Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Rússnesk
vatnslitalist
MYNPLIST
Hafnarborg
VATNSLITIR
Opið frá 14-18 alla daga nema
þriðjudaga. Til 30. janúar. Aðgangur
ókeypis.
í MÍNUM huga hefur rúsnesk
myndlist alltaf haft nokkra sérstöðu
og stíla ég þá á sögulegt samhengi,
en ekki einungis þann anga sem
féll undir þjóðfélagslegt raunsæi á
tímum Sovétríkjanna. Rússneskt
mannlíf og saga er af svo sértækum
toga, sama hvort um nýja eða gamla
list er að ræða, og hvort listamaður-
inn heitir Ilja Repin eða Alexander
Rodtsjenko.
Á einn veg er rússnesk myndlist
tengd umhverfi sínu og ber svip
þess og á annan veg gerir amerísk
Iist það einnig og meiri andstæður
getur varla. Þetta er í samræmi við
ólík þjóðfélög og mannlífspúls sem
slær sinn háttbundna takt sem end-
urvarpast svo aftur í geðslagi og
athöfnum listamannanna. Svo skal
það einnig vera, því erfitt að hugsa
þá hugsun til enda ef svo kunni að
fara að sérkenni þjóða verði máð
út og allir fari að fást við hið sama
á alþjóðlegum forsendum.
Svo er líka annað mál að við
þekkjum eðlilega best það sem helst
er haldið að okkur og það hefur
verið gert af gjörólíkum aðilum. í
Rússlandi er það kerfið og hið opin-
bera sem markar stefnuna, en frá
Ameríku streyma afurðir hins vel
skipulagða listavettvangs, jafnvel í
þeim tilvikum er hið opinbera stend-
ur að baki framkvæmdunum, því hin
voldugu listhús hafa mikil ítök. þetta
gerir svo að verkum, að við þekkjum
lítið til fijálsrar listsköpunar í Rúss-
landi og sömuleiðist þekkja menn
minna til listsköpunar sem ekki er
ZOYA Litvinóva „Konur og börn“ (1988).
hefur verið saman
til sýningar í Hafn-
arborg í samstarfi
við aðila í Rússlandi
og er úrval úr reglu-
legum yfirlitssýn-
ingum sem haldnar
hafa verið af Lista-
mannafélagi Rússa
með jöfnu millibili
undanfarin fimmtán
ár. Flestir lista-
mannanna eru rúm-
lega fimmtugir, sá
elsti er þó fæddur
1915 en yngsti
1949.
Það sem strax
vekur athygli er hve
yfirbragð rúss-
neskrar vanslitahefðar er þyngra og
hrárra en í vestrinu og byggir í flest-
um tilvikum stórum minna á tær-
leika og fínum blæbrigðum sem telst
aðal tækninnar hjá okkur.
Hið frásagnarlega og bókmennta-
lega gegnir mun meira hlutverki og
á stundum svo miklu að myndimar
verða líkastar sviðsmyndum. í öllu
falli virðist landslagið stundum
meira skáldað en raunverulegt, en
það þarf engan veginn að vera nei-
kvætt, nema í þeim tilvikum að fuil
mikið beri á endurtekningu og stöðl-
un sama myndefnis. Viðhorfin eru
þannig önnur og við bætist að um-
gerðirnar eru full þungar sem stig-
magnar að sjálfsögðu þyngslin i
heildina. En það er rétt að tæknilega
er sýningin mjög fjölbreytt, þrátt
í náðinni hjá sýningastjórum vestra.
Og sé tekið tillit til þess, að hér er
um að ræða risaþjóðir, má gera því
skóna að listmiðlunin sé í flestum
tilvikum nokkuð einhæf og brota-
kennd.
Sú breyting hefur helst orðið eftir
fall Sovétríkjanna að minna ber á
áróðri fyrir friði og styijaldarekstri
svo og hinu þjóðfélagslega raunsæi,
jafnframt hefur myndum af þjóðar-
leiðtogunum, og sjálfum Lenín, verið
gefið frí en þær voru nánast skylda
á öllum opinberum sýningum hér
áður fyrr. Þrátt fyrir það bera sýn-
ingarnar vott um sömu einstefnu og
íhaldsemi á heim hins hlutvakta og
lengi hefur einkennt rússneska list,
en með fleiri frávikum þó. En ekki
skal horft framhjá því að keimh'k
fastheldni á sér stað um framúr-
stefnulist vestursins er svo er komið.
íhaldssemin var þó snöggtum
meira áberandi á mikilli sýningu á
„nýrri“ rússneskri list í borgarlista-
safninu í Peking á sl. ári en það sem
þessa dagana blasir við í sölum
Hafnarborgar. Fram kemur að hér
er um að ræða safn verka sem sett
BORIS Markevits „Blóm í meðalaglasi" (1991).
