Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1995 FJÁRMÁL REYKJAVÍKURBORGAR MORGUNBLAÐIÐ Reykjavíkurlistinn kynnir áherslur fjárhagsáætlunar fyrir árið 1995 Laun borgarfulltrúa og borgarsljóra lækkuð um 5% Ný vinnubrögð, nýjar áherslur og ný forgangsröðun Launalækkun borgarfulltrúa og borgarstjóra Laun aðstoðar- manns TILLAGA borgarfulltrúa Reykja- víkurlistans um að þóknun borgar- fulltrúa, borgarráðsfulltrúa og laun borgarstjóra lækki um 5%, hefur verið samþykkt í borgarráði. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur borgarstjóra er þar um einn- ar milljónar króna sparnað að ræða á ári. Þá hefur verið samþykkt að hefja undirbúning að starfslýsingu embættis umboðsmanns Reykvík- inga. „Það er þrennt sem einkennir þessa fjárhagsáætlun," sagði borg- arstjóri. „Það eru ný vinnubrögð, nýjar áherslur og ný forgangsröðun verkefna.“ Opnari og lýðræðislegri stjórnarhættir Borgarstjóri boðaði til fundar með fréttamönnum í tilefni fyrstu fjárhagsáætlunar sem Reykjavíkur- listinn leggur fram en allar tillögur sem tengjast fjárhagsáætlun borg- arinnar hafa verið kynntar í borgar- ráði og borgarstjórn. Ingibjörg sagði að meirhlutinn á hverjum tíma setti mark sitt á framkvæmdir og nýmæli. Hvað varðaði ný vinnu- brögð benti borgarstjóri á að ákveð- ið hafi verið að stuðla að opnari og lýðræðislegri stjórnarháttum, tryggja að allar leikreglur væru skýrari og að gæta jafnræðis í ákvörðunum hvað varðaði úthlutun gæða og verkefna. Sem dæmi nefndi borgarstjóri að úthlutun íbúða á vegum borgarskrifstofa væri ekki lengur til staðar. Samið hafi verið við arkitekta um ákveðn- ar leikreglur í samskiptum við þá um val á arkitektum. Gerð hafi verið úttekt á útboðs- og innkaupa- málum borgarinnar sem leiddi í ljós að um 20% af innkaupum voru án útboða. í framhaldi hafi verið ákveðið að skipa þriggja manna nefnd til að endurskoða stefnu borgarinnar í innkaupa- og útboðs- málum. í nefndinni eiga sæti Alfreð Þorsteinsson, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson og Gunnar Gissurarson. Nefndin hefur frest til 1. maí til að skila niðurstöðum. Rekstur fasteigna kannaður Borgarstjóri sagði að verið væri að skoða bókhaldskerfí borgarinnar sem væri nokkuð flókið og hefur verið gagnrýnt. Sagði Ingibjörg að verið væri að skoða fasteignarekst- Könnun á innkaupum borgarinnar á garð- og skógarplöntum Ekkert eft- irlit með gæðum eða magni „ÞAÐ ER ekki verið að gagnrýna Skógræktarfélag Reykjavíkur held- ur hvernig borgin sinnir þessum málum, að hún skuli ekki bjóða út plöntukaup og hafa eftirlit með hvaða vöru hún er að kaupa og í hve miklu magni,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri um niðurstöðu könnunar á innkaupum borgarinnar á garð- og skógarplönt- um. Höfundar skýrslunnar telja að borgin hafi tapað tugum milljóna á viðskiptum við fyrirtækið á undan- förnum árum. Benti borgarstjóri á að tilraun hefði verið gerð með út- boð að hluta árið 1993 og þá hefði skógræktarfélagið boðið hagstæð- ara verð. Nýtur forréttinda I niðurstöðu könnunarinnar sem unnin er af Ráði hf., lögfræði- og rekstrarráðgjöf, kemur meðal ann- ars fram að Skógræktarfélag Reykjavíkur (SR) hafí notið ýmissa forréttinda í viðskiptum við borgina umfam aðra framleiðendur. Unnin hafi verið verk sem félagið hafi skipulagt og lagt til allar plöntur úr eigin gróðrarstöð á verði sem SR hafi ákveðið meira og minna. Félag- ið hafi ennfremur haft aðgang að stóru ræktarlandi á góðum stað í borginni án þess að greiða fyrir lóða- leigu. Útboð lækkaði plöntuverð Þá segir: „Þegar borgin byijaði 1993 að bjóða út innkaup sín á plönt- um og samkeppni kemur til sögunn- ar lækkar SR verulega söluverð sín til borgarinnar. Þetta þýðir að verð til borgarinnar hafa á liðnum árum verið hærri, en þau annars hefðu þurft að vera, hefði „eðlilegra við- skiptahátta" notið við.