Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ 2 MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1995 FRETTIR Enn er talin hætta á snjóflóðum víða á Vestfjörðum og á Sigiufirði Hættuástandi aflýstá Patreksfirði Snjófióð féllu víða utan byggða FANNFERGI var á götum innanbæjar á ísafirði í gær og að sögn lögreglu vart fært nema á vel búnum jeppum. A myndinni sést hvar unnið er við mokstur á Silfurtorgi. HÆTTUÁSTANDI var aflýst á Patreksfirði síðdegis í gær og fengu þá íbúar þeirra 66 húsa sem rýmd voru í fyrradag að halda heim til sín á ný. Snjóflóðahætta var hins vegar enn talin til staðar á norðan- verðum Vestfjörðum og í Reykhóla- sveit, og á Siglufirði ákvað al- mannavamanefnd að viðhalda hættuástandi, en meta á aðstæður þar á ný í dag. Illviðri var á Snæfellsnesi og víða á Vestfjörðum og Norðurlandi fram eftir degi í gær og skólahaldi víða aflýst af þeim sökum, en veðrið var heldur farið að skána á Vestfjörðum undir kvöldið. Snjóflóð höfðu þá víða fallið utan byggða án þess að valda tjóni, og féll t.d. talsvert flóð á veginn frá Isafirði til Hnífsdals í gærmorgun. GRÉTAR Sigurðsson var meðal þeirra ísfirðinga sem í GÆR þurfti að moka þau Sigurð Schev- grafa þurftu bíla sína úr fönn í gær, en kyngt hefur ing og Bryndísi Guðmundsdóttur, Sand- niður snjó undanfarna daga. holti 12 i Ólafsvík, út úr húsinu. Snjóflóð á Patreksfirði Við snjóaathuganir ofan Patreks- fjarðar í gærmorgun kom í ljós að snjóflóð hafði fallið um nóttina ofan byggðarinnar við Sigtún, og var flóðið 70 metrar þar sem það var breiðast. Stöðvaðist flóðið um 100 metrum ofan við efstu hús við göt- una. Auk þessa flóðs höfðu fallið nokkrar spýjur í hlíðinni fýrir ofan bæinn. Gífurlegt fannfergi í Reykhólahreppi var enn talin snjóflóðahætta við Miðjanes og Hamraland, en íbúar á þessum bæjum urðu að yfirgefa þá í fyrra- dag. Snjóflóðahætta var talin vera víðar í Reykhólahreppi og þá var vegurinn um Gilsfjörð lokaður og talin mikil snjóflóðahætta þar. Óbreytt ástand var í gær á Flat- eyri þar sem yfirgefa þurfti allmörg hús vegna snjóflóðahættu í fyrra- dag, og mun almannavarnanefnd meta ástandið á nýjan leik í dag. Sömuleiðis var óbreytt ástand á ísafirði, í Hnífsdal og í Súðavík, en rýma þurfti hús á þessum stöðum í fyrradag. Gífurlegt fannfergi er á þessum stöðum og að sögn lögregl- unnar á ísafirði var í gær illfært nema á vel búnum jeppum um göt- ur innanbæjar. Þá er mikill snjór í Bolungarvík en þar hefur þó ekki verið talin ástæða til að viðhafa . sérstakan viðbúnað. Unnið var með lágmarksmann- '| afla í Frosta hf. í Súðavík í gær, i en þangað hafa borist um 95 tonn j af rækju undanfarna tvo daga. Þeir . sem nú eru í Súðavík halda til í ,• grunnskólanum á meðan hættu- ástand varir. Ákveðið var að viðhalda óbreyttu ástandi á Siglufírði þar sem rýma þurfti sjö hús, en almannavarna- nefnd mun funda kl. 15 í dag til að meta ástandið. Snjóflóð féllu á veginn beggja vegna Strákaganga í fyrrakvöld, en vegna veðurs var ekki hægt að kanna aðstæður til fjalla i gær. Vegir víðast ófærir Samkvæmt upplýsingum vega- | eftirlits Vegagerðarinnar voru nán- ast allir vegir á Snæfellsnesi og á Vestfjörðum ófærir í gær og sömu sögu var að segja um vegi í : Strandasýslu. Þá var Holtavörðu- heiði ófær og einnig vegir í Húna- vatnssýslu, en talsvert af fólki var innlyksa á Blönduósi og beið þar eftir að leiðirnar suður og til Akur- eyrar yrðu opnaðar. Fært var frá Varmahlíð til Húsavíkur, en annars voru vegir á norðaustanverðu land- inu ófærir. Á Austfjörðum var hins vegar fært, nema hvað vegirnir um Fjarðarheiði og Oddsskarð voru ófærir, og fært var um vegi á Suð- urlandi. Reynt verður að opna allar helstu leiðir um leið og veður og aðstæður leyfa. Einar Már hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs „Mikil hvatning og um leið viðnrkenning“ EINAR Már Guðmundsson rithöf- undur fær bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1995 fyrir skáld- söguna Englar alheimsins og nem- ur verðlaunaupphæðin 350 þús- und dönskum krónum. Tilkynnt var um niðurstöðu dómnefndar í Helsinki í gærmorgun, en verð- launaafhendingin fer fram á fundi Norðurlandaráðs í Reykjavík í lok febrúar. Einar Már er fimmti ís- lendingurinn sem hlýtur Bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs. „Þetta er mikil hvatning og um . leið viðurkenning á því sem ég hef verið að fást við,“ sagði Einar Már í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að of snemmt væri að gera sér grein fyrir hvaða þýðingu verðlaunin komi til með að hafa fyrir hann í framtíðinni. Hann segir að stefnt sé að útgáfu verðlaunabókarinnar á dönsku og ensku á þessu ári og ekki sé ólík- legt að verðlaunin komi til með að ýta undir þau áform. Einar Már hefur þegar látið að sér kveða á norrænum bók- menntamarkaði, en skáldverk hans hafa verið þýdd á dönsku, sænsku og norsku. Markaði tímamót Jóhann Hjálmarsson, sem sæti á í dómnefndinni sem valdi verð- launasöguna, segir í umsögn um Engla alheimsins að sagan hafi markað viss tímamót í skáld- sagnagerð Einars Más. Nú þegar sagan hafi fengið Bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs sé það hluti af sigurgöngu höfundarins sjálfs, áfangi í lífi hans og þroska og sanni enn á ný að íslenskar samtímabókmenntir njóti álits og séu taldar skipta máli. ■ Hægfara en seigfljótandi/19 Útafakstur í Eldhrauni vegna hálku Kirkjubæjarklaustri, Morgunblaðið MIKIL hálka er á veginum í Eld- hrauni og um fimmleytið í gær- morgun valt þar vörubíll með tengivagni frá Þresti. Tveir menn voru í bílnum og sakaði þá ekki að ráði, kvörtuðu þó yfir eymslum á hálsi og baki. Mennirnir voru á leið til Hornafjarðar með loðnunót í 40 feta gámi. Þessi gámur er sér- hannaður fyrir slíka flutninga, opinn að ofan, en þar af leiðandi valt nótin úr. Nokkru síðar fór annar bíll út af veginum á svipuðum slóðum. Morgunblaðið/Hanna Hjartardóttir Breytingar á ritstjórn Morgunblaðsins Agnes Bragadóttir fréttastjóri menningarmála AGNES Bragadótt- ir hefur verið ráðin fréttastjóri menn- ingarmála við Morgunblaðið. Hún tekur við hinu nýja starfí 1. apríl nk. Súsanna Svavars- dóttir, sem verið hefur umsjónar- maður Menningar- blaðs Morgunblaðs- ins undanfarin ár, hefur sagt starfí sínu lausu frá sama tíma. Agnes Braga- dóttir er 42 ára að aldri. Hún hefur starfað á ritstjóm Morgun- blaðsins frá árinu 1984 og fyrst og fremst skrifað um stjómmál og atvinnumál. Hún lauk stúd- entsprófí frá Kenn- araskóla íslands árið 1974 og BA-prófí í ensku og þýzku frá Háskóla íslands árið 1.980. Hún starfaði sem blaðamaður á Tímanum frá 1980 til 1984. Agnes Bragadótt- ir er „Nieman fellow" frá Harvard- háskóla í Banda- ríkjunum en þar stundaði hún fram- haldsnám í þjóð- félagsmálum og stjómmálafræði veturinn 1987- 1988. Er hér um að ræða eitt virtasta nám í Bandaríkjunum fyrir blaðamenn með nokkra starfsreynslu að baki. Agnes Bragadóttir Skapti Hallgrímsson fréttastjóri íþrótta SKAPTI Hall- grímsson hefur verið ráðinn frétta- stjóri íþrótta við Morgunblaðið. Hann hefur verið umsjónarmaður íþróttafrétta blaðs- ins frá vorinu 1987. Skapti Hall- grímsson er 32 ára að aldri. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri sumarið 1982 og hefur Skapti Hallgrímsson starfað sem blaða- maður við Morgun- blaðið síðan. Hann tók við umsjón rit- stjórnarskrifstofu Morgunblaðsins á Akureyri þegar hún var opnuð á árinu 1985 og gegndi því starfi til vors 1987, þegar hann kom til starfa við íþrótta- fréttir blaðsins á nýjan leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.