Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Skoskt dagblað sakar Bandar íkj astj ór n um að leyna upplýsingum Skjöl um að íranir hafi fjár- magnað Lockerbie-tilræðið Breska ríkisstjórnin undir mikl- um þrýstingi vegna málsins London. Reuter. ÞINGMENN knúðu í gær á bresku stjómina um að svara því hvort hún hefði vitað um bandarísk leyniskjöl þar sem því er haldið fram að íranskur sendiherra hafi greitt hermdarverkamönnum fyrir að koma sprengju fyrir í Pan Am-þotu sem sprakk í loft upp yfir Lockerbie í Skotlandi árið 1988. Bresk og bandarísk yfirvöld hafa hingað til að- eins bendlað Líbýumenn við tilræðið, sem kostaði 270 manns lífið. TjóniðíKobe 4.000 milljarðar króna EMBÆTTISMAÐUR í Kobe í Japan sagði í gær að heildar- kostnaður endurbyggingarinn- ar eftir landskjálftann þar í síð- ustu viku yrði að minnsta kosti jafnvirði 4.000 milljarða króna. Embættismaðurinn sagði að endurbygging mannvirkja við höfnina eina myndi kosta sem svarar 350 milýörðum króna. Ekki hefur verið lokið við að áætla tjónið á eignum einstakl- inga og einkafyrirtækja, en dag- blaðið Sankai hafði eftir emb- ættismönnum að það gæti numið jafnvirði 940 miHjarða króna og viðgerðirnar gætu tekið hálft ár. Masayoshi Takemura fjár- málaráðherra sagði að til greina kæmi að gefa út sérstök ríkis- skuldabréf til að standa straum af kostnaðinum við endurreisn- ina. Rúmlega 300.000 manns misstu heimili sín í jarðskjálft- anum, 5.063 létu lífið og 68 var enn saknað í gær. Frakkar hafa sent björgunarsveit til Kobe og á myndinni má sjá hund hennar í rústum byggingar í borginni. Skoska dagblaðið Daily Record skýrði frá skjalinu og sagði að Bandaríkjastjórn hefði fengið vitn- eskju um þátt írana í sprengjutil- ræðinu fyrir rúmum fjórum árum, eða áður en Bretar og Bandaríkja- menn gáfu út handtökuskipun á hendur tveimur líbýskum leyniþjón- ustumönnum, sem voru sakaðir um að hafa staðið fyrir tilræðinu. Sameinuðu þjóðirnar hafa gripið til harðra refsiaðgerða gegn Líbýu vegna sprengjutilræðisins eftir að þarlend stjórnvöld neituðu að fram- selja leyniþjónustumennina tvo. Daily Record sakaði Bandaríkja- stjóm um að hafa leynt upplýsing- um í málinu og sagði það óhugs- andi að bresk stjómvöid hefðu ekki vitað að Pan Am-þotan hefði verið sprengd í loft upp til að hefna árás- ar bandaríska herskipsins Vincenn- es á íranska farþegaflugvél árið 1988. Greiddi 670 milljónir Dagblaðið segir að Ali Akbar Mohtashami erkiklerkur, vinur hermdarverkamannsins Abus Nid- als, hefði greitt 10 milljónir dala, jafnvirði 670 milljóna króna, í gulli og reiðufé fyrir sprengjutilræðið. Mohtashami var sendiherra írans í Sýrlandi seint á síðasta áratug og aðstoðaði við að skipuleggja starf- semi Hizbollah í Líbanon. Þegar hann sneri heim gegndi hann emb- ætti innanríkisráðherra til ársins 1989. Þótt hann sé enn áberandi sem erkiklerkur í íran er hann orð- inn áhrifalítiil. Daily Record sagði að þáttur ír- anska sendiherrans kæmi fram í skjölum frá leyniþjónustu banda- ríska flughersins sem lögmannafyr- irtæki í Washington hefði fengið