Morgunblaðið - 27.01.1995, Qupperneq 22
MORGUNBLAÐIÐ
22 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995
AÐSENDAR GREINAR
Tengsl Háskóla ís-
lands og atvinnulífs
Framadagar
OFT heyrist að auka þurfí tengsl
Háskóla Islands og atvinnulífsins.
Þeir sem ekki þekkja vel til fá ef til
vill á tilfinninguna, að tengslin séu
lítil. I raun eru þau meiri en margir
geta ímyndað sér, en alltaf má þó
auka þau. Nýlega komu fram tillögur
Þróunamefndar háskólans og er þar
gert ráð fyrir, að atvinnulífíð fái full-
trúa í háskólaráði og á deildarfundum
einstakra deilda. Vafalaust mun seta
fulltrúa atvinnulífsins í nefndum og
ráðum skólans auka þessi tengsl og
hafa jákvæð áhrif á þróun skólans.
Að öðrum deildum ólöstuðum hef-
ur viðskipta- og hagfræðideild vænt-
anlega einna sterkust tengsl við at-
vinnulífíð. Nefna má eftirfarandi
dæmi:
- Mörg námskeiða deildarinnar, að
sumra mati of mörg, eru kennd
af stundakennurum, sem eru í
aðalstarfí utan Háskólans. Sama
á við um nokkra fasta kennara,
sem eru í hlutastarfí við deildina.
Kostur þessa er, að margir kenn-
ara deildarinnar koma úr atvinnu-
lífinu, en einn helsti gallinn er, að
þetta kemur að einhverju leyti nið-
ur á þjónustu við nemendur utan
kennslustunda.
- Margir af föstum kennurum deild-
■ arinnar sitja í ýmsum nefndum og
stjómum utan Háskólans og tengj-
ast atvinnulífinu með þeim hætti.
- Verkefnavinna hefur aukist mjög
á undanförnum árum í fiestum
námskeiðum. Mörg þessara verk-
efna eru hagnýt og fjalla um raun-
hæf viðfangsefni eða eru jafnvel
unnin í samvinnu við starfandi
fyrirtæki eða stofn-
anir. Oft óska fyrir-
tæki eftir að fá nem-
endur á ákveðnum
sviðum til að leysa
valin verkefni.
- í ýmsum námskeið-
um sérstaklega á
íjórða ári eru fyrir-
tæki og stofnanir
heimsótt til að nem-
endur kynnist af eigin
raun hvemig aðferð-
ir, sem verið er að
kenna, era notaðar á
íslandi.
- Fastur liður í námi
allra nemenda er gerð
kandidatsritgerða.
Ritgerðir þessar era af ýmsum
toga, en í mörgum tilfellum er um
að ræða verkefni, sem unnin era
í náinni samvinnu við fyrirtæki eða
stofnanir.
- AIESEC, Alþjóðleg samtök við-
skipta- og hagfræðinema, vinnur
á hverju ári að ýmsum verkefnum,
sem tengjast atvinnulífi, bæði á
íslandi og erlendis, m.a. með
námsmannaskiptum.
- Innan viðskipta- og hagfræðideild-
ar starfa bæði Hagfræðistofnun
o g Viðskiptafræðistofnun. Allir
fastir kennarar deildarinnar era
sjálfkrafa starfsmenn stofnan-
anna. Stofnanimar taka að sér
verkefni fyrir aðila utan Háskól-
ans. Um getur verið að ræða marg-
vísleg viðfangsefni, sem leyst era
á fræðilegum grandvelli fyrir ein-
stök fyrirtæki, samtök fyrirtækja
eða opinbera aðila. Innan Háskól-
ans starfa fleiri slíkar stofnanir á
fjölmörgum fræðisvið-
um. Starfsemi þessara
stofnana hefur leitt til
aukinnar áhérslu á hag-
nýtar rannsóknir á und-
anfömum árum og hef-
ur eflt tengsl Háskólans
við atvinnulífið. Við-
skiptafræðistofnun hef-
ur í samvinnu við út-
gáfufyrirtækið Fram-
tíðarsýn hafið útgáfu á
röð smárita, þar sem
kennarar deildarinnar
auk annarra koma á
framfæri upplýsingum ,
sem erindi eiga til at-
vinnulífsins.
