Morgunblaðið - 27.01.1995, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 25
AÐSEIMDAR GREINAR
Tilvísun á sannleikann
GUNNAR Ingi
Gunnarsson heilsu-
gæzlulæknir, sendir
mér ókeypis tilvísun í
Morgunblaðinu 18.
janúar 1995, sem ég
þakka. Vill hann að ég
taki frekari þátt í um-
ræðunni um fyrir-
.komulag læknaþjón-
ustu. Umræðan rugl-
ingsleg fyrir almenn-
ing, en hin sorglega
sjálfseyðingarhvöt Al-
þýðuflokksins er nú
slík, að til allra ráða
er gripið til að sýnast.
Heilbrigðiskerfið og
Tryggingarstofnun
ríkisin hafa löngum verið helzta
áhugamál þessa flokks, sem hefir
eignað sér það, rétt eins og öðrum
kæmi þetta ekki við. Ég lýsti því í
Morgunblaðinu 15. janúar, hvernig
sjúkir og heilbrigðir hafa verið
sviptir sjálfræði og þeim aukinn
kostnaður að áæstðulausu til að
þóknast einhveijum dillum í kerfinu
og er núverandi umræða um nýtt
tilvísanakefi framhald þessa, og
engum sjúklingum til
gagns né góðs.
Auðvitað hefir Al-
þýðuflokkurinn ekki
byggt upp heilbrigði-
skerfið, heldur hefir
það verið gert af lækn-
um, sem séð hafa um
alla læknisþjónustu
sjúkra sem heilbrigðra.
Þróun í læknisfræði
hefir orðið slík á undaf-
örnum áratugum, að
enginn einn læknir get-
ur fylgt þessu eftir.
Menntun einstakra
lækna, kostuð af þeim
sjálfum, hefir fylgt
þessari þróun með
stöðugt aukinni sérhæfingu, og er
fyrirsjáanlegt að framhald verður á
þeirri þróun. Það er þannig aug-
ljóst, að ósérhæfðir læknar, sem
eigi að stjórna og „mjólka“ vinnu
sérfræðinganna með tilvísunum, er
beint spor afturábak og að setja
upp sérstakt kerfi myndi fyrirsjáan-
lega falla um sjálft sig, því að inn-
an skamms verða allir læknar sér-
fræðingar. Engar takmarkanir eru
Umræðan um bindandi
tilvísanir er alltof
ruglingsleg, að mati
Önundar Ásgeirsson-
ar, sem telur yfirstjórn
heilbrigðismála í dapur-
legum örlögum.
settar um hversu oft ósérhæfðir
læknar megi vísa sjúklingi til sér-
fræðings. Þeir gætu þannig „mjólk-
að“ sérfræðinga sem sjúklinga að
vild.
Spítalaþjónusta
Spítaiar og læknastofur sérfræð-
inga eru mjög sérhæfðar stofnanir.
Allir sem slasast eða sýkjast vilja
njóta þessarar sérhæfingar. Með
batnandi samgöngum er nú hægt
að koma sjúklingum um langan veg
á fullkomna spítala, með sjúkrabíl-
um eða þyrlum. Af þessu leiðir að
jafnframt fækkar sjúkrahúsum í
dreifbýli. Þetta er eðlileg þróun,
sem ekki verður stöðvuð, þótt nauð-
synlegt verði jafnan að sjá fólki
fyrir bráðahjálp.
Stjórnun heilbrigðisþjónustu
Dapurleg örlög hafa hent yfir-
stjórn heilbrigðismálanna á undan-
förnum mánuðum og misserum.
Fjármálasukk, fláræði og lygar
hafa þar verið efst á blaði og meir
en nóg af þessu öllu. Hefi ég drep-
ið mann, eða hefi ég ekki drepið
mann? spurði Jón Hreggviðsson.
En það vita allir hveijir sögðu ósatt
í ráðuneyti heilbrigðismála, þótt
ekkert sé gert í því.
Hvernig stendur á þessu? Tveir
heilsuráðgjafar segja ríkislögmann
og ráðherra fara með rangt mál.
