Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 4L BRÉF TIL BLAÐSINS Athugasemd við Arbók Ferðafélags Islands 1994 „Kjarkmaður Kolbeinn í Dal“ Frá Darn'el Ágústínussýni: í MBL. 15. janúar sl. er ítarleg at- hugasemd við frásögn í nefndu ársriti af strandi Goðafoss við Straumnes- íjall 1916. Hún rifjaði upp fyrir mér aðra frásögn er ég varð var við nokkru eftir að ritið kom út á sl. vori. Sú var af Kolbeini Jakobssyni bónda í Un- aðsdal á Snæijaliaströnd og hvernig orðtakið „kjarkmaður Kolbeinn í Dal“ varð til. Sagan um Kolbein í Dal í ársriti Ferðafélagsins er algert rugl og visar í engu til uppruna orðtaksins. í ársritinu er sagan þannig: Kol- beinn var formaður á árabát og rær eldsnemma að morgni frá ströndinni neðan við Unaðsdal. Fljótlega verður hann þess var að sjóvettlingum sínum hafði hann gleymt heima í bæ. Var nú snúið aftur til lands. Kolbeinn skýst heim eftir vettlingunum og mætir árr- isulli vinnukonu sinni í göngunum fyrir framan hjónaherbergið, þar sem kona hans svaf enn. Það skipti engum togum að hann gerir vinnukonunni bam í göngunum og fór síðan í róður eins og ætlað var. Af mörgum ástæð- um er saga þessi alveg fráleit. Skal bent á eftirgreind atriði: 1. Það er mjög ólíklegt að Kol- beinn, sem var dugnaðarforkur og hugmaður mikill, hefði snúið við af ekki meira tilefni, enda sjálfsagt nóg af vettlingum um borð. 2. Það er alllangur vegur frá ströndinni upp að Unaðsdal og tekur vafalaust klukkustund eða meir að ganga þá ieið fram og til baka. 3. Hefði Kolbeinn ekki getað róið án vettlinganna er líklegast að hann hefði sent sporléttan ungling eftir þeim og beðið sjálfur með áhöfninni í bátnum. 4. Það er ótrúlegt að Kolbeinn hefði gefíð sér tíma til að bauka við kven- mann eftir langa göngu, vitandi að öll skipshöfnin beið eftir honum. Slík- ur höfðingi sem Kolbeinn var, hefði heldur aldrei valið þennan stað til slíkra verka. 5. Og það sem mestu máli skiptir: Frásögn þessi gefur ekki nokkurt til- efni til hinna fleygu orða Magnúsar sýslumanns: Kjarkmaður Kolbeinn í Dal. Mag-nús Torfason segir frá Það vill svo til að ég hlustaði á Magnús Torfason segja frá atburði þessum í febrúar eða mars 1941. Hann var þá 72 ára að aldri og skil- merkilegasti í allri frásögn. Við urðum samferða í bifreið frá Reykjavík aust- ur að Selfossi, en vinur hans hafði boðið honum með. Auk þess var sér- stakur bifreiðastjóri. Við Magnús sát- um saman í aftursætinu. Vinur Magn- úsar var einstaklega laginn við að fá upp hjá honum sögur af ýmsum réttar- höldum á 42 ára sýslumannsferli hans í 3 lögsagnarumdæmum, einkum bamsfaðemismálum, sem hann var kunnur fyrir. Þetta var því afar fróð- leg og eftirminnileg ferð. Magnúsi var ekki nægilegt að einhver maður sem kona visaði á sem föður að bami sínu játaði faðemið heldur vildi hann fá nákvæma lýsingu á þvi hvemig