Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ h Mynddiska- stríð í vændum HÓPUR stórfyrirtækja hefur tekið upp nýtt og samræmt kerfi kvikmyndageisladiska og helztu framleiðendur munu skiptast í öndverðar fylkingar í harðri bar- áttu um mikilvægan markað. Fyrirtækin Matsushita, Tosh- iba, Pioneer, Hitachi, Thomson SA i Frakklandi og bandarisku fyrirtækin Time Warner og MCA hafa komið sér saman um geisla- disk, sem getur geymt 135 mín- útna myndbandsefni og komið i stað myndbandsspólur. Þetta er mikið áfall fyrir Sony og Philips er lögðu til í síðasta mánuði að tekið yrði upp annað kerfi sem ekki er hægt að sam- hæfa hinu. Þessi viðureign þykir minna á misheppnaða baráttu Sony á sínum tíma fyrir mynd- bandskerfinu Betamax, sem fór halloka fyrir VHS er naut stuðn- ings Matsushita. Nýja kerfið kallast DVD, það er stafrænir vídeódiskar. Það er endurbætt útgáfa á tónlistar- geisladiskum og notuð er ný leysitækni til þess að geyma meira efni - 7,5 sinnum meira í kerfi Toshiba. Báðar hliðar disksins eru not- aðar og á hvorri hlið má geyma fimm „gigabit“ af efni, sem sam- svarar 135 minútna kvikmynd. Ný barátta um ólík kerfi Sagt er að með þessu sniði fáist mikil mynd- og tóngæði og stuðningur frá Hollywood. Fyrstu spilararnir og diskarnir koma væntanlega á markað haustið 1996 og munu spilararnir kosta um 500 dollara, en diskarn- ir 30 dollara. Diska Sony-Philips er aðeins hægt að spila öðrum megin. Þeir geta geymt 135 mínútna kvik- myndaefni og geymslugetan er 3,7 gigabit. Tvöfalt lag má hafa á sumum diskunum og koma með því móti eins miklu efni fyrir og á diskum Toshiba. Nauðsynlegt var fyrir Tosh- iba-fyrirtækið að kerfi þess fengi stuðning Matsushita, umsvifa- mesta aðila heims á þessu sviði, sem framleiðir undir vörumerkj- unum Panasonic, Quasar, Tec- hnic og National. Sérfræðingar segja að stuðn- ingur Matsushita kunni að hafa úrslitaáhrif í baráttunni um yfir- ráð á þessum markaði. OnnurBoeing 737 vélin seld til Japans FLUGLEIÐIR hafa selt eina Boeing 737-400 flugvéi til dótturfyrirtækis japanska fjármögnunarfyrirtækisins Nissho Iwai fyrir tæplega 1,9 millj- arða króna. Félagið hefur jafnframt leigt vél- ina til baka í fimm ár. Þetta skilar um 300 milljóna söluhagnaði. Flugleiðir seldu aðra Boeing flug- vél í desember til Japan Leasing Corporation með svipuðum hagnaði þannig að söluhagnaður félagsins af þessum tveimur vélum er um 600 milljónir. Fram kemur í frétt frá félaginu að sala og endurleiga vél- anna hafi í för með sér lækkun fjár- magnskostnaðar vegna áhvílandi lána á þeim en rekstrarkostnaður muni hækka eitthvað meira en sem því nemur vegna leigugjalda. Flugvélaverksmiðjur hafa kynnt næstu gerðir og næstu kynslóð far- þegaþotna sem koma á markað inn- an þriggja ára. Flugleiðir eru að hefja undirbúningsvinnu fyrir gerð flugflotaætlunar fram yfir aldamót og með þetta til hliðsjónar þótti rétt að losa um elstu vélarnar og draga með því úr áhættu af þvf að eiga fjórar þotur sömu gerðar. Námskeið fyrir þá sem vilja lengra: NútímaForritun VisualBasic er kjaminn í nútima forritun í gluggaumhverfi. Enginn sem á annað borð vill nýta tölvuna og forritin betur getur verið án þekkingar á VisualBasic! 60 klst námskeið, kr. 69.900,- stgr. Dagskrá: ♦ Undirbúningur forritunar, greining og hönnun • Forritun með VisualBasic -n • Access og notkun hans við forritagerð • VisuaJBasic í Excel, Access og Word Námskeið á fimmtudögum og laugardögum Tölvu- og verkfræðiþjónustan Tölvuráðgjöf • námskeiö • útgáfa Grensásvegi 16 • sími 568 8090 hk 95011________________________________________Raðj;reiBslur Euro/VISA Ílír P Jólaveltan innanlands hjá greiðslukorta- fyrirtækjunun Frá miðjum nóv. til miðs janúar 1993-4 6.675 m.kr. 8. des.