“ Fram kemur að þótt erfitt sé að meta hvað borgin hafi skaðast á viðskiptunum gæti sú tala hlaupið á tugum milljóna. Bent er á að eftir- liti hafi verið áfátt af hálfu borgar- innar með viðskiptunum. Þannig hafi enginn á vegum borgarinnar fylgst með gæðum eða fjölda þeirra plantna sem greitt hafi verið fyrir. Þá segir að bókhald borgarinnar sé ekki þannig sett upp að hægt sé að fylgjast með viðskiptunum og að borgarendurskoðun hefði átt að gera athugasemd vegna þessa. Þjónustan verði boðin út Lagt er til að þjónusta sem keypt er af SR verði að mestu boðin út og að leitað verði eftir að borgarfyr- irtæki taki við rekstri og eignum félagsins. Sagði borgarstjóri að síð- ari tillagan kæmi ekki til áiita að sínu mati. Það hefur aðallega farið í gegnum Skógræktarfélag Reykjavíkur á umliðnum árum og ástæðan fyrir því að hún var unnin er sú að beiðni baðst frá félagi garðplöntuframleið- enda sem kvartaði og óskaði eftir að óháður aðili yrði fenginn til að vinna þetta verk. ur borgarinnar og hvernig megi koma honum betur fyrir. Þá hafi verið lögð fram í borgarráði athug- un frá Ráði hf., lögfræði- og rekstr- arráðgjöf, um fyrirkomulag á inn- kaupum borgarinnar á garð- og skógarplöntum. Borgarstjóri benti á að með nýj- um áherslum væri átt við stofnun atvinnu- og ferðamálaskrifstofu á árinu. Gert væri ráð fyrir að undir hana heyrði framkvæmdastjóri at- vinnu- og ferðamála, ferðamálafull- trúi og framkvæmdastjóri Vinnum- iðlunar Reykjavíkurborgar. Þar með væru atvinnumál komin undir einn hatt. Meðan næga atvinnu var að hafa var ekki þörf á slíkri stýr- ingu en í ljós hafi komið að veru- lega skorti á samhæfingu vegna átaksverkefnanna. Sagði borgar- stjóri að þar hefði enginn í raun haldið utan um þau verkefni og að þess væru dæmi að vinnulaun hafi verið allt niður í 29%. Umboðsmaður Reykvíkinga Ingibjörg sagði að gert væri ráð fyrir að hafinn verði undirbúningur að stofnun embættis umboðsmanns Reykvíkinga, sem heyri undir borg- arstjórn, til að tryggja jafna stöðu borgarbúa gagnvart borgaryfír- völdum. Er gert ráð fyrir að emb- ættinu verði komið á um mitt ár. Þá væri gert ráð fyrir að skera nið- ur rekstur um 260 millj. „Þó þetta sé ekki stór upphæð þá skiptir hún máli,“ sagði borgarstjóri. „Við telj- um því eðlilegt að pólitískt kjörnir fulltrúar leggi sitt af mörkum þegar um slíkar sparnaðaráætlanir er að ræða og sýni með marktækum hætti að þeim sé full alvara með þessum sparnaðaráformum. Þess vegna höfum við lagt til í borgar- ráði og það var samþykkt að lækka þóknun borgarfulltrúa, borgarráðs- fulltrúa sem og laun borgarstjóra um 5% á árinu 1995.“ Efst á blaði nýrrar forgangsraðar verkefna eru framlög til leikskóla sem rúmlega tvöfaldast á árinu og er gert ráð fyrir 390 nýjum heils- dagsrýmum undir lok ársins. Þá hækki framlög til skólabygginga úr 445 millj. í 830 millj. „Þetta eru stóru málin sem þýðir að ýmsir aðrir málaflokkar fá ekki eins stór- an skerf til byggingamála," sagði borgarstjóri. lækkí VEGNA tillögu Reykjavíkurlistans um 5% lækkun launa borgarstjóra og 5% lækkun á þóknun borgar- og borgarráðsfulltrúa, lögðu borg- arráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks fram tillögu um að laun aðstoðar- manns borgarstjóra yrðu lækkuð um 5% frá og með 1. maí. Skýr boðskapur til launþegasaintaka í tillögu sjálfstæðismanna kem- ur fram, að tillögu R-listans sé ekki hægt að túlka á annan veg en skýran boðskap til launþega- samtakanna um mikla hófsemd í komandi