Lifandi myndheimar
MYNPLIST
Norræna húsid/
Gall crí Fold
MÁLVERK/HÖGGMYNDIR
/GRAFÍKMYNDIR
/VATNSLITAMYNDIR
Daði Guðbjörnsson. Norræna húsið:
Opið alla daga kl. 14-19 til 29. jan-
úar. Gallerí Fold: Opið mánud.-laug-
ard. 10-18 ogsunnud. 14-18 til 29.
janúar. Aðgangur ókeypis
Æ FLEIRI listamenn bregða á
það ráð að hafa fleiri en eina sýn-
ingu í gangi samtímis og gefa
þannig listunnendum tækifæri til
að sjá sem flestar hliðar á því sem
viðkomandi er að fást við. Nú hef-
ur Daði Guðbjömsson bæst í þenn-
an hóp, en hann hefur um þessar
mundir í gangi sýningar á tveimur
stöðum, þar sem hann sýnir verk
unnin með ólíkum miðlum og hefur
þrátt fyrir það tekist ágætlega að
skapa samstæðar sýningar á báð-
um stöðum.
Málverkin
Málverkin eru burðarás sýning-
arinnar í Norræna húsinu, og einn-
ig eru nokkur slík í Gallerí Fold.
Daði heldur hér áfram á markviss-
an hátt frá því sem gat að líta á
síðustu sýningum hans; í hveiju
verki skapar hann sjálfstæðan
myndheim, þar sem koma saman
ýmis kunnugleg tákn úr verkum
hans - spíralskrautið, pensillinn,
Ijósaperan, vínberin o.fl. - auk nýs
þáttar, sem er bjúglaga fransk-
brauð, þar sem fylgt er hinum
mjúku línum handverksins, fremur
en maskínubrauði færibandsins.
Sem fyrr er Daði í málverkunum
oft að kveðast á við menníngarsög-
una, þar sem ýmist er talað um
hámenningu, vísindi og múgmenn-
ingu. Þannig má benda á málverk
nr. 1, 3, 14 og 26 sem dæmi um
skemmtileg tilþrif á þessum nót-
um, þar sem síðastnefnda verkið
vísar ef til vill til viðhorfa lista-
mannsins til hins akademíska list-
náms, sem er í hávegum haft þessi
árin. Einhig má benda á málverk
nr. 13, þar sem hugtakið „menn-
ingarviti“ er tekið bókstaflega á
myndrænan hátt. Það er einnig
athyglisvert að hér virðast stærðir
verkanna ekki skipta máli, því
Daða tekst að skapa hverri mynd
viðlíka jafnvægi heildarinnar og
má einnig benda á vatnslitamynd-
irnar þessu til staðfestingar.
Sé litið til vinnubragða Daða í
þessum miðli má segja að þau séu
nokkuð að mýkjast, um leið og
hver mynd verður heilsteyptari.
Einn sterkasti þátturinn hefur
lengi verið hversu vel listamannin-
um tekst að skapa innri birtu í
myndfletinum, og hér leysir hann
þessar þrautir með miklum sóma,
t.d. í „Ferskeytla“ (nr. 20).
Grafíkmyndir og teikningar
Á einum sýningarvegg Norræna
hússins hefur Daði komið fyrir röð
af 42 skissum, þar sem uppistaðan
er sá leikur spíraia og bogalína,
DAÐI Guðbjörnsson: Akademía.
sem hann byggir svo mikið á í
málverkum sínum; þarna kemur
mikilvægi teikningarinnar í vinnu
Daða berlega í ljós. Sá mikilhæfi
listamaður, William Hogarth, gaf
1753 út myndskreytta ritgerð, sem
hann nefndi „Greining fegurðar";
er fróðlegt að bera saman áherslu
hans á mýkt línunnar og á hvern
hátt Daði nálgast sama línuspil vel
par árhundruðum síðar.
Á gangi getur hins vegar að líta
tæpan tug grafíkverka, þar sem
liturinn er í aðalhlutverki. Hér eru
á ferðinni nokkuð aðrir litir en í
málverkunum, jafnframt því sem
fletirnir eru heilsteyptari; teikning-
in er hins vegar ekki eins liðleg
og má ef til vill skrifa það á miðil-
inn, sem tekur nokkurn tíma að
venjast.
