Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1995 37 Frá Kjartani Birni Guðmundssyni: ÞAÐ var 8. des. árið 1980, er Björg- unarhundasveit íslands var stofnuð að tilhlutan stjórnar Landssam- bands hjálparsveita skáta. Hlutverk sveitarinnar er að vera samtök manna um allt land, er áhuga hafa á þjálfun og notkun hunda til leitar og björgunarstarfa. Tilgangi sínum hugðist sveitin ná með miðlun upp- lýsinga um þjálfun hunda og manna til leitar og björgunarstarfa og standa fyrir námskeiðum og æfing- um í þeim tilgangi. Fyrirmynd að þessari sveit var komin frá Noregi, þar sem svona samtök voru til stað- ar og menn þar komnir með mikla reynslu. Talsverður áhugi var meðal fólks í byrjun á stofnun þessarar sveitar og mætti á stofnfundinn mikil fjöldi fólks. Þjálfun hunda erfið og tímafrek Mikið vatn hefur runnið til sjáv- ar, síðan þetta skeði og margir helst úr lestinni af ýmsum ástæð- um, ég held þó aðallega vegna þess að fólk þurfti að vinna til að hafa ofaní sig og sína, og þá lítill tími til að sinna jafn tímafrekri vinnu eins og þjálfun hunda krefst. Þó var það svo að lítill kjarni hélt þessu áfram, sem jafnframt þjálfun á eig- 1 in hundum reyndi að fá skilning , ráðamanna björgunarmála á þessu starfi og smám saman hefur það tekist. Þó má segja að það skipti sköpum þegar hundar okkar sýndu árangur í leit á Patreksfirði 1983. Ég tel að á engan sé hallað þó ég minnist sérstaklega þeirra manna er störfuðu þá í stjórn Landssambands hjálparsveita skáta, starfsmanna og stjórnar Landhelgisgæslunnar, og ekki síst 1 starfsmanna Almannavarna ríkis- l ins og Almannavarnaráðs. Víst er að marga fleiri mætti upp telja, en ég læt þetta nægja að sinni. Aðstoð frá Noregi Allt frá byijun höfum við notið sérstakrar hjálpar vina okkar frá Noregi, sem komið hafa hingað okkur til leiðbeiningar og hjálpar, I svo sem með því að dæma hunda ’ okkar á þeim námskeiðum sem við 1 höfum haldið og þá einnig haldið I fyrirlestra um þjálfun hunda til þessara starfa. Einnig hafa þeir gefið okkur kost á að sækja sín DHL- deildin ' á Stöð 2 Frá Helga Gísla Eyjólfssyni: SEM einn af unnendum körfuknatt- leiks hugsaði ég gott til glóðarinnar þegar fram kom í fjölmiðlum að Körfuknattleikssamband íslands hefði gert samning við Stöð 2 um að sýna frá leikjum úr DHL-deild- 1 inni. Fannst mér það gott mál að I ég og aðrir landsmenn myndum sjá ’ meira af íslenskum körfuknattleik í sjónvarpi. Þó skal tekið fram að mér fannst RÚV standa sig allvel í þessum efnum. En hver hefur reyndin orðið? Vonbrigði og aftur vonbrigði. Svo slælega hefur Stöð 2 staðið að þessum málum að þegar 24 umferðum er lokið af 32, þ.e.a.s. deildarkeppninni er brátt lokið, hef- ur stöðin einungis sýnt frá þremur S leikjum auk þess sem sýndar hafa | verið upptökur af leikjum á lélegum útsendingartíma sem er sunnudags- eftirmiðdagur. Með samningi við sjónvarpsstöð hlýtur KKÍ að hafa það að markmiði að sem mest og best sé sýnt frá leikjum deildarinn- ar. En í dag er því alveg öfugt far- ið. Það er von mín og fjölda ann- arra að betur sé gert í framtíðinni . og forusta KKÍ semji þá við sjón- varpsstöð sem treystir sér til að ) gera betur. > HELGIGÍSLIEYJÓLFSSON, Njarðargötu 1, Keflavík. BRÉF TIL BLAÐSINS Bj örgunarhunda- sveit Islands námskeið og höfum við nokkur úr sveitinni notað okkur það. Þeirra starf verður seint fullþakkað. Allt frá stofnun sveitarinnar hafa stjórnir lagt ofurkapp á að vekja áhuga manna á þessu starfí, og því hefur það verið markmið að