Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 34
34 FTMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LA UFEY JÓHANNSDÓTTIR + Laufey Jó- hannsdóttir fæddist á Seyðis- firði 19. nóvember árið 1897. Hún lést á Hrafnistu í Reylqavík 25. jan- úar síðastliðinn 97 ára að aldri. For- eldrar hennar voru Margrét Björndótt- ir og Jóhann Sig- urðsson. Margrét var dóttir Björns Guðnasonar bónda í Garðhúsum í Vog- um og Skjaldakoti á Vatnsleysuströnd og Ingi- bjargar Guðbrandsd. Þórðar- sonar, Kothúsum í Garði. Jó- hann var fæddur í Firði, sonur Sigurðar Jónssonar hrepp- stjóra og bónda í Firði og Jó- hönnu Einarsdóttur Hákonar- sonar frá Austdal í Seyðisfirði. Systkini Laufeyjar voru Svan- hvít, Sigurbjörn, Aðalsteinn og Helga. Svanhvít og Sigurbjörn fluttust ung til Bandaríkjanna þar sem þau eiga marga afkom- endur. Laufey giftist 30.12. 1922 Indriða Helgasyni raf- virkjameistara á Akureyri (f. 7. okt. 1882, d. 25. mars 1976). Foreldrar Indriða voru Helgi Indriða- son bóndi í Skógar- gerði í Fellum og Olöf Helgadóttir. Börn Indriða og Laufeyjar eru: Mar- grét, f. 1923, fyrrv. fréttastjóri út- varps, g. Thor Vil- hjálmssyni; Helgi, f. 1925, rafvirkja- meistari á Dalvík, kv. Gunnhildi Jóns- dóttur; Jóhann, f. 1926, rafmagns- verkfræðingur í Reykjavík, __ kv. Helgu Jónas- dóttur; og Ólafur, f. 1932, flug- stjóri í Reykjavík, kv. Nínu Guðjónsdóttur. Barnabörn Lau- feyjar og Indriða eru 13 en barnabarnabörnin 18. Laufey og Indriði bjuggu á Akureyri alla sína hjúskapartíð þar sem Indriði rak verslun og verk- stæði undir heitinu Electro Co, en nokkrum árum eftir að Indr- iði lést fluttist hún til Reykja- víkur þar sem hún bjó í Sól- heimum 25 þar til hún flutti á Hrafnistu á síðasta ári. Útför Laufeyjar fer fram frá Fossvogskapellu í dag. ELSKULEG tengdamóðir mín, Laufey Jóhannsdóttir, er látin. Er þar gengin merk og góð kona. Kynni okkar Laufeyjar hófust þegar ég, haustið 1951, fór til Akureyrar. Erindið var að heilsa upp á tilvonandi tengdaforeldra mína, Laufeyju og Indriða, fyrir brúðkaup okkar Jóhanns sem fram skyldi fara í Kaupmannahöfn. Mér var kunnugt um að þau hjón nytu mikillar virðingar á Akureyri. Glæsileiki Laufeyjar var sérlega rómaður og það var ekki orðum aukið. Við komu mína á Ráðhústorg 1 birtist Laufey glæsi- leg og glaðleg og tók mér tveim höndum. Ég var komin á æsku- heimili Jóhanns, þar sem allt bar keim af myndarskap húsmóður- innar. Þessar hlýju og góðu mót- tökur brugðust aldrei öll þau skipti, sem fjölskylda okkar lagði leið sína norður á sumrin. Dvöl mín á heimilinu var bæði til gagns og gamans. Ég tileinkaði mér margt af kunnáttu Laufeyjar, m.a. handavinnu, en hún var aðals- merki hennar. Handbragðið var listilegt. Hún var ólöt að miðla öðrum af kunnáttu sinni og jafn- framt gaf hún með glöðu geði vandaða handavinnu sína til þakkláts móttakanda. Fallegir list- munir hennar fegra nú heimili okkar. Laufey var alltaf hvetjandi ef einhvem langaði til að efla anda sinn eða að takast á við gefandi viðfangsefni, og hún gladdist með þeim sem hafði erindi sem