Er allt í lagi, þótt yfirstjórn heil-
brigðismála og heilt ráðuneyti, allt
upp í ráðherra, sé gert fullkomlega
ótrúverðugt? Þar er engum að
treysta. Þetta eru óviðunandi óheil-
indi.
Það eru engir peningar til að
greiða sjúkraliðum laun (60.000),
hjúkrunarkonum (100.000), lækn-
Önundur
Ásgeirsson
Skoðanakannanir meðal íslenskra
grunnskólaslg óra og Kúbumanna
FLÓTTAMENN frá
Kúbu, andstæðingar
Castrós, létu gera
skoðanakönnun á
Kúbu á vegum Gallup,
um viðhorf íbúanna til
stjómar Castros, eftir
30 ára valdaferil. Nið-
urstöðurnar urðu
frumkvöðlum skoð-
anakönnunarinnar
vonbrigði (Spiegel 9.1.
’95). Nokkur meiri-
hluti svarenda var
ánægður með mat-
vælaframboðið. Mikill
meirihluti ánægður
með heilbrigðisþjón-
ustuna og meginhluti
þeirra sem svöruðu, harla ánægður
með uppeldi og fræðslukerfi. Þetta
var fyrsta óhlutdræga skoðana-
könnunin sem gerð var á Kúbu
undanfarin 30 ár. íbúarnir virðast
mjög óánægðir með fræðslukerfið
og þar með sáttir við þá heimsmynd
sem þar er dregin upp, sem er vita-
skuld heimsmyna hins „vísindalega
sósíali_sma“, félagshyggju og jafn-
aðar. í 30 ár hefur skólakerfið ver-
ið ríkisrekið og námsgögn og
kennslubækur mótaðar í anda sögu-
legrar efnishyggju, marxisma og
lenínisma. Innrætingin hefur tekist
vel og þrátt fyrir að
hluti íbúanna kjósi ekk-
ert frekar en að hverfa
úr landi, þá virðist
meiri hluti þeirra una
glaður við sitt, ekki síst
við uppfræðsluna,
ánægður með kennsl-
una og kennslubæk-
urnar, sem kúbversk
námsgagnastofnun
lætur gera samkvæmt
ríkjandi fræðslustefnu
„til nýrrar aldar á
Kúbu“ og dreifir
ókeypis meðal nem-
enda og kennara.
Á sömu misserum
og skoðanakönnunin
fór fram á Kúbu, fór fram skoðana-
könnun að tilhlutan Námsgagna-
stofnunar á íslandi (Ný menntamál
4. tbl. ’94). Sérfræðingur um áhrif
kennslubóka á nám við Kennarahá-
skóla íslands, var fenginn til þess
að vinna þetta verkefni fyrir Náms-
gagnastofnun, „sem veitti styrk til
verkefnisins". Spurt var um þjón-
ustu stofnunarinnar við grunnskóla,
allt frá sölu blýanta og pappírs,
stílabóka og hringfara til náms-
bókagerðar og útgáfubóka. Könnuð
voru viðbrögð skólastjóra 200
grunnskóla, aðstoðarskólastjóra og
Leitast er við að innræta
andúð á borgaralegu
lýðræði, eignarrétti og
persónufrelsi, segir
Siglaugur Brynleifs-
son, í anda blaut-
hyggju-marxisma.
5 kennara, „þar af eins leiðbein-
anda“.
Niðurstöðurnar voru mjög já-
kvæðar fyrir Námsgagnastofnun,
því að „90% viðmælenda töldu
stofnunina rækja hlutverk sitt vel
eða mjög vel“.
Námsgagnastofnun er ríkisrekið
fyrirtæki og hefur undanfarna tvo
áratugi verið mótuð af ríkjandi
fræðslustefnu, sem hefur skilað
þeim árangri að fallprósentan er
um 25% eftir grunnskóla og mark-
tæk afturför virðist einkenna lestr-
arkunnáttu og þekkingu á sögu
þjóðarinnar og bókmenntum. En
hinir 200 skólastjórar og aðstoðar-
skólastjórar ásamt 4 kennurum og
einum leiðbeinanda, sem leitað var
svara hjá, virðist flestir ánægðir
með fræðslustefnuna og námsbæk-
urnar og kjósa sér framhald starf-
seminnar.
