Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1995 19 LISTIR „Hæg'fara en seig- fljótandi ferli“ Einar Már Guðmundsson rithöfundur hlýtur Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs í ár fyrir bókina Englar al- heimsins. Hann segir að verðlaunin séu mikill heiður og hvetji hann til að halda uppteknum hætti í ritstörfum. Morgunblaðið/Sverrir EINAR Már Guðmundsson á heimili sínu mitt í amstri gærdagsins. „ÞETTA er mikil hvatning og um leið viðurkenning á því sem maður hefur verið að fást við,“ segir Einar Már Guðmundsson rithöfundur sem hlýtur Bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs í ár fyrir bókina Englar alheims- ins. „Þetta hvetur mann til að halda uppteknum hætti en ég er þeirrar skoðunar að höfundar verði að taka áhættu í efnisvali. Það var til dæmis ákveðin áhætta að setja sig inn í þau mál sem ég skrifaði um í Englunum. Ég var að skrifa mig inn í heim sem gat verið mjög erf- itt að festa hendur á.“ Einar segir of snemmt að gera sér grein fyrir hvaða þýðingu verðlaunin komi til með að hafa fyrir hann í fram- tíðinni. „Þessi verðlaun hafa haft mismikla þýðingu fýrir fyrri verðlaunahafa og ég tel að það velti töluvert á bókinni og höfundinum hver eftirköst- in verða hverju sinni.“ Einar segir að stefnt sé að útgáfu á Englum alheimsiris á dönsku og ensku á þessu ári og þykir ekki ólíklegt að verð- launin komi til með að ýta undir þau áform. „Útgáfuá- ætlanir geta hins vegar alltaf raskast þannig að það borgar sig ekki að hafa hátt um slíka hluti fyrr en fuglinn er í hendi.“ Breytir engu um áform Einar kveðst alltaf hafa verið sáttur við sína stöðu á ritvellinum; hlutirnir hafi allt- af gengið samkvæmt ein- hveijum örlögum. Hann hefur tamið sér ákveðin vinnubrögð sem hann sér enga ástæðu til að virða að vettugi. „Ég hef alltaf hugsað um að vinna vel og skila mínum verkum; vinn yfirleitt fullan vinnudag á hveijum einasta degi og von- ast til að svo verði áfram. Ég held að verðlaunin breyti einnig litlu um þau áform sem ég hafði á pijónunum í ritlist- inni. Þetta er hins vegar góð búbót og gerir það að verkum að maður getur hugsað til lengri tíma í einu.“ Einar segir að íslenskar bókmenntir séu jafnt og þétt að sækja í sig veðrið á hinum Norðurlöndunum. „Stað- reyndin er sú að síðustu tíu til fimmtán árin hefur þýðing- arsamstarf á milli Norður- landanna færst mjög í aukana og ég held að mér sé óhætt að segja að áhugi á íslenskum bókmenntum sé að aukast á hinum Norðurlöndunum. Fólk virðist sjá eitthvað í þeim sem er öðruvísi." Fengið ágæta kynningu Einar hefur því þegar látið að sér kveða á norrænum bókmenntamarkaði en flest skáldverk hans hafa verið þýdd á dönsku, sænsku og norsku. Hann hefur því fengið ágæta umfjöllun ytra en von- ast þó til að verðlaunin geti styrkt stöðu hans enn frekar. „Ég hef fengið ágæta kynn- ingu innan þess sem ég kalla „hið menningarlega um- hverfi“; það er hins vegar akkur fyrir alla höfunda að ná til hinna sem ekki hafa brennandi áhuga á bókmennt- um. Hafa ber þó í huga að það liðu 500 ár frá því að Islendingasagnaritararnir komust út fyrir landsteinana. Þetta er því hægfara en seig- fljótandi ferli.“ Einar er þó sannfærður um að sterkasta vígi íslenskra rit- höfunda sé og eigi að vera markaðurinn hér heima. „Maður er alltaf að skapa ís- lenskar bókmenntir sem eru fyrst og fremst ætlaðar ís- lendingum. Það er hins vegar mjög mikilvægt að komast í samræður við önnur málsvæði og fá viðbrögð annars staðar frá. Ég hef nefnilega alltaf haldið því fram að alþjóðleik- inn sé fólginn í hinu stað- bundna og að fólk úti í heimi sæki í okkar bókmenntir vegna þess að við erum að fjalla um veruleika sem er öðruvísi en þeirra eigin þótt samhljómurinn sé til staðar. Spurningin snýst eiginlega um það hversu mikið af heim- inum þú getur dregið inn í þitt litla umhverfi; því smærra sem það er því meiri spenna fylgir." Niðurstaða fyrri bóka Einar gaf sér góðan tíma til að skrifa Engla alheimsins en í bókinni fjallar hann um viðkvæmt efni, geðsýki. „Englarnir voru eins og flest- ar mínar bækur lengi að vaxa inni í mér. Ég hafði gert áhlaup að ýmsum þáttum en svona bók er lengi að mótast sem heild. Sá heimur sem býr í bókinni hafði búið með mér lengi. Ég kynntist honum svo- lítið í gegnum bróður minn heitinn, en bókin er tileinkuð honum.