Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 19 Stefna sækjendanna í réttarhöldunum yfir Q.J. Simpson í Los Angeles Leggja áherslu á ofbeld- ishneigð sakborningsins Los Angeles. Reuter. ROBERT Shapiro, einn lögfræðinga Simpsons, skoðar hér ljós- myndir frá lögreglunni, sem sýna hvernig Nicole Simpson var útleikin eftir mann sinn eftir barsmiðar um áramótin 1988-89. Næstur Shapiro er dómarinn Lance Ito á tali við annan lögfræð- inga Simpsons, Johnnie Cochran. SÆKJENDUR í málinu gegn knattspyrnuhetjunni og leikaran- um 0. J. Simpson í Los Angeles rejma nú að draga fram galla sak- bomingsins og sannfæra kviðdóm- endur um að hann sé ekki sá prúði og ljúfi sakleysingi sem veijendur segja hann vera. Ekki var minnst á morð í yfir- heyrslunum á þriðjudag en sækj- endur reyndu ákaft að sanna að Simpson hefði reglulega barið eig- inkonu sína, Nicole Brown Simp- .son. Simpson er gmnaður um að hafa myrt Nicole og vin hennar, Ronald Goldman, í júní í fyrra. Búist var við því að fyrrverandi lögreglumaður, Ron Shipp, yrði látinn bera vitni í gær en hann er sérfræðingur um illa meðferð á eiginkonum og leituðu Simpson- hjónin ráða hjá honum á sínum tíma árið 1989. Þá hafði Simpson að sögn vitna ákæruvaldsins barið Nicole og löðrungað hana. Veijendur mótmæltu Veijendur mótmæltu því að Shipp yrði kallaður fyrir, báru því við að hann hefði að sögn rithöfund- ar, sem gefið hefur út bók um sakborninginn, átt samtal við Simpson þar sem knattspyrnuhetj- an sagðist hafa hafnað því að gangast undir lygapróf. Væri það vegna þess að sig hefði dreymt um að myrða Nicole. „Lúbarin" John Edwards lögreglumaður bar vitni á þriðjudag en hann var á vakt er neyðarkall kom frá heim- ili Simpson-hjónanna 1. janúar 1989. Er Edwards kom að húsinu sá hann Nicole, aðeins klædda bijóstahaldara og leikfimibuxum, mjög æstá á hlaupum frá runnum við húsið og æpti hún: „Hann ætlar að drepa mig!“ Edwards sagði að hún hefði verið rennvot og skolfið af kulda, „og hún hafði verið lúbarin“. Á lögreglustöðinni jafnaði hún sig og sagði að ástæða rifrildisins hefði verið sú að Simpson hefði haft samfarir við aðra þjónustu- stúlkuna á heimilinu „rétt áður en hann háttaði hjá mér.“ Vildi hlífa Simpson Lögreglumaðurinn segist ekki hafa yfirheyrt þjónustustúlkuna og ekki hafa getið um líkamlega ofbeldið í skýrslu sinni um útkallið til að koma ekki Simpson í bobba hjá fjölmiðlum. Veijandi Simpsons, Johnnie Cochran, réðst harkalega á Edw- ards er hann yfirheyrði lögreglu- manninn. Hann rengdi frásögnina með því að benda á að Edwards hefði ekki yfírheyrt aðra á heimilinu en Nicóle, heldur ekki ráðskonu sem hefði tjáð honum að ekkert væri að. Cochran gagnrýndi einnig ljós- myndir, sem teknar voru á stöð- inni af Nicole, og sýna áverkana: Sprungnar varir, glóðarauga, bólgna kinn og för eftir löðrunga. Yeijandinn sagði Edwards hafa lýst áverkum af öðru tagi en sæ- ust á myndunum. Telja frétt Times til óþurftar Dublin. Rcuter. JOHN Bruton forsætisráðherra írlands sagði við umræður í írska þinginu í gær, að frétt í Lundúnablaðinu Times gæti skaðað tilraunir til þess að semja um frið á Norður-írlandi. Blaðið sagðist hafa fengið heimildir fyrir því í Dublin, að í samningaumleitunum væri fjallað um tillögu að stjórn fyr- ir Norður-írland er í sætu full- trúar sunnan og norðan landa- mæranna. Samkomulag af því tagi er talið geta orðið fyrsta skrefið í átt til sameiningar írska lýð- veldisins og Norður-írlands. Sambandssinnar á Norður- írlandi brugðust ókvæða við fréttinni. Að sögn Times fengi sam- stjórn Ira og Norður-Ira um- fangsmikið framkvæmdavald, m.a. sjálfstæði gagnvart fram- kvæmdastjóm Evrópusam- bandsins í Brussel. Bruton sagði að fréttin væri til þess fallin að eyðileggja til- raunir til þess að stuðla að friði og sáttum á írlandi. Jon Major, forsætisráðherra Bretlands, ætlaði að flytja ræðu í kvöld og er haft eftir emb- ættismönnum, að þar muni hann vísa á bug hugmyndum um að færa hluta framkvæmda- valdsins til norður-suður stofn- unar án meirihlutasamþykkis á N-írlandi. 'ið ferðumst þangað sem þig hefur alltaf dreymt um að korha. Heillandi ferðir með íslenskum fararstjórum HRINGDU í SÍMA 699399 OG FÁÐU NÝJA SÉRFERÐABÆKLINGINN SENDAN HEIM Gefur þerskemmtilegri mynd afhet iMfmúlu 4: sími 5699300 llafmrfirói: simi 565 i3 66, Keflarik: simi 11353, SttIfossi: simi 21666, Akureyri. stmi.il 50 00 iminw KARIBAHAFSDRAIJMUR iMS DRFAMWARI) 31. mars 11. apríl HELSINKI ST.PÉTURSBORG 21. - 28. maí ROPUDRAUI M PÝSKALA G AUSTURR 12. - 27. ágúst IJARC LFONA. RIVIFRAN OG 'FORÍNO 28, júní - 5. júlí SERLLRÐ UM PORTÚGAL 28. júní - 5.júlí YINSMOK KUN í IIURGUNDY 25. - 29. sept. POIMC) -l ISSARON - Al íi.ARVI 12;V 24. mni SKFMMTII I RDASK1PID SS NORWAY C)G ARIJIIA 6. 21. okt. PASKAR A KARIBAHAI I MIT) SS NORWAY 14. -23. apríl STORBORGARYLISLA VÍN, PRAG OG BUDAPLST 26. ágúst - 9. sept. V1NU PPSKERUFERÐ FRIÐRIKS k. 23. - 30. sept. r i>, BEl 1AG. DRLSl EIFÍN OG \ - JFA,^ V R S ] A j mSmm mjL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.