Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 41 BREF TIL BLAÐSINS Fangelsismál Frá Sveini Bjömssyni: ÉG HEFI lengi vitað að fangelsis- mál okkar væru í molum. Það hefur ekkert verið hugsað um þau lengi, þó margir hafi vitað það, en þagað. Fyrir u.þ.b. 15 til 20 árum var vitað að afbrot myndu aukast vegna fíkniefnanotkunar. Um það leyti hafði maður í Hafnarfirði lent í afbrotum og fékk töluverðan fangelsisdóm, en var látinn laus á skilorði og bið á því að hann yrði látinn undir lás og slá. Maðurinn stóð sig vel. Hann fór að búa og átti börn og allt lék í lyndi, en um tveim árum síðar var bankað hjá honum og sagt, að hann ætti að fara á Litla-Hraun á morgun. Þetta var ógurlegt áfall fyrir fjöl- skylduna, sem sagt allt sett í rúst fyrir honum. Nú skilst mér að töluvert á ann- að hundrað manns bíði eftir fang- elsisvist og enginn af þessum ógæfumönnum veit hvenær það skellur á og þeir gefa skít í allt og alla og halda áfram afbrotum. Það er ágætlega sagt frá þess- um málum í DV 11. jan. sl. Það er ekki mannlegt hvernig er farið með þessa vesalinga, að láta þá bíða lon og don eftir fang- elsisvist gengur bara ekki lengur, örvinglun grípur um sig hjá þorra þessara afbrotamanna. Hann veit ekki sitt ijúkandi ráð og hellir sér í eitur og áfengi og meiri afbrot til að gleyma sínum vondu málum. Sumir lenda í svipuðu ástandi og ég hefi nefnt og svo splundrast allt hjá þeim. Þessi fangelsismál hjá okkur eru í algjöru rugli. Dómsmála- ráðuneytið hefur ekkert gert í þessum málum margt lengi og þó þessi nýbygging á Litla-Hrauni sé góðra gjalda verð, er hún eins og dropi í hafinu. Það hljóta allir að sjá að það verður að gera bet- ur. Já, miklu betur. Láta hendur standa fram úr ermum. Ekki í orði heldur á borði. Það er ekki hægt að líða að allir þessir af- brotamenn gangi lausir, séu bara á biðlista. Fangelsisleysið er auð- vitað skýringin á því að lögreglan er alltaf með sömu afbrotamenn- ina undir höndum. Ég sé ekki betur en það verði nú þegar að finna hús, sem hægt er að breyta í fangelsi. Nóg er til af þeim bæði í Reykjavík og úti á landi. Ég veit að það kostar mikið en fólkið í landinu, sem borgar alltaf brúsann, myndi verða ánægt að losna við innbrot og þjófnað og árásir dag og nótt, já og hræðsl- una. Dómsmálaráðherrar undanfarin 20 til 30 ár, sem ég nenni ekki að telja upp, virðast ekki hafa haft tíma né vilja til að geta eitt- hvað í þessum málum, enda hafa þeir haft alltof mikið á sinni könnu. Dómsmál, sjávarútvegsmál og kirkjumál, sem þeir komast hrein- lega ekki yfir, þó þeir hafí aðstoð- armenn og svo vantar viljann til verksins. Mig minnir reyndar að tekin hafí verið skóflustunga fyrir fangelsi í Reykjavík fyrir langa löngu með „pompi og prakt“ en málið koðnað niður og orðið stórt núll. Ég hugsa að fólkið í landinu, sem eitthvað hugsar um þessi mál, hafi verið ánægt, að heyra frá fangelsismálastjóranum sann- leikann á þessu ófremdarástandi í fangelsismálum 11. jan. sl. Hann á heiður skilinn fyrir að segja fólki sannleikann. Hann er alltaf sagna bestur. Það verður enginn betri af að lenda í fangelsi, en samt ekkert annað við suma að gera, best fyr- ir þá sjálfa og alla. Kannski fara sumir þeirra að athuga sinn gang, einir í klefa sínum, fára að trúa á heilbrigt líferni. Á sjálfa sig. Hætta að hata þjóðfélagið. SVEINN BJÖRNSSON, rannsóknarlögreglumaður. Enn um fyrsta stál- skipið Frá Jóhanni Indriðasyni: VÍSAÐ til greinar Hjálmars R. Bárð- arsonar skipaverkfræðings og fyrr- verandi skipaskoðunarstjóra í Morg- unblaðinu 28. janúar 1995: í grein minni frá föstudegi 20. janúar féll niður smíðaártal dráttar- bátsins Magna 1953-55. Með góðum vilja mátti misskilja greinina eins og Hjálmar R.'Bárðarson reyndar gerði svo eftirminnilega. Heiðurinn af að Magni var smíð- aður í Stálsmiðjunni er að sjálfsögðu Reykjavíkurhafnar, og það er fjarri mér að ætla öðrum þann heiður, og þeirra manna er verkið unnu. Hafnarnefnd sýndi Stálsmiðjunni mikið traust að takast á við svo mik- ið verkefni og um leið varð