Morgunblaðið - 27.01.1995, Side 31

Morgunblaðið - 27.01.1995, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 31 + Bjarni Jónsson fæddist í Reykjavík 16. maí 1934. Hann lést á Borgarspítalanum 22. janúar 1995. Foreldrar Bjarna voru Helga Aðal- heiður Eggerts- dóttir, f. 17.12. 1906, ættuð frá Ytri-Völlum í V- Húnavatnssýslu, og Jón Bjarnason, f. 15.7. 1896, ættaður af Kjalarnesi. Systkini hans eru: Birgir, f. 11.8. 1935; Eggert, f. 6.1. 1939; Rúnar Kristinn, f. 10.8. 1940; Jón Daníel, f. 2.2. 1942, d. 21.7. 1994; Aðalheiður, f. 28.7. 1944; og Guðrún, f. 24.6. 1946. Eftirlifandi eigin- kona Bjarna er Kristín Björg Sigurbjörnsdóttir, f. 30.9.1940. ÞAÐ SNERTIR ætíð viðkvæman streng er vinir kveðja. Þannig var því farið er við fréttum lát mágs okkar, Bjarna Jónssonar, um aldur fram. Veikindi hans bar brátt að og fljótlega var sýnt að hveiju stefndi. Þótt hann hefði fyrir all- löngu kennt sér nokkurs meins, var fjarri því að ætla að endalokin væru jafn skammt undan sem raun ber vitni. Við kynntumst Bjarna fyrst er hann kom í Ólafsfjörð sem manns- efni elstu systur okkar, Kristínar. Þau hófu búskap í lítilli íbúð uppi á loftinu hjá okkur að Brekkugötu 1, og var samgangur að vonum mikill eins og jafnan í þá daga þegar íslenska stórfjölskyldan var enn við lýði og á flestum heimilum bjuggu margir ættliðir saman í húsi, og kynslóðabilið var nánast óþekkt hugtak. Mikil er sú þjóðfé- lagsbreyting sem orðin er á þeim 35 árum sem liðin eru síðan. Stofn- anaþjóðfélagið hélt innreið sína, aldurshópar fjarlægðust og kyn- Börn þeirra eru: Jón, f. 6.6. 1961, kvæntur Ingibjörgu Hrönn Ingimarsdóttur, þau eiga einn son, Brynj- ar, f. 1.1. 1988; Ár- mannía Helga, f. 2.8. 1962, sonur hennar er Bjarni Víðir Pálmason, f. 29.4. 1981; Sigurbjöm, f. 12.3. 1966, sambýlis- kona hans er Unnur Björk Steinarsdóttir og eiga þau tvö böm, Birki Má, f. 26.4. 1989, og Söndra Hödd, f. 23.4. 1993. Dóttir Bjama er Hulda, f. 15.12.1953, hennar maður er Jóhann Geird- al og böm þeirra Sigríður Lára, Steinþór og Magnea. Útför Bjarna fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag. slóðabilið varð til. Nú býr varla í nokkru húsi þar nyrðra stórfjöl- skylda lengur. Stórfjölskyldu- heimilið gegndi þá enn hlutverki flestra þeirra stofnana er okkur þykja sjálfsagðar nú í dag. Þar fæddust menn, lifðu sín mann- dómsár og dóu. Við systkinin fylgd- umst með innan veggja heimilisins þegar tvö eldri börn þeirra Bjama og Stínu, Jón og Ármannía Helga, fæddust og stigu sín fyrstu spor, og tókum við ríkan þátt í uppeldi þeirra fyrstu bernskuárin. Við minnumst þess hve þessi litla fjöl- skylda var okkur mikill gleðigjafi og nábýlið við þau gott. Ekki er að efa að stórfjölskyldufyrirkomu- lagið hefur verið mannbætandi og sennilega sitthvað tapast uppeldis- lega séð er það leið undir lok, þótt stofnanir nútímans séu alls góðs maklegar og nauðsynlegar í þjóðfé- lagi nútímans. Bjarni mágur okkar stundaði sjó- mennsku framan af ævi og var stýrimaður og skipstjóri víða. í MINNIIMGAR Ólafsfirði eignaðist hann trillu og reri einn til fiskjar eins og þá var svo títt um menn þar, sem urðu að bjarga sér af því sem sjórinn gaf, því að að fáu öðru var að hverfa. Á þessum árum eignaðist hann marga góða vini sem hann hélt ávallt sambandi við þótt þau Kristín kysu að leita sér starfa annars staðar og flytjast búferlum suður eftir nokkurra ára búsetu í Ólafsfirði. Mikill var söknuður okkar og eftirsjá er fjölskyldan flutti suður, enda þýddi það að samgangur yrði lítill eins og þá var háttað sam- göngum. Börnin dvöldu þó oft lang- dvölum hjá okkur á sumrum, og fyrr en varði hófst nýtt skeið nán- ari samskipta þegar við systkinin héldum hvert af öðru