kjarasamningum. Borg- arfulltrúar samþykki 5% lækkun og leggi jafnframt til að laun að- stoðarmanns borgarstjóra verði einnig lækkuð. Sérkennileg skilaboð I bókun borgarstjóra segir að tillaga um lækkun þóknunar til borgarfulltrúa sé óháð komandi kjarasamningum. Það veki hins vegar athygli að Sjálfstæðisflokk- urinn skuli leggja til að laun eins starfsmanns verði lækkuð. Þó hann sé ráðinn tímabundinni ráðn- ingu hafi hann sömu réttindi og skyldur og aðrir borgarstarfs- menn. Þetta hljóti að teljast sér- kennileg skilaboð til borgarstarfs- manna almennt frá Sjálfstæðis- flokknum. Sértæk ráðning í framhaldi bókuðu sjálfstæðis- menn, að sérstakur aðstoðarmaður borgarstjóra tilheyrði embætti borgarstjóra og að hann muni hætta þegar borgarstjóri hættir. Við ráðningu hafi komið skýrt fram að um mjög sértæka ráðn- ingu væri að ræða og tengdist ekki öðrum starfsmönnum borgar- innar, sem ráðnir væru með hefð- bundnum hætti. Umboðsmaður Reykvíkinga Kostnaður áætl- aður 2,1 milljón TILLÖGU um að fela skrifstofu- stjóra borgarstjórnar að und- irbúa embætti umboðsmanns Reykvíkinga var vísað til borgarstjórnar á fundi borgar- ráðs. Fram kemur að áætlaður kostnaður við að koma embætt- inu á er 2,1 milljón. Virkteftirlit í tillögunni kemur fram að hlutverk umboðsmanns skuli vera að auka virkt eftirlit og lýðræði í stjórnsýslu borgarinn- ar. Jafnframt að gæta þess að jafnræði sé í heiðri haft og að stjórnsýslan fari að öllu leyti fram í samræmi við lög og vand- aða stjórnsýslu. Gert er ráð fyrir að undirbún- ingur miðist við að embættið verði komið á um mitt ár. Um 700 milljónir á ári að meðaltali til holræsaframkvæmda Ekki reiknað með hækkun holræsaskatts GERA má ráð fyrir að kostnaður vegna holræsaframkvæmda verði um 700 milljónir að meðaltali næstu tíu árin, að sögn borgar- stjóra. í fjárhagsáætlun borgar- innar er reiknað með að innheimta 550 milljónir í holræsagjöld í ár en kostnaður vegna framkvæmda í ár er áætlaður um 424 milljónir. Sagði borgarstjóri að ekki væri reiknað með hærra gjaldi á næsta ári enda þótt ljóst væri að 550 milljónir dygðu ekki fyrir áætluð- um framkvæmdum árið 1996. Verk fyrir 8 milljarða Borgarstjóri sagði að holræsa- framkvæmdir stæðu þannig að mjög óhagkvæmt væri að stöðva þær á þessu ári. „Það blasa við okkur verkefni í þessum málum upp á um 8 milljarða og við sjáum fram á verkefni til næstu tíu til Unnið fyrir um 424 milljónir króna í ár tólf ára,“ sagði Ingibjörg. „Það breytir engu að fresta þeim um eitt ár og þess vegna verður að fara í þessar aðgerðir.“ Viðvarandi skattur næstu ár Borgarstjóri sagði að ef ekki kæmu til aðrar tekjur yrði þessi skattur viðvarandi næstu ár. Ljóst væri að um 700 milljónir þyrfti að meðaltali á ári ef ljúka ætti verkinu á tíu til tólf árum. „Miðað við fjárhagsstöðu borgarinnar treystum við okkur ekki til að taka þetta fé úr borgarsjóði,“ sagði Ingibjörg. Gert er ráð fyrir að unnið verði fyrir um 424 millj. á árinu en á næsta ári er áætlað að veija um 800 milljónum til framkvæmd- anna. „Við þyrftum í raun að taka inn meira en 550 milljónir að meðaltali á ári ef ætti að nást inn fyrir framkvæmdunum," sagði borgarstjóri. „Þó að reiknað sé með að fram- kvæma fyrir meira fé á næsta ári reiknum við ekki með að hækka holræsagjaldið. Við vissum að þetta yrði ekki fagnaðarerindi, og í raun hefði mátt segja að pólitískt gæti verið auðveldara að hækka útsvarið. Með holræsagjaldi fá menn seðil upp í hendurnar sem þarf að greiða en útsvar er tekið af þér. En við ákváðum samt að fara þessa leið vegna þess að við ætlum að tengja þetta fé holræsa- framkvæmdum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.