Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ SKÝRSLUR UM SÖLUMÁL ÚA SKÝRSLUR um áhrif þess að sölumál Útgerðarfélags Akur- eyringa yrðu færð frá Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna til ís- lenskra sjávarafurða voru ræddar á lokafundi viðræðu- hóps bæjarstjórnar Akureyrar síðdegs í gær og á fundum sljórnmálaflokkanna sem full- trúa eiga í bæjarstjórn í gær- kvöld. Niðurstöður beggja skýrslnanna eru að bæði fisk- sölufyrirtækin séu hæf til að hafa þessi viðskipti með hönd- um. f annarri skýrslunni er SH talin vænlegri kostur en í hinni er ekki eindregið mælt með öðrum aðilanum. í báðum skýrslunum kemur fram það sjónarmið að ÚA ætti ekki að binda sig við ákveðið fisksölu- fyrirtæki til langs tíma en slíkt hafa bæði fyrirtæki gert að skilyrði fyrir tilboðum sínum um atvinnuuppbyggingu á Ak- ureyri. Við mat skýrsluhöfunda á atvinnutilboðum sölufyrir- tækjanna er ekki gert upp á milli, en fram kemur að hvort um sig hafi áhrif á ólíka þætti. Þannig hafi tilboð ÍS um flutn- ing höfuðstöðva til Akureyrar einkum jákvæð áhrif á þjón- ustustarfsemi en tilboð SH, sem hyggst tryggja allt að 80 störf í bænum, hafi meiri áhrif á hafnsækna starfsemi. Ekkí sjálfgefið að ÚA sé aðili að sölusamtökum ÞAÐ ER alls ekki sjálfgefíð að nauð- synlegt sé fyrir Útgerðarfélag Akur- eyringa að vera aðili að sölusamtök- um, allt eins getur verið heppilegt að standa utan þeirra og gera sö- lusamninga um ákveðnar tegundir á ákveðnum mörkuðum til ákveðins tíma. Sölufyrirtækin hafí náð mis- munandi árangri eftir markaðssvæð- um og afurðaflokkum á mismunandi tímum. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Nýsis sem unnin var fyrir Akureyrarbæ um sölumál ÚA og áhrif þess að færa þau frá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna til íslenskra sjávarafuða, en þetta er svar við þeirri spumingu bæjarstjómar hvort hugsanlegt sé að IS selji hluta afurða ÚA en hinn hlutinn yrði áfram hjá SH. (Höfund- ar segja að verði sala afurða ÚA flutt til ÍS muni velta ÍS aukast um allt að 16%, en áhrifín yrðu mikið áfall fyrir SH.) I niðurstöðum skýrslu Nýsis kem- ur fram að munur milli físksölufyrir- tækjanna sé ekki mikill hvað ýmsa þætti snertir, bæði hafí þau verið vakandi fyrir viðskiptatækifærum, verið virk í vöruþróun og orðið alþjóð- legri í starfsemi sinni með hverju ári sem líður og þau hafí aukið hlut sinn í sölu fyrir erlenda fiskframleiðend- ur. SH sé þó stærra og sterkara á Bandaríkjamarkaði, það er sameign- arfélag framleiðenda en ÍS hlutafé- lag. Kljást við erfið verkefni samtímis Til skemmri tíma Iitið er ljóst, segir í skýrslunni,_ að ef ÚA gerir sölusamning við ÍS og fyrirtækið flytur til Akureyrar' þurfí það að kljást við nokkur erfíð viðfangsefni samtímis. Röskun á starfsemi fýlgi flutningum milli landshluta, þjálfa þarf upp nýtt starfsfólk í stað þess sem ekki flytur með fyrirtækinu og þá þurfí fyrirtækið að auka sölu sína stórlega því með nýlegri aðild að Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum og hugsanlegri sölu fyrir ÚA muni magnið aukast um 40%, mismunandi þó eftir tegundum. Slíkt geti leitt til tímabundinnar mettunar á vissum mörkuðum, sölutregðu og verðlækk- ana, nema skjótt verði aflað nýrra markaða eða tekið verði við einhverj- um sölusamningum Coldwater. Fyrir ÚA geti breyting á söluaðila leitt til skammtímaerfíðleika, að slíta ára- tuga samstarfí við SH, tíma taki að aðlaga sig nýjum samstarfsaðila og