Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ Skátar í Evrópu ræddu leiðir til fjáröflunar AÐ frumkvæði íslenskra skáta var nýlega haldin ráðstefna í Reykjavík þar sem fulltrúar skátabandalaga í Evrópu komu saman og miðluðu þekkingu og reynslu um fjáraflanir. Ráðstefna sem þessi hefur aldrei áður verið haldin innan skátahreyf- ingarinnar og var áhuginn á henni þvi talsverður. Reynsla hinna ýmsu skátabandalaga í fjáröflunum er mjög mismunandi, allt frá því að hafa nán- ast aldrei staðið í eigin fjáröflunum og treyst alfarið á styrkveitingar hins opinbera, og í það að bandalagið reki öfluga fjáröflunardeild sem saman- stendur af fagfólki. Ráðstefnuna sátu 40 fulltrúar skátabandalaga frá 18 löndum í Evr- ópu. Einn erlendu þátttakendanna sagðist hafa heyrt um söfnun þá sem er í gangi vegna hörmunganna í Súða- vík og lagði til að þátttakendur á ráðstefnunni legðu saman í sjóð sem gefinn yrði í söfnunina og var það samþykkt. VIÐ afhendingu á söfnunar- fénu til Súðavíkur. F.v.: Júlíus Aðalsteinsson, félagsmálafull- trúi Bandalags íslenskra skáta, og Seamus O’Connoer frá írlandi, fulltrúi evrópsku skátanna. Ný dögun Sorg ungl- inga og bama í KVÖLD klukkan 20 flytur Wilhelm Norðfjörð sálfræðing- ur fyrirlestur í Gerðubergi á vegum Nýrrar dögunar, sam- taka um sorg og sorgarvið- brögð. Fyrirlesturinn fjallar um sorg unglinga og barna. í fréttatilkynningu segir, að fyrirspurnir verði leyfðar og kaffiveitirigar fram bomar. Og sjálfboðaliðar Nýrrar dögunar eru reiðubúnir að veita gestum sem þess óska frekari upplýs- íngar í fundarlok. Ný dögun verður með opið hús nk. fimmtudagskvöld 9. febrúar kl. 20, einnig í Gerðu- bergi ------•--------- Fyrirlestur um hreindýr á Islandi SKARPHÉÐINN Þórisson flytur fímmtudaginn 2. febrúar fyrirlest- ur á vegum Líffræðifélagsins í stofu 101 í Odda, húsi Háskóla íslands. Fyrirlesturinn hefst kl. 20 og er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Heiti fyrirlestrarins er: Hreindýr á íslandi í rúm 200 ár, rannóknir og nýting stofnsins síð- ustu 10 árin. í fyrirlestrinum verður fjallað um sögu hreindýra, frá því að þau voru flutt hingað til lands á 18. öld til þessa dags og hvernig hinum mismunandi stofnum reiddi af. Einnig verður sagt frá núverandi útbreiðslu þeirra og ferðum og yfír- standandi rannsóknum. Þá verður ijallað um samskipti manna og hreindýra, m.a. áhrifum þeirra á skógrækt, áhrif fyrirhugaðrar virkjunar í Fljótsdal á hreindýra- stofninn og einnig hreindýraveiðar. FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 39 FRETTIR FRÁ afhendingu styrkja úr rannsóknarsjóðum Krabbameinsfélagsins. Jón Þorgeir Hallgrimsson, formaður Krabbameinsfélags íslands, Eiríkur Júnsson, Ingibjörg Pétursdóttir, Helga M. Ögmuns- dóttir, Steinunn Thorlacius, Guðný Eiríksdóttir, Jórunn Erla Eyfjörð, Rut Valgarðsdóttir, Sigurður Ingvarsson, Sólveig Grétarsdóttir og Tryggvi Pálsson, formaður stjórnar Rannsókna- og tækja- sjóðs leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. Fengu styrki til krabba- meinsrannsókna NÝLEGA var úthlutað tíu styrkjum úr rannsóknarsjóðum Krabba- meinsfélags íslands að heildarupp- hæð 8,2 milljónir króna. Annars vegar voru veittir þrír styrkir sam--- tals 1,5 milljónir króna úr Rann- sóknarsjóði Krabbameinsfélagsins og var það í sjöunda sinn sem veitt var úr þeim sjóði. Hins vegar var nú í fímmta sinn úthlutað úr Rann- sókna- og tækjasjóðí leitarsviðs Krabbameinsfélagsins, alls sjö styrkjum að fjárhæð 6,7 milljónir króna. Þar með hefur Krabbameins- félagið samtals lagt rúmar 36 millj- ónir króna á síðustu árum til að efla rannsóknir á krabbameini hér á landi. Meirihluti styrkjanna fer til rann- sókna á bijóstakrabbameini enda er það algengasta krabbameinið hér á landi eins og víðar annars stgðar. Bijóstakrabbamein er mikið_ rann- sakað um þessar mundir og íslend- ingar eru taldir standa framarlega á því sviði. Styrki úr Rannsóknarsjóði Krabbameinsfélagsins hlutu: Bogi Andersen: Umritun og stjórnun frumusérhæfíngar, Eiríkur Jónsson: Krabbamein í blöðruháls- kirtli og Sólveig Grétarsdóttir og Jórunn Erla Eyfjörð: Erfðafræðileg greining á ættlægu húðkrabba- meini. Stykir úr Rannsókna- og tækja- sjóði leitarsviðs Krabbameinsfé- lagsins hlutu: Guðný Eiríksdóttir og Sigurður Ingvarsson: Breytingar á litninga- svæði samhliða krabbameini í bijóstum og víðar, Helga M. Ög- munsdóttir: Bijóstkrabbamein og boðefni ónæmiskerfisins, Helga M. Ögmundsdóttir og Ingibjörg Pét- ursdóttir: Ræktun á illkynja frum- um úr bijóstkrabbameinsæxlum, Jórunn Erla Eyfjörð og Rut Val- garðsdóttir: Breytingar á erfðaefni í stungusýnum úr bijóstaæxlum, Jórunn Erla Eyfjörð og Steinunn Thorlacius: Leit að arfgengum breytingum á líklegu bijósta- krabbameinsgeni í íslenskum fjöl- skyldum, Rósa B. Barkardóttir: Erfðatengsl krabbameins í bijósti og litningasvæðis 13q og Sigurður Ingvarsson og Sigurlaug Skírnis- dóttir: Úrfellingar á litningi 16q í bijóstkrabbameini. Myndakvöld hjá Útivist MYNDASÝNING verður hjá Úti- vist fimmtudagskvöldið 2. febrúar. Gunnar S. Guðmundsson sýnir myndir frá ferð um „Laugaveg- inn“ þ.e. gönguleiðina úr Land- mannalaugum til Þórsmerkur. Ferð þessi var farin dagana 18.-22. júlí síðasta sumar og var gist í skálunum í Hrafntinnuskeri, Alftavatni og Emstrum á leiðinni en ferðinni lauk í Básum. Einnig mun Gunnar sýna nokkr- ar myndir teknar í Þórsmörk og Goðalandi í haustlitaferð Útivistar í september sl. og frá gönguferð yfir Fimmvörðuháls sumarið 1993. Sýningin hefst kl. 20.30 í Fóst- bræðraheimilinu við Langholts- veg. Hlaðborð kaffinefndar er inn- ifalið í aðgangseyri. ♦ ♦ ♦------ 60 ára afmæli Vöku VÖKUMENN halda upp á 60 ára afmæli félagsins föstudag- inn 3. febrúar nk. í Þjóðleikhú- skjallaranum. Húsið verður opnað kl. 19 og hefst borðhald kl. 20. Heiðursgestur í kvöld- verðinum verður Baldur Möller, fyrrverandi ráðuneytisstjóri og einn stofnenda