erfiði. Óeigingjamari manneskju en Laufeyju hef ég ekki kynnst. Hún Erfidrykkjur Glæsileg kafíl- hlaÓborð, íallegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 22322 FLUGLEIDIR llOTEIi Mfí’TliKllllll ætlaðist ekki til mikils fyrir sjálfa sig. Hún vildi aldrei íþyngja böm- um sínum né öðrum. Margir af hennar kynslóð, sem nú eru gengnir, voru þannig, voru sjálfum sér nógir og kröfðust lítils. Okkur tengdamóður minni leið vel saman, og hafði ég sérlega gaman af að spjalla við hana um lífið og tilverana, því hún var fróð og minnug. Henni var gefinn sá eiginleiki að segja þannig frá liðn- um atburðum úr reynsluheimi sín- um að hlustandinn komst í nána snertingu við hann. Minningar tengdar Laufeyju hrannast upp. Ég minnist langra gönguferða okkar um Akureyri og fijórra frásagna af fólki og bæ. Ég fínn ennþá snertingu við for- tíð, bundna frásögnum hennar frá yngri áram sínum á Seyðisfirði, æskustöðvunum, sem henni voru mjög hjartfólgnar. Við lifandi frá- sögn hennar liðu atburðir úr lífi tengdaforeldra minna og við- burðarík og ærslafengin ár bama þeirra fyrir hugskotssjónum mín- um. Allt þetta geymi ég. Á hljóðum stundum mun ég ylja mér við minninguna um mína góðu tengdamóður. Ég vil þakka henni fyrir yndislega viðkynningu og alla þá alúð og umhyggju sem hún sýndi mér, Jóhanni, börnum og bamabömum okkar alla tíð. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Helga. „Gegnum myrkrið geisli skín / þó gangi margt til baga. / Aftur kemur ástin mín / eftir nokkra daga,“ orti Indriði Helgason árið 1953 þegar Laufey kona hans hafði brugðið sér af bæ fáeina daga. Áður era í bragnum átakan- legar lýsingar á margháttuðum raunum karlmanns sem lendir í þeim ósköpum að sjóða fisk handa sjálfum sér eftir að hafa orðið fyr- ir því mótlæti að fá ekkert morgun- kaffi á rúmstokkinn. Það mun hafa verið fágætur viðburður að Laufey amma okkar yfirgæfi vinnustað sinn á Ráðhú- storgi 1 þar sem hún hélt rausnar- ERFIDRYKKJUR FERUN sími 620200 legt heimili áratugum saman. Ung stúlka menntaði hún sig til slíkra starfa, hélt 22 ára gömul til Nor- egs þar sem hún lærði hússtjóm- arlist; skólann í Noregi valdi hún að ráði Ólafíu Jóhannesdóttur vin- konu móður sinnar á Seyðisfirði, en landið valdi hún sjálf vegna þess að hún gat ekki afborið þá hugsun að vera í fjalllausu landi. Hún ólst upp á fjöragu og stönd- ugu heimili á Seyðisfirði sem í þann tíð var menningarlegasta pláss á íslandi. Franska var þar töluð í fínum boðum eins og í rúss- neskum skáldsögum og heilu húsin með innbúi komu beina leið frá Noregi og frá Seyðisfirði var líka hið sérstaka orðfæri blandað norsku og dönsku sem alla tíð lék á tungu ömmu; fortó, kames, ge- rekt, uppstúf. Bernskuheimilið var glaðvært í minningunni: Svana söng (og var enn syngjandi fjárlög- in úti í Ameríku sextíu árum síðar og spilandi á harmoníum), Bjössi lék á fíðlu, Alli á harmoniku, en sjálf lærði amma á píanó. Stundum skynjaði maður hjá henni andblæ þessara ára þegar kátínuglampi kom í augun, hún setti hnykk á herðamar og lyfti hnefunum eins og til að samþykkja boð upp