- Innan Háskóla íslands
starfar Endurmenntunarstofnun,
sem býður upp á mikið úrval nám-
skeiða. Margir af kennuram við-
skipta- og hagfræðideildar kenna á
þessum námskeiðum og ná þannig
sambandi við einstaklinga, sem
starfa í atvinnulífínu.
- Áhugi er á að auka þátt rannsókna
í starfí deildarinnar, sem og í Há-
skólanum öllum. Umfang rann-
sókna er þó meira en margir gera
sér grein fyrir. í septembermánuði
síðastliðnum stóðu félagsvísinda-
deild og viðskipta- og hagfræði-
deild fyrir tveggja daga kynningu
á rannsóknum starfsmanna deild-
anna. Mörgum kom á óvart hversu
fjölbreytilegar rannsóknirnar eru,
en sjálfsagt hefur skort á að rann-
sóknir væru kynntar nægjanlega
vel, en úr því er vilji að bæta.
Af þessu er ljóst, að samstarf við-
skipta- og hagfræðideildar við at-
vinnulífið er mikið. Það má auðvitað
Ingjaldur
Hannibalsson
Framadagar, eða at-
vinnulífsdagar, eru al-
gengir erlendis, segir
Ingjaldur Hannibals-
son. Fyrirtæki nýta þá
til að kynna starfsemi
sína og leita að framtíð-
arstarfsmönnum.
auka, en þó sérstaklega bæta. Í
Háskólanum er samankomin mikil
þekking, sem atvinnulífíð getur feng-
ið aðgang að. Því er haldið fram að
hagvöxtur komandi ára muni í ríkari
mæli byggja á þekkingu fremur en
náttúraauðlindum. Mikilvægi Há-
skólans mun því aukast bæði hvað
varðar kennslu og rannsóknir. Starf-
semi æ fleiri fyrirtækja mun í ríkari
mæli en áður byggja á vinnuframlagi
einstaklinga, sem lokið hafa háskóla-
námi. Hagsmunir Háskólans og fyr-
irtækja fara því í raun saman. Ein-
hveijum kann að fínnast það varla
erfíðisins virði að taka á móti há-
skólanemum eða að veita þeim að-
gang að upplýsingum vegna raun-
hæfra verkefna. í lang flestum tilvik-
um taka þó forsvarsmenn fyrirtækja
vel í slíkar beiðnir. Fæst slíkra verk-
efna hafa úrslitaáhrif á þróun við-
komandi fyrirtækja, en í mörgum
tilvikum kvikna þó hugmyndir, sem
nýta má í fyrirtækjunum. Það sem
skiptir meginmáli, er þó að með
tengslum við atvinnulíf meðan á
námi stendur aukast líkumar á því
að einstaklingarnir nýtist atvinnulíf-
inu vel þegar þeir koma út á vinu-
markaðinn.
Viðskipta- og hagfræðideild hefur
á undanfömum áram leitast við að
auka fjöibreytni námsframboðs.
Fjöldi kjörsviða hefur verið aukinn,
nú síðast með því að bjóða upp á
tungumálakjörsvið. Einnig hefur ver-
ið ákveðið að fjöldi eininga, sem nem-
endur geta ráðstafað í valgreinar
verði aukinn. Þetta gerir hveijum
nemanda mögulegt að skipuleggja
nám sitt þannig að nokkur sérstaða
skapist.
í byijun mars verða haldnir frama-
dagar í Háskóla íslands. Að frama-
dögunum standa AIESEC og IA-
ESTE félög viðskiptafræðinema og
verkfræðinema. Á framadögunum
munu fyrirtæki, skólar og aðrir geta
kynnt starfsemi sína. Stefnt er að
því, að framadagamir efli skilning
nemenda á atvinnulífínu og geri fyr-
irtækjum kleift að ná til væntanlegra
starfsmanna meðan á námi stendur.
