Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 7
Aðeins fyrir þá
%
Frábærir aksturseiginleikar
Elantra hafa komið mönnum á
óvart í reynsluakstri. Líttu við,
taktu einn hring í rólegheitum
og felldu þinn eigin dóm.
126 hestöfl
• Vökva- og veltistýri
• Rafdrifnar rúður
og speglar
• Samlæsing
® Tölvustýrt útvarp,
segulband
• 4 hátalarar
sem kjósa fallegan, kraftmikinn
og rúmgóðan bíl með frábæra
aksturseiginleika og á góðu verði
Verð frá
1.379.000,-
kr. á götuna!
HYUnDHI
...til framtídar
ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36
Hafið samband við sölumenn okkar
eða umboðsmenn um land allt
FRÉTTIR
Atkvæðagreiðslu kenn-
ara að mestu lokið
SÝSLUMAÐURINN í Hafnarfirði
hefur staðfest lögbannsbeiðni sem
lögð var fram af lögmanni Bónus
sf. vegna notkunar Austurlenska
vöruhússins, Dalshrauni 11 í
Hafnarfirði, á vörumerki sem þyk-
ir líkjast um of vörumerki Bónus.
Hefur vörumerkið á þaki Aust-
urlenska vöruhússins verið hulið
og jafnframt fjarlægt úr gluggum
verslunarinnar.
Vörumerki Austurlenska vöru-
hússins er sparibaukur í formi
bleiks fíls á gulum grunni, en vöru-
merki Bónuss sf. er bleikur spari-
grís á gulum grunni. Höfða ber
staðfestingarmál innan viku frá
því lögbannsbeiðnin var samþykkt
síðastliðinn föstudag, en að sögn
Boga Jónssonar, eiganda Austur-
lenska vöruhússins, hefur hann
fallist á að hætta notkun vöru-
merkisins um sinn, þar sem hann
telur ' sig ekki hafa fjárhagslegt
bolmagn til að standa í málaferlum
við Bónus sf.
Hyggst Bogi leggja umrætt
vörumerki ásamt öðru svipuðu inn
til Vörumerkjaskráningar til að fá
úrskurð þar í málinu.
Lögbann
staðfest
á notkun
fílsins
VERÐLAUNABLOKKIN sem hönnuð var af Hlyni Ólafssyni.
Alþjóðleg frímerkja-
verðlaun til íslands
ENN berast verðlaun til íslensku
Póstmálastofnunarinnar utan úr
heimi fyrir vönduð frímerki frá
listrænu sjónarmiði að þessu
sinni. Það eru Frakkar sem nú
hafa valið frímerkjablokkina
Dagur frímerkisins - Frímerkja-
söfnun 1994 til „Les Grand Prix
de l’Art philatelique 1994“.
Dómnefndin, sem fjallar um
veitingu þessara verðlauna, kom
saman í París 6. desember sl. á
messudegi heilags Nikulásar af
Bár, til að ræða framkomnar til-
lögur og kjósa um hver hljóta
skyldi þennan heiður fyrir árið
1994.
„Le Grand Prix“ fyrir list í
frímerkjum í Evrópu hlutu svo
að þessu sinni íslensk frímerki,
nánar til tekið frímerkjablokkin,
sem nefnist Frímerkjasöfnun og
kom út 7. október 1994. Þannig
segir í fréttatilkynningu sem
birtist i timaritinu „La Philatéie
Francasie“, í janúarblaðinu 1995.
Eins og segir hér að ofan kom
blokkin út 7. október í fyrra.
Höfundur hennar eða hönnuður
var Hlynur Ólafsson. Blokkin var
prentuð í offset litprentun hjá
BDT, International Security
Printing Ltd., í Bretlandi. í henni
eru þrjú frímerki að verðgildi
30,35 og 100 krónur. Verð blokk-
arinnar er 200 kr. og rennur
yfirverðið til Frímerkja- og póst-
sögusjóðs.
FORMLEGRI atkvæðagreiðslu kenn-
ara í Kennarasambandi íslands og
Hinu íslenska kennarafélagi um
heimild til boðunar verkfalls 17. febr-
úar næstkomandi lauk sl. föstudag.
Vegna óveðurs og ófærðar á Vest-
fjörðum og víða á Norðurlandi í sein-
ustu viku þurfti þó að framlengja
atkvæðagreiðsluna meðal fétags-
manna innan KÍ í nokkrum skólum
og þau atkvæði sem berast áður en
talning hefst 31. janúar verða því
tekin gild af þessum ástæðum, að
sögn Hannesar Þorsteinssonar á
skrifstofu KÍ.
Ekki var talin þörf á að fram-
lengja atkvæðagreiðslu meðal félags-
manna í HÍK, sem flestir starfa við
framhaldsskóla, skv. upplýsingums
sem fengust á skrifstofu félagsins.
Viðræður um vinnutíma
Á mánudag var haldinn samninga-
fundur kennara og viðsemjenda
þeirra. Eiríkur Jónsson, formaður
KÍ, sagði að á næstunni yrðu teknar
til skoðunar í minni hópum hugsan-
legar breytingar á árlegum.og viku-
legum vinnutíma kennara og einnig
væri í athugun mótun nýs kerfis sem
lagt yrði til grundvallar við launa-
flokkaröðun kennara. „Það er af-
skaplega flókið kerfí sem lagt er til
grundvallar í dag þegar fólki er rað-
að í launaflokka og menn eru að
velta því fyrir sér hvort hægt er að
einfalda það,“ segir Eiríkur. Byrj-
að verður að undirbúa talningu at-
kvæða kennara 31. janúar. Atkvæða-
greiðslan nær til um fimm þúsund
kennara og eiga niðurstöður hennar
að liggja fyrir 1. febrúar.
HYunDni