Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frumvarp um breytingu á lögum um viðlagatryggingn Ofanflódasjóður fær 50 milljónir kr. í viðbótartekjur RÁÐGERT er að afla ofanflóðasjóði 50 millj- óna króna viðbótartekna árlega næstu fimm ár með 10% álagi á viðlagatryggingagjald, samkvæmt frumvarpi sem heilbrigðis- og tryggingaráðherra kynnti í ríkisstjóm í gær. Reiknað er með að frumvarpið komi fram á Alþingi í næstu viku. Viðlagatryggingagjald er hlutfall af bruna- bótamati. Sem dæmi má nefna að af íbúðar- húsi með tæplega 18 milljóna króna brunabóta- mati er viðlagatryggingagjald nú 4.462 krónur og með 10% álagi verður það rúmlega 4.900 krónur. Af rúmlega 11 milljóna króna eign hækkar gjaldið úr 2.767 krónum í rúmar 3.000 krónur. Dögg Pálsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytinu, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að frumvarpið væri sam- ið í framhaldi af áliti nefndar, sem félagsmála- ráðherra hefði skipað síðastliðið sumar, til að endurskoða lög um vamir gegn snjóflóðum og skriðuföllum frá 1985. Breytingar nauðsynlegar Nefndin hefði skilað af sér í nóvember og í niðurstöðum hennar kæmi meðal annars fram að hún teldi nauðsynlegt að veita meira fjár- magni til snjóflóðavama, jafnframt því sem hún teldi ýmsar breytingar á lþgunum nauðsyn- legar í ljósi tíu ára reynslu. I framhaldi af því hefði ríkisstjórnin falið félagsmálaráðherra að undirbúa breytingar á lögunum og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sem yfirmanni tryggingamála að undirbúa breytingar á lögum um viðlagatryggingu til að afla þessara við- bótartekna. Telgur úr 26 í 80 miiy. Nefndin hefði lagt til 10% álag á iðgjöld viðlagatryggingar í fimm ár. Nú fengi sjóður- inn 5% af iðgjaldatekjum viðlagatryggingar auk beinna framlaga á fjárlögum. Samanlagt hefðu tekjurnar verið um 26 milljónir á ári, en með þessum breytingum yrðu tekjur sjóðs- ins um 80 milljónir króna á ári. Systir Erlu ! og Guð- mundar fæddist fyrst FYRSTA barnið, sem fæddist á Fæðingarheimili Reykjavíkur eft- ir að það var opnað að nýju, kom í heiminn rétt fyrir kl. 12 á há- degi í gær. Það var myndarleg stúlka, sem mældist 18,5 merkur (4.620 g) og var 56,5 cm að lengd. Foreldrar hennar eru þau Þórunn Guðmundsdóttir og Halldór Hall- dórsson, en á myndinni eru þau sæl og ánægð með litlu dótturina. Þau eru líka ánægð, stóru systkin- in Guðmundur Sævar og Erla Dögg. Elínborg Jónsdóttir, deild- arstjóri á Fæðingarheimilinu, sagði að viðbrögð barnshafandi kvenna við opnun Fæðingarheim- ilisins hefðu verið miklu meiri en búist hefði verið við. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Tekjur EQtaveitu 3 milljarðar kr. ÁÆTLAÐAR tekjur Hitaveitu Reykjavíkur eru 3 milljarðar árið 1995, samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Er þá gert ráð fyrir um 4% aukningu á vatnssölu miðað við árið 1993 en á síðasta ári jókst salan um 6% frá árinu 1993. Til framkvæmda er áætlað að veija 866 milljónum króna en afgjald til borgarsjóðs er áætlað um 802 milljónir króna á árinu. 30 milljónir til borana á lághitasvæði í ræðu borgarstjóra við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun kom fram að ráðgert er að verja 30 millj. til borana á einum til tveimur rannsóknarholum á lághitasvæði á höfuðborgarsvæðinu. Borað verður allt niður að 1.000 metra dýpi til mælinga á hita í útjaðri jarðhita- svæða. Jafnframt er áætlað að veija 15 millj. til að ljúka borun á rann- sóknarholu á Ölkelduhálsi. Fram kom að á Nesjavöllum er áformað að veija 58 millj. til undir- búnings stækkunar á virkjuninni, 32 millj. til kaupa á varaspenni og 8 millj. til athugunar á álags- og vinnsluþáttum virkjunarinnar. Til lagningu Suðuræðar frá Suð- urfelli í Breiðholti að Vífilsstaðavegi er áætlað að veija 150 millj. en það er tveggja ára verk. Gert er ráð fyrir 3 millj. til undirbúnings útboða á Reykjaæð, 39 millj. til Grafar- holtsæðar og 25 millj. til stofnæða með Víkurvegi. Endurnýjun lagna 188,5 milljónir Borgarstjóri sagði að til end- urnýjunar á lögnum eldri en 25 ára yrði varið 188,5 millj., til fram- kvæmda í nýjum hverfum verður varið 96,5 millj. og til nýrra