Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 9 FRÉTTIR Tyrkneska forræðismálið tekið fyrir í undirrétti í dag Vonir bundnar við að lokaniðurstaða fáist FORRÆÐISMÁL Sophiu Hansen átti að taka fyrir í tyrkneskum undirrétti upp úr kl. 7 að íslenskum tíma í morgun, fimmtudag. Sophia vonar að rétturinn komist að loka- niðurstöðu í málinu. Henni þykir fullvíst að úrskurðinum verði áfrýj- að til hæstaréttar. Sophia sagðist vonast til að hún fengi vernd við dómshúsið eins og hún hefði óskað eftir. „Réttar- höldin eiga að hefjast klukkan 9 að staðartíma og um tuttugu mín- útum sjðar má búast við niður- stöðu. Ég vona að dómarinn kom- ist að lokaniðurstöðu á morgun. En ég hef áhyggjur af því að hann þori ekki að taka afstöðu og geri einhveija vitleysu. Ég veit að Hasíp, lögmaðurinn minn, hefur áhyggjur af því,“ sagði Sophia og hún tók fram að Hasíp ynni stöð- ugt að því að fá Halim dæmdan fyrir brot á umgengnisrétti hennar og dætra hennar. „Ramadan" að hefjast Sophia hafði dvalist í Tyrklandi í sex mánuði þegar hún kom til íslands í tíu daga jólafrí. Hún sneri aftur til að vera viðstödd réttar- höld í Istanbúl í lok desember en málinu var frestað þangað til í dag. Allan þennan tíma hefur hún án árangurs látið reyna á um- gengnisrétt sinn og dætra sinna. Hún sagðist ekki hafa séð dætur sínar í þrjú ár og ekkert hafa frétt af þeim að undanförnu. Hins vegar hefði hún sérstakar áhyggjur af þeim nú því „ramadan", fasta múslima, væri að hefjast. Ramödu- mánuðinn má ekki borða meðan sól er á lofti og Sophia segir að Halim hafi haft þann sið að borða eftir sólsetur en vekja stúlkurnar ekki til að fá sér bita fyrir sólarupp- rás. Vindsveipur frá flutningabíl þeytti smábíl útaf á Sandskeiði Morgunblaðið/Sig. Jóns. MAGNÚS hjá bifreiðinni eins og hún leit út eftir veltuna. Innbrotsþjófar góm- aðir á þremur stöðum LÖGREGLAN í Reykjavík gómaði innbrotsþjófa á þremur stöðum í borginni aðfaranótt þriðjudags og færði þá í fangageymslur. Einn maður fannst í herbergi inn af læknastofu við Laugaveg, sem hann hafði brotist inn í, þar sem hann var að leita að lyfjum. Ein- hver sá til ferða mannsins og lét lögreglu vita. Til tveggja manna sást bakatil við Hótel Lind á Rauðarárstíg og Með alvarlega áverka í and- liti eftir líkamsárás TVÍTUGUR maður er tvíkjálkabrot- inn og nefbrotinn eftir að átján ára piltur réðist að honum í Lækjargötu á sunnudagsmorgun. Pilturinn réðist að manninum við annan mann og henti honum í göt- una. Síðan sparkaði pilturinn í and- lit mannsins með áðurnefndum af- leiðingum. Pilturinn var handtekinn og játaði hann verknaðinn. Hann hefur áður komið við sögu mála hjá Rannsókn- arlögreglu ríkisins. ------» ♦ ♦ Kviknaði í bíl ELDUR kom upp í bifreið eftir árekstur á Bústaðavegi við Flugvall- arveg skömmu fyrir hádegi í gær. Lögregla kom á staðinn og slökkti eldinn. Ökumaður annarrar bifreið- arinnar kvartaði undan eymslum í hálsi og var fluttur á slysadeild. fundust þeir í kjallara hússins, báð- ir undir áhrifum áfengis. Þjófavarnarkerfi fór í gang í veit- ingahúsinu Naustinu við Vestur- götu þegar maður braust þar inn. Maðurinn fannst síðan á bak við bar í koníaksstofu. Allir þessir menn hafa komið við sögu sambærilegra mála hjá lög- reglu áður. Þeir voru færðir í fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík þar sem var óvenju margt um manninn í fyrrinótt. 