í fjör- ugan polka. Raunar varð tónlistamámið lengra því sautján ára stúlka fer hún til Reylq'avíkur og lærir á org- el hjá ísólfí Pálssyni, og ensku las hún hjá Jónasi frá Hriflu. Þá var hún enn ekki komin til þess póli- tíska þroska sem síðar varð þegar hún sendi okkur bræður hvom í sínu lagi í langa Ieiðangra um Akureyri til að afla nauðþurfta þótt KEA væri í næsta húsi; þar mátti aldrei versla. Hún var afdráttarlaus í skoðun- um og margar voru þær rimmur sem við áttum við hana og enduðu allar á því að hún sagði: „Bölvuð vitleysa er þetta en hafðu það eins og þú vilt góði“ og gæddi okkur á heimabökuðu vínirbraði eins og hún kallaði það, kleinum og klött- um, heimabökuðu brauði, randalín- um og öðru fágæti, svo sem eins og í verðlaun fyrir að nenna að þrasa við hana, því fátt þótti henni skemmtilegra en líflegar samræð- ur. Eitt var þó ekki til umræðu í þessum glaðværa orðahnippingum og það var sannfæring hennar um að líf váeri að loknu þessu. Kannski hún reynist hafa rétt fyrir sér í því eins og flestu hinu. Á endanum. Hún gerði sér mannamun. Þó fór hún ekki eftir virðingarröð samfélagsins heldur mat hún mannlega eiginleika öðru framar og var mannþekkjari. Hún var fljót að mynda sér skoðun á fólki og óhagganleg eftir það hvað sem í skarst. Skemmtilegum og hjarta- hlýjum kommúnista fyrirgafst meira en leiðinlegum og drykk- felldum sjálfstæðismanni (fram- sóknarmenn áttu aftur á móti erf- iðara uppdráttar). Hún mat fólk eftir þeirri virðingu sem það virtist bera fyrir sjálfu sér. Sjálfri var henni kappsmál að láta aldrei bilb- ug á sér fínna, vera bein í baki, bera höfuðið hátt ævina á enda. Þótt aldursmunur væri ærinn á þeim hjónum - fimmtán ár - þá vora þau samstiga í sinni farsælu íhaldssemi. Afi las íslendingasög- umar árlega í sömu röð þótt hann kynni þær allar utanbókar; hann lagði alltaf sama kapalinn á sama klukkuslagi og var granaður um að stokka aldrei spilin af tómri íhaldssemi því alltaf virtist kapall- inn ganga eins upp. Hennar íhalds- semi birtist í því að fást ekki til að nota uppþvottavélina þegar hún gat ósköp vel gert þetta eins og hún var vön - hún vildi gera hlut- ina með sínu lagi. Hún var ein- staklingshyggjumaður. Hún trúði á gamlar dyggðir: vinnusemi og reglusemi, aðhald og nýtni, hóg- værð, látleysi, nægjusemi. Hún trúði á sjálfstæði hvers manns, á að vera ekki upp á aðra komin: það þótti henni verst undir Iok ævinnar að þurfa að láta hafa fyr- ir sér. Þótt hún væri hláturmild og glaðvær þá var hún dul, þótti þarflaust að tala um sjálfa sig. Hún vildi frekar tala um okkur. Bamabömin frá Dalvík vora hjá henni á vetram; hún tók þátt í lífi þeirra og okkar sem komum á sumrin, fylgdist með forhollum og stórbrotnum örlögum unglingsár- anna af innlifun og einhveiju því fordómaleysi sem maður átti ekki von á frá manneskju á þessum aldri og varð trúnaðarvinur. I minningunni var hver dagur öðram líkur á Ráðhústorgi 1; þar var gott að vera. Þar ríkti þess háttar ró sem þroskar börn; gott ef gamla klukkan á ganginum sagði ekki eilíbbð eilíbbð. Inn í betri stofuna