Morgunblaðið - 27.01.1995, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ
VERTÍÐARSTEMMIMIIMG
Sýslubíll-
inn sagður
vera mánu-
dagsbíll
„SKÝRINGIN er einfaldlega sú að
þetta er mánudagsbíll," sagði Rík-
arður Másson sýslumaður á Hólma-
vík en ríkisendurskoðun hefur gert
athugasemdir við rekstrarkostnað
Ford Econoline, árgerð 1991, sem
var keyptur nýr til embættisins.
Bíllinn hefur verið á verkstæði 17
sinnum á 14 mánuðum og kostnaður
er á bilinu 73-95 þúsund á mánuði.
Sagðist Ríkarður vonast til að emb-
ættið fengi annan bíl á næstunni en
að vísu ekki nýjan.
„Bíllinn byijaði að bila rétt eftir
að hann kom hingað norður," sagði
Ríkarður. „Hann er búinn að vera
til vandræða síðan hann kom eins
og sést af því að það þurfí að fara
með hann 17 sinnum á verkstæði.
Ég er fyrir löngu búinn að biðja um
að losna við þennan kross. Þessi rosa-
legi kostnaður háir embættinu."
Bílnum breytt
Að sögn Ríkarðs var bílnum breytt
við komuna til landsins, hann hækk-
aður upp og sett í hann framdrif.
Svo virtist sem bíllinn hafi ekki þolað
þessar breytingar og mikið af bilun-
unum væru vegna þeirra.
------» ♦-------
Læknafélag
Reykiavíkur
Tilvísanakerf-
ið kynnt fé-
lagsmönnum
Á FUNDI í Læknafélagi Reykjavíkur
voru reglugerðardrög heilbrigðis-
ráðuneytisins um tilvísanakerfi
kynnt félagsmönnum. Á fundinn
mætti Guðjón Magnússon, skrif-
stofustjóri í ráðuneytinu, sem flutti
framsöguerindi ásamt Sigurði
Björnssyni lækni.
Ekki nægjanleg rök
Að sögn Gests Þorgeirssonar, for-
manns félagsins, tóku margir fund-
armanna til máls, og sagði hann að
í máli flestra hefði komið fram að
ekki lægju fyrir nægjanleg rök sem
sýndu að sparnaður yrði fyrir ríkið
af tilvísanakerfi. Hagfræðilega út-
tekt vantaði og einnig nægileg gögn
til að sýna fram á að upplýsinga-
flæði milli lækna myndi aukast.
Reglugerðardrögin eru nú til um-
sagnar hjá Læknafélagi Reykjavíkur
og sagði Gestur að enn hefði ekki
verið ályktað formlega um þau.
Frumumsögn hefði verið send ráðu-
neytinu og óskað frekari gagna.
------♦ --------
200 sóttu
stofnfund
Lífsvogar
TVÖ HUNDRUÐ manns mættu á
stofnfund Lífsvogar, samtaka gegn
læknamistökum, sem haldinn var á
Hótel Lind í fyrrakvöld. Amheiður
Vala Magnúsdóttir var kjörinn for-
maður.
Amheiður segir að fundargestir
hafí bæði verið úr röðum þeirra sem
orðið hafi fyrir mistökum læknis og
aðstandendur þeirra. Næsta skref sé
opna skrifstofu, sem verði í húsnæði
Neytendasamtakanna, og er stefnt
að því að hún verði opin allan dagirin.
Samtökin Lífsvog em stofnuð til
þess að ná til þeirra sem orðið hafa
fyrir læknamistökum og annarra sem
áhuga kunna að hafa á málefninu.
3-4 starfsmenn verða á skrifstofunni
að sögn Arnheiðar en auk hennar
eru fjórir meðstjómendur í stjóm.
KEYRÐU með allar lúgur
opnar og eitthvað tilbúið
í hífíngu," sagði Pétur
Pálsson framkvæmda-
stjóri fiskvinnslunnar Vísis hf. í
Grindavík sem gerir m.a. út Sig-
hvat GK sem var að koma úr sex
daga línuróðri með 60 tonna afla,
mest af þorski. Hann var að tala
við skipstjóra sinn á Sighvati í far-
síma. Það lá á að landa fískinum
því uppboðsmarkaðurinn átti að
hefjast klukkan þijú og það var að
verða hráefnislaust í vinnslunni.
Rétt upp úr klukkan eitt sigldi
Sighvatur svo inn innsiglinguna í
koppalogni, en talsverðu frosti, og
það var ekki fyrr búið að festa land-
festar en löndunargengið var farið
að hífa.
Sighvatur er búinn að gera það
gott á vertíðinni, verið með á bilinu
60-80 tonn í úthaldi. Aflinn frá
áramótum er 195 tonn og er hann
einn af aflahæstu vertíðarbátunum.
Það er 23 ára piltur frá Patreks-
fírði, Unnsteinn Líndal, sem stýrir
fleyinu og hefur gert það síðustu
sjö mánuðina.
„Þetta hefur gengið mjög vel
miðað við veður. Þetta er frekar í
lakari kantinum samt núna. Vel-
gengnin byggist á góðum mann-
skap og samheldni," sagði Unn-
steinn. Honum varð tíðrætt um
ákvörðun Þorsteins Pálssonar sjáv-
arútvegsráðherra um að fella undir-
málsfisk inn í heildarkvótann. „Það
hlaut að koma að þessu því maður
hefur heyrt af því að menn hafí
misnotað þessar reglur og jafnvel
legið í smáfíski."
