Morgunblaðið - 27.01.1995, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaöiö/Porkeli
í LEIKSKÓLANUM Engjaseli voru m.a. þau Gunnar Guðbjörn, Runný og Anna Elísa.
Grimnskólinn í Súðavík verður enn um sinn á ísafirði
Skólinn fluttur þegar
nemendur verða tilbúnir
ísafirði. Morgnnblaðið.
GRUNNSKÓLINN í Súðavík verð-
ur ekki fluttur aftur til Súðavíkur
fyrr en nemendur verða taldir til-
búnir til þess að hverfa heim aft-
ur, húsnæði skólans verður komið
í viðunandi horf og bærinn hreins-
aður eins og hægt er að sögn skóla-
stjórans, Bergljótar V. Jónsdóttur.
Áfallahjálp fyrstu vikuna
Hún segir að fyrstu skólavikuna í
Húsmæðraskólanum á ísafirði hafi
áhersla verið lögð á að vinna úr
erfiðri reynslu bamanna með
áfallahjálp og í gegnum listtján-
ingu, íþróttakennslu og tónlist.
Stundatafla fyrir næstu viku ger-i
ráð fyrir að hægt og sígandi verði
farið meira yfir í bóklega kennslu.
Bergljót sagði að staðsetning
Húsmæðraskólans kæmi sér afar
vel því grunnskólinn og sundlaugin
væru á næsta leiti og ýttu undir
samgang barnanna við börn frá
ísafirði. Þeim væru einnig kenndar
sérgreinar í grunnskóla Isafjarðar.
Eflaust ættu einhver bamanna
eftir að halda áfram skólagöngu
sinni á ísafirði a.m.k. í vetur. Berg-
ljót sagðist ekki vita hvort einhveij-
ar fjölskyldur með böm á gmnn-
skólaaldri hygðust flytja aftur til
Súðavíkur áður en vinnsla hæfist í
frystihúsinu á mánudag. En gmnn-
skólinn yrði ekki fluttur fyrr en
börnin væm búin að jafna sig og
bærinn tilbúinn að taka á móti þeim.
Bergljót sagði að langflest barn-
anna frá Súðavík sæktu skólann á
ísafírði, kennaramir væru þeir
sömu og í Súðavík, og kennt væri
í sömu hópum fyrir utan að níunda
og tíunda bekk væri nú kennt sam-
an í stað áttunda og níunda bekkj-
ar áður. Hún sagði að skólastarfið
hefði gengið afar vel þó börnin
væru þreytt og ættu erfitt með að
einbeita sér. Kennararnir hefðu líka
staðið sig ákaflega vel.
Engjasel, leikskólinn í Súðavík,
hefur fengið aðstöðu í skólaskjólinu
á ísafirði og sagði Steinunn Einars-
dóttir, leikskólakennari, að starfið
hefði gengið vonum framar.
Nýlegt hverfi í Hnífsdal
„Við verðum
ekki í húsunum
annan veturu
ísafirði. Morgunblaðið.
„ÍBÚARNIR í hverfinu virðast á
einu máli um að þeir ætli ekki að
vera hérna annan vetur,“ segir Al-
bert Högnason, íbúi í Teigahverfi í
Hnífsdal.
Þegar hann og eiginkona hans,
Gunnhildur Gestsdóttir, byggðu sér
einbýlishús við Smárateig 2 árið
1979 var byggingarsvæðið talið ör-
yggt. Síðar kom í ljós að hverfið
var byggt á svokölluðu rauðu svæði,
þ.e. hætta er á snjóflóðum úr fjall-
inu fyrir ofan. Þetta hefur leitt til
þess að húsið hefur fallið í verði og
ekki tekist að selja það.
Albert sagði að hjónin hefðu,
vegna vinnu sinnar á ísafirði, ákveð-
ið að selja húsið. Síðan væm liðin
þijú ár og ekki hefði einn maður
komið til að líta á það.
Ellefu hús við tvær götur em í
hverfinu. Húsin em öll álíka gömul,
þ.e. frá því um 1979, og í þeim býr
mikið af barnafólki. Albert segir að
þegar byggja hafi átt á svæðinu
hafí gamlir menn varað við því
vegna snjóflóðahættu. íbúamir
hefðu lengi ekki viljað viðurkenna
hættuna og sumir hefðu jafnvel
neitað að færa sig þegar rýma hefði
átt húsin.
Húsin rýmd oft á vetri
Albert sagði að húsin hefðu að
jafnaði verið rýmd þrisvar til fjórum
sinnum á vetri og ástandið væri
farið að hafa veruleg sálarleg áhrif
á íbúana og þá sérstaklega börnin.
Hnn var nýkominn af foreldrafundi
með skólasálfræðingi. „Okkur kom
á óvart hvað börnin, sérstaklega
eldri en 10 ára, virðast hafa farið
illa sálarlega," sagði hann.