fór enginn nema kannski maður sjálfur til að skoða myndablöð helguð dönsku kon- ungsfjölskyldunni eða lesa teikni- myndasögurnar í gömlum Hjem- metblöðum eða framhaldssögurnar sem amma hafði klippt út úr mogg- anum. Afi sat í leðurstólnum og hummaði svolítið með sjálfum sér og las eftir að hann var kominn upp úr búðinni en amma sat tein- rétt á hörðum stól og sýslaði við handavinnu þá daga sem ekki var kleinubakstur eða önnur stórræði; þann eldri okkar reyndi hún að smita af spilagleði sinni en hún var mikill briddssnillingur, en sá yngri býr enn að því bókmennta- lega uppeldi að fá að sitja með henni í andakt og samvera og hlusta á Valdimar Lárasson leikara lesa í útvarp Dalalíf Guðrúnar frá Lundi. Klukkan korter í sjö var helgistund hjá gamla manninum því þá voru lesnar veðurfréttir í útvarpinu, svo var borðað og að því búnu leið kvöldið við spil, út- varpshlustun og lestur - samveru - og amma sat í ruggustólnum við gluggann og horfði út á Ráðhús- torgið þar sem unglingar og rykað- ir góðborgarar að sunnan leituðu lífsfyllingar og bílar óku rúntinn hring eftir hring og bílflautur vora þeyttar án afláts, en hún studdi á meðan fingrum undir höku og hall- aði undir flatt, sat fremst á stóln- um og horfði á þetta sjónarspil, uns mál var að hita kakó og fíta drengina fyrir svefninn. Líf hennar var farsælt í öllum skilningi og hún átti fagra elli, tók öllu sem að höndum bar af æðru- leysi, var ævinlega sjálfri sér lík. Hún varð æ hnarreistari eftir því sem aldurinn færðist yfir hana. Það leiddist henni mest þegar sjón- in dapraðist að geta ekki lengur spilað, unnið í höndunum, lesið og veitt öðram af rausn sinni og myndarskap - verst var þó þetta með spilamennskuna, því fylgdi samfélag. Þá fór hún að hlusta á hljóðbækur, en það sem gerði myrkrið þó bærilegast var að nærri bjuggu ástvinir og á næstu hæð fýrir neðan í sama húsi, Ólafur sonur hennar og Nína tengdadóttir sem önnuðust þessa stoltu og sjálf- stæðu konu af þeirri nærgætni að hún gat haldið sitt heimili fram á síðustu ár og fannst hún ekki vera upp á aðra komin. Blessuð sé minning Laufeyjar Jóhannsdóttur. Ornólfur og Guðmundur Andri Thorssynir. Þðgnin rennur í þreföldum hring kringum þögn sína. (Steinn Steinarr). Dauðinn skelfir flesta. Þess vegna er auðveldast að bægja til- hugsuninni um hann frá sér. Amma var orðin háöldruð og vissi að dauðinn var á næsta leiti, þann- ig að það kom ekki á óvart, þegar fréttin um andlát hennar barst. Annars var svo auðvelt að ímynda sér að hún myndi verða eilíf, því að hún var alltaf þama, ár eftir ár, sumar eftir sumar, þegar ég kom heim frá Frakklandi, sitjandi í stólnum sínum, teinrétt í baki, grönn, fámál, traustvekjandi og göfug. Það var alltaf eins og hún væri að bíða eftir einhveiju, eins og hún hefði aldrei sætt sig við að hafa þurft að flytja til Reykja- víkur frá Ráðhústorginu á Ákur- eyri, þar sem hún hafði búið mest- an hluta ævinnar. Ég var svo hepp- in að hafa búið þar hjá henni og afa þau fjögur ár sem ég var í MA og myndað þá sterk bönd sem aldrei rofnuðu. Hún var afar merkileg