Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 48
í K G Ltm alltaf á Miövikudögum MORGUNBIADID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(SCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Stj órnmálaflokkar á Akureyri funda um ÚA-skýrslur Ákvarðanir ekki teknar að svo Akureyri, Morgunblaðið. ALLIR stjómmálaflokkar sem full- trúa eiga í bæjarstjórn Akureyrar boðuðu til funda um skýrslur þær sem í gær voru lagðar fram um áhrif þess á starfsemi Utgerðarfélags Akureyringa að færa viðskipti sín frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna til Islenskra sjávarafurða. Flokkamir gerðu þó ekki upp afstöðu sína í málinu, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. . Skýrslurnar voru unnar af .Nýsi hf. og Andra Teitssyni ráðgjafa hjá Kaupþingi Norðurlands fyrir bæjar- stjóm Akureyrar. Bæjarfulltrúar standa nú frammi fyrir þeirri ákvörð- un að gera upp á milli tilboða fisk- sölufýrirtækjanna tveggja um flutn- ing starfsemi til Akureyrar, gegn því að þeim verði tryggð sala afurða fyrir ÚA. Ekki endilega hagstætt að binda viðskiptin Hins vegar kemur fram í báðum skýrslunum að ekki sé endilega æski- legt fyrir ÚA að binda viðskipti sín við eitt fisksölufyrirtæki til lengri tíma. I Nýsisskýrslunni er nefnt að allt eins geti verið heppilegt fyrir ÚA að standa utan sölusamtaka en gera samninga um sölu ákveðinna tegunda á ákveðnum mörkuðum. Andri segir í sinni skýrslu að frá sjónarhóli ÚA verði vart séð að það að fá höfuðstöðvar ÍS til Akureyrar réttlæti skyndiákvörðun um að flytja sölu á afurðum frá SH. Hyggilegra verði að telja að kanna málin betur m.a. með því hvort nýta megi kosti þróunarstarfs ÍS innan SH. I skýrslu Andra kemur fram að ýmislegt bendi til þess að SH sé vænlegri söluaðili en ÍS en engar slíkar afgerandi niðurstöður koma fram í skýrslu Nýsis. Á fundi bæjarmálaráðs Sjálfstæð- isflokksins voru skýrslurnar ræddar, en engar samþykktir gerðar. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins töluðu flestir fundarmenn með því að áfram yrði skipt við SH. Alþýðuflokksmenn vilja hafa hagsmuni bæjarins í huga en gæta þess að fóma ekki hagsmunum ÚA við ákvarðanatöku í málinu og kom fram á félagsfundi í gærkvöld að hagsmunum ÚA væri betur borgið hjá SH. Fram kom tillaga á fundinum þess efnis að þó að UA færði ekki stöddu sín viðskipti til ÍS yrði kannað hvort bæjaryfirvöld gætu veitt ÍS fyrir- greiðslu færi fyrirtækið aðalstöðvar sínar norður og fékk hún góðar und- irtekir fundarmanna. Á fundi Alþýðubandalagsmanna voru skýrslurnar ræddar, en hópi manna falið að fara betur yfir þær. Ekki var á framsóknarmönnum að heyra að afstaða hefði verið tekm í málinu. ■ Skýrslumar/12 Faiinfergi á ísafirði HÚS Ásgeirs Guðbjartssonar skipstjóra við Túngötu er meðal fjölmargra húsa á Isafirði sem snjór sækir á, en gífurlegt fann- fergi hefur verið víða á Vestfjörð- um og Norðurlandi undanfarna daga. Hættuástandi hefur enn ekki verið aflýst vegna snjóflóða- hættu á norðanverðum Vestfjörð- um og á Siglufirði, en á Patreks- firði var hættuástandi hins vegar aflýst síðdegis í gær. Vonskuveð- ur var áfram á Snæfellsnesi og í nærsveitum í gær, og sömu leiðis var hvassviðri og ofan koma víðs- vegar á Norðurlandi, en skólahald var víða fellt niður af þessum sökum. Þá vom flestir vegir ófær- ir á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna fannfergis. ■ Hættuástandi aflýst/2 Nýrtvö þúsund kr. seðill fljótlega NÝR tvö þúsund króna seðill mun líta dagsins ljós innan skamms en á honum verður mynd af Jóhannesi Kjarval list- málara og verkum hans. Að sögn Sighvats Björgvinssonar iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur Seðlabankinn einnig ósk- að eftir því að gefinn verði út eitt hundrað króna myntpen- ingur og sé sú beiðni í skoðun. Sighvatur segir að þótt myntin sé ódýrari kostur sé ekki ráðlegt að hefja slátt á hundrað krónu peningi. „Það er mikill stöðugleiki í íslensku efnahagslífi og gengi íslensku krónunnar stöðugt. Því er ekki vilji fyrir því að gera breytingar sem huglægt séð gætu gert að verkum að fólki fyndist gjald- miðillinn verðminni.