laga sig að áherslum hans, stefnu og forskriftum. Tekið er fram í skýrslunni að verði um skyndileg slit á sölusamningi ÚA og SH að ræða, án þess að 9 mán- aða uppsagnafrestur sé virtur, geti afleiðingarnar orðið alvarlegar, þær geti_ ekki aðeins sett starfsemi ÚA og ÍS úr skorðum heldur kynnu að hafa neikvæð áhrif á önnur íslensk fyrirtæki og markaði þeirra. Mat skýrsluhöfunda er að ÍS muni jafna sig á flutningum til Akureyrar og geta aukið sókna sína á mörkuð- um með nýjan og öflugan framleið- anda innan sinna vébanda og að nálægðin milli þeirra muni verða báðum fyrirtækjum mikill styrkur. Innri styrkur ÍS er að mati höfunda mikill og með góðum undirbúningi, skipulagningu og hæfílegum aðlög- unartíma eigi fyrirtækið að geta tek- ist á við þetta erfíða verkefni en þeir benda á nýlegt dæmi frá Namib- Jakob Björnsson bæjarsljóri með aðra skýrsluna íu þar sem ÍS hafí tekist á við stórt verkefni á skömmum tíma og leyst það vel af hendi. Jákvæð áhrif á atvinnu- og viðskiptalíf Verði skipt um sölusamtök má gera ráð fyrir breytingum á fram- leiðslu ÚA, einkum í þá veru að meira yrði framleitt í sérvinnslu en nú og einnig má gera ráð fyrir að hærra hlutfall framleiðslunnar færi til Evrópu. í skýrslunni er lagt mat á heildar- áhrif tilboða fisksölufyrirtækjanna fái þau umboð til að selja afurðir ÚA. Áætlað er að um helmingur starfsfólks ÍS muni flytja með fyrir- tækinu til Akureyrar, þannig að 30-35 störf yrðu til í bænum. Einnig er áætlað að flytjist 66 útflutnings- störf til Akureyrar sé ekki óvarlegt að áætla að 50-60 viðbótarstörf verði til í bænum í þjónustugreinum. Áhrif- in af flutningi ÍS til Akureyrar á fjár- mála- og viðskiptaþjónustu yrðu mik- il, bankaviðskipti færðust væntan- lega á heimaslóðir en fyrirtækið velti um 18 milljörðum árið 1993. Þá yrðu áhrifin jákvæð á hótel- og veitinga- starfsemi og flugþjónustu, bærinn myndi eflast sem miðstöð sjávarút- vegs og skapa sér sterkari stöðu til að knýja á um að aðrar stofnanir og samtök á sviði sjávarútvegs flyttu starfsemi sína til bæjarins. Styrkur Háskólans myndi einnig aukast. SH býðst til að tryggja um 80 störf í bænum, en um annars konar störf er að ræða að hluta þar sem um helmingur þeirra er fyrir verka- menn og iðnverkafólk og um 30 fyr- ir sérmenntað fólk og skrifstofufólk. Að meðaltali er um lægri laun að ræða en um 50 þeirra myndu nýtast betur atvinnulausum Akureyringum en þau störf sem fylgja flutningi ÍS. Miklir möguleikar felist einnig í til- boði um að gera Akureyri að miðstöð flutninga sem efli höfnina verulega. Í báðum tilboðum felist mikil og jákvæð áhrif á atvinnu- og viðskipta- líf í bænum, en ekki sé með sann- gjömum mælikvörðum hægt að bera þau saman þannig að annað teljist betra en hitt, segir í skýrslu Nýsis. Skýrsla Andra Teitssonar hjá Kaupþingi um sölumál afurða Útgerðarfélagsins Ýmislegt bendir til að SH sé vænlegri kostur ANDRI Teitsson, rekstrarráðgjafí hjá Kaupþingi Norðurlands, segir í skýrslu sinni um áhrif þess að Út- gerðarfélag Akureyringa skipti um sölufyrirtæki, að ýmislegt bendi til að það sé vænlegri kostur að ÚA selji afurðir sínar áfram á vegum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna en að færa afurðasöluna til íslenzkra sjávarafurða. Andri bendir hins veg- ar á að það geti ekki talizt heppilegt frá sjónarhóli ÚA að binda viðskipti á ákveðnum sviðum langt fram í tím- ann. Það eigi jafnt við um SH og ÍS. Höfundur segir erfitt að gera upp á