kona, og man ég að vin- konur mínar dáðust oft að henni og höfðu orð á því hvað hún væri greind og ung í anda. Hún var ekki bara amma, heldur trúnaðar- vinur og vinkona okkar allra. Ég held að öll bamabörnin hafi borið ómælda virðingu fyrir henni, litið upp til hennar og þótt heiður af því að geta unnið traust hennar og athygli, enda fylgdist hún mjög náið með þeim öllum og lét sig hag þeirra miklu skipta. Hún var ein af þessum manneskjum sem gerði allt fyrir aðra og ekkert fyrir sjálf- an sig og var afskaplega sannsýn og fordómalaus í garð annarra. Hún hafði mjög ákveðnar skoðanir og þó við yrðum ekki alltaf sam- mála, sérstaklega ef pólitík bar á góma, tókst okkur ætíð að finna einhvem meðalveg til sátta. Og minningamar era margar. Ég man eftir sunnudagseft- irmiðdögunum þegar Helgi augn- læknir og Kara kona hans komu í heimsókn á Ráðhústorgið til að spila brids. Vindlalyktina lagði um alla íbúðina og það var barið í stofuborðið í hita leiksins og sagt, tvö hjörtu eða tvö lauf. Þá sat ég inni í herberginu mínu og reyndi að einbeita mér að skólabókunum, en hlustaði alltaf með öðra eyranu á það sem fram fór í stofunni. Ég man eftir afa lesandi íslend- ingasögumar í þunga, dökka leður- stólnum sínum, takandi í vörina eða leggjandi kapal við stofuborðið á meðan amma heklaði sín lista- verk og Jón Sigurðsson fylgdist með þeim úr voldugum ramma, íhugull á svip. Eg man líka góða holla matinn hennar ömmu, tifið í brúnu viðar- klukkunni og ilminn af brauð- og skonsubakstrinum sem var viku- legur viðburður á Ráðhústorginu. Ég man hvað amma var alltaf glæsileg með silfurgráa hárið, bein í baki og hnarreist þegar hún gekk um götur bæjarins og ég heyri ennþá rödd hennar og man þegar ég bað hana að tala inn á segul- band fyrir mig svo að ég gæti varðveitt frásögnina, en líka vegna þess að ég vildi geyma blæbrigði raddarinnar. Henni þótti það und- arlegt, af því að hún var alltaf svo hlédræg og hæversk. Meðan rödd þín flýgur upp af runni hins liðna eins og rautt ljós (Steinn Steinarr) Lífið er ekkert annað en dans eftir línu þar sem endarnir era tveir, annars vegar fæðingin og hins vegar dauðinn. Ég held að amma hafi aldrei óttast dauðann, heldur litið á hann sem gátt að nýrri veröld. Nú er hún kominn inn í þessa veröld og þó að söknuður okkar sem eftir sitjum sé djúpur og sár vitum við að hún hefur gengið hnarreist inn um Gullna hliðið og að núna líður henni vel. Laufey Helgadóttir, París. Nú er hún elsku amma mín far- in og búin að fá hvíldina sem hún þráði undir það síðasta. Mig lang- ar að skrifa nokkur orð í þakk- lætissyni fyrir það sem hún hefur gert fyrir mig og mína. Ekki má það nú vera of mikið, því ekki var það í hennar anda að láta hafa fyrir sér. Amma og afi bjuggu alla sína hjúskapartíð á Akureyri og þegar ég var lítil og kom með fjölskyld- unni í heimsókn til þeirra á sumr- in var tekið á móti okkur með kostum og kynjum. Mikið dáðist ég að öllu sem hún töfraði fram í matargerð og bakstri og era mér sérstaklega minnisstæð vínar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.