Morgunblaðið - 27.01.1995, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 13
VIÐSKIPTI
Sjávarafurðir voru alls 76% vöruútflutningsins og verðmætið 9% meira
Afgangur af
vöruskiptum
20,3 milljarðar
ALLS voru fluttar út vörur fyrir 113,5 milljarða króna allt árið 1994
en inn fyrir 93,2 milljarða króna fob, samkvæmt bráðabirgðatölum.
Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 20,3 milljörð-
um króna en árið áður voru þau hagstæð um 12,7 milljarða króna
á föstu gengi. Miðað er við meðalgengi á viðskiptavog en á þann
mælikvarða var meðalverð erlends gjaldeyris í janúar-desember 1994
5,2% hærra en árið áður, segir í tilkynningu frá Hagstofunni.
í desember sl. voru fluttar út
vörur fyrir 10,9 milljarða kr. og
inn fyrir 8,7 milljarða kr. fob.
Vöruskiptin í desember voru því
hagstæð um 2,2 milljarða kr. en
í desember 1993 voru þau hagstæð
um 0,8 milljarða kr. á föstu gengi.
Álverðmæti jókst
um 25%
Árið 1994 var verðmæti vöruút-
flutningsins 14% meira á föstu
gengi en á sama tíma árið áður.
Sjávarafurðir voru 76% alls
vöruútflutningsins og var verð-
mæti þeirra 9% meira en á sama
tíma í fyrra. Þá var verðmæti út-
flutts áls 25% meira en árið áður
og kísiljárns 8% meira.
Heildarverðmæti vöruinnflutn-
ingsins árið 1994 var 7% meira á
föstu gengi en árið áður. Innflutn-
ingur sérstakrar fjárfestingarvöru
(skip, flugvélar, Landsvirkjun),
innflutningur til stóriðju og olíu-
innflutningur er jafnan mjög
breytilegur frá einu tímabili til
annars. Að þessum liðum frátöld-
um reyndist annar vöruinnflutn-
ingur hafa orðið 7% meiri á föstu
gengi en á árinu 1993. Þar af jókst
innflutningur á matvöru og
drykkjarvöru um 8%, fólksbílainn-
flutningur dróst saman um 2%,
innflutningur annarrar neysluvöru
var 3% meiri en árinu áður en
innflutningur annarrar vöru jókst
um 9%.
VÖRUSKIPTIfí VIÐ ÚTLÖNDH Verðmæti vöruút- og innflutning í jan.-des. 1993 og 1994 1993 (fob virði í milljónum króna) jan.-des. ^ 'J- - ’ -r ’ ,s ' 'í 1994 breyting á jan.-des. föstu gengi'
Útflutningur alls (fob) 94.657,6 113.472,2 14,0
Sjávarafurðir 74.570,7 85.735,3 9,3
Ál 8.258,7 10.833,0 24,7
Kísiljárn 2.360,5 2.689,3 8,3
Skip og flugvélar 1.308,6 3.334,4
Annað 8.159,1 10.880,2 26,8
Innflutningur alls (fob) 82.576,2 93.204,1 7,3
Sérstakar fjárfestingarvörur 2.213,3 4.203,6 80,5
Skip 1.635,0 3.983,7
Flugvélar 174,3 170,8
Landsvirkjun 404,0 49,1
77/ stóriðju 4.885,3 5.262,2 2,4
íslenska álfélagið 4.299,4 4.479,7 -1,0
íslenska járnblendifélagið 585,9 782,5 27,0
Almennur innflutningur 75.477,6 83.738,3 5,5
Oiía 7.373,4 7.256,9 -6,4
Almennur innflutningur án olíu 68.104,2 76.481,4 6,7
Vöruskiptajöfnuður 12.081,4 20.268,1
Án viðskipta islenska álfélagsins Án viðskipta íslenska álfélagsins, 8.122,1 13.914,8
íslenska járnblendifélagsins
og sérstakrar fjárfestingarvöru 7.252,2 12.877,2
• Miðaö er við meðalgengi á viöskiptavog; é þann mœlikvarða vat meðalverð erlends gjaldeyris 5,2% hærra
i jan.-des. 1994 en á sama tima árlð áður.
Lyfjaverslunin
Um 800nmims keyptu hlut
Aldrei selst jafnmikið af hlutabréfum ájafn skömmum tíma
HLUTABRÉF ríkissjóðs í Lyfjaverslun íslands
hf. fyrir 201 milljónir króna seidust upp á ör-
skömmum tíma í gær, þrátt fyrir að leyfíleg há-
markskaup hafi aðeins verið 500.000 krónur á
mann og ekki hafi verið tekið á móti pöntunum
í gegnum síma eða fax. Það tók aðeins liðlega
tvær klukkustundir að selja öll bréf hjá Kaup-
þingi hf., sem var aðalsöluaðili þeirra.
Guðmundur Hauksson, forstjóri Kaupþings,
sagðist telja að hluthöfum Lyfjaverslunar hefði
fjölgað um 700-800 í gær i viðbót við þá 825 sem
keyptu hlut í fyrirtækinu í nóvember. Þá var
boðinn út helmingur af hlut ríkisins á sömu kjör-
um og nú, þ.e. hlutabréf að nafnvirði 150 milljón-
ir á genginu 1,34. Fyrri hlutinn seldist upp á ein-
um degi, en salan í gær gekk jafnvel enn hraðar
fyrir sig.
