Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 25 Aftur til fortíðar Myndvefn- aður í Hafn- arborg SÝNING á myndvefnaði eftir Auði Vésteinsdóttur verður opnuð laugar- daginn 4. febrúar kl. 14 í Hafnar- borg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Þetta er þriðja einkasýning Auðar, fyrri sýningar voru á Húsavík 1986 og á Akureyri 1987. Þá hefur hún tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Auður er myndlistarkennari við Öldutúnsskóla. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands árin 1968-1972 og við Kenn- araháskóla íslands 1987 til 1989. Sýningin í Hafnarborg er opin daglega frá kl. 12-18 og lokað á þriðjudögum. Henni lýkur 20. febr- úar. GESTIJR Þorgrímsson sýnir höggmyndir og ljóð í Gallerí Úmbru. Höggmyndir og ljóð í Gallerí Umbru GESTUR Þorgrímsson sýnir högg- myndir og ljóð í Gallerí Úmbru, Amtmannsstíg 1. Verkin eru unnin í rr.armara, gabbró og málm. í kynningu segir: „Gtjót er ekki bara grjót; gijót er náttúra, landslag, umhverfi, steinn í götu þinni, bjarg á brún. Eg reyni að birta þann gald- ur sem í steininum býr og vekja með því nýja forvitni þeirra sem vilja horfa. og sjá.“ Þetta eru orð Gests í tilefni af sýningu hans í Úmbru. Sýningin verður opin frá 2. febr- úar þriðjudaga til laugardaga kl. 13-18 og sunnudaga kl. 14-18. Henni lýkur 22. febrúar. -----♦ »■■■♦--- Síðustu sýning- ar á Marat SÍÐUSTU sýningar verða í kvöld og annað kvöld hjá Leikfélagi Mennta- skólans við Hamrahlíð á „Ofsókninni og morðinu á Jean-Paul Marat fluttu af vistmönnum Charenton-geð- veikrahælisins undir stjóm mark- greifa de Sade“. Leikritið, eftir Peter Weiss, var frumsýnt 21. janúar í M.H og fimm sýningum er lokið. Verkið gerist á geðveikrahæli 1808 þegar Sade leikstýrir geðsjúkl- ingum í leik um morðið á Marat. Leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson, Linda Björg Árnadóttir hannaði bún- inga, Guðni Franzson sá um tónlist- arstjórn, Áróra Skúladóttir listfarðar leikarana og Stefán Baldur Árnason gerði leikmynd. Sýningar eru í Tjarnarbíói og mið- inn kostar 500 kr fyrir allt skólafólk en 1.000 kr fyrir aðra. KVIKMYNDIH Bíó hö11 i n , Laugarásbíó TIMECOP ★ Tk'/j Leikstjóri og kvikmyndatökustjóri Peter Hyams. Aðalleikendur Jean- Claude Van Damme, Ron Silver, Mia Sara. Bandarísk. Universal 1994. Timecop er andans popp og kók. Maður er ávallt tilbúinn að borga sig inn á myndir af þessum toga, afþrey- ingu í rösku meðallagi, sem veldur ekki vonbrigðum og ekkert skilur eftir sig annað en þá lítillátu ánægju sem hún veitir manni eina örskots- stund. Líkt og naslið. Þessi nýjasta hasarmynd belgíska spýtukarlsins Jean-Claude Van Dam- mes, gerist mestan part við upphaf næstu aldar, þess á milli hverfa aðal- persónurnar aftur til fortíðar. Því tímaferðalög eru orðin staðreynd og mönnum orðið mögulegt að hverfa aftur í tímann til að breyta mann- kynssögunni — jafnt í góðum tilgangi sem slæmum. Því eru hinar svoköll- uðu tímalöggur komnar til skjalanna, þær eiga að koma í veg fyrir að ópr- úttnir menn geti misnotað sér þau óþijótandi tækifæri sem nú hafa skapast. Aðalmaðurinn í lögreglulið- inu er Max Walker (Van Damme), höfuðandstæðingurinn valdasjúkur stjómmálamaður (Ron Silver), sem hyggst næla sér í forsetaembættið með aðstoð þessarar nýju tækni. Hugmyndin er fjarri því að vera ný af nálinni, hvað er langt síðan H.G. Wells skrifaði Tímavélina'! Hún er bærilega útfærð hér og leikstjór- inn, Peter Hyams, gætir þess að keyra myndina áfram á slíkum hraða undir lokin að manni gefst ekki tónr til að ergja sig yfir missögnunum í tímaflakki þeirra féiaga, rökleysunni og götunum í framvindunni. Eins gott, því Timecop telst í þeim hópi mynda þar sem afar óæskilegt er að bijóta heilann yfir efnisþræðinum, þá er ekkert gaman lengur. Þó keyr- ir um þverbak á síðustu mínútunum þegar kauði er búinn að skipta sér í tvennt, en þar sem lýsingin er draugs- leg og dimm, söguþráðurinn og fram- vindan í aukahlutverki, hefur maður á tilfmningunni að kominn sé einhver aragrúi af Walkerum á tjaldið og sannast þá hið fornkveðna, „Betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi“. Sæbjörn Valdimarsson HYUÍIDni Sonata ber merki glæsibifreiðar í útliti og aksturseiginleikum án þess að verðið endurspegli það - Gerðu verðsamanburð • 5 gíra • 2000 cc - 139 hestöfl • Vökva-og veltistýri • Rafdrifnar rúður og speglar • Samlæsing • Styrktarbitar í hurðum • Útvarp, segulband og 4 hátalarar á mun betra verði en sambærilegir bílar Ódýrasti bíllinn i sínunt flokki S0NATA GLSi V0LV0 850 F0RD M0NDE0 T0Y0TA CARINA MMC GALANT RÚMTAK VÉLAR 1997 cc 1984 cc 1988 cc 1998 cc 1997CC HESTÖFL 139 143 136 133 137 LENGD/mm 4700 4670 4481 4530 4620 BREIDD/mm 1770 1760 1747 1695 1730 HJÓLHAF/mm 2700 2670 2704 2580 2635 VERÐsjsk. 1.739.000 2.498.000 2.010.000 1.879.000 2.250.000 Verö frá 1.598.000 HYunoni ...tíl framtídar kr. á götuna! ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 568 12 00 • BEINN SÍMI: 553 12 36 Hafið samband við sölumenn okkar eða umboðsmenn um land allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.