samf- arimar hefðu gengið fyrir sig og lét bóka allt slíkt mjög nákvæmlega. Með þessu taldi Magnús minni hættu á því að viðkomandi breytti framburði sín- um síðar. Magnús Torfason var sýslumaður í ísafjarðarsýslum og bæjarfógeti á ísafirði 1904-1921. Eftir það í Ames- sýslu til 1937. Vel metinn og röggsam- ur sýslumaður, sem kom víða við á löngum starfsferli sínum. í stuttu máli var frásögn Magnúsar á þessa leið: Kolbeinn Jakobsson hreppstjóri í Unaðsdal á Snæijallaströnd var karl- menni mikið og dugnaðarbóndi. Vel greindur og harðskeyttur. Jafnframt gerði hann út áraskip og var formað- ur á einu þeirra. Hann byggði sjóbúð niður við ströndina, sem var ein hæð og ris. Veggir vom hlaðnir úr gijóti en risið var gert úr timbri. Bæði hæð- inni og risinu var skipt í tvennt með þunnu panilþili. Á neðri hæðinni var suðurendinn notaður fyrir aflann, sem að mestum hluta var saltaður, en norðurhlutinn fyrir eldamennsku og þar var borðað í landlegum. Á loftinu sváfu sjómenn í norðurendanum. Þar vom rúm meðfram veggjum báðum megin og sváfu 2 í hverju þeirra. Á suðurloftinu vom geymd veiðarfæri og í landlegum unnu sjómenn þar að lagfæringu þeirra og endurbótum. Ráðskona var í sjóbúðinni, sem annað- ist matseld fyrir sjómennina, ennfrem- ur þrifnað og þjónustubrögð að ein- hveiju leyti. Það skeður svo eitt árið að ráðskon- an verður ófrísk og nefnir Kolbein sem föður að bami sínu. „Ég kallaði Kol- bein fyrir rétt nokkm síðar,“ sagði Magnús. „Hann meðgekk bamið eftir nokkrar vifillengjur. Eg lét hann lýsa nákvæmlega hvemig samfarir þeirra fóm fram og hvar, svo þar færi ekk- ert á milli mála. Kolbeinn lýsti þeim þannig: Það var vont veður þennan dag og því ekki farið á sjó. Piltanir vom allir að vinna á suðurloftinu við endurbætur á veiðarfæmm en ég var að vinna úti við. Nokkm fyrir hádegi kem ég inn og bið ráðskonuna um kaffísopa. Að því búnu bið ég hana að koma með mér upp á norðurloftið, sem var svefnstaður piltanna og kom- um við okkur fyrir í rúmi því sem var á bakvið hurðina, sem þá stóð í hálfa gátt. Þar gerðist þetta. Ég spurði Kolbein: „Léstu ekki hurðina aftur meðan athöfnin stóð yfir?“ „Nei,“ svaraði Kolbeinn. „Ég lét hana standa í áfram í hálfa gátt, því þá gmnaði piltana ekki neitt. Annars hefðu þeir farið að forvitnast um það, sem væri að gerast á norðurloftinu." Þá sagði ég að bragði: „Ja, kjarkmaður Kol- beinn í Dal.““ Með þessum hætti varð hin fleyga setning til. Ég heyrði setningu þessa fyrst af vömm ræðumanns á Selfossi 1935, sem taldi andstæðing sinn óþarflega kokhraustan. Vissi ekkert hvaðan hún var uppmnnin. Því lagði ég hlustimar vel við framangreindri frásögn Magn- úsar Torfasonar. Kolbeinn í Dal mun einnig hafa gert út frá Gullhúsá á Snæfjallaströnd, sem er miklu utar og nær fískimiðunum. Hugsanlegt er að umrædd sjóbúð hafi staðið þar. Það