100 manns í biðröð
„Þetta er náttúrulega algjör metsala," sagði
Guðmundur. „Við vorum óvenjuvel undir þetta
Morgunblaðið/Sverrir
BIÐRÖÐIN hjá Kaupþingi.
búin og vorum með níu aðila sem afgreiddu
þetta jafnharðan. Það voru hundrað manns hérna
við dyrnar í morgun klukkan níu. Ég held að
ég geti fullyrt að það hafi aldrei selst jafn mik-
ið af hlutabréfum á íslandi á jafn skömmum
tíma.“
Verðið ekki of lágt
Steingrímur Ari Arason, aðstoðarmaður fjár-
málaráðherra og fulltrúi hans í einkavæðingar-
nefnd, sagði að hann hefði átt von á að bréfin
nú seldust upp á einum degi nú eins og í nóvem-
ber. Hann sagðist ekki telja að verðið á bréfunum
væri óeðlilega lágt, heldur væri það sanngjarnt
miðað við stöðu fyrirtækisins.
„Það var ákveðið að gefa almenningi forgang
að bréfunum með þessum hætti og ef allt seldist
ekki fengju stærri aðilar að kaupa,“ sagði Stein-
grímur Ari. Verðlagning hlutabréfanna væri
byggt á mati á stöðu fyrirtækisins og með það
fyrir augum að stór hluti þeirra seldist til almenn-
ings. Það hefði svo komið í ljós að fólk treysti
því að þetta mat ríkisins og verðbréfafyrirtækj-
anna væri sanngjarnt. Það væri mikilvægt að
eyðileggja ekki það traust og það var ein af ástæð-
unum fyrir að menn vildu ekki hrófla við verðinu
í seinni sölunni.
Fjárfest-
ingarfé-
lagið greiði
lán Vogalax
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest
dóm undirréttar í máli Fram-
kvæmdasjóðs íslands gegn Fjárfest-
ingarfélagi íslands hf. vegna sjálf-
skuldarábyrgðar félagsins á láni
sjóðsins til Vogalax hf. frá 1987.
Fjárfestingarfélagið var í undirrétti
dæmt til að greiða Framkvæmda-
sjóði 314 þús. dollara, auk vaxta og
málskostnaðar. Höfuðstóll lánsins
samsvarar um 21 millj. á núgildandi
gengi.
Vogalax var stofnað 1985 um
rekstur hafbeitarstöðvar í Vogum.
Félagið var að stærstum hluta í eigu
Fjárfestingarfélagsins en einnig var
bandaríska fyrirtækið Weierhauser
Company stór hluthafi. Þá áttu ein-
staklingar í stjórn og varastjórn
Fjárfestingarfélagsins hlut, svo og
framkvæmdastjóri þess.
Fjárfestingarfélagið tókst á hend-
ur sjálfskuldarábyrgð á láni Fram-
kvæmdasjóðs til Vogalax í júní 1987
og gaf út yfirlýsingu um að hún
félli úr gildi þegar framkvæmdum
við 2,5 milljóna seiðastöð lyki þá um
haustið og nýtt mat um fullnægj-
andi veðhæfni lægi fyrir.
Ágreiningur um ábyrgðina
Vogalax komst í þrot 1989 og fór
þess á leit við Framkvæmdasjóð að
hann tæki þátt í fjárhagslegri endur-
skipulagningu en því var hafnað.
Um svipað leyti kom upp ágreining-
ur milli Fjárfestingarfélagsins og
Framkvæmdasjóðs um sjálfskuldar-
ábyrgð félagsins. Framkvæmdasjóð-
ur hélt því fram að hún væri ekki
tímabundin heldur hefði verið ætlað
að vara út greiðslutíma skuldabréfs-
ins ef lausnarskilyrði ábyrgðarinnar
kæmu ekki fram. Fjárfestingarfé-
lagið hélt því fram að skilyrðin hefðu
þegar verið komin fram við útgáfu
skuldabréfsins í september 1987.
Vogalax var úrskurðað gjaldþrota
árið 1990 og í kjölfarið stefndi Fram-
kvæmdasjóður Fjárfestingarfélag-
inu til greiðslu lánsins.
Áfrýjandi beri halla
af óljósu orðalagi
I dómi Hæstaréttar segir m.a. að
báðir aðilar málsins hafí farið með
umfangsmikla fésýslu og haft yfír
að ráða sérfræðilegri þekkingu og
reynslu í viðskiptum af því tagi.
Gera verði þá kröfu til slíkra stofn-
ana að fjármunasamningar af þeirra
hendi séu glöggir. Óumdeilt sé að
ábyrgðaryfirlýsing áfrýjanda frá 30.
júní 1987 hafí verið samin af honum
sjálfum. Þyki hann verða að bera
hallann af því ef orðalag taki ekki
af tvímæli um tilætlan hans. Hæsti-
réttur dæmdi auk þess Fjárfest-
ingarfélagið til að greiða eina millj-
óna króna í málskostnað.
Laugardagskynning á morgun íTæknivali:
Hugbúnaður fyrir kröfuharða!
Uugarda9S
90%
á'f0"táðTða
vmndows,®68
aðe'msáW-
31.125
■ Ráðhugbúnaður (fjárhagsbókhald, viðskiptamanna- lager og sölukerfi, launakerfi). Q{
1 Tollráð fyrir Windows (eina íslenska tollskýrsluforritið fyrir Windows).
1 Fullkomið bókunarkerfi fyrir hótel og gistihús • Smáráð (hentugt bókhaldskerfi f. smærri fyrirtæki)
1 Kompass markaðs- og leitarforrit • Bifreiðakerfi fyrir bílaverkstæði (viðgerða- og ferilskrá bifreiða)
Kynning í verslun Tæknivals frá 10.00 til 14.00 á morgun laugardag. Misstu ekki af einstakri laugardagskynningu.
Tæknival
i samstarfi við:
YRÁÐHUGBÚNAÐUR
stgt.m
vsK.
Skeifunni 17 • Sími 568-1665 • Fax 568-0664
m.........
Í|ÍÍ|||ii