Höggmyndir
í höggmyndunum hefur lista-
maðurinn tekið út úr fletinum
ýmis þau fyrirbæri, sem ber hátt
í myndunum, svo sem hunda, hvali,
ljósaperu o.fl. Hér eru formin í
raun einnig tvívíð, en þó öllu gróf-
gerðari en í málverkinu, þar sem
fyrir að allt sé innan hins hefð-
bundna ramma. Mikið er um dökkar
og brúnar litasamsetningar og það
verður til þess að litrík verk lista-
manns eins og Viktors Búkarófs,
málaðar 1986-90, skera sig alveg
úr í salnum uppi, og um leið eru þær
hvað nútímalegastar. En helst vekur
athygli hve mikið er af súrrealisma
í mörgum verkanna og kann það að
vera háttur gerenda að nálgast og
hagnýta sér myndhugsun vestursins,
en þó innan hefðbundinna marka.
Þetta kemur vel fram í mynd Vlad-
imirs Galatenkos „Leyndardómur
hafsins“ (1990). Sérstaka athygli
mína vöktu og skrautlegar leik-
myndir Svetlönu Katkófu frá 1990,
hrein og klár samstilling með eggi
eftir Boris Markevits (1990), fínt
máluð mynd með fuglum eftir Ni-
kólæ Andrónóf, mynd af hreiðurgerð
í stórum stíl eftir Vasilí Lesnin og
uppstilling frá Hvíta Rússlandi eftir
Gennadí Sjútkóf (1991). Þá er Olga
Porkalíó artisti ólgandi forma.
Þetta eru myndir sem þarfnast
nokkurrar skoðunar, því að mynd-
irnar iuma á sér í þá veru að sum
formtáknin koma ekki fram strax,
en þessi duldu atriði eru oftar en
ekki meginveigur þeirra. Sýningin
er á báðum hæðum og einhvern
veginn verða myndirnar í Sverrissal
minnistæðari eftir þvi sem frá líður
einkum fyrir fáguð vinnubrögð Bor-
isar Markevits, einnig njóta vatns-
litamyndir sín þar betur. Tækni
myndanna er yfirleitt nokkuð öðru-
vísi en við eigum að venjast og
væri ráð að hérlendir myndlistar-
menn og listspírur gaumgæfðu þann
þátt sýningarinnar öðru fremur.
Þetta er prýðileg framkvæmd
sem varpar ljósi á vissan þátt rúss-
neskrar myndlistar og mikið væri
forvitnilegt að fá næst innsýn inn í
það sem hefur verið að gerast í
rússneskri myndlist á allra síðustu
árum og þá ekki endilega eftir opin-
bera listamenn og ei heldur endur-
tekningar á vestrænni neðanjarðar-
og utangarðslist. í heild er fram-
kvæmdin mjög í anda rússneskra
listkynninga og þannig er hin litríka
sýningarskrá ekki alveg í samræmi
við sjálfa framkvæmdina og fleiri
hnökra má að venju tína til varð-
andi almennar upplýsingar.
Bragi Ásgeirsson
hinar hvössu línur eru oftar en
ekki mikilvægur þáttur í þeim and-
stæðum sem móta myndimar; er
því líkast sem Daði sé að athuga
hvernig þau beri sig ein (sem þau
gera misjafnlega) fremur en sem
hluti málverks.
Undantekning þessa er verk nr.
30, þar sem bæði er um að ræða
annað form og efni en Daði hefur
unnið mest með; er freistandi að
ætla að húsið eigi eftir að koma
sterklega fram í öðrum miðlum
listamannsins í náinni framtíð.
Vatnslitamyndir
í Gallerí Fold er uppistaða sýn-
ingarinnar aquarellur og nýtur
myndefni Daða og vinnulag sín
einstaklega vel í þessum miðli. Það
er mikil mýkt í þessum myndum,
bæði hvað varðar jafna birtuna og
leikandi létt línuspilið, sem verkin
byggja gjama á; einkum má benda
á „Sól við sæinn“ (nr. 10) í þessu
sambandi.
Líkt og í málverkunum er hér
að fínna ýmis helstu táknin sem
listamaðurinn vinnur með nú um
stundir - brauðið, ljósaperuna kon-
una og hundinn - en hér kemur
kvenskór einnig fram sem forvitni-
legt viðfangsefni, t.d. í „Bláeygir
skór“ (nr. 19)
Að öllu sögðu eru hér á ferðinni
einkar vel heppnaðar sýningar frá
hendi líflegs listamanns, sem hefur
jafnt með stöðugum samræðum
við menningarsöguna, notkun
óhefðbundinna tákna og vandaðri
vinnu með liti og birtu náð að
skapa lifandi myndheima. Er rétt
að hvetja fólk til að líta inn á sýn-
ingarnar tvær til að njóta þessara
þát.ta sem best.
Eiríkur Þorláksson