Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ________________________________MÁLEFMI ÚA__________________________________ Akureyringar bíða í eftirvæntingu eftir ákvörðun um sölumál Útgerðarfélags Akureyringa HVER fær að sejja afurðir ÚA? Við þessari spurningu fá Akureyringar hugsanlega svar í dag. Mor8unblaðlð/Runar Þor Meirihluti bæjar- slj órnar í hættu Meirihlutasamstarfi Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks í bæjarstjóm Akureyrar er lok- ið, fái alþýðuflokksmenn þau svör frá fram- --------------------------3»- sóknarmönnum að þeir vilji að viðskipti Ut- .....................———7»--- gerðarfélags Akureyringa færist til Islenzkra sjávarafurða, skrifar Olafur Þ. Stephensen. Afstaða Alþýðubandalagsins gæti ráðið úr- slitum um ákvörðunina, sem allur Akur- eyrarbær bíður nú í eftirvæntingu. ÁLEFNI Útgerðarfélags Akureyringa og hugs- anlegur flutningur starfsemi á vegum stóru físksölufyrirtækjanna, Sölumið- stöðvarinnar og íslenzkra sjávaraf- urða, er aðalumræðuefni flestra Akureyringa þessa dagana. Hvar sem tveir eða fleiri koma saman, heyrast skammstafanimar ÍS, SH og ÚA í líflegum umræðum. And- rúmsloftið einkennist af eftirvænt- ingu og algengt viðkvæði er: Það verður eitthvað að fara að gerast í atvinnulífinu hér og hvort sem það verður SH eða ÍS, sem kemur norð- ur, munu ný störf skapast og hjólin fara að snúast hraðar. Það er þess vegna heldur engin furða að nánast hver einasti maður, sem talað er við, spyiji hvort bæjar- yfirvöld séu ekki að fara að ákveða sig. Menn eru farnir að verða lang- eygir eftir tíðindum. Flókið val Bæjarfulltrúar hafa ekki gert mikið annað undanfarna daga en að sitja á margvíslegum fundum um málið. Þeir standa hins vegar frammi fyrir flóknu vali. í fyrsta lagi verður að ákveða hið fyrsta hvort Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna fari áfram með sölu á afurðum ÚA, eða hvort afurðasalan verði færð til íslenzkra sjávarafurða. Bæði fyrirtækin hafa gert bænum tilboð um að flytja starf- semi til Akureyrar, verðj þeim tryggð afurðasalan. Stjórn ÍS sam- þykkti á fundi f gær að verða við þeirri beiðni bæjarstjórans á Akur- eyri að gefa bæjarstjórn frest þang- að til í kvöld að gefa svar við tilboði fyrirtækisins. ÍS eru á hrakhólum með húsnæði og geta ekki beðið eftir svari öllu lengur. í samþykkt stjórnarfundarins er tekið' fram að flutningur höfuðstöðvanna yrði til að efla Akureyri og landsbyggðina, en honum myndu þó óhjákvæmilega fylgja ýmis vandkvæði og álag á starfsfólk. í öðru lagi hafa nokkur tilboð borizt í hlutabréf Akureyrarbæjar í Útgerðarfélaginu, en þar á bærinn meirihluta. Fyrsta tilboðið sem barst var frá Kaupfélagi Eyfirðinga, sem taldi sig geta tryggt að ÍS vildu flytja höfuðstöðvar sínar til Akureyrar, fengi Kaupfélagið hlutinn. Síðan hafa Samheiji, Skandia, Lífeyris- sjóður Norðurlands, hópur fjárfesta á vegum SH og hópur starfsfólks ÚA lýst áhuga á að kaupa bréf í fyrirtækinu. Saian á hlutabréfunum hefur fallið nokkuð í skuggann af umræðum um fyrirkomulag afurða- sölunnar síðustu daga, en er þó mál sem bæjarfulltrúar geta ekki frestað of lengi að taka afstöðu til. Sjálfstæðismenn og kratar með SH í bæjarstjórn Akureyrar sitja nú fimm framsóknarmenn, sem mynda meirihluta með einum fulltrúa Al- þýðuflokks, þrír sjálfstæðismenn og tveir alþýðubandalagsmenn. Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðuflokkur- inn hafa þegar gert upp hug sinn hvað afurðasöluna varðar. Báðir vilja að ÚA verði áfram aðildarfélag Sölumiðstöðvarinnar og selji afurðir sínar á hennar vegum. „Við sjáum engin rök á neinum vígstöðvum fyr- ir því að breyta úm sölufyrirtæki," sagði Sigurður J. Sigurðsson, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Alþýðubandalagið og Framsókn- arflokkurinn eiga hins vegar eftir að gera endanlega upp afstöðu sína og var búizt við úrslitafundum í báðum flokkum í gærkvöldi. Framsóknarflokkurinn hefur ver- ið hlynntur því að ÍS fái að selja afurðir ÚA. Þar kemur ekki einvörð- ungu til mat bæjarfulltrúa