“ Litasamsetning óljós Hönnun seðilsins, sem verð- ur marglitur, var í höndum Kristínar Þorkelsdóttur en að hennar sögn er ekki ljóst á þessari stundu hver endanleg litasamsetning verður. Kristín hannaði einnig seðlana sem teknir voru í notkun 1. janúar 1981, en tíu króna og fimmtíu króna seðlarnir, sem voru blá- og brúnleitir, eru að mestu horfnir úr umferð að sögn Freys Jóhannessonar, sem safnað hefur íslenskum pen- ingaseðlum í 30 ár. Að hans sögn var þúsund króna seðillinn tekinn í notkun 12. september 1984 og fimm þúsund króna seðillinn tekinn í notkun 10. júní 1986. Um hönnun þeirra sáu Kristín Þor- kelsdóttir og Stephen A. Fair- bairn. Metfjöldi afskrán- inga skipa í fyrra Samkeppnisráð um stjórnunar- og eignatengsl í íslensku atvinnulífi 811 milljón- ir í úreld- ingarstyrki Á SÍÐASTA ári voru fleiri skip og ! bátar máð af skipaskrá en nokkru sinni fýrr í sögu skipaskráningar á íslandi, en þau voru samtals 183 tals- ins. Þar af voru 97 þilfarsskip af- skráð, samtals 5.464 brúttórúmlestir, og að auki hurfu 86 bátar úr flotanum. Steindór Ámason hjá skipaskrán- ingu Siglingamálastofnunar segir að helsta skýrningin á þessum mikla fjölda afskráninga sé sú að lög um Þróunarsjóð sjávarútvegsins hafi tekið gildi í fyrra, sem þar með veiti skipa- eigendum úreldingarstyrk til að farga skipunum ellegar selja þau úr landi. Þróunarsjóður samþykkti í fyrra • 304 umsóknir um úreldingarstyrk, en hann nam 45% af vátryggingarverði skips eins og það var 1. janúar 1994. Fyrir áramót náðu 90 skip að upp- fylla skilyrði sjóðsins um úreldingu og komu samtals 811 milljónir króna í hlut eigenda þeirra. ■ Fleiri skip/Bl Tilefni til að samkeppnis- yfirvöld séu á varðbergi AÐSTÆÐUR á einstökum mörkuðum hér á landi gefa tilefni til að samkeppnisyfirvöld séu á varðbergi, segir í skýrslu samkeppnisráðs um stjómunar- og eignatengsl í íslensku atvinnu- lífi. Sighvatur Björgvinsson, viðskiptaráðherra, sagði að við lestur skýrslunnar hefði sér komið mest á óvart hvað einstaklingar, sem skipaðir væru í stöður á vegum ríkisins, sætu víða í stjórnum fyrirtækja og sjóða. Ríkisforstjórar, ekki síst hjá lánastofnunum, færu með mikil völd. „Þá er líka ljóst af skýrslunni að auk við- skiptablokkanna Kolkrabbans og Smokkfisks- ins, sem svo hafa verið nefndar, eru lífeyrissjóð- irnir mjög voldugir," sagði ráðherra, sem lagði skýrsluna fyrir Alþingi í gær. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru, að lítil tengsl séu á milli eignar og valds í íslensku atvinnulífi, þar sem stjórnarmenn og stjórnend- ur stærstu fyrirtækjanna eigi sjálfir lítinn eða engan hlut í þeim. Umsvif ríkisins í atvinnulíf- inu séu mikil og margvísleg, m.a. í krafti nær hundrað milljarða eignar og valds til að úthluta takmarkaðri aðstöðu til atvinnurekstrar. „Blokkir" í atvinnulífinu Bent er á, að eitt til fjögur fyrirtæki séu iðulega leiðandi á mörkuðunum og merki séu um að í atvinnulífinu myndist „blokkir" fyrir- tækja, þar sem fyrirtæki tengjast eigna- og stjórnunarlega. „Stærstu fyrirtæki á sviði trygginga, olíuverslunar, flutninga, útflutnings sjávarfangs og ferðaþjónustu tengjast með gagnkvæmu eignarhaldi og stjórnunartengsl eru einnig mikil þar sem sömu aðilar sitja í stjórnum þessara fyrirtækja og veita þeim for- ystu,“ segir í skýrslunni og spurt er hvort þar sé að finna alvarleg einkenni hringamyndunar, óæskileg tengsl eða valdssamþjöppun sem geti takmarkað samkeppni eða hindrað fijálsa þróun viðskipta. í niðurstöðum skýrslunnar segir um þetta, að nauðsynlegt sé að líta til tveggja þátta. Annars vegar stærðar og fjölda fyrirtækjanna og aðstæðna þeirra til að beita afli sínu á markaðnum og hins vegar hvernig þau hegði sér á markaðnum í raun. Ekki sé sjálfgefið að stórt fyrirtæki neyti aflsmunar. Er leiðarljósið hreint arðsemismat? Umfang lífeyrissjóða á fjármagnsmarkaðn- um vekur athygli skýrsluhöfunda og bent er á að fjárfesting lífeyrissjóðanna í fyrirtækjum leiði gjarnan af sér stjórnarsetu í þeim. „Þá kemur í ljós sú tilhneiging að Samvinnulífeyris- sjóðurinn fjárfestir frekar í fyrirtækjum sem áður höfðu tengsl við Samband íslenskra sam- vinnufélaga. Lífeyrissjóður verslunarmanna fjárfestir aftur á móti gjarnan í „blokk“ sem tengist einkarekstri. Því er eðlilegt að spurt sé, var hreint arðsemismat haft að leiðarljósi við fjárfestinguna?" segir í skýrslunni. ■ Sterk tengsl/24-25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.