-12. jan. 4.100 m.kr. Frá miðjum nóv. til miðs janúar 1994-5 7.050 m.kr. 8. des.-12. jan. 4.300 m.kr. Breyting +5,6% +5,6% E 8. desember til 12. janúar 1993-4 8. desember til 12. janúar 1994-5 Breyting EURDCABD 1.100 m.kr. 1.250 m.kr. +13,6% Færslufjöldi innanlands 417.270 448.926 7,6% Notkun erlendis í nóv. 210 m.kr. 220 m.kr. 4,6% Notkun erlendis i des. 102 m.kr. 106 m.kr. 3,5% Meðalupphæð gíróseðils 60.000 kr. 62.000 kr. Jólareikningar Eurocard hækka um 14% ÚTTEKTIR hjá korthöfum Euro- card á tímabilinu 8. desember til 12. janúar námu alls um 1.250 milljónum króna samanborið við 1.100 milljónir á sama tíma í fyrra. Hér er um að ræða 14% aukningu milli ára. Verið er að senda út reikn- inga fyrir þessum úttektum um þessar mundir sem koma til greiðslu þann 2. febrúar. Færslur á Eurocard á þessu tíma- bili voru alls tæplega 449 þúsund og fjölgaði þeim um 7,6% frá sama tíma í fyrra. Þar af voru 90% þeirra rafrænar og um 10% handskráðar. Útsendir gíróseðlar eru 2% fleiri en á sama tíma í fyrra og er meðalupp- hæð hvers gíróseðils um 62 þúsund krónur. Þá varð nokkur aukning á úttektum erlendis fyrir jólin. í nóv- ember námu úttektir erlendis um 220 milljónum og jukust um 4,6% en í desember námu þær 106 millj- ónum og jukust um 3,53%. Kortafyrirtækin hafa nú opnað fyrir þann möguleika að taka út reiðufé úr hraðbönkum. Á þeim sjö dögum sem liðnir eru frá þetta var heimilað hafa 378 færslur átt sér stað með Eurocard kort að upphæð samtals 2,5 milljónir. 820 milljóna ,jólauppsveifla“ Visa tilkynnti í gær um kortavið- skipti fyrir jólin en þar er ekki um sambærilegar tölur að ræða við upplýsingar frá Kreditkortum. Hjá Visa námu viðskipti innanlands rúmum 7.050 milljónum frá miðjum nóvember fram í miðjan janúar samanborið við 6.675 milljónir í fyrra og er aukningin 5,6% milli ára. Frá 8. desember til 12. desem- ber námu viðskiptin 4,3 milljörðum og jukust hlutfallslega jafn mikið. Samkvæmt upplýsingum Visa juk- ust viðskiptin fyrir jólin um 820 milljónir miðað við sama tímabil á undán, en áður hafði veltan einnig aukist erlendis um 500 milljónir. IBMskýrir \ frá auknum hagnaði Armonk, New York. Reuter. IBM hefur tilkynnt að hagnaður fyrirtækisins hafi rúmlega þrefald- azt á fjórða ársfjórðungi í 1.2 millj- arða dollara. Hins vegar var látinn í ljós ugg- ur vegna veikrar stöðu í einkat- ölvuviðskiptum fyrirtækisins. Hagnaðurinn nam 362 milljón- um dollara einu ári áður og afkom- an hefur batnað meir en sérfræð- ingar í Wall Street höfðu spáð. Hún er orðin svo góð að IBM get- ur státað af fyrsta árshagnaði í jQögur ár. Að sögn Louis Gerstners stjórn- arformanns er endurskipulagning, sem hófst þegar hann tók við fyrir rúmum tveimur árum, langt kom- in. Hlutabréf í fyrirtækinu lækk- uðu í verði um 1.50 dollara í 73.875 dollara, þar sem útlitið í einkat- ölvumálum fyrirtækisins olli von- brigðum á Wall Street í fyrstu. Góð afkoma IBM á ársfjórð- ungnum jók árshagnað fyrirtækis- ins í 3.0 milljarða dollara miðað við 96 dollara tap 1993. .......