Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 9 FRÉTTIR Lausir samningar flugmannafélaganna o g Atlanta Frekari fundir á vegum ráðuneytis fyrirhugaðir j \ Tilboðsdagar 15% afsláttur til 10. febrúar. Opið alla virka daga frá kl. 16-18. Jinlfur fyvt&vtti Framnesvegi 5, sími 19775 - X FUNDUR var haldinn í samgöngu- ráðuneytinu í gær með fulltrúum Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Fijálsa flugmannafélagsins vegna deilu, sem komin er upp milli FÍA og flugfélagsins Atlanta. Kjarasamningar félaganna og Atl- anta runnu út um áramótin. Enginn fulltrúi var frá Atlanta á fundinum. Tryggvi Baldursson, formaður Félags íslenskra atvinnuflug- manna, sagði að fundurinn, sem haldinn hefði verið með ráðuneytis- stjóra samgönguráðuneytisins í fjarveru ráðherra, væri upphaf að frekari viðræðum, en hann vildi hins vegar ekki tjá sig um þær frekar að sinni. „Ég á von á því að á næstu tveim dögum verði frekari viðræð- ur og um leið og einhver flötur er uppi í því máli munum við tjá okk- ur annaðhvort sameiginlega eða sitt í hvoru lagi,“ sagði Tryggvi. Frestur lengdur Atkvæðagreiðslu, sem nú stend- ur yfir meðal félagsmanna í FIA um heimild til stjórnar félagsins, um að boða til aðgerða hjá Atl- anta, átti að ljúka næstkomandi fimmtudag, en að sögn Tryggva hefur nú verið ákveðið að ljúka atkvæðagreiðslunni á föstudag kl. 14. Hann sagði að ef til einhverra aðgerða yrði gripið þyrfti að boða þær með lögbundnum lágmarks- fyrirvara, sem er ein vika. „En á þessu stigi er það ekki þannig að við séum annað en að fá heimild til stjórnar, og það er ljóst að ef viðræður sem ráðuneyt- ið stendur fyrir fara í gang á næstu tveim dögum, lýkur auðvitað þess- ari atkvæðagreiðslu og viðræðurn- ar ráða öllu um framhaldið,“ sagði Tryggvi. Jón Grímsson, varaformaður Mál Lindu og lög- reglunnar fellt niður RIKISSAKSOKNARI hefur ákveð- ið að niðurstöður rannsóknar á kæru Lindu Pétursdóttur á hendur tveimur lögreglumönnum í Reykja- vík og gagnkæru lögreglumann- anna á hendur Lindu gefi ekki til- efni til frekari aðgerða. Málið hef- ur því verið fellt niður án saksókn- ar fyrir dómi. Hallvarður Einvarðsson, ríkis- saksóknari, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að Lindu og lögreglumönnunum hefði verið sent bréf á föstudag þar sem segði að við athugun rannsóknargagna væri það mat embættisins, með hliðsjón af atvikum málsins og þeim gögnum sem aflað hefði ver- ið, að ekki sé líklegt að þau gögn sem fyrir liggi séu nægileg til sak- fellingar fyrir dómi og því muni ákæruvaldið ekki krefjast frekari aðgerða í málinu, sem þar með sé lokið frá þess hálfu. Eins og kunnugt er kærði Linda Pétursdóttir tvo lögreglumenn fyrir ólögmæta handtöku og fyrir að beita sig harðræði. Lögreglu- mennirnir kærðu Lindu á móti fyrir að ráðast á opinbera starfs- menn með ofbeldi og bera þá röng- um sökum. ÚTSALA - ífTSALA Gardínukappar á kr. 350 pr. m. Efni frá kr. 300 pr. m. Verslunin Horn, Kársnesbraut 84, Kópavogi, s.