suður til náms og starfa og eignuðumst athvarf hjá Bjarna og Stínu. Enn á ný fylgdumst við með uppvexti barn- anna sem voru okkur svo kær og fæðingu og uppvexti yngri sonar- ins, Sigurbjöms, sem fæddist eftir að fjölskyldan flutti suður. Auk bamanna þriggja sem nefnd hafa verið eignaðist Bjarni dótturina Huldu sem ólst upp hjá móður sinni. Þá hefur nafni hans, Bjarni Víðir, sonur Ármanníu Helgu, einnig lengst af dvalið hjá afa sínum og ömmu. Við áttum margar ferðirnar á Hverfísgötuna í Hafnarfírði og síðar á Laufvang 1, þar sem þau hafa búið lengst af. Það atlæti sem okkur hlotnaðist þar ámm saman verður seint fullþakkað. Eftir að þessum góða tíma náinna sam- skipta á skólaárum okkar lauk hitt- umst við sjaldnar, enda við systkin- in búsett í þrem landshlutum og erlendis. Gagnkvæmar heimsóknir hafa þó verið tíðari en við hefði mátt búast miðað við aðstæður. Bjami stundaði sjósókn fyrst eftir að ijölskyldan flutti suður en stundaði á seinni árum vinnu í landi. Stína systir okkar hefur unn- ið við ferðamennsku og starfað talsvert að félagsmálum og saman hafa þau ferðast innanlands sem utan í auknum mæli. Þau hafa haft mikið yndi af að fara fáfarnar og ótroðnar slóðir innanlands til BJARNIJONSSON að njóta þess sem náttúra landsins hefur upp á að bjóða og safna stein- tegundum. Bjama var lengi vel ekkert um utanlandsferðir gefið og fór hvergi þótt eftir væri leitað. Taldi hann landið sitt, ísland, hafa ærið nóg upp á að bjóða. Þegar hann seint og um síðir lét til leið- ast að fara utan með Stínu, varð hann svo gagntekinn af því sem fyrir augu bar að framhald varð á. Ekki var það dvöl á sólarströnd- um sem heillaði hann, heldur það að skoða menningarsögulega staði og ýmis menningarverðmæti heimsins. Bjami var fremur dulur maður, jafnan ekki margmáll, og bar ekki tilfinningar sínar á torg, en fjölfróður og ræðinn við nána vini og kunningja. Við kynntumst nýrri hlið á honum er hann sagði frá því sem fyrir augu bar í þessum ferðum, og hvernig hann mat það til gildis. Nú, þegar komið er að leiðarlok- um, þökkum við Bjarna samleið á vegferðinni gegnum lífið. Við vitum að jafnræði var mikið með Bjama og Stínu og samlíf þeirra gott. Söknuður hennar, barnanna og barnabarna er mikill og biðjum við almáttugan Guð að vemda þau og blessa og sefa sorgina. Þau úr fjölskyldum okkar sem erlendis búa, í Noregi, Svíþjóð og Kanada og ekki geta verið nálæg nú, senda sérstakar kveðjur og óskir um huggun og styrk. Óskar Þór, Ásta, Gunnar, Sigurlína og fjölskyldur. Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að að- eins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran: Spámaðurinn.) Elsku pabbi minn og afí, á þess- ari hinstu kveðjustund, sem er þyngri en tárum taki, viljum við þakka þér innilega alla samveruna. Fyrir væntumþykjuna og hugul- semina og fyrir að vera alltaf til fyrir okkur, ekki síst þegar við þurftum þess sérstaklega með. Við kveðjum þig, elsku pabbi minn og afi. Þótt sorgin sé sár mun minning þín lifa og sefa sorgina í hjörtum okkar. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Góður Guð geymi þig. Helga og Bjami Víðir. Þegar ég hugsa til tengdaföður míns kemur fram í hugann mynd af hæglátum, traustum og myndar- legum manni og þegar hugurinn reikar til baka þau tólf ár sem við höfum átt samleið er margs að minnast. Bjarni var mikill fjöl- skyldumaður og heimili þeirra Kristínar hefur alltaf staðið börnunum opið til lengri eða skemmri dvalar. Á heimili þeirra er reglusemi og rausnarlegt viðmót einkennandi fyrir heimilisbraginn. Bjami fylgdist alltaf náið með því sem fjölskylda hans tók sér fyrir hendur og veitti okkur styrk og ráðleggingar. Ekkert ferðalag var svo lítilvægt að