Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 52
MORGVNBLADID, KRINGLÁN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Akvörðun í UA-málinu um helgina
IS skoðar hús
og lóðir fyrir
höfuðstöðvar
BENEDIKT Sveinsson, fram-
kvæmdastjóri Islenskra sjávaraf-
urða, segir að fyrirtækið sé að kanna
alla möguleika á framtíðarhúsnæði
fyrir höfuðstöðvar sínar, flytji fyrir-
tækið ekki til Akureyrar. Svipast
hafi verið um eftir lóðum og hús-
næði á höfuðborgarsvæðinu. Við-
ræðuhópur bæjarstjórnar Akureyrar
* fær lokagögn ráðgjafa í málinu í
hendur í dag og búist er við ákvörð-
un um helgina.
íslenskar sjávarafurðir hyggjast
flytja höfuðstöðvar sínar til Akur-
eyrar, ákveði Akureyrarbær að selja
fyrirtækinu hlut sinn í Útgerðarfé-
lagi Akureyringa.
ÍS þurfa að rýma húsnæði sitt við
Kirkjusand fyrir júlílok, þar sem það
var nýverið selt. Benedikt segir að
hann vonist til að um helgina skýr-
ist hvort af viðskiptunum á Akur-
-ayri verður. „Við erum hins vegar
farnir að kanna ýmsa aðra mögu-
leika, enda ljóst fyrir áramót að við
yrðum að flytja úr húsinu við Kirkju-
sand,“ sagði Benedikt.
„Núna erum við að skima í kring-
um okkur á höfuðborgarsvæðinu, í
Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík.
Við höfum meðal annars spurst fyr-
ir um það hjá Reykjavíkurborg hvaða
lóðir séu til ráðstöfunar, ef við
ákveðum að byggja nýtt hús. Við
höldum öllum möguleikum opnum,
svo enn er ekki ljóst hvort við byggj-
um, kaupum eða leigjum."
Stórt og vandað húsnæði
ekki á hverju strái
Benedikt sagði að töluvert væri
af lausu skrifstofuhúsnæði á höfuð-
borgarsvæðinu, en stórt og vandað
húsnæði væri þó ekki á hveiju strái.
„Ég vona að þetta fari að skýrast.
Starfsfólk' okkar er að vonum
óþreyjufullt að fá úr því skorið hvar
það mun starfa.“
■ Viðræðuhópur fær/12
Vinnslustöð
og SH skilja
1. febrúar
VINNSLUSTÖÐIN í Vestmanna-
eyjum og Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna munu hætta viðskiptum
1. febrúar næstkomandi, en ís-
lenzkar sjávarafurðir hafa keypt
hlut í Vinnslustöðinni og munu selja
afurðir fyrirtækisins.
Að sögn Jóns Ingvarssonar,
stjómarformanns SH, sagði
Vinnslustöðin sig úr SH með bréfi
16. janúar og óskaði eftir að afurða-
söluskylda yrði felld niður 1. febrúar.
Hann sagði að samkvæmt sam-
þykktum SH væri yfirleitt níu mán-
aða frestur til að ljúka viðskiptum
eftir að fyrirtæki ákvæði að segja
sig úr viðskiptum við SH, en á
stjómarfundi, sem haldinn var í
gær, hefði ákveðið að ljúka viðskipt-
unum um mánaðamótin.
-----» ♦ ♦-----
Bréf í Lyfja-
verslun rifin út
GÍFURLEG eftirspurn var eftir
hlutabréfum ríkissjóðs í Lyfjaverslun
íslands í gær, sem seldust upp á
fyrsta söludegi. Hjá Kaupþingi hf.,
helsta söluaðila bréfanna, vora 100
manns i biðröð fyrir utan afgreiðsl-
una þegar sala hófst í gærmorgun
og voru bréfin uppseld eftir tvær
klukkustundir.
Þingmenn Suðurlands
■ Um 800 manns/12
Mannvirki
metin á ný
ÞINGMENN Suðurlands leggja til
að Alþingi feli ríkisstjóm að láta
gera ítarlega úttekt á húsum og öðr-
um mannvirkjum á Suðurlandi með
tilliti til jarðskjálftahættu og í fram-
haldi af því verði gerð áætlun um
úrbætur til að styrkja eða úrelda
mannvirki sem talin eru ótraust.
í tillögnnni er einnig lagt til að
jarðskjálfta- og jarðfræðingum verði
falið, í samvinnu við sveitarfélög á
Súðurlandi, að kortleggja nákvæm-
lega svæði með tilliti til staðbundinn-
ar jarðskjálftahættu.
I greinargerð segir að þótt farið
sé eftir byggingarstaðli við byggingu
húsa sé ekki öraggt að þau muni
þola stóran jarðskjálfta. Þekkingu,
sem staðlar séu grandaðir á, fleygi
fram og oft myndu menn hafa byggt
öðravísi ef þekking hefði verið meiri.
Þá sé ekki ólíklegt að reglugerðum
hafi stundum ekki verið fylgt nægi-
lega vel eftir við byggingar húsa og
dæmi séu um að burðarvirki húsa
hafí verið veikt með breytingum.
