Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Matthildur litla og morðinginn Nýjasta kvikmynd Friðriks Þórs Á köldum klaka ÆVINTÝRI ungs Japana í ís- lensku vetrarríki er sögnþráður nýjustu kvikmyndar Friðriks Þórs Friðrikssonar Cold Fever eða Á köldum klaka, eins og hún heitir á íslensku, sem frumsýnd verður í Stjörnubíói 10. febrúar nk. Mynd- in er framleidd án styrkja úr Kvik- myndasjóði íslands með þátttöku bandarískra, þýskra, svissneska og danskra aðila, auk íslensku kvikmyndasamsteypunnar, að því kemur fram í fréttatilkynningu. Framleiðandi og meðhöfundur handrits ásamt leikstjóranum er Bandaríkjamaðurinn Jim Stark, sem m.a. hefur framleitt ýmsar myndir hins þekkta leikstjóra Jims Jarmusch. Aðalhlutverkin eru í höndum vinsælasta leikara og rokkstjömu Japana af yngri kyn- slóðinni, Masatoshi Nagase, bandarísku kvikmyndaleikaranna Lili Taylor, Fischer Stevens og Laura Hughes, og Gísla Halldórs- sonar. I öðrum hlutverkum eru m.a. Magnús Ólafsson, Rúrik Har- aldsson, Flosi Ólafsson, Bríet Héð- insdóttir, Ari Matthíasson, Álfrún Örnólfsdóttir, Hallbjöm Hjartar- son, Katrín Ólafsdóttir og Jóhann- es grínari. Kvikmyndataka í Ci- nemascope fyrir breiðtjald var í Úr „í draumi sérhvers manns“. höndum Ara Kristinssonar, um hljóðvinnslu sá Kjartan Kjartans- son og tónlist Hilmar Öm Hilmars- son. Myndin var tekin í Japan og á íslandi veturinn 1993-1994. Sagan segir frá Hirata (Masat- oshi Nagase), ungum starfsmanni fisksölufyrirtækis í Tókýó. Hann hefur náð góðum árangri í starfi og er á förum til Hawaii til að slaka á við golfiðkun í sól og hita þegar afi hans boðar hann á sinn fund. Afinn segir að Hirata verði að fara til íslands til að fremja þar hefðbundna japanska minningar- athöfn við á eina í óbyggðum þar sem foreldrar hans drukknuðu í bílslysi sjö ámm áður. Samkvæmt gamalli japanskri trú leita sálir hinna látnu að þeim tíma liðnum aftur til þess staðar þar sem þeir fómst og verði ekki réttir helgisið- ir framkvæmdir finna þær aldrei frið. Hirata segist ekki trúa á þessi gömlu hindurvitni en fellst að lok- um á að breyta ferðaáætlunum sínum og heldur til íslands. Á köldum klaka er af sögn að- standenda gamansöm ferðasaga með ívafi spennu og dularfullra atburða en Ijallar um leið um það sem sameinar manneskjurnar, hvaðan sem þær koma, þrátt fyrir ólíka menningu, viðhorf og hefðir, — ekki síst andspænis þeirri stað- reynd að „eitt sinn skal hver deyja“. í draumi sérhvers manns í draumi sérhvers manns er nú 15 mín. stuttmynd eftir Ingu Lísu Middleton sem er byggð á sam- nefndri smásögu Þórarins Eldjárns og sýnd verður á undan kvikmynd- inni „Á köldum klaka“ í Stjörnu- bíói. Myndin segir í gamansömum tón frá starfsfólki Gildismats ríkis- ins, draumum þeirra og martröð- um. Útlit myndarinnar er töluvert stílfært; leikmynd og búningar eru málaðir í gráum tónum, en draum- ar og martraðir starfsfólksins eru aftur á móti í mjög skærum litum til þess að undirstrika andstæðu þeirra við gráan hversdagsleikann. Aðalleikarar eru Ingvar Sig- urðsson, Edda Heiðrún Bachmann, Eggert Þorleifsson, Jóhann Sig- urðarson, Hilmir Snær Guðnason og María Sigurðardóttir. Tónlistin í myndinni er samin af Siguijóni Kjartanssyni og kvikmyndataka var í höndum Rafns Rafnssonar. Leikmynd hannaði Sigríður Sigur- jónsdóttir og María Olafsdóttir sá um búninga. KVIKMYNPIR Bíóborgin LEON ★★ Leikstjóri Luc Besson. Aðalleikendur Jean Reno, Gary Oldman, Danny Aiello, Natalie Portman. Kvikmynda- tökustjóri