ekki þyrfti að leggja á ráðin og ekkert afmæli svo smátt að þess væri ekki minnst á viðeigandi máta. Sjálfur hafði Bjami mjög gaman af áð ferðast og fóru þau Kristín vítt og breitt um landið með börnin sín ung og eru þeir ófáir staðirnir sem maður- inn minn minnist frá þeim ferðalög- um. Á sfðari árum stefndi hugur Bjama í ríkari mæli til annarra landa og hafa þau hjónin verið iðin við að heimsækja ' erlendar stór- borgir og fornár söguslóðir sér til ánægju og lífsfyllingar. Kæra tengdamamma; ég votta þér mmn dýpsta samhug í sorg þinni. Ég verð Bjarna alltaf þakk- lát fyrir góða nærvem hans og stuðning í gegnum árin og það er erfíð tilhugsun að bamabömin njóti ekki handleiðslu hans í framtíðinni. Hrönn. + Eva Marý Gunnarsdóttir fæddist í Reykjavík 26. apríl 1982. Hún lést á Landspít- alanum 19. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar em Gunnar Ingibergs- son og Gréta Jóns- dóttir. Alsystkini Evu Marýar era Ásdís Fjóla, f. 1979, og Gunnar Þór, f. 1983. Hálfbróðir þeirra sammæðra er Sigurður Jón Sveinsson, f. 1971. Útför Evu Marýar fer fram frá Aðventkirkjunni í'Reykja- vík í dag. EVA MARÝ hefur kvatt okkur eftir stranga baráttu við erfiðan sjúkdóm. Eftir er mikið tómarúm og söknuður, sár sem aðeins Guð getur grætt og sefað sárasta treg- ann. Hvers vegna deyja sumir svo ungir? spyija margir. Það er vin- I sælt að segja að „þeir sem guðim- ir elska deyi ungir“, en ég tek ekki undir það. Með slíkri setningu er fólk að segja að einhveijir guð- ir séu svo grimmir að taka ástvin- ina frá okkur vegna þess að þeir elski þá svo mikið og þar með eig- um við að taka því með þá trú að hinn ungi einstaklingur sé jafnvel j kallaður til starfa í æðri heimi. | Eva Marý vissi betur áður en hún kvaddi þetta líf. Hún var svo ■ lánsöm að eiga trúaða ástvini og sanna kristna trú sem var henni og þeim ómetanlegur styrkur, er hinn sárs- aukafulli og erfiði tími stóð yfír. Aðeins þeir sem slíkt reyna geta skilið hve mjög það tekur á nánustu ást- vini að horfa upp á unga dóttur og systur beijast við þjáninga- fullan sjúkdóm, sem aðeins endar með að- skilnaði. Það er við slíkar kringumstæður sem trúin er mikilvægust. Að vita og treysta að Guð faðir á himnum gefur aftur lífíð að lokum, að við fáum að faðma aftur börnin okkar, það er mikilvægasta vissan í sorginni og söknuðinum. Eva Marý bað um Biblíuna sína meðan hún hafði meðvitund, hún þekkti þá bók vel og hafði í sínu stutta lífi kynnst trúnni náið. Það var hennar hugg- un í raun, hún vissi hvert stefndi en tók því með aðdáunarverðum kjarki og æðruleysi, því hún treysti Guði fullkomlega. Skömmu eftir jól náði ég að tala við Evu Marý örstutta stund, er hún enn hafði meðvitund öðru hvoru. Ég hvíslaði að henni að hún vissi að við mundum hittast aftur einhvem tíma og þá yrði allt orðið gott. Hún hreyfði höfuðið ofurlítið og hvflsaði: „Já, ég veit það.“ Hún óttaðist ekki framtíðina því hún þekkti fyrirheitið, sem segir: „Ekki viljum vér bræður, láta yður vera ókunnugt um þá, sem sofnaðir eru, til þess að þér séuð ekki hryggir eins og hinir, sem ekki hafa von. Því að ef vér trúum því að Jesú sé dáinn og upprisinn, þá mun Guð fyrir Jesú leiða ásamt honum fram þá, sem sofnaðir eru.“ (1. Þes- salonikubréf. 4, 13-14). Á síðastliðnum vetri átti ég góð- ar stundir með ungum vinum, í Aðventsöfnuðjnum okkar í Hafnar- fírði á hveijum hvíldardagsmorgni, þ.e. laugardögum, í Góðtemplara- húsinu. Þangað komu Eva Marý og Gunnar bróðir hennar og tóku virkan þátt í samræðum okkar um lífíð, Guð og tilveruna. Nú hefur stórt skarð komið í hópinn en við sem höldum áfram hér getum þakkað fyrir dýrmætar samveru- stundir og það að Eva Marý okkar hafði svo sanna trú. Hún þekkti líka versið í Opinberunarbókinni 1.7, þar sem stendur: „Sjá hann kemur í skýjunum og hvert auga mun sjá hann.