Vöku. Á miðnætti hefst afmælis- dansleikur sem stendur fram á rauða nótt. Vökumenn ungir sem aldnir eru hvattir til að fjöl- menna og fagna þessum merku tímamótum. Miðapantanir eru teknar í síma 22465. Miðaverð í veisluna er 2.500 kr. fyrir mat og dansleik en 600 kr. á dans- leikinn. ■■♦ ♦ ♦ Benedikt Jóhannesson (Zink- vinnsla á íslandi). Pallborðsumræðum stjórnar Ellert B. Schram, ritstjóri, en þátt- takendur verða allir frummælend- ur svp og Jón Sigurðsson, for- stjóri íslenska járnblendifélagsins, Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, Jaap Sukkel, framkvæmdastjóri hollensk- íslenska sæstrengsverkefnisins ICENET, Jónas Elíasson prófessor og Geir H. Haarde, formaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins. Ráðstefnan er öllum opin en æskilegt er að þátttaka sé tilkynnt skrifstofu Sjálfstæðisflokksins fyrir kl. 12 mánudaginn 6. febr- úar. Umsjón með ráðstefnunni hafa Aðalsteinn Guðjohnsen, formaður orkunefndar, og Jónas Elíasson, prófessor. Fundur um breytingar á stj órnar skránni ORATOR, félag laganema, efnir til fundar í kvöld, fimmtudaginn 2. febrúar í Lögbergi, stofu 101, kl. 20 þar sem fjallað verð- ur um: Breytingar á mannrétt- indakafla stjórnarskrár lýð- veldisins íslands nr. 33/1944. í frétt frá Orator segir: „Til þess að varpa (jósi á stjórnar- skrárfrumvarpið hefur Orator fengið þijá nafnkunna lögfræð- inga sem allir eiga það sam- inerkt að hafa komið að þessu máli með einum eða öðrum hætti. Þeiru eru Ragnar Arn- alds, þingflokksformaður Al- þýðubandalagsins og einn flutn- ingsmanna, Ragnar Aðalsteins- son, hæstaréttarlögmaður og formaður lögmannafélagsins og Jónas Fr. Jónsson, héraðsdóms- lögmaður og lögfræðingur Verslunarráðs íslands." Ráðstefna um orku, umhverfi og atvinnu ORKUNEFND Sjálfstæðisflokks- ins gengst fyrir ráðstefnu um of- angreint efni mánudaginn 6. febr- úar nk. Verður hún haldin á Hótel Borg og hefst kl. 17. Að loknu ávarpi Geirs H. Haarde, formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins, verða flutt fjögur framsöguerindi, síðan gert matarhlé, en jafnframt starfa umræðuhópar. Því næst fara fram pallborðsumræður og loks verða niðurstöður kynntar. Framsögumenn verða fulltrúi frá Landsvirkjun, Össur Skarphéð- insson, umhverfisráðherra (Um- hverfísmál og atvinnuvegir), Edg- ar Guðmundsson (Atvinnusköpun í fjármagnsfrekum iðnaði) og ♦ ♦ ♦ BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Meistarastiga- skráin að fæðast Meistarastigaskráin er tilbúin til prentunar. Efstur á blaði trón- ir Jón Baldursson með 1821 meistarastig. Næstur er Guðlaug- ur R. Jóhannsson með 1437 stig, Öm spilafélagi hans Amþórsson er þriðji með 1462 stig. Þá kemur Valur Sigurðsson með 1433 stig og Aðalsteinn Jörgensen er í fimmta sæti með 1410 stig. Af efstu pömm fékk Sverrir Armannsson flest silfurstig í fýrra eða 313 en gullstigakóngur efstu paranna er Sævar Þorbjömsson með 131 gull. Bridsfélag Kópavogs Lokið er