Morgunblaðið - 27.01.1995, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HR mun eiga 4,5% í
hitaveitu í Slóvakíu
HITAVEITA Reykjavíkur mun
eiga 4,5% hlutafjár í hitaveitu, sem
verið er að koma upp á jarðhita-
svæði í bænum Galanta í Slóvakíu.
10 milljónum króna verður varið
til hlutafjárkaupanna. Virkir-Ork-
int, sem Hitaveitan á hlut í ásamt
Orkustofnun og 35 íslenskum
verkfræðistofum, hefur verið ráð-
gjafi Slóvaka við virkjun tveggja
borhola í Galanta og hefur unnið
að öðrum verkefnum um virkjun
jarðhita í landinu.
Að sögn Gunnars Kristinssonar,
hitaveitustjóra, hefur Norræni
fjárfestingabankinn, NIB, sam-
þykkt lánveitingar til þessarar
hitaveitu, en auk Hitaveitunnar
mun Nefco, dótturfyrirtæki NIB,
eiga hlut í fyrirtækinu, sem að
öðru leyti verður í eigu Slóvaka,
en hlutafé verður alls rúmar 200
milljónir króna.
Gunnar Kristinsson sagði að
Virkir-Orkint hefði undanfarin ár
unnið að ýmsum verkefnum á stöð-
um í Austur-Evrópu þar sem verið
væri virkja jarðhita en þetta verk-
efni í Slóvakíu væri lengst komið.
Virkir-Orkint á m.a. dótturfyrir-
tækið Slogeoterm á móti þarlend-
um aðilum. Upphaflega hefði verið
ráðgert að virkjun borholanna í
Galanta yrði lokið í haust, en það
hefði dregist og einnig hefði dreg-
ist að ganga frá stofnun félagsins
um reksturinn. Borun væri hins
vegar lokið fyrir nokkru.
Nú væri hönnun lokið, útboð
stæðu fyrir dyrum, og stefnt væri/
að því að ljúka framkvæmdum í ár.
íslensk hönnun
Gunnar Kristinsson sagði að
hönnun þessarar hitaveitu væri að
mestu leyti unnin af íslenskum
verkfræðingum. „Slóvakarnir hafa
annast útfærslu á ýmsu en hug-
myndimar og allt annað kemur frá
Virki-Orkint,“ sagði Gunnar.
Hann sagði hugsanlegt að menn
frá Hitaveitunni yrðu sendir til
Slóvakíu þegar kæmi að gangsetn-
ingu hitaveitunnar í Galanta til að
segja þarlendum til.
Stórmeist-
ararí
skólunum
SKÁKSKÓLI íslands gekkst
fyrir fjöltefli í fjórum skólum á
höfuðborgarsvæðinu í vikunni
þar sem nemendur fengu að
etja kappi við stórmeistara sem
kenna við skólann. Helgi Ólafs-
son tefldi við nemendur í Breið-
holtsskóla, Jóhann Hjartarson
í Hofsstaðaskóla í Garðabæ,
Margeir Pétursson í Digranes-
skóla í Kópavogi og á myndinni
sést Hannes Hlífar Stefánsson
tefla við nemendur í Melaskóla,
en hann tefldi 33 skákir og
vann þær allar. Þá tefldi Jó-
hann Hjartarson við 38 nem-
endur í Álftamýrarskóla í gær.
Að sögn Braga Kristjánssonar,
skólastjóra Skákskóla íslands,
hefur í vetur verið gert átak í
því að stórmeistararnir tefli í
skólum landsins, en undanfarin
ár hafa þeir á hverjum vetri
teflt í nokkrum skólum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Islendingur flugmáiastjóri í IMamibíu
Spennandi
og skemmtilegt
verkefni
Grétar H. Óskarsson
EFTIR tæplega þijá-
tíu ára starf hjá
Flugmálastjórn
fannst Grétari H. Óskars-
syni, fyrrum framkvæmda-
stjóra loftferðaeftirlits,
kominn tími til að reyna
eitthvað nýtt. Hann tók
fyrsta skrefið með því að
vera með í sænsku þróun-
arverkefni á sviði flugmála
í Eystrasaltslöndunum árið
1992 og tveimur árum síð-
ar barst honum annað til-
boð um verkefni á enn ijar-
lægari slóðum, þ.e. í Afr-
íkuríkinu Namibíu.
„Ríkisstjórnin í Namibíu
hafði óskað eftir aðstoð
Svía við að velja flugmála-
stjóra í landinu. Namibía
hafði ekki verið með flug-
málastjóra frá því landið
fékk sjáifstæði frá Suður-
Afríku árið 1990 og yfirvöld sneru
sér til Svíanna því þeir hafa verið
að hjálpa Namibíumönnum í sam-
göngumálum á sama hátt og Is-
lendingar hafa veitt þeim aðstoð
í fiskyeiðimálum.