heim- æða í um 450 ný'hús verður varið 70 millj. Til starfsmannahúsa á Nesjavöllum verður varið 65 millj. og 58 millj. eru áætlaðar til stækk- unar á aðalstöðvum Hitaveitunnar við Grensásveg og til kaupa á töivu- búnaði, 10 millj. Loks kom fram að fyrirhugað væri að veija allt að 10 millj. til kaupa á hlutabréfum í hitaveitu í Galanta í Slóvakíu. Morgunblaðið/Júlíus LJÓSASTAURINN gekk inn í bílinn miðjan við ökumannssætið. Alvarlega slasaður eftir árekstur UNGUR maður slasaðist alvarlega og var lagður inn á Borgarspítalann eftir að bíll sem hann ók kastaðist á ljósastaur við árekstur á Sæbraut snemma í gærmorgun. Tveir menn voru í bílnum og meiddust báðir. Þar sem ljósastaur- inn gekk inn í bílinn miðjan sátu þeir fastir í flakinu og þurfti að kalla til tækjabíl slökkviliðs til að losa þá. Síðan voru þeir fluttir á slysa- deild, þar sem farþeginn fékk að fara heim að lokinni skoðun og aðhlynningu en ökumaður var lagð- ur inn á sjúkrahúsið. Að sögn lækn- is á slysadeild var hann alvarlega slasaður en ekki í bráðri lífshættu. Forsætisráðherra um stj órnsýslukæru Hafnarfjarðar Bréf Alþýðuflokks byggt á misskilningi DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að bréf, sem bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins í Hafnarfirði sendu honum í síðustu viku, sé í grundvall- aratriðum á misskilningi byggt og í því sé farið með ósannindi. I bréf- inu fóru bæjarfulltrúarnir fram á að Davíð vísaði frá sér stjórnsýslu- kæru bæjaryfirvalda Hafnarfjarðar vegna viðskipta bæjarins við Hag- virki-Klett hf. en Rannveig Guð- mundsdóttir félagsmálaráðherra hefur óskað eftir því að forsætisráð- herra skipi seturáðherra í málinu. Davíð Oddsson sendi bæjarfull- trúum Alþýðuflokksins svarbréf í gær og segir þar að forsenda mála- tilbúnaðar þeirra, að svo miklu leyti sem rökstuðningur sé skiljanlegur, virðist vera sú, að Rannvéig Guð- mundsdóttir félagsmálaráðherra hafi verið talin sjálfkrafa vanhæf til að úrskurða í máli sem varði kæruna vegna flokkstengsla við aðila málsins. „Félagsmálaráðherra einn hafði úrskurðað sig frá málinu af þeim persónubundnu vanhæfísástæðum sem hún nefnir. Það er ekki á valdi forsætisráðherra að hnekkja þeirri niðurstöðu. Forsætisráðherra ber því að lögum að beita sér fyrir setningu ráðherra til að fara með það kæru- mál, sem félagsmálaráðherrann hef- ur sagt sig frá af vanhæfisástæðum. Sá ráðherra, sem settur yrði í hans stað, yrði sjálfstætt að meta, hvort vanhæfísannmarkar væru á að hann gæti tekið að sér málið,“ segir í bréfi forsætisráðherra. Þar segir einnig að önnur atriði bréfs alþýðuflokksmannanna séu ekki innlegg í umræðuna, sum ósönn og önnur utan við efni málsins. Seturáðherra ófundinn Ekki hefur verið ákveðið hver verður skipaður seturáðherra í um- ræddu máli. „Það eru ýmis álitaefni í málinu sem þarf að skoða mjög vandlega sem geta lotið að fordæmi og öðru. Því hafa verið teknir nokkrir dagar í þetta áður en ráð- herra tekur hina endanlegu ákvörð- un,“ sagði Eyjólfur Sveinsson að- stoðarmaður forsætisráðherra. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er helst talið koma til greina að fela annaðhvort Jóni Baldvin Hannibalssyni utanríkis- ráðherra og formanni Alþýðu- flokksins eða Þorsteini Pálssyni dómsmálaráðherra málið. Þá mun einnig verið að kanna þann mögu- leika að fela einhveijum utanað- komandi málið. Lægri fast- eignaskattar BORGARRÁÐ hefur samþykkt að fella niður fasteignaskatta elli- og örorkulífeyrisþega með tekjur allt að 625 þús. á ári. Það sama gildir um hjón með tekjur allt að 675 þús. á ári. í tillögu framtalsnefndar er lagt til að einstaklingar með tekjur allt að 688 þús. og hjón með tekjur allt að 961 þús. fái 80% lækkun á skött- unum. Einstaklingar með tekjur allt að 780 þús. og hjón með tekjur allt að 1.094 þús. fá 50% lækkun. REYKJAVJK: - Borgarráð hefur sam- þykkt lækkun fasteignaskatts hjá elli- og örorkulífeyris- þegum árið 1995 skv. eftir- farandi viðmiðunartölum Tekjur Tekjur gefa einstaklings hjóna lækkun um allt að 625 875 þús. kr. 100% 688 961 80% 780 1.094 50% hærri tekjur gefa engan afslátt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.