milli tilboða SH og ÍS varðandi at- vinnuuppbyggingu á Akureyri. Andri bendir á það í skýrslunni að ekki sé um það að ræða fyrir ÚA að hætta að selja afurðir sínar í gegn- um SH en eiga áfram eignarhlut sinn í félaginu. Ekki sé heldur um það að ræða að vera áfram í SH en selja hluta afurðanna eftir öðrum leiðum, þar sem aðildarfyrirtæki Sölumið- stöðvarinnar séu skyldug að selja afurðir sínar í gegnum hana. Meiri umsvif SH í skýrslunni kemur fram að starf- semi SH og ÍS sé að mörgu leyti svipuð, en verulegur mun- ur sé á umsvifum fyrir- tækjanna. „Ef velta í um- boðssölu til óskyldra aðila er ekki talin með var velta SH árið 1993 21,5 millj- arðar króna og velta ÍS um 8 millj- arðar króna,“ segir í skýrslu Andra. „Ef þessi velta er hins vegar talin með var velta SH um 32 milljarðar kr. árið 1993, samanborið við 18,4 milljarða hjá ÍS. Árið 1994 var heild- arsala ÍS 56.400 tonn og heiidarsala SH 121.700 tonn.“ Fram kemur að framleiðsla ÚA á frystum botnfískafurðum hafi verið 11.680 tonn á síðasta ári. Sala SH á botnfískafurðum hafi á sama tíma verið 83.686 tonn og sala ÍS 38.188 tonn að frátalinni sölu Alaskaufsa og lýsings. Hlutfall framleiðslu ÚA af þessum sölutölum sé því 14% mið- að við SH, þar af hæst í grálúðu eða 27%. Framleiðsla ÚA nemi 31% af sölu ÍS og sé grálúðuframleiðslan 110% af sölu fyrirtækisins. Þá tiltekur skýrsluhöfundur að SH selji afurðir fyrir Mecklenburger Hochseefíscherei í Rostock, dóttur- fyrirtæki ÚA. Samanlögð framleiðsla UA og MHF af botnfiski hafí verið um 18.000 tonn á síðasta ári. Saman- lögð framleiðsla þeirra af karfa nam t.d. 96% af karfasölu ÍS. Þarf aðlögun til að ÍS taki vfð „Af samanburði á sölu má ráða að nokkra aðlögun þurfí til svo að ÍS geti tekið við sölu á afurðum ÚA. Annaðhvort þarf sala ÍS að aukast verulega, þ.e. um yfír 100% á ein- stökum afurðaflokkum, eða að breyta verður fram- leiðslumynstri ÚA,“ segir Andri. „Miklu skiptir hér að meta ástand á þeim mörkuðum sem mikilvæg- astir eru. Forstjóri dótturfyrirtækis IS í Bandaríkjunum telur að heildar- sala á físki til veitingahúsakeðja muni standa í stað og að barátta fisk- sölufyrirtækja muni því standa um að fá sem stærsta sneið af þessari köku. Miklu skiptir hvort framboð SH muni minnka ef félagið missir viðskiptin við ÚA. Tvennt getur orð- ið til að viðhalda framboðinu frá SH; aukið framboð afurða á beztu mark- aðina frá öðrum framleiðendum inn- an SH og aukin sala á fiski frá aðil- um utan SH, hér heima eða erlendis." í skýrslunni kemur fram að félags- menn í SH fái umboðslaun að hluta endurgreidd ef vel gangi hjá móður- félaginu. Ef hagnaður sé af ÍS, njóti eigendur félagsins þess. í öllum til- vikum séu samanlögð innlend og erlend umboðslaun lægri hjá SH en ÍS, sé tekið tillit til endurgreiðslu á umboðslaunum hjá SH. Hærra verð hjá SH Samanburður á meðalverði ýmissa fískafurða á árinu 1994 leiðir í ljós, samkvæmt skýrslu Andra, að verð hjá SH sé ívið hærra en hjá ÍS í þorski og karfa en svipað í ýsu ufsa og grálúðu. ÍS gerir margvíslegar athugasemdir við þennan sam- anburð, en ÚA, Akureyrarbæ og físksölufyrirtækjunum var heimilt að gera athugasemdir við drög beggja skýrslnanna. Andri segir erfítt að gera áreiðanlegan samanburð á verði nema láta endurskoðendur fara yfír öll viðskipti sölufyrirtækjanna á ákveðnu tímabili, og til þess hafi ekki unnizt tími. Rætt var við nokkur verðbréfafyr- irtæki og stofnanafjárfesta við gerð skýrslunnar og koma sjónarmið þeirra fram í einum kafla hennar. Þar segir meðal annars: „Aðgerðir sem bera keim af að þjóna öðrum hagsmunum en hreinum viðskipta- hagsmunum félagsins hijóta að grafa undan trausti minnihlutaeigenda á meirihlutaeiganda sem framkvæmir slíkar aðgerðir. Verðbréfamarkaður þróast að miklu leyti með tilliti til væntinga og skiptir því ekki höfuð- máli hvort meirihlutinn er raunveru- lega að taka viðkomandi ákvörðun með hag félagsins í huga eða ekki.