flokksins á áhrifum þess á atvinnulífíð í bæn- um að fá höfuðstöðvar fyrirtækisins til Akureyrar, heldur einnig persónu- leg, pólitísk og viðskiptaieg tengsl forsvarsmanna flokksins í bænum við fyrirtækin, sem áður tilheyrðu Sambandi íslenzkra samvinnufélaga. Hins vegar eru framsóknarmenn nú í þröngri stöðu. í fyrsta lagi mun það mjög sennilega sprengja bæjar- stjórnarmeirihlutann, haldi þeir fast við að ÍS fái viðskiptin. Gísli Bragi Hjartarson, bæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að það væri undir framsóknarmönnum komið hvort meirihlutasamstarfíð héldi. Hann sagði hins vegar að það væri alveg Ijóst að vildi Framsóknarflokkurinn halda fast við ÍS, væri samstarfínu lokið. „Þá verður maður að leita sér að einhveiju öðru ef það verður nið- urstaðan. Ekki getur bærinn verið óstarfhæfur,“ sagði Gísli Bragi. Óþörf áhætta? í öðru lagi eru ekki sérlega traust rök fyrir því, út frá hagsmunum ÚA, að skipta um sölufyrirtæki ef marka má skýrslurnar tvær, sem bæjar- stjórn hefur fengið um hugsanleg áhrif slíkrar breytingar. í skýrslu Nýsis er lítt gert upp á milli sölufyr- irtækjanna og skýrsla Andra Teits- sonar er hlynntari SH. í báðum skýrslum kemur fram að ekki sé heldur hægt a.ð gera upp á milli til- boða fyrirtækjanna um atvinnuupp- byggingu á Akureyri. Margir bæjarbúar segja sem svo að menn viti hvað þeir hafa með SH, og óþörf áhætta sé tekin með því að flytja viðskiptin til ÍS. Þessi af- staða kemur fram í ályktun aðal- fundar starfsmannafélags ÚA, sem haldinn var í gær. Þar segir að í umræðum um val á sölufyrirtæki hafi pólitísk sjónarmið gengið fyrir hagsmunum fyrirtækisins. í áskorun til bæjarstjórnar og stjórnar ÚA, sem 303 starfsmenn höfðu undirrit- að síðdegis í gær, er hvatt til þess að „Iáta það glapræði ekki henda ... að taka ákvörðun um söluaðila á öðrum forsendum en með hags- muni félagsins og starfsfólksins til lengri tíma í huga.“ Loks kann saga Sambandsins og KEA á Akureyri að hafa nokkur áhrif á almenningsálitið. Sambandið var nánast allsráðandi í viðskiptalífi bæjarins um langt skeið og margir þeir, sem leggjast gegn því að arf- taki Sjávarafurðadeildar SÍS fái við- skipti ÚA eða að KEA verði seldur stór hlutur í fyrirtækinu, segjast ekki vilja snúa aftur til þess tíma. (Lítil saga lýsir blómatíma SÍS á Akureyri í hnotskurn. Eftir skoðun- arferð um bæinn sagði sr. Bjarni Jónsson vígslubiskup, aðspurður hvað honum hefði þótt athyglisverð- ast: „Að það skyldi ekki standa KEA á kirkjunni.") Framsóknarmenn tvístígandi Það er þess vegna augljóslega kreppa í meirihlutasamstarfinu og framsóknarmenn virðast tvístígandi. Bæjarstjóri blés af bæjarráðsfund, sem var boðaður klukkan tvö í gær, og fundi sem halda átti með viðræðu- hópi bæjarstjórnarinnar og stjórn ÚA var frestað sömuleiðis. Haldi Framsóknarflokkurinn sig við íslenzkar sjávarafurðir, gæti Alþýðubandalagið komizt í oddaað- stöðu. Heimir Ingimarsson, annar bæjarfulltrúi flokksins, hefur sagzt hlynntari ÍS, en talið er að hinn full- trúinn, Sigríður Stefánsdóttir, hallist á sveif með SH. Málið er umdeilt innan flokksins og þær raddir heyr- ast meðal annars að það gæti reynzt flokknum hættulegt í upphafi kosn- ingabaráttu að ætla að tryggja „kól- krabbann“ í sessi á Akureyri með því að velja SH. Bæjarmálaráð flokksins ákvað á þriðjudagskvöld að fela hópi manna að fara rækilega yfír málið, og átti hópurinn að funda í gærkvöldi. Sig- ríður Stefánsdóttir sagði í samtali við blaðamann síðdegis í gær að flokksmenn ætluðu sér tíma fram á daginn í dag til að gera endanlega upp hug sinn. Bæjarráðsfundur er boðaður klukkan níu árdegis, og þá má búast við að málin skýrist. Allir sammála um að dreifa eignaraðild Spumingjn um sölu hlutabréfa bæjarins í ÚA hefur, eins og áður sagði, fallið í skuggann af umræðum um það hvort afurðasölufyrirtækið á að velja. Margir kostir eru þar til umræðu. Eitt virðist þó liggja ljóst fyrir; að verði hlutabréfin seld, fær enginn einn kaupandi ráðandi hlut í Utgerðarfélagi Akureyringa. Full- trúar allra flokkanna