“ Einnig Þessalonikubréfið 4. 16-17 sem segir: „Því að sjálfur Drottinn mur. stíga niður af himni með kalli, með höfuðengils raust og með básúnu Guðs, og þeir sem dánir eru í trú á Krist, munu fyrst upp rísa. Síðan munum vér, sem eftir lifum, verða ásamt þeim hrifn- ir burt í skýjum til fundar við Drottin í loftinu. Og síðan munum vér vera með Drottni alla tíma.“ Það er gott að eiga slíka trú þegar syrtir að og foreldrar og ástvinir Evu Marý geta fundið styrk í þessari vissu. Við hjónin felum þau öll í bænum okkar ásamt þeim sem eiga við sára sorg og missi að stríða um þessar mundir, Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur trúarvissu og von. Þórdís og Christian Ollig. Sumarið ’93 vann ég með Evu og Dísu systur hennar við slátt á túnum og var það Eva sem sá um að kenna mér á öll þessi tæki og tól sem við unnum með. Oft kom það fyrir að við tókum okkur leyfi til þess að aka um á traktomum um víðan völl og skemmtum við okkur innilega. Þessi tími var alveg yndislegur og var Eva sífellt brosandi og hlæj- andi, það einfaldlega skein af henni lífsgleði og hamingja. Það var allt- af stutt í hlátur hjá henni hvað sem gekk á og mun bros hennar seint gleymast. Þær stundir er ég átti með henni voru yndislegar og munu þær alltaf vera ofarlega í huga mér. Elsku Dísa og fjölskylda, megi guð gefa ykkur styrk til þess að takast á við sorg sem þessa. Ég mun ávallt minnast Evu í bænum mínum þar sem hún vakir yfir okkur og leiðir okkur til betri veg- ar. Kæra Eva mín, ég elska þig og megi góður guð varðveita sálu þína í himnaríki um alla tíð. Þín vinkona, Agnes Linda Þorgeirsdóttir. Haustið 1989 tók Setbergsskóli til starfa. Einn af þeim nemendum sem hóf nám það haust í 7 ára bekk var lítil glaðleg stúlka, Eva Marý Gunnarsdóttir. Við í skólan- um höfum fylgst með Evu Marý stækka og þroskast við leik og störf. Þess vegna var það eins og reiðarslag þegar upp kom að Eva Marý væri veik, haldin sjúkdómi sem nú hefur leitt hana til dauða. Þó að Eva Marý sé horfin yfír móðuna miklu minnumst við henn- ar með þakklæti fyrir þær góðu stundir sem hún hefur gefið okkur. Það er alltaf sárt að sjá á eftir þeim sem manni eru kærir, en við vitum að Evu Marý líður vel þar sem hún er nú. Á þessum sorgar- degi viljum við í Setbergsskóla senda þeim sem stóðu henni næst, foreldrum og systkinum, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Starfsfólk Setbergsskóla. En meðan árin þreyta hjðrtu hinna sem horfðu á eftir þér í sárum trega, þá blðmgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor i hugum vina þinna. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð þvi sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir. Sem sjálfur Drottinn mildum lðfa lyki um lífsins perlu í gullnu aupabliki. (T. Guðm.) Elsku Gréta, Gunnar, Sigurður, Ásdís og Gunnar Þór. Við vottum ykkur okkar innilegustu samúð við fráfall dóttur ykkar og systur. Megi Guð gefa ykkur styrk þessa erfiðu daga sem fara í hönd. Blessuð sé minning Evu Marý- ar. Oddný og félagar í kór Hjallakirkju. Þau voru sorgleg tíðindin sem við fengum um að bekkjarsystir okkar hún Eva Marý væri dáin. Það er svo stutt síðan hún var héma hjá okkur í skólanum. Við höfum hugsað mikið til hennar þannan tíma sem hún lá veik á sjúkrahúsinu og viljum minnast hennar með þessu fallega ljóði eft- ir Huldu: Soig og gleði auður er öllum þeim sem vilja. Ég á margt að þakka þér þepr leiðir skilja. Foreldrum og systkinum viljum við senda innilegar samúðarkveðj- ur. 7. HB í Setbergsskóla. EVA MARY GUNNARSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.