í samtölum við fulltrúa fyrirtækja
er líklegt, að nemendur fái hugmynd-
ir um á hvaða sviðum þeir þurfí að
auka við þekkingu til að bæta at-
vinnumöguleika sína. Ef svo
skemmtilega vildi til, að samband
kæmist á milli nemanda og fyrirtæk-
is, gæti nemandinn tekið sérstakt
tillit til þarfa fyrirtækisins í því námi,
sem ólokið er, m.a. með vali á kjör-
greinum. Nemandinn gæti í ýmsum
námskeiðum unnið verkefni, sem
tengjast fyrirtækinu og lokaritgerð
nemandans myndi vafalaust íjalla
um efni tengt fyrirtækinu og fram-
tíðarstarfi nemandans.
Framadagar eða atvinnulífsdagar
era algengir erlendis. Fyrirtæki nýta
þá til að kynna starfsemi sína og
leita að framtíðarstarfsmönnum. Er
þessi aðferð mun ódýrari en margar
aðrar og gefur ekki verri árangur.
Þeir, sem áhuga hafa á starfí í
ákveðnu fyrirtæki gefa sig fram og
verður auðveldara fyrir fyrirtækin
at meta mögulega umsækjendur um
störf. Þátttaka í framadögum veitir
fyrirtækjum einnig tækifæri til að
koma sjónarmiðum sínum á fram-
færi varðandi æskilegt námsinnihald
á hinum ýmsu sviðum.
Ég vil hvetja sem flest fyrirtæki
að taka þátt í framadögum, sem
haldnir verða föstudaginn 3. mars í
hátíðarsal Háskóla íslands.
Höfundur er dósent við Háskóla
íslands og formaður
viðskiptaskorar.
!'
i
!
I
1
!
í
I
I
i
í
I
1
Dýrasti auðurinn
ÉG Á ÞÁ ósk að böm okkar og
unglingar hafi ánægðar manneskjur
til að leiðbeina sér og leiða í gegnum
völdunarhús viskunnar. Manneskjur
sem era tilbúnar að gefa af sér,
vegna þess að samfélagið kann að
meta störf þeirra og ábyrgð.
Það vantar ekkert á að við geram
kröfur, og þær sífellt meiri, til upp-
eldismenntaðra starfsmanna og
þeirra sem við treystum fyrir okkar
dýrmætasta auði - bömunum okkar;
og þannig á það auðvitað að vera.
Nútíma þjóðfélag gerir líka meiri og
meiri kröfur til menntunar á nánast
öllum sviðum. Til eru þeir sem taka
svo djúpt í árinni að telja að framtíð
þjóðarinnar og sjálfstæði beinlínis
velti á góðri menntun og þekkingu
þegnanna og vegi þyngra en náttúru-
auðlindir. Vel upplýst þjóð sé dýrasti
auðurinn. Ég tek undir
þetta sjónarmið og
eflaust getum við öll
verið sammála um að
við viljum að kennarar
og aðrir þeir sem hafa
með uppeldi að gera:
- þjálfí hæfíleika bama
og Unglinga til sköpun-
ar, þroskandi félags-
starfs og gagnrýnnar
hugsunar;
- auki þroska einstakl-
inga til að njóta tóm-
stunda,
- bjóði upp á námsleið-
ir sem miðist við hæfí-
leika og áhuga hvers og
eins,
- varðveiti og ávaxti
menningararfinn, einkum tungu okk-
ar, sögu og þjóðemi,
- efli andlegan, sið-
gæðislegan og líkam-
legan þroska einstakl-
inga,
þannig að þjóðfélagið
eigi jafnan kost á fólki
með góða almenna
menntun og sérþjálfun
á ýmsum sviðum.