Thierry Arbogast. Tónlist Eric Serra. Lög með Björk Guð- mundsdóttur, Sting o.fl. Bandarísk. SPI1994. LEON (Jean Reno) er til fyrir- myndar, eða hvað? Teygar kúa- mjólk, fer mjúkum höndum um stofublómin, ræktar líkamann af eljusemi og ástundun, hefur and- styggð á reykingum, blóti og ragni. Bak við luralegt rónayfirbragðið blundar göfug sál sem má ekkert aumt sjá, tekur að sér nágranna, hana Matthildi litlu (Natalie Port- man), tólf ára telpuhnokka, þegar fjölskylda hennar er skotin í tætl- ur. Valmennið er þó ekki allt sem það er séð, heldur kaldrifjaður leigumorðingi. Virðist meira að segja stunda iðju sína frekar af annarlegum hvötum en fyrir blóðpeningana, sem hann hirðir lítt um en lætur dankast hjá vini sínum og umboðs- manni í manndrápsbransanum (Danny Aiello). Matta litla á líka sínar vondu hliðar. Þó henni þyki ósköp vænt um tuskubangsann sinn, sé skörp og skemmtileg hnáta, er hún tæpast á sama róli og jafnaldrar hennar, heldur hrað- lygin og ómerkileg og á sér þá ósk heitasta að hella sér út í aflífunar- viðskiptin. Ekki þegar hún er orðin stór, heldur strax. Þó ýmsu sé vanur líst Leon ekki nógu vel á blikuna í fyrstu en honum fer að þykja vænt um Matthildi og er von bráð- ar farinn að príla með barnið uppá húsþök og kenna því undirstöðu- atriðin í sinni slátrunariðn. M.a. með því að freta á blásaklausa skokkara í Central Park. Þegar farin eru að myndast hlý og notaleg fjölskyldubönd hjá Matthildi litlu og morðvargnum dynja náttúrlega ósköpin yfír svo myndin endar ekki vel og hjart- næmlega. Sú stutta finnur hjá sér óviðráðanlega hvöt til að hefna hans litla bróður, færist full mikið í fang og fá þau skötuhjúin á sig hálft þriðja hundrað sérsveitar- manna. Minna má ekki gagn gera hjá ofurofbeldismanninum Besson en Leon er fyrsta mynd Frakkans í Vesturheimi. Hann á að baki eina, góða mynd, La Femme Nikita, bætir ekki annarri slíkri í safnið hér, aðeins tónlist Eric Serra stendur uppúr. Hún var líka það eina minnis- stæða við The Big Blue, fyrir utan leiðindin. Söguþráðurinn er ótrú- lega ómerkilegur, býður ekki uppá beysna framvindu nema í upphafi og endi, þegar blóðsúthellingamar eru í algleymingi. Þá er Besson í essinu sínu og átakaatriðin fag- mannlega útfærð, líkt og hans er von og vísa. Þar kemur við sögu Gary Old- man í hlutverki gjörspillts yfir- manns í fíkniefnalögreglunni, for- fallins eiturlyfjaneytanda. Oldman er mikið riðinn við hlutverk hál- fóðra manna og alóðra, það var hressandi til að byija með, nú of- leikur hann til ama. Ætti að íhuga Harvey Keitel í Bad Lieutenant. Aiello kemur lítið við sögu. Reno sýnir álíka mörg svipbrigði og Chuck Norris í Barddock: Missing in Action III.. Torræður náungi, fasið og útgang- urinn á fransmanninum í New York minnir á Kaspar Hauser með morðæði. Miðbikið, sem segir mest frá samskiptum Leons og Matthildar, drepur niður spennuna, hér fer mannskapurinn að taka sig fullal- varlega, áhorfendum til bölvunar. Handritið gjörsamlega útí hött. Einkum þegar hjúin fara í lát- bragðsleik, eitthvert kindarlegasta atriði sem sést hefur lengi, og Reno karlgreyinu sagt að leika. Hefði betur látið það ógert. „Harðjaxlar hirða ekki um dans,“ sagði Mailer. Besson lætur best að ganga af göflunum og heldur sér vonandi eingöngu við ofbeldið í næstu mynd, þá getum við átt von á annarri gæðamynd á borð við Nik- itu frekar en vonbrigðum. Ekki má gleyma Natalie litlu Portman, hún ræður furðu vel við sitt undarlega hlutverk, hana Matthildi, sem vill vera einsog hún stóra frænka, sem heitir Nikita ... Sæbjörn Valdimarsson Rafmagnið fer af Frankenstein TILGERÐARLEGUR Frankenstein; úr mynd Kenneths Branaghs. KVIKMYNDIR Stjörnubíó FRANKENSTEIN „MARY SHELLEY’S FRANKEN- STEIN" ★ ★ Leikstjóri: Kenneth Branagh. Hand- rit: Steph Lady og Frank Darabont. Aðalhlutverk: Kenneth Branagh, Robert De Niro, Tom Hulce, Helena Bonham Carter, lan Holm, John Cle- ese, Aidan Quinn. TriStar Pictures. 