fjórum umferðum af 16 í aðalsveitakeppni félagsins og er staða efstu sveita þessi: Ingvaldur Gústafsson 82 Ármann J. Lámsson 82 Landssveitin 76 Þórður Jörundsson 72 JASK 69 Parakúbburinn Einni umferð er ólokið í sveita- keppninni og er staða efstu sveita þessi: Steinadætur og fylgifískar 7 3 Kristín Þórarinsdóttir 63 Rabbibara 62 Hugmynd 59 Vetrar-Mitchell BSÍ Föstudaginn 27. janúar var mjög góð þátttaka í Vetrar-Mitc- hell BSÍ. 34 pör spiluðu 15 um- ferðir með 2 spilum á milli para. Meðalskor var 420 og bestum árangri náðu: Sigurður Ámundason - JónÞórKarlsson 488 Guðbrandur Guðjohns. - MagnúsÞorkelss. 475 Hafþór Kristjánsson - RafnThorarensen 471 AV Andrés Ásgeiisson - StefánGuðmundsson 518 Eggert Bergsson - Jón Viðar Jónmundsson 505 Sævar Jónsson - Friðrik Jónsson 487 Vetrar-Mitchell BSÍ er spiiaður öll föstudagskvöld. Spilaður er einskvölds tölvureiknaður Mitc- hell-tvímenningur með forgefnum spilum. Spilamennska byrjar stundvíslega kl. 19.00. Spilað er í húsnæði BSÍ í Þönglabakka 1 og era allir spilarar velkomnir. Bridsfélagið Muninn, Sandgerði Miðvikudaginn 25. janúar hófst þriggja kvölda hraðsveitakeppni. Spilaðir eru tveir 14 spila leikir á kvöldi. 10 sveitir mættu til leiks, og er staðan þessi eftir fýrsta kvöldið. Spilað er eftir Monrad- kerfi. ■ HEIMIUSIÐNAÐARSKÓL- INN býður áhugafólki um verk- menningu að koma á kynn- ingarfundi sem verða haldnir kl. 14 á laugardögum í vetur. Aðgangur er ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Kaffisala er á staðnum. 4. febrúar. Þjóðarbók- hlaðan, fundarsalur á 2. hæð, Arngrímsgötu 3, 101 Reykjavík. Elsa Guðjónsdóttir, textíl- og búningafræðingur. íslenskir þjóðbúningar - arfleifð sem ber að virða og vernda. 25. febrúar: Norræna húsið. Guðrún Gunn- arsdóttir, myndlistarmaður og hönnuður. List og listhönnun. 25. mars: Norræna húsið. Guð- rún E. Guðmunsdóttir, deildar- stjóri í fataiðnadeild Iðnskólans. Hönnun, fagurfræði og tækni. 8. apríl: Norræna húsið. Áslaug Sverrisdóttir, verfnaðarkenn- ari. íslensk jurtalitun á fyrri hluta 20. aldar, efni og aðferð- ir. 29. apríl: Norræna húsið. Védís Jónsdóttir hönnuður (tal- ar um prjónahönnun). Frá hug- mynd til frumgerðar. Sv. Jóns Erlingssonar hf. 48 Sv. Hraðlestarinnar 36 Sv. Guðjóns Óskarssonar 36 Sv. Svölu Pálsdóttur 32 Sv. Björns Dúasonar 29 Næstu tvær umferðir verða spilaðar miðvikudaginn 1 . febr- úar. Spilarar em beðnir um að mæta tímanlega. Bridsfélag Reyðarfjarðar og Eskifjarðar Aðalveitakeppnin hófst 10. jan- úar. Staða efstu sveita er nú þessi: Landsbankinn Reyðarfirði 74 (Kristján/Ásgeir/Friðjón/ísak) Skipaklettur Reyðarfirði 69 (Búi/J ónas/Guðmundur/Auð- bergur/Hafsteinn) Atlavík Eskifírði 49 (Atli/Jóhann/Ragna/Svala) AðalsteinnJónssonEskif. 47 (Aðalst./Gísli/Magnús/Krist- mann) Slökkvitækjaþj. Austuri. 46 (Þorbergur/Böðvar/Jón Ingi/Jó- hann /Sigurður) Átta sveitir taka þátt í keppn- inni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.