Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 13 Mikið óveður í Breiðuvík í Snæfellsbæ LANDIÐ Breytingar urðu í rekstri Sjúkrahúss Selfoss á síðastliðnu ári Morgunblaðið/Sig. Jóns. SÆNGURKONUR róma mjög alla aðstöðu á sængurkvenna- gangi. A myndinní eru Guðrún Ingibjörg Amundadóttir frá Þorlákshöfn með son sinn og Jóna Björk Jónsdóttir Selfossi með dóttur sína. Báðar fæddu þær börn sin 16. janúar. Selfossi - Innlagnir, þjónusta ljósmæðra, fæðingar og aðgerð- ir á skurðstofu hjá Sjúkrahúsi Suðurlands hafa aukist verulega á milli áranna 1993 og 1994. Ástæður þessa má rekja til auk- ins þjónustuframboðs með til- komu sérfræðinga sem starfa á sjúkrahúsinu. „Það er greinilegt að traust fólks hér sunnanlands á sjúkrahúsinu hefur aukist mjög með tilkomu kvensjúk- dómalæknis og annarra sér- fræðinga sem leysa málin hér á staðnum í stað þess að senda fólk til Reykjavíkur,“ sagði Að- alheiður Guðmundsdóttir hjúkr- unarforstjóri. Innlagnir sjúklinga jukust um 32,5% milli áranna 93 og 94 eða um 332 einstaklinga. Ambulant- þjónusta ljósmæðra fór úr 119 tilfellum 1993 í 515 1994 og fæðingum fjölgaði um 42,3% milli ára, úr því að vera 130 1993 í 185 á síðasta ári. Þá juk- ust aðgerðir á skurðstofu um 21% milli ára úr 758 í 916 ásamt því að þær urðu stærri og viða- meiri en áður var. Aðalheiður Guðmundsdóttir hjúkrunarforsljóri segir að álag á starfsfólk hafi aukist og aukn- ing á stöðugildum sé nauðsyn- leg. „Ég tel að það vanti stöðu- gildi til þess að geta sinnt fólk- inu nógu vel og þá einnig fleiri rúm. Það bráðvantar nýbygg- inguna sem búið er að tala um í mörg ár. Við höfum núna 26 hjúkrunarpláss á Ljósheimum hér á Selfossi og síðan 32 rúm hér á sjúkrahúsinu sjálfu. Hluti þeirra rúma er svo aftur á móti stöðugt notaður fyrir langlegu- sjúklinga eða 20-25 rúm,“ sagði Aðalheiður. Niðurskurði verði hætt Hún sagði að sótt hefði verið undanfarin ár um tvö stöðugildi við hjúkrunardeildina á Ljós- heimum en ekki fengist þó svo sú deild væri með mun færri stöðuheimildir en samsvarandi deildir á höfuðborgarsvæðinu. Nauðsynlegt væri að leiðrétta þennan mismun og að hætta þeim stöðuga niðurskurði sem verið hefði á fé til reksturs sjúkrahússins á undanförnum árum. Biðröð eftir aðgerðum Aðgerðardagar á Sjúkrahúsi Suðurlands eru tvisvar í viku. Aðgerðum hefur þurft að fresta þar sem ekki hafa verið til rúm fyrir sjúklingana. Biðlistar eru hjá læknunum í aðgerðir, eink- um þjá Þorkeli Guðmundssyni kvensjúkdómalækni og Páli Stefánssyni háls-nef-og eyrna- lækni. Þá er alltaf fullbókað hjá Einari Hjaltasyni yfirlækni og Þóri Njálssyni lýtalækni. „Fólk Ieitar greinilega hingað í aðgerðir og vill geta sótt þær hér á sjúkrahúsinu. Það er því greinilegt að fjármagnið þarf að fara þangað sem fólkið leit- ar,“ sagði Aðalheiður. Hún sagði að í skýrslu heilbrigðisráðherra frá því í nóvember 1993 væri bent á að ef tækist að byggja upp sérfræðiþjónustu við Sjúkrahús Suðurlands þá væri upptökusvæði þess 16 þúsund manns sem væri með þeim stærstu á landinu. Aðalheiður sagði öryggisþátt sjúkrahússins mjög mikilvægan þegar alvarleg tilfelli kæmu upp og sjúklingar þyldu ekki flutn- ing til Reykjavíkur eins og dæm- in hefðu sannað. Laugarhóli - Norðanrok var hér eftir síðustu helgi. Dagana 17. og 18. janúar var ofsaveður og man fréttaritari ekki eftir eins miklu ster- kviðri hér svo lengi sem þetta óveð- ur stóð. Mikið tjón varð í veðurofsanum og skemmdist endurvarpsstöðin í Axlarhólum í Breiðuvík mikið þegar stöngin brotnaði. Á Knerri fauk allt járn af þaki gamals íbúðarhúss en súðin fauk ekki. Þá fauk nokkuð af þaki af heyhlöðu og vörubíll fauk á hliðina og skemmdist mikið. í Húsanesi fauk þak af heyhlöðu, rúður brotnuðu í íbúðarhúsinu og klæðning á því skemmdist mikið þar sem brak úr hlöðunni fauk á það. Á Stóra-Kambi brotnuðu rúður í gluggum