Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ I ALDARMINIMING t Bálför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, HULDU KRISTJÁNSDÓTTUR frá Látrum, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudag- inn 26. janúar kl. 13.30. Jarðsett verður frá Hnífsdalskapellu miðvikudaginn 1. febrúar. Sigmundur Sigmundsson, Ragnhildur Sigmundsdóttir, Kristján B. Sigmundsson, Ragnheiður Baldursdóttir, Margrét Sigmundsdóttir, Valdimar Gestsson, Sigmundur Hagalín Sigmundsson, Jóhanna Karlsdóttir, Þórólfur Sigmundsson, Sigri'ður Sigmundsdóttir, Helgi Hrafnsson, Stefán Aðalsteinn Sigmundsson og barnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ANNA ÞÓRARINSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 27. janúar nk. kl. 10.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á líknarstofnanir. Ágústa Valdimarsdóttir, Jóna Valdimarsdóttir, Gunnar Snorrason, Valgerður Valdimarsdóttir, Ásgeir Valdimarsson, Sigríður Páls, Gfsli Valdimarsson, Elísabet Þórólfsdóttir, Valdimar Valdimarsson, Hrefna Pribish, Kristin Valdimarsdóttir, Þórarinn Guðmundsson, Aðalsteinn Valdimarsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. t Okkar ástkæru BELLA AÐALHEIÐUR VESTFJÖRÐ og dóttir hennar, PETREA VESTFJÖRÐ sem létust í snjóflóðinu í Súðavfk 16. janúar sl., verða jarðsungn- ar frá Ögurkirkju í ísafjarðardjúpi laugardaginn 28. janúar kl. 14.00. Rúta fer frá Hótel ísafirði kl. 11.00 og frá ísafjarðarflugvelli kl. 11.30 þann sama dag. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Ragna Aðalsteinsdóttir, Garðar Smári Vestfjörö, Linda Óskarsdóttir, Wieslawa Lupinska, Tomasz Lupinski. t Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför SIGFÚSAR JÓNSSONAR KRISTINS JONSSONAR frá Einarsstöðum. Sérstakar þakkir til starfsfólks handlækningadeildar Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri fyrir kærleiksríka umönnun við Kristin og einnig sérstakar þakkir til þeirra, er hjúkruðu honum og hjálp- uðu þegar hann gat verið heima hjá sér. Systkini og aðrir vandamenn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda og vinarhug við andlát og útför MATTHILDAR KRISTJÁNSDÓTTUR frá Haukadal. Páll Jónsson, Guðný Jónsdóttir, Svanfríður Jónsdóttir, Haraldur Kristjánsson, Guðrún Jónsdóttir, Gfsli Magnússon, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. PÁLL V. G. KOLKA PÁLL Valdimar Guð- mundsson Kolka eins og hann hét fullu nafni var fæddur að Torfa- læk í Húnavatnssýslu 25. janúar 1895. Kona hans var Guðbjörg Guðmundsdóttir frá Hvammsvík í Kjós. Þau hjón fluttust til heimabyggðar hans, þegar hann varð hér- aðslæknir á Blönduósi í ársbyijun 1934 og því starfi gegndi hann fram á mitt ár 1960. Áður hafði hann verið læknir í Vestmannaeyjum um fjórtán ára skeið. Ég rek störf hans og ætt ekki frekar. Um það er hægt að afla sér vitneskju í prentuðum heimildum. Páll beitti sér strax fyrir umbót- um í heilbrigðismálum sýslunnar. Hann var kosinn í sýslunefnd Austur-Húnavatnssýslu 1937 og á þeim vettvangi hafði hann forustu um að byggja Héraðshæli Austur- Húnvetninga, sem var hvort- tveggja í senn sjúkrahús og elli- heimili. Sjúkrahúsið, sem byggt var á árunum 1952 til 1955, er góður minnisvarði um stórhug hans og framsýni á sviði heilbrigð- is- og velferðarmála. Héraðshælisbyggingin mun þó ekki halda nafni hans á lofti um ókomin ár. Brautryðjendur gleym- ast fljótt. En Páll var mjög vel ritfær og gaf út nokkrar bækur, þar á meðal Föðurtún, sem út kom 1950. Sú bók er grundvallarrit húnvetnskrar ættar- og átthaga- sögu, sem vitnað verður til um mörg ókomin ár. Það er ekki að- eins, að bókin sé haf- sjór af fróðleik heldur safnaði hann mjög mörgum myndum til birtingar í bókinni og bjargaði þeim þannig frá glötun. Hluti þessa myndasafns, þ.e. þær er hann fékk gefins eða urðu eftir hjá honum af öðrum ástæðum, runnu seinna til ljósmynda- deildar Héraðsskjala- safns Austur-Húna- vatnssýslu hér á Blönduósi og urðu stofnkjarni þess safns, sem árlega fær sendar myndir frá burtfluttum Húnvetningum hvaðanæva frá af landinu. Ágóðann af útgáfu Föðurtúna og útgáfuréttinn gaf hann sérstök- um sjóði, sem hann kallaði Föður- túnasjóð. Tilgangurinn var að byggja upp og hlú að Héraðshæl- inu hér á Blönduósi, sem og hefir verið gert. Þannig tvinnaði hann saman lífsstarfíð og áhugamál sitt, ættfræðina og héraðssöguna. Bók- in Föðurtún seldist fljótt upp, en árið 1986 gaf Föðurtúnasjóður hana út ljósprentaða í samvinnu við héraðsskjalasafnið. Heimili Páls og Bjargar var annálað rausnar heimili. Þau hjón voru mjög