1994. ÞAÐ er eitthvað í sambandi við hlutföllin í Frankenstein Kenneths Branaghs, er frumsýnd hefur ver- ið í Stjömubíói, sem kemur upp um hana. Bijálaði vísindamaður- inn dr. Victor Frankenstein býr í risa, risastórum danssal (já, ein- mitt) á smekklegu sveitasetri og risa, risastóri stiginn uppá efri hæðina kæmist aldrei fyrir í frekar hóflega byggðu húsinu séð ut- anfrá. Ekki frekar en danssalur- inn. Sagan er sögð með hrikaleg- um hraða og látum. Til dæmis tala engir tveir saman í myndinni nema á harðahlaupum eða í ein- hveijum dansi helst í kringum myndavélina og með hrópum og köllum og mikilfengleg tónlistin dynur undir. Samt þarf ekkert að vera neitt sérlega mikið að ger- ast. Frásögnin er svo yfirkeyrð að manni gefst ekkert færi á að lifa sig inní hana en horfír á tilþrifa- mikla sýndarmennskuna úr góðri fjarlægð. Líklega er dramatíkin hönnuð í sama stílnum og danssal- urinn og stiginn; hún einhvemveg- inn passar ekki inní söguna. Titillinn er Frankenstein ’ftir Mary Shelley en gæti allt ems verið Kennethstein eftir Kenneth Branagh. Þessi hæfileikamikli breski leikhús- og kvikmyndagerð- armaður veit vel af sér og er ekki að spara sig í þessari mynd, hvorki andlega né líkamlega. Leikstjóm- inni er kannski best lýst sem ofsa- fenginni og Branagh er í mið- punkti sem handhafí lífs og dauða í hlutverki dr. Frankensteins er beitir rafmagni til að kveikja líf í líkamspörtum sem hann safnar saman og Robert De Niro leikur allur útsaumaður. Atriðið með Bra- nagh í vinnustofunni óveðursnótt- ina þegar skrýmsli Frankensteins verður til er dæmigert fyrir sýndar- mennsku myndarinnar. Þegar leik- urinn stendur sem hæst varpar Branagh af sér klæðum og stendur ber að ofan að sköpunarstörfum svo vöðvamir hnyklast og bijóst- kassinn þenst út eins og það skipti miklu máli að dr. Victor Franken- stein sé sexí. í stað þess að vera rafmagnaður vísindamaður að brjóta blað í sköpunarsögunni verð- ur hann tilgerðin uppmáluð. Mynd- in reynir að skírskota til samtímans með því að koma inná álitaefni eins og ábyrgðina sem vísindamaðurinn ber á verkum sínum og blinda tæknidýrkun en það koðnar niður einhverstaðar í látunum. Frásögnin er á köflum sundur- laus og Branagh fær aðra leikara til að leggja miklu meira á sig en nauðsynlegt er. Þetta á við um Helenu Bonham Carter, sem virð- ist í sífelldu uppnámi í hlutverki ástkonu Frankensteins, klökkan Ian Holm í hlutverki föður hans og ofuráhugasaman Tom Hulce í hlutverki vinar hans. John Cleese er sá eini af þessum aukaleikurum sem ekki er smitaður af ofvirkni Branaghs og er frábær (og ill- þekkjanlegur) í litlu hlutverki. Robert De Niro bregst ekki sem skrýmslið og gervi hans er það besta og ljótasta sem maður hefur séð í bíó í langan tíma. Hann reyn- ir líka að setja einhverja alvöru dýpt í myndina þegar aðrir ham- ast á yfirborðinu og virðist sá eini sem lætur söguna skipta sig meira máli en sitt eigið, útblásna egó. Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.