á gömlu íbúðarhúsi af grjótkasti. Ekki var búið í húsinu. Þá fuku þakplötur af útihúsum. Þak fauk af sumarbústað sem er upp undir hlíðinni fyrir ofan Húsanes. Á Litla-Kambi fauk þak af hlöðu, bæði járn, sperrur og súð. Tveir bílar sem stóðu utan við húsið fuku til en sluppu lítið skemmdir. Á Am- arstapa fauk trillubátur, sem stóð í hjólagrind uppi á bakka, á hliðina og grindin með en ekki er talið að trillan hafi skemmst. í Breiðuvík, Arnarstapa og Helln- um fór rafmagn af ki. 14.30 á mið- vikudag en var komið aftur á alla bæi kl. 12 á fimmtudagskvöld. Kalt var orðið hjá þeim sem ekki höfðu tæki til að hita upp með. Erfitt var að komast í gripahús til gegninga. Skipulagi í Fögru- vík verður breytt Vogum - Hreppsnefnd Vatns- leysustrandarhrepps hefur falið Skipulagi ríkisins að breyta skipu- lagi við Fögruvík í landi Hvassa- hrauns og gera ráð fyrir blandaðri atvinnustarfsemi fyrir þjónustu og iðnað. Fyrir nokkrum áram var hafist handa við að byggja stálbræðslu á þessu svæði, en ekkert varð úr því nema að eitt hús var byggt á lóð- inni. Að sögn Jóhönnu Reynisdótt- ur, sveitarstjóra, hafa margar fyr- irspurnir borist um þennan stað og hefur nú verið sótt um veitinga- rekstur og bensínsölu á lóðinni. Málið er í vinnslu hjá Skipulagi ríkisins, en m.a. þarf að tryggja aðgengi að svæðinu hjá Reykjanes- brautinni. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson HÚSIÐ við Fögruvík þar sem nú er unnið að breytingu á skipulagi. Þvottahús KA selt Gullfossi hf. Selfossi - Kaupfélag Árnesinga á Selfossi hefur selt efnalauginni Gullfossi á Selfpssi tæki og rekstur þvottahúss KÁ. Gullfoss hefur jafnframt keypt hluta af húsi kjöt- vinnslu KÁ þar sem áður var brauðgerð og mun þar starfrækja þvottahús og efnalaug. Mikil endumýjun þurfti að fara fram á tækjum og búnaði þvotta- hússins, ásamt því sem húsakostur þarfnaðist endurbóta. í stað þess að ráðast í endurnýjun ákvað stjóm KÁ að selja frekar rekstur þvotta- hússins. Þeir sem störfuðu hjá þvottahúsinu munu starfa áfram hjá Gullfossi hf. Sala þvottahúss KÁ er fjórða salan sem fram fer á rekstrarein- ingum KÁ. Áður hefur bifreiða- þjónustuhluti bílasmiðjanna verið seldur, rafmagnsverkstæði og byggingavöruverslun í Vest- mannaeyjum. Morgunblaðið/Bernhard Jóhannesson GRÓÐURHÚS Sveins Björnssonar á Varmalandi. Á myndinni er sonur hans, Björn Húnbogi. 150 rúður í gróðurhúsi brotnuðu vegna fannfergis Borgarfirði - Það era ótrúlega margir sem urðu fyrir skaða í norð- anveðrinu í vikunni sem leið. Afleið- ingarnar koma ekki alltaf í ljós strax og veður lægir. Sveinn Björnsson á Varmalandi í Reyk- holtsdal varð þó var við tjónið um leið og veður lægði því að gróður- húsið hjá honum hafði hreinlega skafið í kaf. Tveggja metra skafl var á húsinu þar sem mest var og brotnuðu um eitthundrað og fimmtíu rúður í hús- inu. Nágrannar hans komu og hjálpuðu við að moka af húsinu. Ekki voru neinar plöntur í hús- inu. Hús hrundi yfir rútu í svona veðri þegar mikill vindur er verður mikil kæling í gróðurhús- unum og seinkar þetta eitthvað uppskerunni, sem getur þýtt að verð á gróðurhúsaafurðum verði eitthvað hærra til að byrja með í vor. Verkstæðishús Erlings Aðal- steinssonar lagðist saman undan snjó, sem skafið hafði yfír húsið. Lagðist það saman og inni í því var skólarúta sem skemmdist allnokk- uð. Rafmagnsverkfæri og annað smádót skemmdist einnig. Bæði þessi tjón eru tilfinnanleg vegna þess að tryggingar ná ekki til þeirra því þau flokkast ekki sem snjóflóð. Vertu ekki of seinn að panta fermingar- myndatökuna Við vorum ódýrari í fyrra og erum það enn, hjá okkur færðu fermingar- myndatöku frá kr. 13.000,00 Ljósmyndastofan Mynd sími: 65 42 07 Bama og fjölsk yldul jósm yndir sími: 887 644 Ljósmyndstofa Kópavogs sími: 4 30 20 3 Ódýrari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.