♦ ♦ ♦-------- í € i I i | I Álfundi í Ósló frestað Ósló. Reuter. áí ALÞJÓÐLEGUM álfundi hefur ver- æ ið frestað, því að ástandið á mark- aðnum virðist jákvætt og engin i vandamál þarf að ræða í bráð að sögn norsku stjórnarinnar. Helztu álframleiðsluríki höfðu ráðgert fund í Ósló í byijun þessa árs til þess að fara yfir samkomulag þeirra frá því í fyrra um að draga úr umframbirgðum (MOU). Verð á áli í London hefur hækk- að í 2,185 dollara tonnið og hefur ^ ekki verið hærra í tæp sex ár. Enn ^ hefur ekki verið ákveðið hvenær g nýr fundur verður haldinn. Ferðaþjónusta Spáð að Þjóðveijar slái ný met í ferðalögum íár Stuttgart. Reuter. ENGIN þjóð eyðir eins miklu í ferða- lög og Þjóðverjar. Japanar koma næstir, en eyðsla þeirra er miklu minni en Þjóðverja samkvæmt skýrslú þýzka seðlabankans. Ferðalöngun Þjóðveija, Wander- lust eins og þeir kalla hana, er ef til vill meiri en elia af því að mark- ið er traust og kaupmáttur þeirra mikill. Þar við bætist að margir Austur-Þjóðverjar hafa notað tæki- færi það sern þeir hafa notið síðan 1990 til þess að ferðast að vild. Þrátt fyrir hækkandi skatta og áhyggjur af efnahagshorfum er tal- ið að Þjóðveijar muni eyða 72 millj- örðum marka í öðrum löndum 1995, hærri upphæð en nokkru sinni fyrr. í fyrra nam þessi eyðsla 67 milljörð- um marka og hafði aldrei verið meiri að sögn þýzkra hagfræðinga. Þjóðverjum lífsnauðsyn „Ferðalög eru Þjóðverjum lífs- nauðsyn, jafnvel meiri nauðsyn en áhugamál í tómstundum," sagði Armin Unterberg, hagfræðingur við 100 70 40 GB DresdnerBank, á blaðamannafundi á árlegri ferðasýningu fyrir skömmu. Þegar 67 milljarða marka met- upphæð fór í ferðalög í fyrra var það í fyrsta skipti frá lokum síðari heimsstytjaldar að eyðsla Þjóðveija í ferðalög jókst á tíma samdráttar, sagði Unterberg. ■ Talið er að um 230,000 manns muni koma á sýninguna, sem stend- ur í níu daga og gefur Þjóðveijum kost á að kynna sér sumarleyfi í rúmlega 100 löndum. Þeir sem sækja sýninguna gera það af einlægum áhuga. Nettó- eyðsla Þjóðveija erlendis í fyrra nam 50 milljörðum marka og nafði auk- izt úr 44.6 milljörðum marka 1993 samkvæmt skýrslu þýzka seðla- bankans, Bundesbank Til samanburðar eyddu Japanar jafnvirði 38 milljarða marka erlend- is 1993. Gert er ráð fyrir að Þjóðveijár veiji 55 milljörðum marka til ferða- laga 1995, þannig að þessi útgjalda- liður haldi áfram að aukast, en ekki eins ört og á undanförnum árum að því er Unterberg segir í skýrslu sem var birt þegar sýningin hófst. Eyðsla Þjóðveija í ferðalög er- lendis hefur verið meiri en tekjur þeirra af ferðamönnum allt frá 1960 þegar munurinn var 1 milljarður marka og síðan hefur hann aukizt jafnt og þétt og bitnað á hagstæðum viðskiptajöfnuði á síðari árum að sögn Unterbergs. Útlendingar eyða minna Styrkur þýzka marksins dregur úr áhuga útlendinga að ferðast til Þýzkalands. Eyðsla erlendra ferða- manna í Þýzkalandi hefur verið 17 milljarðar marka á ári hveiju síðan 1990 og Unterberg spáir því að hún verði jafnmikil 1995. Raunar fækkaði erlendum gest- um í Þýzkalandi um 15% 1990- 1993. Þýzka ferðaráðið DZT var endur- skipulagt 1994 til þess að auka ferð- ir útlendinga til Þýzkalands. Sagt er að Þjóðveijum hætti við að halda að ungir ferðamenn hafi lítinn áhuga á ferðum til Þýzkalands, en meira er á þeim að græða en eldri ferðamönnum því að þeir eru eyðs- lusamari. Ferðalög Þjóðveija til útlanda hafa aukizt á sama tíma og raun- laun hafa lækkað, atvinnuleysi er mikið og minna fé er eytt í bús- áhöld og þjónustu að sögn Unter- bergs. Samkvæmt skýrslunni veija Þjóð- veijar um 3.6% tekna sinna til ferða- laga, en Evrópubúar 2.9% að meðal- tali ... í I i í i i i < i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.