í 10 vindstigum og 8 metra
ölduhæð
Unnsteinn sagði að vertíðin hefði
verið góð.fram að þessu en nú
væri skammt eftir af línutvöföldun-
inni, en þá er aðeins helmingur afl-
ans dreginn frá kvóta viðkomandi
skips. Hann sagði að í þessum túr
hefði verið viðunandi veður í tvo
daga en aðra daga frá 8—10 vind-
stig og ölduhæð 7-8 metrar. Það
er stíft sótt og stoppað aðeins fjóra
daga í mánuði, sólarhringur á milli
túra. ' "
„Síðasti túr var líka mjög erfíð-
ur, þá vorum við fímm daga að
veiðum og þijá daga voru um og
yfir tíu vindstig. Margir segja að
við stoppum ekki fyrr en það verður
slys, en það ber að taka það fram
að við erum á mjög góðu sjóskipi
og með vakandi áhöfn.“
Meiri vinnu
Niðri í vinnslusal Vísis var verið
að pakka saltfiski. Sigurður Jóns-
son, 17 ára, gaf sér tíma í smá-
spjall. „Það er búið að vera frekar
rólegt og ég væri til í að vinna
meira. Það fer að verða meira að
gera þegar bátarnir fara að geta
sótt meira,“ sagði Sigurður og svo
var hann rokinn.
Vísir hóf starfsemi fyrir um 30
árum og hefur verið í eigu sömu
Qölskyldunnar alla tíð. Faðir Pét-
urs, Páll Pálsson, ereigandi fyrir-
tækisins og sér hann um öll inn-
kaup á fiskmarkaðnum, þ.e.a.s. á
Morgunblaðið/Sverrir
Undir þungu fargiságulivaríflestum körum hjá
Sighvati GK en eitthvað er þessi þorskur þó dasaður.
í páSU Starfsmenn fiskvinnslunnar Vísis í Grindavík nutu
hvíidarinnar og hentu að mörgu gaman þegar færi gafst.
Löndun hafin Sighvatur var ekki fyrr lagstur að bryggju
en löndunarmenn hófu að skipa upp fiskkörunum. Sighvatur kom
með um 67 tonn að landi eftir sex daga veiðiferð.
þeim físki sem ekki er tekinn beint
inn á gólf úr þeim fjórum bátum
sem Vísir gerir út, Sighvati, Hrugni,
Sæborg og Mána.
„Þetta hefur gengið vel hjá Unn-
steini, hann hefur alveg rotað
gömlu jálkana,“ sagði Pétur.
Unnið var úr 4 þúsund tonnum
af fiski hjá Vísi á síðasta ári og
seldi fyrirtækið í gegnum Sölusam-
band íslenskra fiskframleiðenda
1.700 tonn af saltfiski. Aldrei hefur
verið meiri vinnsla hjá Vísi hf. en
á síðasta ári.
Eina konan ísalnum
Hanna Helgadóttir á og rekur
fiskvinnsluna Sæstjörnuna í Vogum
I saltfiski Unnið við að
pakka saltfiski hjá Vísi hf.
og var hún mætt í uppboðssal Fisk-
markaðs Suðurnesja stundvíslega
klukkan þijú til að kaupa hráefni
til vinnslunnar. Hanna var eini
kvenmaðurinn í salnum og sagði
hún að aðrar konur sæjust ekki þar
á ferli.
Hanna hefur rekið Sæstjörnuna
síðustu tvö ár og kaupir mest ýsu
til frystingar sem hún selur til
Frakklands. „Ég vann áður í físki
en mér stóð það til boða að stofna
þetta fyrirtæki upp úr öðru sem fór
á hausinn." Hún segir að fískverð
sé afar hátt og hlutfall hráefnis-
kostnaðar í frystingunni sé mun
hærra en í flugi til Bandaríkjanna.
„Ég er að rembast við undirmáls-
físk og smáfísk svo þetta beri sig.
Þetta er allt handflakað hjá mér,“
sagði Hanna.
Þarna var líka Hallgrímur Jó-
hannesson físksali í Keflavík. Hann
kemur á hveijum degi að kaupa
físk óséðan á uppboðinu og sækir
hann svo þegar dagróðrabátarnir
koma inn um kvöldmatarleytið.
Hann kaupir 1 'h til 2 tonn af ýsu
á viku og eitthvað af öðrum tegund-
um. Segja má að þetta sé nálægt
því að vera heildameysla Keflvík-
inga og næstu nágranna af físki á
viku því Hallgrímur er eini físksal-
inn þar um slóðir.
Hallgrímur segir að lífíð sé vinna
frá morgni til kvölds. Hann vaknar
klukkan fimm á morgnana og er
að þar til hann fer að sofa á mið-
nætti. „Það er mikill slagur um
þessi fáu kíló sem eru boðin upp.
Ég er nær eingöngu með ýsu og
það hefur verið lítið framboð vegna
veðurs og hátt verð. Verðið er árs-
tíðabundið og hækkar alltaf um
þetta leyti, veðrið spilar svo stórt
hlutverk. Ég hækka verðið á fiskin-
um tímabundið út úr fískbúðinni
meðan þetta ástand varir. Maður
verður að vera samkeppnishæfur
og flestir skilja þetta,“ sagði Hall-
grímur.