Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1995 41 FÓLK í FRÉTTUM Magic og Cookie ættleiða ► KÖRFUBOLTASNILLING- URINN úr Los Angeles La- kers, Earvin Magic Johnson, og eiginkona hans til þriggja ára, Cookie, hafa ættleitt ný- fædda stúlku að nafni Elisa. Þau eiga fyrir einn son, Earvin III sem er tveggja ára, og Magic á annan son, Andre sem er þrettán ára, úr öðru sam- bandi. MAGIC Johnson stoltur á svip með son sinn Earvin III. ► MYNDLISTASKÓLINN í Reykjavík tók í þriðja sinn þátt í alþjóðlegri keppni í Póllandi fyrir skömmu og í öll skiptin hafa nem- endur skólans unnið til verðlauna. Árið 1986 unnu tveir nemendur skólans til gullverðlauna og árið 1990 unnu tveir nemendur til silfur- verðlauna. Árið í ár var engin und- antekning, því þá unnu þau Inga Lára Hjaltadóttir og Ólafur Arason til gullverðlauna í sínum aldurs- hópi. Þess má geta að á þessu ári voru hátt á áttundS þúsund mynda frá 47 löndum send í keppnina. Af þeim voru 942 myndir valdar til sýninga frá 34 löndum, þar á með- al myndir frá fimmtán nemendum Myndlistaskólans. Ólafur Arason vann til gullverð- launa í flokki 13-15 ára, með graf- íkmynd sem nefnist „Engladísir". „Myndin er af nokkrum konum sem standa saman í hóp,“ segir Ólafur. „Nafnið á myndinni er helst til kom- ið af því að mér fannst það vera fallegt.“ Ólafur segist ekki vera klár á hvort listamaðurinn blundi í sér, en honum finnist skemmtilegt að Ieggja stund á myndlist. „Ég fæ mikla ánægju út úr því að skoða afrakstur vinnu minnar.“ Inga Lára Hjaltadóttir vann til gullverðlauna í flokki 9-12 ára, en hún er níu ára gömul. „Ég gerði mynd af Grýlu þar sem hún var að ná i krakka,“ segir Inga Lára. „Myndin átti að vera af einhveiju sem minnti á ísland." Inga Lára segist stundum hafa gaman af því að teikna. Hún fæst mikið við að gera myndir af þjóðsagnapersónum eins og Grýlu og álfum. Þá málaði hún nýlega mynd af uppstillingu af ávöxtum. Krónprins trúlofast KRÓNPRINS Grikkja, Pavlos, elsti sonur Konstantíns konungs og Anne-Marie drottningar, sem eru í útlegð, trúlofaði sig fyrir skömmu ensk-ættaðri konu að nafni Marie- Chantal Miller. Þau hittust í gleð- skap fyrir tveimur árum og ætla að gifta sig í grísku dómkirkjunni í London 1. júlí næstkomandi. 9 MARLON Brando í hlutverki guðföðurins Corleone. Brando á fullu skriði ► MARLON Brando hefur í nógu að snúast þess dagana. Kvikmynd hans „Don Juan De Marco“ verður frumsýnd í Bandaríkjunum bráðlega og á döfinni er önnur kvikmynd, „Di- vine Rapture“, sem hann hyggst framleiða, auk þess að fara með annað aðalhlutverkið á móti De- bru Winger. Tökur munu fara fram á írlandi og leikur Brando prest sem vill gera konu að dýrl- ingi. Hann er einnig að velta fyrir sér aðalhlutverki áætlaðrar end- urgerðar á kvikmyndinni „The Island of Dr. Moreau". Þá er slegist um handritið „Bull Boy“ eftir þennan guðföður í Holly- wood og á meðal þeirra sem taka þátt í slagnum er Sean Penn, sem langar til að leikstýra verkefn- inu. Brando hefur í hyggju að fara með stórt hlutverk í mynd- inni. s Á. 1 Að komast u me j)j) á lagjð jarmalin Greiðsluþjónusta Sparisjóðurinn býður þér nú Greiðsluþjónustu, sem er þægileg og örugg leið í fjármálum þínum og heimilisins. Greiðsluþjónustan er fjölþætt þjónusta sem kemur lagi á fjármál ólíkra viðskiptavina sparisjóðsins. Greiðsluþjónustan sparar þér tíma og fyrirhöfn, skilvís greiðsla reikninga verður í takt við útgjöld sem hægt er að jafna yfir árið ef þess gerist þörf. Þessi þjónusta hentar þeim sem leiðist að standa í biðröðum um hver mánaðamót og láta reikninga ekki slá sig út af laginu. u SPARISJOÐIRNIR -fyrirþig ogþína .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.