En hvemig getum við
tryggt að þessum mark-
miðum verði framfylgt?
Mín skoðun er sú að það
geram við best með því
að koma til móts við
kennarana okkar, hefja
þá til vegs og virðingar
og sýna það í verki að
við kunnum að meta þau
mikilvægu ábyrgðarstörf sem við fel-
Ingunn St.
Svavarsdóttir.
Framlög til menntamála
eiga að hafa forgang,
segir Ingunn St. Svav-
arsdóttir, sem telur
illa búið að kennurum
í launum.
um þeim. Ég tek heilshugar undir
með flokksþingi framsóknarmanna
sem haldið var í nóvember sl. sem
telur að í ljósi ofangreindra markmiða
skuli framlög til menntamála hafa
forgang í útgjöldum ríkissjóðs. For-
seti okkar, frú Vigdís Finnbogadóttir,
vék einnig að gildi menntunarinnar í
áramótaræðu sinni og hvatti okkur
sérstaklega til dáða á sviði menning-
ar- og menntamála.
Hér áður fyrr þótti það virðingar-
staða að vera kennari. Einhvern veg-
inn fínnst mér eins og virðing gagn-
vart kennurum í samfélagi okkar
hafí glutrast niður og laun þeirra
með og er það miður. Virðingarleysi
og agaleysti virðist algengara í seinni
tið. Eflaust er hér um víxlverkun að
ræða, en allt má þó bæta, ef vilji er
fyrir hendi og samstilltu átaki er
beitt.
Við foreldrar getum tekið upp
hanskann fyrir kennara barnanna
okkar. Þetta eru samstarfsmenn okk-
ar í uppeldinu og það er okkur í hgg
að þeir séu ánægðir í starfí. Bömun-
um líður þá betur, andrúmsloftið í
skólunum verður léttara og það skil-
ar sér í náminu.
Ég skora á foreldra í landinu að
sýna í verki að við kunnum að meta
störf meðuppalenda okkar og styðj-
um kennara í þeirri varnarstöðu sem
þeir virðast komnir í - þeir eiga það
skilið.
Höfundur er sálfræðingur og
sveitarstjóri í Öxarfirði.
Nezeril* losar um nefstíflur
Nezeril* er lyf sem losar um nefstíflur
af völdum bólgu í nefslímhúö, t.d. vegna kvefs.
Einnig er Nezeril' notaö sem stuöningsmeöferö
viö miöeyrnabólgu og ofnæmisbólgum í nefi.
Nezerif verkar fljótt og minnkar bólgur í nefi
sem gerir þér kleift aö anda eölilega. Mikilvægt
er að lesa vandlega leiðbeiningar um skömmtun
sem eru á fylgiseöli meö lyfinu.
Grœnt Nezeril® ffyrir ung böm
Bleikt Nezeril® ffyrir böm
mm
05 -
W
Blátt Nezeril® ffyrir fulloröna
Nezerir fæst
iapótekinu
A
Nezerii (oxymetazolin) er lyf oem losar
nefstíflur at völdum kvefs Verkun
kemur fljótt og varir I 6-8 klst.
Aukaverkanir: Staðbundin ertíng
kemur fyrir. Varúö: Ekki er ráðlagt að
taka lyfiö oftar en 3svar á dag né
lengur en 10 daga í senn Aö öörum
kosti er hœtta ð myndun lyfjatengdrar
nefsltmhimnubólgu. Ne2eril á ekki aö
nota yið ofnœmisbólgum f nefi eða
langvarandl nefstíflu af öörum toga
nema f samráði vlö læknl leitið ttl
læknis ef ffkamshiti er hærri en 38.5° C
lengur en 3 daga. £f mikill verkur er til
staðar, t.d. eyrnaverkur. ber elnníg að
leita iæknis.
Skömmtun: Skömmtun er
einstaklingsbundir.. Lesiö leiðbeiningar
sem fyigja hverri pakkníngu lyföins
Umboö og dreifing: Pharmaco hf.