Morgunblaðið - 01.02.1995, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 01.02.1995, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1995 7 Morgunblaöiö á veraldarvefnum! Morgunblaðið er framsækinn miðill sem er í takt við tímann. Nú er Morgunblaðið komið á Internetið og þar með hefur þú tækifæri til aö nálgast efni blaðsins hvar sem er og hvenær sem er samdægurs. Lesandi í Timbúktú hefur sama möguleika og lesandi í Tókýó eða Reykjavík. Allt sem þarf er tölva og tenging við Internetið. Áskrift að Morgunblaðinu á Internetinu er nú seld á kynningarverði á aðeins 1.000 krónur á mánuði. Með þessum nýja möguleika opnast Internet-notendum aðgangur að öllu efni Morgunblaðsins dag hvern auk síðustu 6 útgáfudaga. Áskriftinni fylgir tenging við Gagnasafn Morgunblaðsins sem samanstendur af rúmlega 300.000 fréttum og greinum frá árinu 1987 til dagsins í dag. Hver fyrirspurn og aðgangur að grein í Gagnasafninu kostar 50 krónur. Fyrirtækjum og einstaklingum sem vilja ótakmarkaðan aðgang að Gagnasafninu á Internetinu gefst kostur á mánaðaráskrift. Sú áskrift er nú á kynningarverði og kostar 5.000 krónur á mánuði. Með tengingu Morgunblaðsins við Internetið geta tölvueigendur nú lesið Moggann á skjánum hvar sem þeir kunna aö vera í heiminum. Auk þess geta þeir leitað að þeim greinum sem tengjast hugðarefnum hverju sinni. Þannig geta ættfræðingar grúskað í efni 50 þúsund minningargreina, listunnendur kynnt sér allt um vefnað og dúkþrykk, útgerðarmenn fiskað í öllum greinum um veiðar krókaleyfisbáta og handboltaunnendur gengið úr skugga um framgöngu íslendinga í landsleikjum við Svía. Svipaða sögu er að segja af aðilum í viðskipta- lífinu sem geta til að mynda metið fréttir og aðsendar greinar um þróun álverðs frá árinu 1987 til dagsins í dag. Ef þú hefur hug á að kynnast Morgunblaðinu á Internetinu eða Gagnasafni Morgun- blaðsins veitir Strengur hf. allar nánari upplýsingar í síma 562 4700 eða 587 5000. . Aðgangur um allan heim... http://www.strengur.is STRENGUR hf. - í stððugri sókn Stórhöfða 15, Reykjavík, sfmi 587-5000

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.