Morgunblaðið - 27.01.1995, Page 2

Morgunblaðið - 27.01.1995, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 MORGUNBLÁÐIÐ FRÉTTIR Hreppsnefnd Súðavíkur leitar eftir deiliskipulagi Morgunblaðið/Þorkell ÍBÚAR Súðavíkur hafa undanfama daga snúið aftur heim og leitað persónulegra muna í rústum húsa sinna. Isafirði. Morgunblaðið. HREPPSNEFND Súðavíkur hefur falið Jóni Gauta Jónssyni, sveitar- stjóra, að fá arkitekta til að gera tillögur að deiliskipulagi fyrir nýja byggð á svokölluðu Eyrardalssvæði. Honum var jafnframt falið að fá arkitekta og verkfræðinga til að gera tillögur að hönnun leikskóla. Jón Gauti sagði að fyrst yrði skoðað hvort hægt sé að tengja nýja leikskól- ann þeim grunnskóla og íþróttamannvirkjum sem eru á svæðinu. Hreppsnefndin fól Jóni Gauta verkefnin á fundi í Súðavík í gær. Jafnframt var rætt um mögulegar lausnir á vanda húsnæðislausra. Jón Gauti sagði að hann myndi hefjast handa sem fyrst og væntanlega byija á því að leita til arkitekta vegna lokaðrar samkeppni um leik- skólann. Markmiðið væri að hægt yrði að opna hann í haust. Almenn hreinsun á götum og opnum svæðum hefst af krafti í kvöld og stendur fram á sunnudags- kvöld. Svæðisstjórn hjálparsveita og fulltrúi í framkvæmdanefnd hafa yfirumsjón með hreinsuninni og er áætlað að um 80 hjálparsveitar- menn frá Þingeyri allt til Bolungar- víkur, auk heimamanna, taki þátt í henni. Borgarafundur verður í Súðavík kl. 14 á sunnudag. Jón Gauti sagði að mikilvægt væri að böm af flóðasvæðinu yrðu ekki fyrir langvarandi skaða. Því ætti mat fagfólks að ráða hvenær flytja ætti grunnskólann til Súða- víkur. Hann sagði að þegar væri hafínn undirbúningur að heilsdags- vistun fyrir böm frá Súðavík á ísafírði í þeim tilgangi að vernda og aðstoða bömin í nýju umhverfi og hjálpa foreldrunum að snúa áhyggjuíausum aftur til vinnu. Sjóðstjórn ákveður reglur Pétur Hafstein, formaður stjóm- ar söfnunarinnar Samhugur í verki, sagði að stjórnin hefði kynnt sér aðstæður og átt tal við heimamenn. Þá hefði nefndin komið sér niður á ákveðnar verklagsreglur. „Okkur þykir eðlilegt að veija fénu til að styrkja einstaklinga og fjölskyldur að svo miklu leyti sem tjónið verður ekki bætt af öðrum aðilum, t.d. við- lagatryggingu eða bjargráðasjóði. Þá hugum við líka að óbeinu tjóni sem getur verið með margvíslegum hætti,“ sagði Pétur. Veitt verður úr sjóðnum til neyð- araðstoðar og hann greiðir neyðar- aðstoð sem Rauði krossinn og Hjálparstofnun kirkjunnar hafa þegar veitt. Lagaheimild ofanflóðasjóðs tíl fasteignakaupa hefur aldrei verið nýtt Ovissa um framkvæmd kaupa I LOGUM um vamir gegn snjóflóðum og skriðuföllum er heimild til að kaupa eignir í stað þess að koma upp vörnum gegn ofanflóð- urri. Þessu ákvæði hefur, að sögn Helga Hall- grímssonar, formanns ofanflóðanefndar, lítið sem ekkert verið beitt. í núgildandi lögum segir að greiða megi allt að 80% kostnaðar. Húnbogi Þorsteinsson, skrif- stofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, er formað- ur nefndar sem samdi frumvarp til breytinga á lögunum. í því frumvarpi er gert ráð fyrir að hækka kostnaðarhlut sjóðsins í 90%, að sögn Húnboga. Val um varnir eða fasteignakaup Húnbogi hyggur að sveitarstjómir hefðu mikið með ákvarðanir um það að gera, hvort koma eigi upp snjóflóðavörnum eða hvort betra sé og hagkvæmara að kaupa eignir. „Það hef- ur ekki reynt á þetta en þama er val um að koma upp vömum, sem eru yfirleitt mjög dýr- ar, eða kaupa upp fasteignir. Sá kostur er al- veg eins inni í myndinni vegna þess, eins og kemur fram í lögunum, að þegar var gert ráð fyrir þeim möguleika." Fyrirspurnum verði beint til sveitarsljóraa Helgi Hallgrímsson segir litlu hægt að svara til um það nú hvemig kaup á fasteignum yrðu framkvæmd, ef til þeirra kæmi, þessi mál væru afskaplega flókin og ofanflóðanefnd hefði engin völd þótt heimild væri í lögum til þess að kaupa fasteignir í stað þess að koma upp vömum. Hann sagðist telja eðlilegast að íbúar leituðu til sveitarstjómar með fyrirspumir. Áhersla á samstarf Berglind Ásgeirsdóttir, ráðuneytisstjóri í fé- lagsmálaráðuneytinu, á sæti í vinnuhópi ráðu- neytisstjóra sem ríkisstjómin skipaði vegna snjó- flóðanna í Súðavík. Vinnuhópnum hefur verið skipt í tvo hópa og fer annar með fyrstu við- brögð við snjóflóðunum og hinn fjallar um áður- nefnt framvarp. Berglind segir að kaup á fast- eignum séu ekki komin til umfjöllunar en með fyrirspumir um slíkt ættu menn að snúa sér til viðkomandi sveitarstjómar. í vinnuhópnum væri