lögðu áherzlu á það í samtölum við blaðamann að dreifa yrði eignaraðildinni, yrðu bréfín seld. Sjálfstæðismenn halda því fram að framsóknarmenn séu nú að átta sig á því að það þýði ekki að ætla að færa KEA völdin í ÚA, en Jakob Björnsson bæjarstjóri segir hins veg- ar að slíkt hafí aldrei verið til um- ræðu. „Hversu innilega sem menn kunna að óska eftir að setja bein- tengingu hér á milli framsóknar- manna í meirihlutanum og Kaupfé- lagsins, þá er hún auðvitað út í hött. Bréf stjórnar Kaupfélagsins til bæj- arins er á hennar ábyrgð og ég get fullyrt að það er ekki inni í dæminu að selja Kaupfélaginu meirihluta í Útgerðarfélagi Akureyringa. Það er ekki til umræðu, frekar en að selja neinum öðrum aðila meirihluta,“ segir Jakob. KEA, Samherji og Lífeyrissjóð- ur Norðurlands ræða saman Stjómendur KEA virðast ekki taka því illa að fá ekki allt það, sem þeir sóttust eftir í bréfi sínu, þar sem þeir föluðust eftir bréfum í UA. Magnús Gauti Magnússon, kaupfélagsstjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið að áhugi KEA á kaupum á hlut í ÚA væri óbreyttur og óháður því, hvort íslenzkar sjávarafurðir fengju söluum- boð fyrir ÚA eða ekki. Hann stað- festi að KEA hefði rætt við Samheija og Lífeyrissjóð Norðurlands um að sækjast í sameiningu eftir hlut í Út- gerðarfélaginu. Hann sagði að það mál væri í biðstöðu, enda hefði stjóm Lífeyrissjóðsins sagt að hún ætti óaf- greitt erindi um hlutabréfakaup hjá bænum og vildi bíða þar til svör feng- just við því. „Ef bærinn vill selja bréf- in fleiri aðilum, og þá heimaaðilum, fara þessar viðræður aftur í gang,“ sagði Magnús Gauti. Framsóknarmenn vilja takmarkað gefa upp um það hvort eigi að selja bréfín og þá með hvaða hætti. Á einum forystumanni þeirra var að heyra að hluturinn í ÚA væri í raun- inni ekki til sérstaklega mikils gagns úr þessu, þar sem UA væri ekki í þeirri stöðu að bærinn þyrfti að halda rekstri þess gangandi með aðild sini að fyrirtækinu. Ekki væri heldur hægt að nota hlutinn til að fá tilboð af því tagi, sem nú liggja fyrir frá SH og ÍS, nema einu sinni. Ur því myndi það jafnvel aðeins kosta bæinn peninga að halda meiri- hluta sínum, færi svo að stjórn ÚA nýtti sér heimildir til hlutafjáraukn- ingar. Þess vegna hlyti bærinn að reyna að selja bréfín fyrr en seinna. „Hvað á að gera við ÚA?“ Sjálfstæðismenn em því ekki frá- hverfír að selja bréfín, sé tryggt að eignaraðild verði dreifð og tryggt að sem hæst verð fáist með útboði, að sögn Sigurðar J. Sigurðssonar. Alþýðuflokkurinn hefur til þessa verið andsnúinn því að selja, en Gísli Bragi Hjartarson sagði í samtali við Morgunblaðið að nú væru ný sjónar- mið komin upp í málinu. „Það hlýtur að vera mjög erfítt úr þessu að bærinn eigi í ÚA. Ég hef trú á að úr þessu snúist allar kosningar og pólitísk umræða um spurninguna: Hvað á að gera við UA?,“ sagði Gísli. „Ég held að það sé komin upp sú staða að menn verði að átta sig á að það sé kannski skynsamlegast fyrir alla að selja hluta af þessum bréfum.“ Hann sagði að færi svo, myndi Alþýðuflokkurinn hins vegar gera það að skilyrðum að salan lyti eðlilegum lögmálum viðskiptalífsins og eignaraðild yrði dreifð. Ein helztu rökin fyrir því að selja bréfin í ÚA hafa verið þau að Fram- kvæmdasjóður Akureyrarbæjar þurfi á því að halda að Iosa pen- inga, en hann er mjög skuldugur. Meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðis- flokks og Alþýðubandalags heyrist það sjónarmið að selja eigi önnur bréf, til dæmis í Krossanesverk- smiðjunni eða öðrum fyrirtækjum, en aðrir benda á að þau séu ekki jafneftirsótt og ÚA-bréfín. Sigríður Stefánsdóttir bendir aftur á móti á það sama og vikið er að í áðurnefnd- um skýrslum, sem bæjarfulltrúar á Akureyri hafa fengið í hendur: „Eins og er þykir mér ekki réttur tími til að selja bréfin. Ég býst ekki við að verðið á þeim sé sérlega hátt um þessar mundir eins og það ætti að vera, fyrst og fremst vegna þess hvernig farið hefur verið með málið af hálfu bæjaryfirvalda.“ ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.