Hver er þessi fræðslustefna? Sé
námsefni í samfélagsfræði athugað,
þá markast það af hugmyndafræð-
um marxista, sögulegri efnishyggju
ásamt blauthyggju-marxisma ’68
kynslóðarinnar. Þessi stefna er ber-
lega ljós í kennslubókum í íslands-
sögu og mannkynssögu, sem gefnar
eru út af Námsgagnastofnun eða
keyptar að, til dreifingar frá stofn-
uninni. Leitast er við að innræta
nemendum andúð á borgaralegu
lýðræð, persónufrelsi, eignarrétti,
jafnrétti fyrir lögunum og fulltrúa-
lýðræði. Saga liðinna alda er skekkt
og björguð og metin frá pólitískum
viðhorfum marxista. í bókmenntum
er enginn áherslumunur gerður á
vönduðu og óvönduðu efni og í „sið-
fræði“ er enginn munur góðs og ills.
Hliðstæð hugmyndafræði hefur
markað kúbverskt samfélag undan-
. farin 30 ár. Innrætingin hefur tek-
ist vel á Kúbu og undanfarna ára-
tugi hefur samskonar innræting
tekist ámóta vel innan samfélags
íslenskra grunnskólastjóra. Náms-
gagnastofnun má vel við una.
Höfundur er rithöfundur.
Siglaugur
Brynleifsson
um á spítölum (140.000), prófessor-
um eða yfirlæknum (180.000) en
það eru til nógir peningar í allskon-
ar óþarfar byggingar. Hér koma
nokkur dæmi um ruglið:
Landakotsspítali. Elsti spítali
landsins og einn sérhæfðasti. Gjafa-
bréfi nunnanna brigðað og troðið á
rétti þeirra. Öll þjóðin fyrirverður
sig fyrir ófyrirleitnina. Afnot nú
óljóst klúður.
Nýbygging við Fjórðungssjúkra-
húsið á Akureyri. Nokkur hundruð
milljónir. Þörf og afnot óljós, enda
ekki gerð grein fyrir þessu.
Nýr barnaspítali Hringsins í
Reykjavík. Áætlað 600-800 millj-
ónir. Þörfin óljós, en Kvenfélagið
Hringurinn hefir saknað 100 millj-
ónum. Hæglega mætti koma barna-
deildinni fyrir á Landakoti eða arin-
ars staðar.
Fæðingarheimili Reykjavíkur.
Sett í bann eða leyst úr banni hálfs-
árslega, til að sýna almenningi vald
og vizku stjórnendanna.
Nýleg heilsugæzlustöð í Breið-
holti í Reykjavík. 150 milljónir.
Sérgrein: Tilvísanir á eyðublöðum
TR til sérfræðinga. Við Læknasetr-
ið í Breiðholti starfa 29 sérfræðing-
ar í eigin húsnæði, útgjaldalaust
fyrir ríkissjóð og þjóna öllum, með
eða án tilvísunar.
Ég læt þessari upptalningu lokið.
Hinn djúpvitri hugsuður, G.I.G.,
getur sjálfur bætt við. Hann er
nefnilega „einn af þeim, sem vill
koma stjórnun á alla þá læknisþjón-
ustu, sem er niðurgreidd af skatt-
greiðendum“. Hann fær kveðju
mína og samúð, en ekki annað. Ég
held hann hafi dagað uppi. Sann-
leikurinn er alltaf sagna beztur,
þótt hér sem oftar sé hann allt of
hljóðlátur.
Höfundur er fyrrverandi forstjóri
Olís.
WILO
Miðstöðvardælur
Haqstætt
verð
SINDRI
- sterkur í verki
BORGARTÚNI 31 ■ SÍMI 562 72 22
sparískírteina 10. febrúar.