Svíarnir töldu að sex til átta
manns gætu komið til greina og
hringdu í mig í mars í fyrra til
að spyija mig hvort ég væri tilbú-
inn að taka að mér starfið ef til
kæmi. Þeir hringdu aftur í mig í
maí og spurðu hvort enn væri
hægt að reikna með mér. Ég sagði
já, já. Síðan hringdu þeir í júlí í
fyrra og sögðu að þrír væru eftir
og báðu mig að koma í viðtal út
til Stokkhólms. Eftir viðtalið
hringdu þeir í ágúst til að segja
mér að nú væru aðeins tveir eft-
ir. Hvort ég gæti farið til Namib-
íu og talað við ráðherra þar nið-
urfrá. Við fórum tveir, ég og Svíi,
til Namibíu og út úr því kom að
ég var ráðinn til þriggja ára sem
flugmálastjóri hér í Namibíu.
Svona byijaði ævintýrið," sagði
Grétar.
- Hvernig verður starfsemin
byggð upp?
„Uppbyggingin hérna er spenn-
andi og skemmtilegt verkefni.
Starfið er byggt upp eftir alþjóð-
legu kerfi. Hérna var töluvert
starfsfólk, Suður-Afríkubúar, inn-
fæddir og aðfluttir. En allt stjórn-
kerfið var skorið ofan af þegar
landið öðlaðist sjálfstæði. Breyt-
ingin var svona álíka og ef Vest-
firðir yrðu skyndilega að standa
á eigin fótum. Flugvell-
irnir og starfsmennimir
yrðu áfram en alla yfír-
stjórn vantaði.
Við erum hérna með
300 stöðuheimildir. En
starfsfólkið er ennþá
ekki nema 240 manns. Lægri
stöðumar era skipaðar en efri
stöðurnar enn ómannaðar."
- Finnst þér koma til greina
að ráða Islendinga í eitthvað af
þessum stöðum?
„Ég byijaði hérna nú um ára-
mótin og þarf auðvitað nokkra
mánuði til að koma mér inn í allt.
En það gæti alveg eins komi til
greina að ráða Islendinga."
- Hvernig hefur þér fundist að
búa í Namibíu frá því þú tókst
við starfinu / byrjun janúar?
„Namibíubúar eru afar yndis-
legt og huggulegt fólk, allir hafa
tekið vel á móti mér. Þeir virðast
ekkert hafa á móti eskimóanum
frá íslandi. Landið er ákaflega
fallegt og hreinlegt. Hér er regla
á öllum hlutum. Landið var þýsk
nýlenda til 1915 og þýsk áhrif eru
áberandi. Margir íbúanna tala
þýsku. Ef maður fer til að mynda
►Grétar H. Óskarsson, flug-
málastjóri í Namibíu, er fæddur
3. mars árið 1938 í Reykjavík.
Grétar lauk stúdentsprófi árið
1957 og námi í vélaverkfræði
við Tækniskólann í Braunsch-
weig í Þýskalandi árið 1961.
Hann tók lokapróf í flugvéla-
verkfræði, MS, frá Konunglega
tækniháskóianum í Stokkhólmi
árið 1966 og sérnámi i flug-
eftirliti hjá flugmálasíjórn
Bandaríkjanna, FAA, í Okla-
homaárið 1967.
Grétar var eftirlitsmaður
með lofthæfi íslenskra loftfara
hjá Flugmálastjórn 1967 til
1975. Hann var framkvæmda-
sljóri loftferðaeftirlits Flug-
málastjórnar frá árinu 1976 og
var ráðinn flugmálastjóri í
Namibíu árið 1994. Eiginkona
Grétars er Ingibjörg G. Har-
aldsdóttir og eiga þau þrjú
börn.
í verslun er sagt við mann „Guten
Tag“ og á veitingastað „Speise-
karte Bitte“. Á sama hátt eru
þýsk áhrif áberandi í menningu
og menntun."
- Hvað með fátækt?
„Ég hef enn aðeins verið í höf-
uðborginni Windhoek og ekki tek-
ið eftir mikilli fátækt. Borgin er
eins og hver önnur borg í Evrópu
nema miklu hreinni og fallegri og
glæpir eru nærri óþekktir. Hér
er raunar mikil velmegun og land-
ið útaf fyrir sig ríkt, en fyrir utan
borgina býr fólk enn í
strákofum," segir Grét-
ar.
Hann segir að borgin
standi í um 1.650 m
hæð yfir sjávarmáli og
loftið sé afar hreint.
„Rigningartíminn á að vera kom-
inn en lætur standa á sér. Hér
hefur verið sólskin og 35 stiga
hiti á daginn og 18 til 20 stig á
nóttunni."
- Hvernig er staða flugmála í
Namibíu ?
„Aðalflugfélagið Air Namibía
flýgur þrisvar sinnum í viku til
London og Frankfurt með Boeing
747 Jumbo þotu. Síðan fljúga
þeir með Boeing 737 til nágranna-
iandanna, Suður-Afríku, Zim-
babwe, Zambíu o.fl. Innanlands
flýgur flugfélagið með Beech
1900. Leiguflug með litlum flug-
vélum, tveggja hreyfla Piper,
Cessnu o.fl. er töluvert mikið enda
er landið stórt, átta sinnum stærra
en ísland, og alltaf gott flugveð-
ur, t.d. era sólardagar 360 á ári.
Flugvellir eru oft ómalbikaðir eins
og á Islandi en þó mjög góðir,
úr góðu jarðefni."
Ekki hefur enn
uerið ráðið
í 60 stöður