Albert sagði að fyrir um ári hafi
verið kynntar fyrir íbúunum hug-
ALBERT Högnason við hús
sitt við Smárateig 2. Óttast
er að snjóflóð geti fallið úr
Traðargilinu fyrir ofan.
myndir um 16 m háan vamargarð
vegna snjóflóðanna fyrir ofan hverf-
ið. íbúarnir hefðu beint þeirri spurn-
ingu til tæknifræðingsins hvort
varnargarðurinn, sem átt hefði að
kosta 70 milljónir, væri 100% ömgg-
ur og fengu þau svör að svo væri
ekki. Með þá vitneskju hefðu þeir
ekki getað stutt framkvæmdina.
Auk þess hefði spilað inn í að
varnargarðurinn hefði átt að standa
aðeins 4 m fyrir ofan hverfið og
hefði líklega haft þau áhrif að allt
yrði þar fullt af snjó. Albert sagði
að eftir að fyrir hefði legið hálfgild-
ings loforð frá bænum um að Ofan-
flóðasjóður keypti húsin hefði komið
í ljós að ekki væri fyrir því heimild.
Hann vonaðist hins vegar til að
gerðar yrðu viðeigandi breytingar á
lögum um sjóðinn.
Morgunblaðið/Kristinn
VIÐSKIPTAVINUR Hagkaups skoðar skíðaúrvalið í Hagkaup
í Skeifunni í gær eftir að vörunum hafði verið komið fyrir. Sala
á þeim hefst í dag og stendur í viku.
Hagkaup selur
skíðabúnað í viku
HAGKAUP byijar í dag að selja
skíðavörar í verslunum sínum í
Skeifunni og Kringlunni. Hagkaup
flytur vömrnar inn beint og stend-
ur tilboðið í viku.
Seld verða Head-skíði, Salomon-
skíðaskór og bindingar og Swix-
skíðastafir. Að sögn Halldórs
Kristinssonar hjá Hagkaup em
þetta þekkt merki. Sem dæmi um
verð nefnir hann skíðapakka fyrir
krakka á 14.000 krónur og fyrir
fullorðna á 20.000. Innifalin eru
skíði, skór, bindingar, stafir og
ásetning bindinga. Þá segir Hall-
dór að skíðastafir fyrir börn fáist
á innan við þúsund krónur, skíð-
askó á böm fyrir 5.000 og á full-
orðna fyrir 7.000 krónur.
í dag og á morgun verður skíða-
kennari í versluninni í Skeifunni
sem leiðbeinir fólki um kaupin.
Safna fyrir
snjóflóða-
leitartæki
FLUGBJÖRGUNARSVEITIN
í Reykjavík er nú að beita sér
fyrir því að láta gefa á helstu
snjóflóðasvæði landsins tæki
sem miða út og staðselja með
mikilli nákvæmni fólk sem
lendir undir snjóflóðum.
Fyrsta tækið er komið til
landsins og verður afhent á
ísafirði i dag.
Ingi Þór Þorgrímsson, for-
maður Flugbjörgunarsveitar-
innar, sagði að strax eftir að
snjóflóðið féll í Súðavík hefðu
sveitarmenn farið að kanna
möguleika á að útvega og stað-
setja tækin víða um landið.
Flugbjörgunarsveitin
mundi fela Almannavörnum
að ráðstafa tækjunum en teldi
rétt að einu yrði komið fyrir
á ísafirði, öðru á Patreksfirði,
þriðja á Siglufirði og fjórða í
Neskaupstað.
Ingi Þór sagði að aðeins
hefði verið unnt að fá eitt
tæki til landsins strax og
Magnus Granhed, sérfræðing-
ur frá verksmiðjunum, kom
með það til landsins fyrr í vik-
unni. Til að tækið komi að
notum þarf sá sem leitað er
að bera á sér litla díóðu, sem
þegar eru orðnar staðalbúnað-
ur í skíðaskóm og -göllum.
Morgunblaðið/Julius
SÉRFRÆÐINGUR sænsku
Recco-verksmiðjanna, Magnus
Granhed, sýnir starfsmönnum
skíðasvæðisins í Bláfjöllum
notkun tækisins í gærmorgun.
Á innfelldu myndinni er díóða
sú sem tækið nemur merki frá.
Ingi Þór sagði m.a. koma til
greina að sveitarfélög eða
opinberir aðilar eignuðust
díóður sem fólki yrði úthlutað
til að bera á sér þegar hætta
virtist vera á snjóflóðum.
Einnig yki tækið mjög öryggi
leitarmanna og gagnast þeim
sem eru á ferð um vegi þar
sem snjóflóða er von.
Ingi Þór sagði að leitartæk-
ið væri viðbót við þau björgun-
arúrræði sem fyrir eru og
ætti að geta aukið enn mögu-
leika á að bjarga fólki lifandi
úr snjóflóðum. Tækið nemur
merki í allt að 150 metra fjar-
lægð og getur staðsett það af
nákvæmni og þannig gert
kleift að leita á fáeinum
klukkustundum yfir flóða-
svæði sem tekið gæti 2-3 daga
að leita með hefðbundnum
hætti.
Hvert tæki kostar um 500
þúsund krónur og er unnið að
því að afla framlaga til kaupa
á tækjum fyrir Patreksfjörð,
Siglufjörð og Neskaupstað en
Apple-umboðið keypti tækið
sem afhent verður á ísafirði í
dag.