skiptir þó ekki máli í sambandi við þær skýringar sem hér em settar fram. DANÍEL ÁGÚSTÍNUSSON, Háholti 7, Akranesi. RAÐAUGi YSINGAR Kvóti til sölu Eftirtaldar varanlegar aflaheimildir eru til sölu: Þorskur 11.672 kg., ýsa 1.338 kg., ufsi 766 kg., skarkoli 2.200 kg. Allt óveitt innan ársins. Upplýsingar í síma 94-4144. HEIMILI OG SKÓLI Aðalfundur Aðalfundur Heimilis og skóla verður haldinn í Litlu Brekku við Lækjargötu fimmtudaginn 9. febrúar kl. 20.30. Nánar auglýst síðar. Pels misfórst í Perlunni Svo virðist sem pels hafi verið tekinn í mis- gripum sunnudaginn 15. janúar. Pelsinn er hálfsíður minkapels, dökkbrúnn að lit, með mjög stórum kraga. Er sárt saknað - hér er um erfðagrip að ræða. Góðum fundarlaunum heitið. Upplýsingar í síma 5620-200. P E R L A N ' ^ NAUÐUNGARSAÍA Byrjun uppboðs Byrjun uppboðs á neðangreindum fasteignum í Vestmannaeyjum verður háð á skrifstofu sýslumannsins f Vestmannaeyjum, Heiðar- vegi 15, 2. hæð, fimmtudaginn 2. febrúar 1995, kl. 10.00: 1. Faxastígur 4, risíbúð, þinglýst eign Önnu Margrethe Klein, eftir kröfu Búnaðarbanka fslands. 2. Hásteinsvegur 11, þinglýst eign Guðbjarts Andréssonar, eftir kröfu Vouge hf. 3. Kirkjuvegur 17, þinglýst eign Ölvers Jónssonar, eftir kröfu Ríkis- sjóðs. Sýstumaðurinn í Vestmannaeyjum, 27. janúar 1995. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Hörðuvöllum 1, Selfossi, þriðjudaginn 31. janúar 1995, kl. 10.00, á eftirfarandi eignum: Arnarheiði 27, Hveragerði, þingl. eig. Hveragerðisbær, gerðarbeið- andi er Byggingarsjóður verkamanna. Hreiður, Laugarvatni, þingl. eig. Haukur Helgason, Svala Helgadótt- ir, Erla Helgadóttir, Valur Helgason og Þröstur Helgason, gerðarbeið- andi er Búnaðarbanki (slands. Háeyrarvellir 16, Eyrarbakka, þingl. eig. Kjartan Valdimarsson og Aðalheiður Harðardóttir, gerðarbeiðandi er Byggingarsjóður ríkisins, húsbréfadeild. Högnastígur 21, Flúðum, Hrun., þingl. eig. Guðmundur Jónasson, gerðarþeiðendur eru Byggingarsjóður rfkisins og Húsasmiöjan hf. Kléberg 3, Þorlákshöfn, þingl. eig. Gísli G. Jónsson og Vigdís Helga- dóttir, gerðarbeiðendur eru Byggingarsjóður ríkisins, Tryggingamið- stöðin og Sameinaði lífeyrissjóðurinn. Jörðin Kjóastaðir II, Bisk. þingl. eig. Árni Leósson, gerðarþeiðendur eru Stofnlánadeild landþúnaðarins og Biskupstungnahreppur. Laufskógar 33, Hveragerði, þingl, eig. Sigurbjörg Birgisdóttir, gerðar- beiðendur eru Gjaldheimtan i Reykjavík og tollstjórinn í Reykjavík. Laufskógar 9, Hveragerði, þingl. eig. Sveinþjörg Brynja Jónsdóttir, gerðarbeiðendur eru sýslumaðurinn á Selfossi og Sameinaði lífeyris- sjóðurinn. Lyngheiði 23, Hveragerði, þingl. eig. Sigurður Þ. Jakoþsson, gerðar- beiöendur eru sýslumaðurinn á Selfossi og Lífeyrissj. Tæknifræðinga- félags Islands. Merkisteinn, A-hluti, Eyrarbakka, þingl. eig. Helgi Guðmundsson, gerðarþeiðandi