni. Flestar greinarnar eru að stofni til fyrirlestr- ar sem haldnir hafa verið á vegum Rannsóknarstofu í kvennafræðum við Háskóla íslands. Efnisútdráttur á ensku fylgir hverri grein. Höfundar greinanna eru Guðný Guðbjömsdóttir uppeldissálfræðing- ur, Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi, sert fyrír selló og hljómsveit í a- moll op.129 eftir Schumann, ein- leikari er Sigurgeir Agnarsson, Konsert fyrir fiðlu og hljómsveit nr. 1 op. 77 eftir Sjostakovitsj, einleikarí er Una Sveinbjarnar- dóttir og Konsert fyrir selló og hljómsveit í h-moll op. 104 eftir Dvorák og er einleikari Sigurður Bjarki Gunnarsson. Stjórnandi er Bernharður Wilkinson. Aðgöngumiðar eru seldir á skrifstofu Sinfóníuhljómsveitar íslands, Háskólabíói og við inn- ganginn á tónleikadag. Miðaverð er 500 kr. en 250 kr. fyrir nemend- til Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs. Færeyska skáldið Rói Patursson og Samaskáldið Nils- Aslak Valkeapáá hafa fengið bók- menntaverðlaunin og 1965 fékk Færeyingurinn William Heinesen þau fyrir skáldsöguna Vonina góðu, en þá voru það Danir sem lögðu bókina fram. Verði tillagan samþykkt á fund- inum í Reykjavík má búast við að tónverk frá Færeyjum, Grænlandi, Álandseyjum og Samalandi komi til álita við veitingu norrænu tónlistar- verðlaunanna 1996. Helga Kress bókmenntafræðingur, Inga Dóra Bjömsdóttir mannfræð- ingur, Kristín Björnsdóttir hjúkrun- arfræðingur, Ragnhildur Richter bókmenntafræðingur, Rannveig Traustadóttir félagsfræðingur, Sig- riður Dúna Kristmundsdóttir mann- fræðingur og Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur. Ragnhildur Richter og Þómnn Sigurðardóttir eru ritstjórar bókar- innar. Hólmfríður Árnadóttir hann- aði kápu. Fléttur eru 333 blaðsíður. Útgef- a ndi er Rannsóknastofa í kvenna- fræðum og Háskólaútgáfan. Háskólaútgáfan sér um dreifingu. Bókin kostarkr. 2.800. LIST OG HÖNNUN M o k k a LJÓSMYNDIR Opið alla daga á opnunartíma kaffistofunnar. Til 26. janúar. „PERSÓNULEGT portrett“ nefnist sýning á veggjum Mokka kaffi, og er höfundur myndanna komungur áhugaljósmyndari, al- nafni þjóðskáldsins ástsæla, sem hefur notið leiðsagnar ýmissa at- vinnuljósmyndara í borginni. Um er að ræða uppblásin and- litsbrot sem öll eru 60x80 cm á stærð, sem saman eiga að mynda eina heild og er hér um að ræða óskilgreinda fyrirsætu. Við þessa stækkun andlitsbrota sem skaga útfrá veggjunum skal boðið upp á mjög náin kynni við myndefnið, og þannig umhverfast til dæmis saklausir maskarar í forneskjuleg risavaxin sverðgrös, sem við nán- ari skoðun reynast vera slímhúð augnanna sem hefur umbreyst í kleprótt mýrlendi, nasholur verða að hellismunnum og munúðlegar varir að holdkenndum nagladekkj- um. Allt leggur sig eins og það er skoðað, stórt og smátt, stuðlar og höfuðstaðir: Nafnlaust andlit er afhjúpað og krufið í formi brota- brota, - maður sýndur en ekki nefndur. Þetta er næsta óvenjuleg sýning og nokkur tilbreyting að henni á veggjunum og að auki stafar frá KVIKMYNDIR REGNBOGINN HETJAN HANN PABBI „MON PÉRE, CE HÉROS“ ★ ★ Leikstjóri: Gerard Lauzier. Aðalhlutverk: Gérard Depardieu, Marie Gillain. Ampf. 1993. ÞAÐ ERU engar nýjar fréttir að bandarískir kvikmyndagerðarmenn endurgera franskar gaman- og spennumyndir og allt þar á milli með misjöfnum árangri. Síðasta dæmið er Sannar lygar Schwarzen- eggers. En það gerist ekki alltaf að við fáum bandarísku endurgerð- ina fyrst í bíóin og frönsku frum- gerðina næstum ári síðar, en það er raunin með rómantísku gaman- myndina Hetjuna hann pabba. Bíó- höllin frumsýndi bandarísku útgáf- una á síðasta ári og nú er Regnbog- KVIKMYNDIR Háskólabíó OKKAR EIGIÐ HEIMILI „ A HOME OF OUR OWN“ ★ ★ Vi Leiksljóri: Tony BUl. Handrit: Patrick Duncan. Aðalhlutverk: Kathy Bates, Edward Furlong, Soon-Teck Oh, Clarissa Lessig. 1993. ÓSKARSVERÐLAUNALEIK- KONAN Kathy Bates fer með aðal- hlutverkið í fjölskyldudramanu Okkar eigið heimili í Háskólabíói og leikur sannkallaða kjarnorku- konu, sex bama, bláfátæka ein- stæða móður sem dreymir um að eignast hús fyrir íjölskylduna. Þeg- ar hún kemur að niðurníddu hrófa- tildri á ferð sinni um þjóðveginn ákveður hún að þar sé komið fram- tíðarheimilið, en veturinn sem fram- myndunum einhver óskilgreind og ástþrungin nálgun, sem vekur til umhugsunar. Fyrir utan hinar risavöxnu varir svo og augnabrún- ir og augu, geta myndirnar allt eins komið fyrir sjónir skoðandans sem óskilgreint landslag. Hug- myndin er góðra gjalda verð og ljósmyndirnar sýnast