samhent. Þegar ákveðið var að láta gera bijóstmynd af Páli lækni í virðingar- og þakklæt- isskyni fyrir unnin störf var talið svo sjálfsagt að láta einnig gera mynd af frú Björgu, eins og hún var ávallt kölluð, að um annað var aldrei rætt, en að myndirnar yrðu tvær. Þær eru nú varðveittar í t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður okkar, fóstur- föður, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR PÉTURSSONAR, Seyðisfirði. Olöf Sigurðardóttir, Stefanía Sigurðardóttir, Hafdís Sigurðardóttir, Kristfn Sigurðardóttir, Stefán P. Jónsson, og aðrir vandamenn. Halldór Pétursson, Þór Magnússon, Jón Fr. Jónsson, Þráinn Þorvaldsson, Árdís Sigurðardóttir, t Þökkum af alhug auðsýnda samúð við andlát og jarðarför LOVÍSU JÓNSDÓTTUR, Merkigerði 2, Akranesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki E-deildar Sjúkrahúss Akraness fyrir frá- bæra umönnun og alúð. Axel Sveinbjörnsson, Jóna Alla Axelsdóttir, Gunnur Axelsdóttir, Steinþór Þorsteinsson, Lovfsa Axelsdóttir, Ægir Magnússon, Axel Gústafsson, Kristín Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, vinarhug og hjálp við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, BJARNA S. FINNSSONAR, Ástúni 2, Kópavogi. Sérstakt þakklæti til lækna og hjúkrunarfólks á deild 11-E og 13-A Landspítalanum fyrir góða umönnun og hlýhug í veikindum hans. Guð blessi ykkur öll. Kristfn Elísdóttir, Elfn Bjarnadóttir, Halldór Ólafsson, Erla Bjarnadóttir, Sigurgeir Aðalgeirsson, Haukur Bjarnason, Erna Svavarsdóttir, Hörður Bjarnason, Ollý Smáradóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Héraðshælinu. Þá sæmdi forseti íslands hann Fálkaorðunni sem virðingar- og þakklætisvott fyrir vel unnin störf. Frú Björg mátti ekkert aumt sjá svo hún reyndi ekki að bæta úr. Ég ætla að taka mér það bessa- leyfi að vitna í Lífssögu baráttu- konu, Aðalheiðar Bjarnfreðsdótt- ur, sem út kom 1985, en hún seg- ir frá lífinu í Vestmannaeyjum og frá konu, sem hét Sigríður og „hafði átt erfiða ævi, var margra barna móðir og hafði þurft að beijast við heilsuleysi. Éinhvern tíma rétt fyrir jól kom hún heim af sjúkrahúsi sem oftar. Aðkoman var köld. Húsbóndinn var atvinnulaus, heimilið í óreiðu, ekkert til matar og hún hafði ekki þrótt til að byija á neinu verki. Þá bar að garði tvo gesti. Fyrst kom læknisfrúin, Guð- björg Kolka. Hún hafði meðferðis innkaupapoka, sem hún lagði til hliðar á meðan hún setti upp strigasvuntu og fór að skúra og þrífa. Sigríði féllust hendur, vissi að við þau læknishjón þýddi ekki að deila. Þá opnuðust dyrnar og inn kom önnur af fínni frúm bæjarins. ... Allt í einu tók hún eftir kon- unni, sem lá á fjórum fótum við að skúra og hrópa upp yfir sig: „Hver er þetta eiginlega?“ „0, þetta er bara kelling með strigasvuntu, ættuð ofan úr Kjós,“ sagði læknisfrúin og hélt áfram verki sínu. ... í pokanum frá Kolkahjón- unum var undirstöðugóður matur, svo það jólakvöld urðu allir mettir á hreinu og fáguðu heimili." Ég vitna til þessarar sögu af tveimur ástæðum. Annars vegar lýsir hún frú Björgu mjög vel. Hún mátti ekkert aumt sjá, svo hún reyndi ekki að rétta hjálparhönd og gerði hlutina þá sjálf, ef ekki var hægt að gera þá öðru vísi. Og svo sýnir hún einnig, að það er ekki bara glýja í augum okkar Húnvetninga, þegar við viljum heiðra minningu þessara mætu hjóna. Páll var skáld gott, m.a. er Húnabyggð, héraðssöngur Aust- ur-Húnvetninga, eftir hann. Hann var eins og áður segir mjög vel ritfær og skrifaði margar greinar í blöð, tímarit og minningarrit. Þá flutti hann nokkur erindi í út- varpi. Einnig fór hann í fyrirlestra- ferð um byggðir Vestur-Islendinga í boði Þjóðræknisfélags þeirra. Hann var óragur að segja skoðan- ir sínar. Greinar hans vöktu yfir- leitt mikla athygli og sumar köll- uðu á hörð andsvör. Hann tók t.d. upp hanskann fyrir læknastéttina, þegar hún varð fyrir valdníðslu af hálfu stjórnvalda upp úr 1930. Þessi ágætu læknishjón tóku mikinn þátt í daglegu lífi Austur- Húnvetninga um aldaríjórðungs skeið. Hann sem læknir og for- ustumaður í heilbrigðis- og vel- ferðarmálum, en hún sem stuðn- ingsmaður kirkju og athvarf þeirra, sem minna máttu sín. Það eru nú um 35 ár síðan þau fluttu burt. Minningin fölnar fljótt. Þess vegna fannst mér við hæfi að minna á störf þeirra, sem við njót- um nú, en uppbygging og þróun framtíðarinnar byggist alltaf á störfum þeirra sem liðnir eru. Megi blessun fylgja minningu þeirra. Jón ísberg. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld f úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.