Stálsmiðj- an fyrsta stálskipasmiðja íslands. Frumdrögin af Magna eru að sjálfsögðu gerð af Hjálmari R. Bárð- arsyni, en hvarf til annarra starfa áður en verkið var hálfnað, en við tóku tæknimenntaðir menn, sem smiðjan réði til sín og luku þeir verk- inu með miklum sóma ásamt starfs- mönnum smiðjunnar. Vona svo að enginn misskilningur eigi sér stað í skrifum mínum. JÓHANN INDRIÐASON, stálskipasmiður. Stretsbuxur kr. 2.900 Mikið úrval af allskonar buxum Opið á laugardögum kl. 11 - 16 Arctic Odýru kuldagallarnir komnir aftur Arctic kuldagallarnir fást í tveimur litum; dökkbláu og grænu. Gallarnir eru fáanlegir meö dömusniði. Pantanir óskast sóttar sem fyrst. Verslun athafnamannsins frá 1916 Grandagarði 2, Reykjavík, sími 28855, grænt númer 800-6288. Hvemig verður málum geðfatlaðra háttað? Frá Gísla Helgasyni: ÉG HEF eins og margir aðrir fylgst með undirbúningi stjórn- málaflokkanna vegna væntan- legra alþingiskosninga nú á vori komanda. Mér er ofarlega í huga aðstaða framsóknarmanna á Vestfjörðum, en þar hafa mál þróast þannig að maður úr Reykjavík, Gunnlaugur Sigmundsson, framkvæmdastjóri, hreppti fyrsta sætið, en Pétri Bjarnasyni var hafnað, en hann lenti í öðru sæti. Mér finnst það ógæfa margra stjómmálaflokka að hafa menn á boð við Gunnlaug Sigmundsson innanborðs og þá sérstaklega fyrir Framsóknarflokkinn, sem kennir sig við félagshyggju og jafnrétti. Því miður er álit mitt þetta eftir framgöngu Gunnlaugs í Þverárs- elsmálinu svokallaða, en fyrir nokkrum árum gekk Gunnlaugur hvað harðast fram í því að meina geðfötluðu fólki búsetu í einu hverfí Reykjavíkurborgar, þar sem hann býr sjálfur, og hafði það m.a. sem röksemd að hættulegt væri að hafa fólk nálægt sér, þar sem fötlunin sæist ekki utan á því. Hvernig ætlar Gunnlaugur að beita sér í málefnum fatlaðra Vest- firðinga í framtíðinni? GÍSLI HELGASON, Reynimel 22, Reykjavík. Innréttingatilboð vegna breytinga seljum við allar innréttingar úr sýningarsal okkar með verulegum afslætti. Verslunin METRÓ Álfabakka 16, sími 670050. NUPO-létt eini læknisfræðilega kannaði megrunarkúrinn Hvers þarf að gæta til að viðhalda grönnum og heilbrigðum líkama? Eru megrunarkúrar hættulegir? Já, þeir megrunarkúrar, sem uppfylla ekki þarfir líkamans fyrir alla nauðsynlega næringu, geta reynst mjög hættulegir. NUPO-létt inniheldur öll þau næringarefni, sem líkaminn þarfnast og er því hættulaus (Ath. að fæstir megrunarkúrar uppfylla öll þessi skilyrði). Hvers vegna á ég að nota duft, en ekki venjulegan mat? NUPO-létt er venjulegur matur, sem í raun er ekki frábrugðinn t.d. osti eða pasta. Það er bara ekki hægt að búa til svo næringaríkan en um leið hitaeiningasnauðan mat, úr venjulegum matvælum. Eru ekki allir duftkúrar eins? Nei, alls ekki. Oftast skortir talsvert á að aðrir kúrar uppfylli næringarþörf líkamans. T.d. er ekki leyft að selja kúra eins og Herbalife í Danmörku og Svíþjóð, nema að uppfyllt- um ströngum skilyrðum og alls ekki sem kúra sem einir og sér uppfylla fullkomlega daglega næringarþörf líkamas. Er það rétt að vöðvar og bein rýrni við að nota NUPO-létt? Þar sem NUPO-létt er próteínríkt duft, sem uppfyllir þarfir líkamans fyrir próteín, rýrna vöðvar og bein ekki (lean body mass, LBM) meira en eðlilegt er. Umframþyngd krefst aukins LBM við aukna áreynslu, sem stafar af aukakílóunum. Við megrun getur LBM tapið orðið allt að 25% af þyngdartapinu, sem er innan eðlilegra marka. Óvandaðri megrunarkúrar stuðla að mun meira tapi á LBM. Ef þú þarft að losna við einhver kíló, hvort sem þau eru færri eða fleiri, eða vilt bara viðhalda þeirri þyngd, sem þú ert í - þá er NUPO-létt rétta leiðin fyrir þig. Kynntu þér NUPO-létt Þriðjudaginn 31. janúar nk. kl 18.00 hefst aðhald í megrun. Þar verður vigtað, gefnar ráðleg- gingar um mataræði og skipst á upplýsingum, allt fólki að kostnaðarlausu. Mótsstaður verður í LYF hf., Garðaflöt 16-18, Garðabæ. Allir sem vilja léttast eru velkomnir. Upplýsingar í síma 565 7479

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.