“ Einar lítur á Engla al- heimsins sem nokkurs konar niðurstöðu fyrri bóka sinna. Hún sameini ljóðrænan og beinan frásagnarhátt. „Þessi bók einkennist töluvert mikið af einhveiju nöktu raunsæi en mér finnst hins vegar allt- af einhver Ijóðræna búa í henni líka.“ Einar Már Guðmundsson er fimmti íslendingurinn sem hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs; hinir eru Ólafur Jóhann Sigurðsson, Snorri Hjartarson, Thor Vil- hjálmsson og Fríða Á. Sigurð- ardóttir. Múrarnir sem aldrei hrynja BOKMENNTIR Bókmcnntavcrðlaun Norðurlandaráðs EINAR Már Guðmundsson fær bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs 1995 fyrir skáldsöguna Engla alheimsins. Verðlaunaupphæð 350.000 danskar krónur.- ENGLAR alheimsins eftir Einar Má Guðmunds- son mörkuðu viss tímamót í skáldsagnagerð hans. Raunsæisstíll sem hófst með Rauðum dögum 1990 náði þroska og hann snéri að mestu baki við stíl fyrstu skáldsagna sinna, Hinni myndríku framsetn- ingu sem stundum nálgaðist ljóðrænu. Annað sem gerir Engla alheimsins öðruvisi en hinar skáldsögurnar er að fyndnin víkur fyrir kímni og frásögnin er alvörugefnari og sárari en áður. Englar alheimsins er allra síst erfið bók aflestrar. Það er létt yfir henni þrátt fyrir alvöruna. Við vit- um að skáldsagan er byggð á ævi og örlögum bróður höfundarins sem átti við geðsjúkdóm að stríða. Bróðirinn getur ekki aðlagast umhverfi sínu og það má velta því fyrir sér hvort hann velur geðveik- ina sem lausn, flótta frá því sem aðrir telja eðli- legt eða hvort hann fær engu um það ráðið sjálfur. Einar Már sýnir í skáldsöguni hve bilið er mjótt á milli hins sjúka og þess sem á að heita heilbrigður. Sagan er samtímalýsing og speglar ýmis hita- mál samtímans og litla þjóð meðal hina stærri. Hún segir líka frá því hvernig Reykjavík breytist í borg og frá upprunanum sem er í sveitalífinu. Einar Már segir hispurslaust frá því sem ekki er vandalaust að gera opinbert. Hann skrifar af einlægni og einlægni er áberandi í fari söguhetj- unnar. Hún er fædd sama dag og ísland gekk í Nato 30. mars 1949. Söguhetjan man þegar Berlín- armúrinn hrundi, ekki vegna þess að henni fýndist hrun hans skipta máli heldur að það fékk hana til að hugsa eftirfarandi: „Þessi múr getur hrunið en múramir milli mín og heimsins hrynja aldrei; þeir standa óhagganlegir og traustir, jafnvel þói enginn sjái þá með berum augurn." Undir fullu tungli Englar alheimsins er engin drengjasaga, en varðveitir bernskuna með lýsingu sinni á manni sem bæði veit og veit ekki. Hann hefur ferðast undir fullu tungli { heimi órasinna. Það sama gerir höfundurinn. Hann freistar þess að láta lesandann finna og skynja vægðarlausan veruleik sem er ekki aðeins til í hugarheimi sjúks manns heldur hluti af lífi allra. í stuttu máli mætti spyija: Hver er heilbrigður, reiðubúinn til að bregðast rétt við þeim múmm sem umkringja nútímamanninn. Er það kannski hinn sjúki? Nú þegar Englar alheimsins hafa fengið bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs er það hluti af sigurgöngu höfundarins sjálfs, áfangi í lífi hans og þroska og sannar enn á ný að íslenskar samtíma- bókmenntir njóta álits og eru taldar skipta máli. Jóhann Hjálmarsson Marmaris on Kos i fyrsta slnn í lioði hjá islenskri ferðaskrifsíSfu með ísienskum fararstjóra á verði venjulegrar sölarlandaferðar. Kos er draumaeyja allra ferðalanga, töfraheimur sem er grískari en allt sem er grískt. BROTTFARARDAGAR: 21., 28. maí; 4. júní; 6., 13., 20., 27. ágúst; 3. september. Marmarls á Tyrklandsströndum hefur allt að bjóða sem sólþyrstir íslendingar geta óskað sér og að auki heilan menningarheim með glæstum fornminjum og merkri sögu. BROTTFARARDAGAR: 25. maí; 1., 8. júní; 3., 10., 17. ágúst. Meðalverö frá; Marmarls |R8 2fi3 kK* r á mann m.v. hjón og 2 liörn,, Ný lönd Qfrir stafni" Með einkasamniiiiji við Sgies og Tjæreliorg gefast njiir ferðamöguleikar. -Þar sem er gaman liar erum viö. Tjœreborg f [X j \))v 4 *lnnifaliö: flug, gisting og flugvallarskattar. Muniö að bóka fyrir 13.fehrúar _ /íMrval-útsýn Lcígmúla 4: sími 569 9300, Hafnarfirdi: stmi 565 23 66, Keflavtk: sími 11353. Selfossi: sími 21666, Akureyri: stmi 2 50 00 - og hjá umboðsmSnnum um land alll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.