ími 41709 Fijálsa flugmannafélagsins, sagði að viðræðurnar í gær hefðu verið mjög vinsamlegar. Hann sagði að endurnýjun á kjarasamningi FFF og Atlanta væri að hefjast. „Það er ekkert nýtt sem ber á. milli hjá okkur. Þegar menn eru í samningaviðræðum eru vissulega skiptar skoðanir um allskonar hluti, en það er þó frekar minna um það en við mátti búast,“ sagði Jón. ------♦ ---------- Eldur í bílasölu SLÖKKVILIÐ var kvatt út um kl. 1 aðfaranótt mánudagsins að Bíla- sölu Guðfinns við Vatnsmýrarveg en þar var laus eldur. Talið er að um íkveikju hafi verið að ræða. Gluggi var brotinn á austurgafli hússins og talið er að einhveiju logandi hafi verið hent inn um hann. Ungur maður sást hlaupa af vettvangi. Mikill reykur var í húsinu þegar slökkvilið kom að og sjáanlegt að mikill eldur hafði verið þar laus. Töluverðar skemmdir urðu. Slökkvistarf gekk mjög vel. RLR fer með rannsókn málsins. Ekki fengust upplýsingar í gær um hvernig rannsókn málsins mið- aði. Ilótel Island kynnir skemmtidagskrána ÞÓ LÍBI ÁR 06 ÖLD BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - 25 ÁRA AFMÆIJSTÓNLEIKAR B.J()lí(iVIN IIALLDÓRSSON lítur yflr dagsverkid sem dægurlagasöngvari á hyómplötuni í aldartjórðung, og viö heyrum na'r (i() liig Irá jla-slum I'erli - frá 1969 til okkar daga Næstu sýningar: 4., 11. og 18. febúar 4., 11., 18. og 25. mars. bestasongvari: ^ SIGRÍÐIJR BKINTElNSDÓmR Leikm.viid og leikstjorn: BJÖRN G. BJÖRNSSON IHlomsveilarstjorn: GIJNNAR ÞÓRDARSON íisamt 10 numna hljónisveit Matseoill Koníakstóneruð humarsúpa með rjómatopp Kynmr: JÓN AXEL ÓLAFSS0N Lamba-piparsteik með gljáöu grænmeti, kryddsteiktum jarðeplum og rjómapiparsósu Islamls- ug Nuróurlaiulaineistarar i samktainisdiiusiim l'rá Dansskuia Auóar llaraltls s\na (liins. Grand Marnier ístoppur meö hnetum og súkkulaði karamellusósu og ávöxtum. Verd kr. 4.600 - Sýningarverð kr. 2.000 Dansleikur kr.800 Sertilboð á gistingu, sími 688999. Boroapantamr £LAND i sima 687111 Bílar Innflutningur kr. 1.810.000. Með sjálfskiptingu kr. 1.940.000. Egill Vilhjálmsson hf., Smiðjuvegi 4, Kópavogi, sími 55-77-200. Tíl eigenda spariskírteina 1. fl. D 1990-5 ár • Eftirfarandi skiptikjör eru í boði: 1. Verðtryggð spariskírteini til 4 ára, ávöxtun er 5,30%. 2. ECU-tengd spariskírteini til 5 ára, með um 8% ávöxtun. 3. Ríkisvíxlar til þriggja mánaða. 4. Eldri flokkar spariskírteina þar sem 1 ár, 2 ár og 3 ár eru eftir til gjalddaga. Innlausn fer fram á tímabilinu 10.-20. febrúar1995. Innlausnarverð pr. 100.000 kr. er 164.805 kr. Hafðu samband við Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa og pantaðu tíma hjá ráðgjafa. Þarfærð þú faglega ráðgjöf viö val á ríkisverðbréfum sem henta í þínu tilviki. Síminn er 562 6040. ÞJONUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6,2. hæð (neðsta húsið við Hverfisgötu) sími 562 6040, fax 562 6068 Hvað sem þú gerir - sparaðu með áskrift að spariskírteinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.