í nóvember eftir fjögurra ára mála- ferli. Skjölin voru afhent lögfræð- ingum tryggingafyrirtækis Pan Am, sem hefur fengið háar skaða- bótakröfur frá fjölskyldum þeirra sem biðu bana í sprengjutilræðinu. Flugfélagið varð gjaldþrota árið 1991, en tryggingakröfumar eru enn óútkljáðar vegna úrskurðar bandarísks dómstóis um að Pan Am hafi gerst sekt um vanrækslu með því að hindra ekki sprengjutilræðið. Hurd krafinn skýringa Breska utanríkisráðuneytið neit- aði að tjá sig um frétt blaðsins fyrr en staðfesting fengist á áreiðan- leika skjalanna. Embættismaður í ráðuneytinu sagði þó að breska stjórnin teldi enn að sækja bæri líb- ýsku leyniþjónustumennina til saka. Sir Teddy Taylor, þingmaður Ihaldsflokksins, krafðist þess að Douglas Hurd utanríkisráðherra skýrði þinginu frá því hvort og hve- nær breska stjórnin hefði fengið vitneskju um skjölin. „Hafi Banda- ríkjamenn ekki látið bresku stjórn- ina vita verðum við að krefja banda- rísk yfírvöld skýringa. Og hafi stjórnin verið látin vita virðist það vægast sagt ótrúlegt vegna þess að á hverjum fundinum á fætur öðmm var mér ítrekað sagt að eng- ar vísbendingar hefðu komið fram um að einhverjir aðrir en Líbýu- menn hefðu.átt hlut að máli.“ Veikur vitnisburður Robin Cook, þingmaður Verka- mannaflokksins, krafðist rannsókn- ar á málinu og spurði hvort Banda- ríkjástjórn hefði skýrt bresku stjórninni frá skjalinu. „Sé svo, hvers vegna hefur þá breska stjórn- in, breskir ráðherrar, hvað eftir annað neitað því að eitthvert annað land hefði staðið fyrir sprengjutil- ræðinu hræðilega yfir Lockerbie?" sagði Cook. „Það er ekkert annað en níðings- verk að Líbýumönnum skuli hafa verið kennt um,“ sagði Tam Daly- ell, þingmaður Verkamannaflokks- ins, sem hefur lengi haldið fram sakleysi Líbýumanna í málinu. Fram kom í rannsóknarþætti breska útvarpsins BBC í gær að skjöl frá breskum saksóknurum sýndu að frásögn eina vitnisins, sem hefur borið kennsl á annan af líb- ýsku leyniþjónustumönnunum, væri bæði veik og ruglingsleg. Jórdanir og PLO semja JÓRDANIR og Palestínumenn náðu í gær samkomulagi í deilu þeirra um Jerúsalem, degi áður en heimsókn Yassers Ara- fats, leiðtoga Frelsissam- taka Palest- ínumanna (PLO), til Amman hófst. Sam- komulagið felst í því að PLO viðurkenna yfirráðarétt Jórd- ana yfír helgum stöðum músl- ima í Jerúsalem og að Jórdanir styðja yfirráð Palestínumanna yfir Austur-Jerúsalem í fram- tíðinni. Stríðsdóm- stóll í Rúanda FJÓRIR rannsóknarmenn eru nú komnir til Rúanda til að setja upp dómstól Sameinuðu þjóðanna sem rannsaka mun stríðsglæpi. Verður reynt að draga þá til saka sem stóðu að fjöldamorðum á allt að einni milljón manna í landinu á síð- asta ári. Fyrir dómstólnum mun fara suður-afríski dómarinn Richard Goldstone. Hann er saksóknari stríðsdómstóls SÞ í Haag sem rannsakar stríðs- glæpi í fyrrum Júgóslavíu. Sprenging á Korsíku LÍTIL sprengja sprakk í gær á heimili borgarstjórans í Furiani á Korsíku en þar fara nú fram réttarhöld vegna dauða 17 manna er létust er áhorfenda- pallar á fótboltavelli hrundu. Engan sakaði