“ Fram kemur að nefnt hafí verið að hluti skýringar á lægra markaðs- verði bréfa ÚA en Granda, þrátt fyr- ir stöðugri rekstur, væri meirihluta- eign Akureyrarbæjar, sem ætti margvíslegra hagsmuna að gæta, til dæmis varðandi atvinnumál, útsvars- greiðslur og fleira. „Ef til þessa kæmi að færa viðskiptin til ÍS myndi það undirstrika þessar efasemdir varðandi markmið Akureyrarbæjar með rekstri ÚA; menn myndu sjá að þetta er raunveruleg áhætta. Jafnvel þótt ekki verði af þessu munu einhveijir verða minna áfjáðir en áður í að eiga hlutabréf á móti Akureyrarbæ, vegna þeirra tilburða sem hafðir hafa verið í frammi," segir í samantekt á sjónarmiðum fjárfesta. Haft er eftir sumum þeirra að þeir muni hugleiða að selja hlutabréf í ÚA eða ráð- leggja umbjóðendum sín- um að gera það, verði breytt um sölufyrirtæki. Aðrir segja slíka breytingu ekki munu hafa nein áhrif. Erfitt að gera upp á milli tilboða í skýrslunni kemur fram sú skoðun að almennt hefði það jákvæð áhrif fyrir ÚA ef sölufyrirtæki þess flytt- ist að hluta eða öllu leyti til Akur- eyrar. Erfitt sé hins vegar að gera upp á milli tilboða fisksölufyrirtækj- anna um atvinnuuppbyggingu á Ak- ureyri. Ekki sé um að ræða teljandi mun á fjölda starfa, nema SH tryggi að skipafélagið Jöklar flytji til Akur- eyrar og starfsmenn verði búsettir þar. Þetta telur Andri þó ekki fast í hendi. Hann telur að með ÍS myndu koma fleiri skrifstofustörf og tiltölu- lega mikil eftirspum eftir þjónustu, en með umbúðaframleiðslu á vegum SH og starfsemi Jökla kæmu aukin verkefni iðnaðarmanna og fleira slíkt. Andri telur hluta af tilboðum sölufyrirtækjanna í raun undir öðrum fyrirtækjum komna, en ekki á þeirra valdi. Réttlætir ekki skyndiákvörðun Niðurstaða Andra Teitssonar er svohljóðandi: „Að mati skýrsluhöfundar bendir ýmislegt til þess að SH sé vænlegri söluaðili en ÍS. Þar kemur einkum til mun meiri sala SH en ÍS alls stað- ar nema í Bretlandi og eignaraðild ÚA að SH. Einnig má nefna lægri umboðslaun og þekktara vörumerki. A hinn bóginn er fyrirkomulag ÍS á þróunarstarfi áhugavert. Frá sjónarhóli UA verður vart séð að það að fá höfuðstöðvar ÍS til Akureyrar réttlæti ákvörðun um að flytja sölu á afurðum frá SH til ÍS í skyndi. Hyggilegra verð- ur að telja að kanna málin betur, meðal annars hvort nýta megi kosti þróunar- starfs ÍS innan SH. Einnig verður fróðlegt að sjá hvemig ÍS tekst til við að selja afurð- ir Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna- eyjum. Loks má nefna þann mögu- leika að vinna innan SH að því að gera eignarhluta félagsmanna selj- anlegri, en ljóst er að ÚA myndi skilja tugi eða hundruð milljóna eftir í SH með því að ganga úr félaginu nú. Almennt séð getur ekki talizt heppilegt frá sjónarhóli ÚA að binda viðskipti félagsins á tilteknum svið- um langt fram í tímann. Það á við um sölumálin og gildir jafnt um ÍS og SH.“ Sala ÍS þarf að aukast verulega Ekki teljandi munur á fjölda starfa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.