halda námskeiðin sem víðast úti á landi, til þess að vekja áhuga fólks og ráðamanna björgunaraðgerða á nauðsyn þess að björgunarhundar séu til staðar á öllum þeim stöðum þar sem snjóflóðahætta er. Því dæmin sanna að torvelt getur verið að flytja hunda og menn á milli staða. Nú er það svo að hundar eru á nokkrum þessara staða, en betur má ef duga skal. Hundar ómissandi við leit Með þessu bréfkorni var ekki ætlun mín að rekja sögu sveitarinn- ar, en ég vona að það svari í ein- hveiju þeim mörgu spurningum, sem að mér hafa beinst að undan- förnu. En varðandi spuminguna um það hvernig leit hafí verið framkvæmd við þessa hörmulegu atburði í Súða- vík, vil ég benda fólki á að lesa viðtöl við félaga mína úr Björgunar- sveitinni, sem þar stóðu fremstir í flokki. Einnig vil ég benda á það að núverandi sveitarforingi er Ester Rut Unnsteinsdóttir í síma 658219. Þá er þess að geta að starfsfólk skrifstofu Landsbjargar og Björg- unarskóla Landsbjargar hefur verið tilbúið til að veita upplýsingar um sveitina, þegar um hefur verið beð- ið. Björgunarhundasveitin er aðild- arsveit Landsbjargar og er ein deild í hundarræktarfélagi íslands, en öllum er áhuga hafa er heimil þátt- taka í störfum sveitarinnar með þeim skilyrðum sem lög sveitarinn- ar segja til um. Að endingu vil ég skora á ráða- menn björgunarmála hvar sem er á landinu að veita því fólki stuðn- ing, sem sýnt hefur áhuga á þjálfun hunda til björgunarstarfa, því ljóst er að þetta kostar mikið fé og fyrir- höfn, en þar á ég við kostnað vegna námskeiða og vinnutap þeirra vegna ásamt kostnaði við hundinn og búnað hundamannsins, sem þarf í öllu að vera jafn mikill og búnað- ur almennra hjálparsveitarmanna. KJARTAN BJÖRN GUÐMUNDSSON, fyrrverandi sveitarforingi BHSÍ. vmmmum '*rsu 0« 1. febrúar 1995 verða gefnir út tveir nýir flokkar verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs. Útgáfan er byggð á heimild í lánsfjárlögum fyrir árið 1995 og lögum um lánsfjáröflun ríkissjóðs innanlands, nr. 79 frá 28. desember 1983. Um er að ræða eftirfarandi flokka spariskírteina: Flokkur Lánstími Gjalddagi Nafnvextir Raunávöxtun* Útboðsfjárhæö á ári 1995 1. fl. D 5 ár 10. feb. 2000 4,5% Innan ramma 1995 1. fl. D 10 ár 10. apr. 2005 4,5% sjá lið b framangreindra laga Kjör þessara flokka eru í meginatribum þessi: a) Nafnvextir eru 4,5% á ári og reiknast frá og með 1. febrúar 1995. Grunnvísitala er lánskjaravísitala febrúarmánaðar 1995, þ.e. 3396. *b) Framangreindir flokkar eru seldir í mánaðarlegum útboðum með tilboðsfyrirkomulagi eða kjörum samkvæmt ákvörðun fjármálaráðherra hverju sinni, en raunávöxtun til áskrifenda og skiptikjör eru ákveðin með hliðsjón af þeim kjörum. c) Spariskírteinin eru gefin út í eftirfarandi verðgildum: 5.000, 10.000, 50.000, 100.000, 1.000.000 og 10.000.000 krónur. Spariskírteini ríkissjóðs eru almennt skráð á Verðbréfaþingi íslands og gerir það eigendum þeirra kleift að selja þau fyrir gjalddaga með milligöngu aðila að Verðbréfaþinginu. Seðlabanki íslands er viðskiptavaki fyrir spariskírteini ríkissjóðs sem eru skráð á þinginu. Um skattskyldu eða skattfrelsi spariskírteina, svo og vexti og verðbætur af þeim, fer eftir ákvæbum um tekju- og eignarskatt eins og þau eru á hverjum tíma, sbr. nú 8. gr., 1. tl. B-liður 30 gr., 74 og 78 gr. laga nr. 75/1981, með síöari breytingum, sbr. og lög nr. 79/1983. Spariskírteinin skulu skráb á nafn og eru þau framtalsskyld. LÁNASÝSLA RÍKISINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.