Morgunblaðið/Svemr
Góð byijun
UNNSTEINN Líndal, skipstjóri á
Sighvati GK, á tali við útgerð-
armann sinn, Pétur Pálsson í Vísi
hf. í Grindavík. Sighvatur var að
koma að landi með 60 tonn, mest
þorsk, og hefur veiðst vel það sem
af er vertíðinni. Sjómenn á Suður-
nesjum segja að vertíðin hafi ver-
ið góð fram að þessu, en stutt er
eftir af línutvöfölduninni svoköll-
uðu, þegar aðeins helmingur af
afla línubáta er dreginn frá
kvótanum. Aður hófst vetrarver-
á vertíðinni
tíð á Suðurlandi fyrsta virkan dag
eftir kyndilmessu, sem var 2.
febrúar, og hafa reglur um kvóta
og Iínutvöföldun likast til verið
fjarlægar sjómönnunum, sem áttu
að vera komnir í verbúð sína á
kyndilmessudaginn. Ennþá er
handagangur í öskjunni á vetrar-
vertíð en ekki þarf skóflur til að
moka ís f kör þegar stórvirkari
vélar eru til hjálpar.
■ Keyrðu með allar lúgur/4
Viðskiptajöfnuður hag-
stæður um 8-10 milljarða
----» ♦ ♦---
Flóabanda-
lag fær verk-
fallsheimild
FÉLÖGIN þijú í svokölluðu Flóa-
bandalagi, Dagsbrún í Reykjavík,
Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og
sjómannafélag Keflavíkur, sam-
þykktu í gær að veita stjórnum og
trúnaðarmannaráðum heimild til
verkfallsboðunar. Á fundi Dagsbrún-
ar var heimildin samþykkt mótat-
kvæðalaust, í Hafnarfirði með 49
atkvæðum gegn sjö og á Suðumesj-
um með um 100 atkvæðum gegn níu.
■ Einhugur/7
LÍKUR eru til þess að viðskiptajöfnuðurinn hafi
verið hagstæður um 8-10 milljarða króna á síð-
asta ári, sem jafngildir um 2% af landsfram-
leiðslu. Þetta er hagstæðari útkoma en áður hefur
verið reiknað með, en samkvæmt endurskoðaðri
þjóðhagsáætlun vegna afgreiðslu fjárlaga í desem-
ber var reiknað með að viðskiptajöfnuðurinn yrði
hagstæður um 6 milljarða króna.
Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnun-
ar, segir að þetta hafi ekki gerst að minnsta kosti
síðastliðinn aldarfjórðung eða'frá árinu 1970. Til
samanburðar var viðskiptajöfnuðurinn í járnum á
árinu 1993 eða hagstæður um rúmar 150 milljón-
ir króna og á árinu 1986 var viðskiptajöfnuðurinn
hagstæður um 0,5% af landsframleiðslu.
Hagstofan birti í gær bráðabirgðatölur um vöru-
skiptajöfnuðinn á síðasta ári. Þar kemur fram að
hann er hagstæður um 20,3 milljarða króna, sam-
anborið við 12,7 milljarða á árinu 1993. Alls voru
fluttar út vörur fyrir tæpa 113,5 milljarða króna
í fyrra og er verðmætið 14% meira á föstu gengi
en árið áður. Verðmæti vöruinnflutnings jókst
einnig á milli ára, en ekki eins mikið, eða um 7%
á föstu gengi.
Þórður sagði að hagstæður viðskiptajöfnuður
vætí sérstaklega mikilvægur vegna þess að við
byggjum nú við opinn markaðsbúskap og frjálsar
fjármagnshreyfingar milli landa.
15% aukning útflutnings iðnaðarvöru
Þórður sagði að það væru einkum þrjú atriði
sem gerðu það að verkum að árið 1994 hefði orð-
ið miklu hagstæðara efnahagslífmu en gert hefði
verið ráð fyrir í upphafi ársins. í fyrsta lagi hefði
ekki verið reiknað með að aflinn úr Barentshafi
yrði jafnmikill og hann hefði orðið á síðasta ári.
Aflinn þaðan 1993 hefði verið í kringum tíu þús-
und tonn en í fyrra á bilinu 35-40 þúsund tonn.
í öðru lagi hefðu menn ekki séð fyrir að loðnu-
frysting fyrir Japansmarkað gæfi jafnmikið af sér
og raun hefði orðið á, en hún hefði gefið af sér
4 milljarða króna til viðbótar við það sem aðrar
loðnuafurðir gæfu af sér.
Þórður sagði ennfremur að í þriðja lagi hefði -
orðið mun meiri aukning á útflutningi iðnaðarvara
en reiknað hefði verið með. Aukningin milli ár-
anna 1993 og 1994, ef undan er skilinn útflutning-
ur áls og kísiljárns, sé um 15%. Þetta sé mjög
mikilvægt og skýrist annars vegar af góðum
starfsskilyrðum innanlands, stöðugleika og lágu
raungengi, og hins vegar af hagstæðu árferði á
alþjóðavettvangi.
Hann sagði að í áætlunum Þjóðhagsstofnunar
til lengri tíma væri gert ráð fyrir að þessar grein-
ar, iðnaðarvöruútflutningur og ferðaþjónusta,
myndu bera uppi hagvöxt á allra næstu árum, eða
þar til hægt yrði að auka sókn í þorsk á nýjan leik.
„Þess vegna er mjög mikilvægt að skilyrði ann-
arra greina en sjávarútvegs verði með þeim hætti
að þær dafni áfram. Það er grandvallaratriði að
viðhalda þessum hagstæðu starfsskilyrðum og
stöðugleikanum sem hefur verið ríkjandi í þjóðar-
búskapnum," sagði Þórður einnig.
■ Afgangur af vöruskiptum/12