í sprengingunni. Margir þeirra sem slösuðust er pallamir hrundu telja að borg- arstjórinn eigi að bætast í hóp sakborninga. Ferð Mandela stytt NELSON Mandela, forseti Suð- ur-Afríku, hélt i gær í fyrstu opinberu heimsókn sína til Ind- lands. Áður en hann lagði af stað var hins vegar ákveðið að stytta ferðina, til að koma í veg fyrir að forsetinn þreyttist um of og ofgerði augum sín- um. Fulltrúar Mandela fuliyrða að hann sé heilsuhraustur. Norðmenn hunsa olíu- framleiðendur NORÐMENN byijuðu í gær að dæla jarðolíu úr nýjum borhol- um í Norðursjó, þrátt fyrir beiðnir olíuframleiðsluríkja í Mið-Austurlöndum um að fresta því. Er um að ræða um- fangsmestu boranir sem gerðar hafa verið í Norðursjó, að sögn ríkisfyrirtækisins Statoil. Búist er við að allt að 300 milljón föt af olíu fáist úr sex borholum og fyrir þau fáist um 300 millj- •arðar ísl. kr. Örvingla mæð- ur leita sona sinna í Grosní Grosní. Reuter. FJÖRUTÍU rússneskar mæður komu í fyrradag til Grosní og sögðust vera í þeim erindgjörðum að sækja unga syni sína sem af hálfu rússneska hersins eru sagð- ir stríðsfangar tjsetsjenískra upp- reisnarmanna. Mæðumar voru vart komnar til úthverfísins Tsjemoretsjíe í Grosní er gífurleg stórskotaliðsá- rás hófst á hverfið. Hlupu þær skelfíngu lostnar út úr rútu sinni og leituðu skjóls á bak við næstu íbúðablokk. Óbreyttir borgarar komu þeim tíl hjálpar og buðu aðstoð. „Þarna er rússnesku her- mönnunum vel lýst. Þeir skjóta á mæður sínar,“ hrópaði Tsjetsj- eni er hann hljóp í felur undan skothríðinni. Rússneska hernum hefur ekki tekist að fá stríðsfanga lausa og því ákváðu mæðurnar að taka til sinna ráða. Flestar eru þær komnar um langan veg og eftir erfítt ferðalag. Á rútu, sem þær komu með frá Sleptsovsk í Ingúshetíu, var strengdur stór borði sem á stóð: „Hermenn, drepið ekki mæður ykkar.“ Þannig óku þær um hættusvæði sem Tsjetsjenar hafa „Héðan fer ég ekki fyrr en ég hef haft upp á syni mínum, jafn- vel þó ég þurfi að hýrast í kjöllur- um hér í Grosní" sagði miðaldra kona í ögranartón. Synir þeirra- eru flestir vanþjálfaðir nýliðar. Ferð kvennanna til Grosní end- urspeglar vaxandi óánægju rúss- gífurlega yfirburði í vopnum og mannafla hefur rússneska hern- um mistekist það ætlunarverk sitt að kæfa uppreisn Tsjetsjena. Rússnesku konurnar hræddust skot- og sprengihvellina. „Annað eins hef ég aldrei séð. Hvað eig- um við nú til bragðs að taka,“ kjökraði ein þeirra með tárin í augunum. Þegar látum linnti var skellt á fundi rússneskra _ og tsjetsj- enískra kvenna. „Ég gerði mér ekki í hugarlund við hvers kyns aðstæður þið byggjuð," sagði bústin matróna. „Ó, þetta er dag- legt brauð. Við kippum okkur ekki lengur upp við skothvell- ina,“ svaraði grannholda og sterkleg tsjetsjenísk kona kump- ánlega. Við höfum miklu meiri áhyggjur af kuldanum, við höfum ekki haft neina upphitun eða ljós í marga daga,“ bætti hún við. að hluta á valdi sínu og Rússar nesks almennings gagnvart her- að hluta. förinni í Tsjetsjníju. Þrátt fyrir Mandela

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.