vel teknar þótt liturinn og háglansinn verði frekar til að draga úr áhrifum en að auka áherslur, og einkum rýrir hann hin hreinu grátónablæbrigði. Veigur sýningarinnar, en um leið annmarkar hennar, er hið ungæðislega hugarflug, sem enn er ómótað. í pistli mínum um hið merkilega þjóðarbrot í norðurhluta Lettlands inn að frumsýna frumútgáfuna. Það segir kannski sína sögu um bága stöðu evrópskra mynda hér á landi. Franski stórleikarinn Gérard Depardieu fer með aðalhlutverkin í báðum myndunum og það er ólíkt skemmtilegra að sjá hann á frum- málinu, þótt frumgerðin sé annars ekki merkileg á neinn hátt. Steve Miner gerði bandarísku útgáfuna en Gerard Lauzier er leikstjóri frönsku myndarinnar. Uppbygging- in er nánast sú sama, enda virkar Hollywood stundum eins og stór ljósritunarvél þegar kemur að þess- um endurgerðum. Lauzier hefur úr betri leikurum að moða en Miner og þeir gefa sögunni talsvert meiri dýpt. En þetta er ódýrt sumar- myndafóður fyrir unglinga sérstak- lega og lítt merkilegur pappír á hvaða tungumáli sem er. Depardieu leikur fráskilinn og einkar áhyggju- fullan föður fjórtán ára stúlku sem hann hefur með sér í frí til sólar- landa. Ungir drengir líta hana hýru undan er reynist henni og krökkun- um sannkallaður rosavetur. Bates heldur ekki aðeins fjöl- skyldunni saman heldur myndinni allri undir leikstjórn Tony Bills, sem gert hefur þokkalegar miðlungs- myndir á sínum ferli án þess að skilja neitt afgerandi eftir sig. Það gerir hann ekki heldur hér en sag- an, sem byggist á sönnum atburð- um eins og þeir eru raktir af elsta syninum (Edward Furlong), er sögð í ljúfsárum endurminningastíl og verður aldrei væmin eða smekklaus grátópera í lýsingu sinni á þeirri fátækt og harðræði sem fjölskyldan þarf að þola. Þótt fátt komi á óvart í rauninni og dramatíkin geti verið sterkari er myndin athyglisverð og merkilega sönn bandarísk öreiga- saga að mestu laus við Hollywood- lausnir. Edward Furlong fer fyrir krakka- hópnum og gerir margt gott í hlut- verki elsta sonarins sem einn hefur er Líflendingar nefnast, kom fyrir óskiljanleg prentvilla sem raskaði innihaldinu verulega. Eitt núllið hvarf á leið sinni í blaðið, en það á ekki að geta komið fyrir þegar greinum er skilað á disklingi. Hér er þannig á ferð meiri háttar óvættur í formi prentvillupúka, sem ber að kveða niður með hraði, því hann gerir of oft vart við sig og má vera öllum sýnilegur. Það er svo nokkur munur á fimm hundruð ára gamalli sögu og fimm þúsund og því vil ég koma því rétta á framfæri og biðjast velvirðingar á mistökum, sem ég á sem betur fer ekki neinn þátt í. auga og hún lýgur að hverjum sem heyra vill að faðir hennar sé ekki faðir hennar heldur ástmaður sinn, hetja og ævintýramaður því ekkert er ömurlegra en að hanga með pabba sínum á ströndinni. Það veld- ur síðan misskilningi sem hefur ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér. Hetjan hann pabbi er sauðmein- laus og ekkert alltof fyndinn farsi í sólríku umhverfi. Hann snýst í kringum einfaldan brandara um vandræði föðurs sem ofverndar dóttur sína og hvernig dóttirin, ágætlega leikin af Marie Gillain, svarar með því að sveija pabbann af sér. Þess á milli blómgast heldur óspennandi unglingástir. Depardieu hefur tekið sér frí frá stóru hlut- verkunum með þessari mynd en jafnvel þegar hann þarf ekkgrt að leggja á sig nema liggja í sólinni er hann góður. aldur til að skilja hvað eilífðarfá- tæktin kostar fjölskylduna, hvers hún fer á mis og hvaða mistök að- kreppt móðirin gerir í baslinu. Krakkamir eru hver öðrum skemmtilegri og gefa myndinni kómískan svip og Bates er frábær í bitastæðri rullu. Þrjóska hennar við að þiggja ölmusugjafir jafnvel fyrir bömin sín stappar nærri geð- veiki en ávinnur henni um leið sam- úð og virðingu samborgarana og Bates kemur bæði mistökum henn- ar og sigrum vel til skila. Hér er á ferðinni hljóðlát og skrumlaus mynd sem er allrar at- hygli verð án þess að rísa sérstak- lega hátt nema í leikrænum tilburð- um Kathy Bates. Bill heldur ágæt- lega utan um söguna og tekst að hafa hemil á tilfinningaseminni í vandmeðfarinni sögu af hversdags- hetju, sem sýnir að heimili er ekki húskofi heldur fólkið innandyra. Arnaldur Indriðason ur. Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Færeyingar, Grænlend- ingar, Alendingar og Samar fái að tilnefna Bragi Ásgeirsson. Raunir föður á sólarströnd Arnaldur Indriðason Kjarnorkukona í kreppu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.