rík áhersla lögð á samstarf við sveitar- stjóm Súðavíkur og íbúar þar gætu komið ábendingum á framfæri í gegnum hana. Rússneskt flutninga- skip landar á Þórshöfn Þórshöfn. Morgunblaðið. RÚSSNESKA flutningaskipið Mangali frá Múrmansk landaði á Þórshöfn tæpum 180 tonnum af frystum fiski í vikunni. Meiri- hlutinn var þorskur, en einnig ýsa sem verður að hluta seld til Dalvíkur. Frá Þórshöfn siglir skipið til Djúpavogs og selur þartæp lOOtonn. Rússafiskurinn er ágætt hrá- efni, að sögn Gunnlaugs Hreins- sonar, verkstjóra hjá Hrað- frystistöð Þórshafnar hf., og verðið viðunandi, heldur hærra en áður en þó undir heimsmark- aðsverði. Hraðfrystistöðin greiðir 1.600 dollara fyrir tonn- ið af fiski sem er yfir 1 kg að þyngd en 1.475 dollara fyrir tonnið af fiski sem er undir þeim þyngdarmörkum og er allur fiskurinn hausaður. Aðspurður kvaðst Gunnlaug- ur ekki hafa áhyggjur af þeim áformum rússneskra útgerða að setja íslendinga í sölubann vegna Smuguveiðanna. Það hafi alltaf gengið vandræðalaust fyrir Hraðfrystistöðina að fá Rússafisk keyptan. Næg vinna hefur verið hjá stöðinni undanfarið og atvinnu- ástand í plássinu er í heildina sagt gott. Um það bil sjötíu manns vinna nú hjá Hraðfrysti- stöðinni og hefur verið samfelld átta tíma vinna við snyrtingu og heldur meira í saltfiskinum. Bankamaður ákærður fyrir auðgunarbrot RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært Kristján Gunnarsson, fv. forstöðu- mann hagdeildar Búnaðarbankans, fyrir umboðssvik með því að hafa í starfí sínu hagnast á því að nýta sér gengisupplýsingar Reuters og færa inneign sína á milli gjaldeyr- isreikninga í bankanum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er honum gefið að sök að hafa hagnast um allt að 20 millj. á kostnað bankans. RLR og sak- sóknari hófu rannsókn eftir að málið kom upp og um það var fjall- að í Morgunblaðinu, en kæra barst ekki frá bankanum, samkvæmt heimildum blaðsins. Ríkissaksóknari telur Kristján hafa gerst brotlegan við 249. grein hegningarlaga. Þar er lagt 2 ára fangelsi — en allt að 6 ára fang- elsi, séu sakir mjög miklar — við því að maður sem hefur á hendi fjárreiður fyrir aðra eða hefur að- stöðu til að gera eitthvað sem ann- ar maður verði bundinn við, mis- noti þá aðstöðu sína. 30 fundir á tveim vikum VINNUVEITENDUR hafa átt liðlega 30 samningafundi með ýmsum verkalýðsfélög- um og landssamböndum vegna komandi kjarasamn- inga á undanfömum tveimur vikum, að sögn Þórarins V. Þórarinssonar, framkvæmda- sijóra VSÍ. Þórarinn sagði að viðræð- urnar væra mislangt komnar með einstökum félögum. „Við teljum að það sé að koma fram áhugi af allra hálfu að setjast í alvöra yfir megin- stefnumótun varðandi launa- og verðlagsþróun annars veg- ar og um samskiptin við stjórnvöld hins vegar,“ sagði hann. Þórarinn sagði að sam- skiptin við Dagsbrún, Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur (Flóabandalagið) hefðu aftur á móti gengið erfiðlega. Bensínaf- greiðslu mót- mælt FJÖLMÖRG mótmæli og at- hugasemdir hafa borist borg- aryfirvöldum vegna fyrirhug- aðrar sölu þriggja lóða undir bensínafgreiðslur við Stekkj- arbakka, Bæjarháls og Eiðis- granda til kanadíska olíufyrir- tækisins Irving Oil, að sögn Þorvaldar S. Þorvaldssonar forstöðumanns borgarskipu- lags. Þá hefur meirihluti um- hverfismálaráðs samþykkt mótmæli g’egn fyrirhugaðri bensínafgreiðslu neðan við Stekkjarbakka í nágrenni við Elliðaár. í bókun meirihluta um- hverfismálaráðs segir að ekki sé hægt að fallast á að heimil- að verði að reisa bensínstöð við Stekkjarbakka. Að sögn j Þorvaldar hefur einnig borist töluverður fjöldi mótmæla og ábendinga vegna lóðanna við Bæjarháls og Eiðisgranda. Alþýðusamband Austurlands Hrafnkell úr stjórninni TILLAGA Hrafnkels A. Jóns- sonar, formanns Verkamanna- félagsins Árvakurs á Eskifirði, um að ASÍ hefji nú þegar við- ræður við ríkisvaldið um sám- eiginleg mál verkalýðshreyf- ingar sem snúa að stjórnvöld- um, samhliða öðrum kjaravið- ræðum, var felld á stjómar- fundi Alþýðusambands Aust- urlands í gær með sex atkvæð- um gegn tveimur. Tveir stjórn- armenn sátu hjá. Þegar niður- staðan lá fyrir sagði Hrafnkell sig úr stjórn sambandsins. ..Að mínum dómi hefði verkalýðshreyfingin átt að vera búin að taka upp viðræð- ur við ríkisvaldið um þessi mál og ég tel að þarna séu í húfi braðir hagsmunir margra 1 launþega í landinu og það sé abyrgðarlaust að hefja ekki viðræður um þessi mál,“ sagði I Hrafnkell.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.