er Byggingarsjóður ríkisins. Nesbrú 3, Eyrarbakka, þingl. eig. Nesþrún hf., gerðarbeiðandi er Eyrarbakkahreppur. Oddabraut 4, n.h., Þorlákshöfn, þingl. eig. Selma Hrönn Róbertsdótt- ir, gerðarbeiðendur eru Lífeyrissj. hjúkrunarkvenna og Búnaöarbanki Islands. Reykjabraut 3, Þorlákshöfn, þingl. eig. Selma Hrönn Róþertsdóttir, gerðarbeiðendur eru Byggingarsjóður ríkisins, Lögmenn Suðurlandi og sýslumaðurinn á Selfossi. Reykjamörk 2B, íbúð 0102, Hverageröi, þingl. eig. Hveragerðisbær, gerðarbeiðandi er Byggingarsjóður verkamanna. Smiðjustígur 6, Flúðum, Hrun., þingl. eig. Sigurður H. Jónsson, gerð- arbeiðendur eru Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Stofnlánadeild landbún- aðarins og Islandsbanki hf. Starengi 12, Selfossi, þingl. 'eig. Þorsteinn Jóhannsson og Jóna Þ. Tómasdóttir, gerðarbeiðandi er Lífeyrissjóöur verkalýðsfél. á Suður- landi. Stekkjarvað 12, Eyrarbakka, þingl. eig. Jóhann B. Guðmundsson, gerðarbeiðendur eru Islandsbanki hf. og Raftak Kf. Framhald uppboðs á eftlrfarandl eign verður háð á eigninni sjáifri sem hér segir: Unubakki 3, suöurhl., Þorlákshöfn, þingl. eig. Rafvör sf., gerðarbeið- andi er sýslumaðurinn á Selfossi, fimmtudaginn 2. febrúar 1995, kl. 15.00. Sýstumaðurinn á Selfossi, 26. janúar 1995. Uppboð Eftirtaldar bifreiðir verða boðnar upp á Elds- höfða 4, á athafnasvæði Vöku hf., laugardag- inn 28. janúar 1995, kl. 13.30: Chevrolet árg. ’52, A-11455 HL-401 LT-456 R-51874 DN-095 HT-214 MA-264 R-54084 DS-049 HZ-697 NK-393 R-55547 FA-101 IB-369 NV-400 R-62682 FE-286 IH-148 PB-307 R-67339 FE-993 11-515 PM-389 R-72455 FF-935 11-931 PN-151 R-8969 FI-934 IJ-229 R-19209 S-522 G-26219 IV-191 R-194 TM-856 GH-980 í-5601 R-20186 TP-273 GN-653 JA-020 R-26102 U-1961 GT-915 JE-152 R-31621 UF-856 H-3225 JI-362 R-3302 UY-280 H-3885 JK-093 R-368 VX-569 HB-003 JP-227 R-3777 X-8388 HB-304 K-821 R-39541 X-8422 HB-523 KV-779 R-43929 Y-14816 HK-218 LD-090 R-49480 Y-14972 Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn í Reykjavík. Kópavogsbúar - opið hús Munið að opið hús er á hverjum laugardegi á milli kl. 10-121 Hamra- borg 1, 3. hæð. Á staðnum eru ávallt einhverjir bæjarfulltrúar og aðrir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Árni Ragnar Arnason, alþingis- maður, verður til viðtals næstkomandi laugardag 18. janúar. Kópavogsbúar eru hvattir til að llta við, því þetta er rétti staðurinn til að ræða bæjarmálin og landsmálin. Ávallt heitt kaffi á könnunni. Sjálfstæðisfélag Kópavogs. Sjálfstæðisfólk Hafnarfirði Þorrablót í Sjálf- stæðishúsinu við Strandgötu laugar- daginn 28. janúar kl. 12.00. Ávarp: Ólafur G. Einarsson, mennta- málaráðherra. Veislustjóri: Árni M. Mathiesen, alþing- ismaður. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Sjáifstæðisfélögin í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.