13 manns gistu þær, þar af 3 vegna afplánunar sekta. Lögreglunni var í gærmorgun tilkynnt um innbrot í Bjarkargötu 6. Þaðan var stolið tveimur tölvum, prentara, faxtæki og peningakassa. Tilkynnt var um 12 önnur innbrot frá morgni mánudags til þriðju- dagsmorguns. Það var eins og bíllinn sogaðist til að aftan Selfossi. Morgunblaðið. „ÞAÐ VAR eins og bíllinn sogað- ist til að aftan og fór svo á ská útaf,“ sagði Magnús Jakobsson kjötiönaðarmaður á Selfossi sem lenti útaf á Sandskeiði eftir að hafa mætt stórum flutningabíl með aftanívagn. Magnús, sem var á litlum Daihatsu 1000 eða svonefndu „bitaboxi", slapp ómeiddur þrátt fyrir að „bitaboxið“ steyptist á toppinn og á hliðina. Atvikið átti sér stað skammt austan afleggjarans i Bláfjöll er Magnús var á austurleið í gær. Flughált var á veginum og nokk- uð stríð norðanátt. Magnús sagð- ist hafa verið á um 70 km hraða en hefði hægt ósjálfrátt á þegar hann sá flutningabílinn nálgast þar sem honum fannst hann vera á mikilli ferð. Það skipti síðan engum togum að um leið og flutningabíllinn fór hjá þá þeytt- ist bíll Magnúsar til og stakkst útaf í harðfennið utan vegar. Flutningabílstjórinn varð ekki var við neitt heldur ók áfram. „Ég hef oft hugsað um það hvað þessir stóru bílar taka mikið með sér og þetta er greinilega nokk- uð sem menn verða að taka al- varlega. Ég geri það alveg ör- ugglega eftir þetta,“ sagði Magnús Jakobsson. Hann sagðist vona að flutningabílstjórar gerðu sér grein fyrir þeim að- stæðum sem gætu skapast þegar þeir mættu litlum bilum. Síðustu dagar útsölunnar Enn meiri verðlækkun ♦ Nýjar vörur í næstu viku TESS v n' neðst við Dunhaga, sími 622230 OpiO virka daga kl.9-18, laugardaga kl. 10-14. UTSALA Enn lækkurr. við 50-70% afsláttur Barnafataverslunin Barnakot, Borgarkringlunni, s. 881340. Eiðistorgi 13, 2. hæð, yfir almenningstorginu, sími 552-3970. Útsala - útsala - Komdu og prúttaðu. Frábœr krepbuxnadress í st. 36-44. Kjólar, stuttir, hálfsíðir og síðir í st. 36-48, o.fl., o.fl., o.fi. Kaffi á á könnunni. Opið á laugardögum kl. 11-16. Magnús E. Kolbeinsson, læknir, F.A.C.S. Hef opnað lækningastofu í Læknastöðinni Uppsölum, Kringlunni, tímapantanir frá kl. 09-17 í síma 686811 og Sjúkrahúsi Akraness, tímapantanir frá kl. 09-17 í síma 93-12311. Sérgrein: Skurðlækningar. Hljómsveitin STJORNIN Grétar Örvars & Sigga Beinteins Gulli Helga skemmtir Gestasöng varar: Björgvin Halldórsson og Bjarni Ara Miðaverð aðeins kr. 800. Nýjung íyrir gesti Hátel íslands! Borðapantanir á dansleikinn ísima 687111 eltirkl. 20.00. ÚTSALA á skíðafatnaði, úlpum og púðabuxum 20-50% afsláttur Cortína sport Skólavörðustíg 20, símí 21555. i <jþ I idunrtl CLARINS í Sigurboganum Við höldum sérstaka CLARINS daga 2.-4. febrúar nk. Snyrtifræðingur frá CLARINS veitir persónulega ráðgjöf og leiðbeiningar um húðmeðferð. Otal tilboð og kynningarafsláttur. Verið velkomin. Fagmennska og þjónusta í fyrirrúmi Laugavegi 80, sími 611330. Stór dansleikur Laugardagskvöld a Hotel Islandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.