Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 7 Vatnsveitur kaupstaðanna Tekjur eru meiri en útgjöld MARGIR kaupstaðir hafa meiri tekj- ur af vatnsveitum sínum en útgjöld. Garðabær og Bolungarvík hafa t.d. yfir 70% meiri tekjur af vatnsveitum sínum en útgjöld. Akureyrarbær greiðir hins vegar niður um 60% af kostnaði við vatnsveituna á Akureyri. Þessar upplýsingar komu fram í svari félagsmálaráðherra við fyrir- spum frá Kristni H. Gunnarssyni alþingismanni. Heildarútgjöld vatnsveita kaup- staða landsins á árinu 1993 námu rúmlega 1,3 milljörðum. Um 880 milljónir fóru til reksturs og 425 milljónir fóru til fjárfestinga. Heild- artekjur vatnsveitanna námu hins vegar tæplega 1,4 milljörðum eða um 75 milljónum meira en útgjöldin. Algengara er að vatnsveitur kaup- staðanna innheimt hærri tekjur en sem nema útgjöldum. Mismunurinn rennur til bæjarsjóðanna. Langstærsta vatnsveita landsins, Vatnsveita Reykjavíkur, fékk um 117 milljónir úr borgarsjóði til reksturs og fjárfestinga á árinu 1993, en það ár ijárfesti hún fyrir um 262 milljónir. Morgunblaðið/Kristinn KRAKKARNIR í Tónabæ bjuggu til tum úr Legó-kubb- um og dönsuðu í sólarhring um síðustu helgi og söfnuðu áheitum til að standa undir rekstri útvarpsstöðvar. Utvarp Stunan í Tónabæ ÚTSENDINGAR útvarpsstöðvar- innar Stununr.ar heíjast í Tónabæ í dag og standa þangað til á mánu- dag. Sent vérður út á FM 103,7 frá kl. 15 til 22 í fimm daga. Fimmtíu þrettán til sextán ára krakkar, sem sækja félagsmiðstöð- ina Tónabæ, söfnuðu áheitum um síðustu helgi til að standa undir rekstri útvarpsstöðvarinnar Stun- unnar. Krakkamir kubbuðu með Legó-kubbum og dönsuðu í sólar- hring, frá kl. 14 á laugardag til kl. 14 á sunnudag, og söfnuðust áheit að fjárhæð 130 þúsund krónur. Rey- kjalundur-Legó styrkti maraþonið með því að lána kubbana og einnig með beinum fjárstyrk. -------♦ ♦ ♦------- Tékkarnir komu í pósti TÉKKUM, sem í síðustu viku var stolið af skrifstofu Iðnskólans í Reykjavík, hefur verið skilað í pósti. Farið var inn á skrifstofu Iðnskól- ans síðdegis á miðvikudag í síðustu viku og þaðan stolið peningakassa, sem í voru um 1.200 þúsund krón- ur, þar af um hundrað þúsund krón- ur í reiðufé og afgangurinn í ávísun- um. Þetta voru greiðslur fyrir skóla- og námskeiðsgjöld. Nú hafa nær allir tékkamir, eða samtals að upphæð 1.034 þúsund krónur, borist skólastjóra Iðnskólans í pósti. Sendandi er óþekktur. _______________ FRETTIR__________________________________ Vilhjálmur Sigtryggsson frkv.stj. Skógræktarfélags Reykjavíkur Lægra verð eftir dýrt þróunarstarf „ÁSTÆÐA þess að við gátum lækkað verðið, þegar Reykjavíkur- borg byrjaði að bjóða út innkaup sín á plöntum, var að þá voram við búnir að koma upp betri tækni. Við höfðum lengi unnið að þróun ákveð- ins staðals í plönturækt, með æm- um tilkostnaði, en þegar verkefnið var í höfn gátum við lækkað verð- ið,“ sagði Vilhjálmur Sigtryggsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfé- lags Reykjavíkur. í Morgunblaðinu í gær var skýrt frá könnun sem unnin var fyrir Reylqavíkurborg, en í niðurstöðum hennar segir m.a. að Skógræktarfé- lag Reykjavíkur hafi lækkað vera- lega söluverð sitt til borgarinnar þegar innkaup á plöntum vora boð- in út og samkeppni kom til sögunn- ar. Þá segir, að Skógræktarfélagið hafi notið ýmissa forréttindá í við- skiptum við borgina, t.d. haft að- gang að ræktarlandi í borginni án þess að greiða fyrir lóðarleigu. Ekki háar upphæðir „Þegar við fengum ræktarlandið hér, lánaði borgin okkur hluta þess endurgjaldslaust, gegn því að það yrði notað til plöntuframleiðslu," sagði Vilhjálmur. „Hluta af þessu landi keyptum við af einkaaðila og Borgarspítalinn lánaði okkur einnig spildu. Þetta era alls 18 hektarar. Ef við greiddum samsvarandi leigu af ræktarlandinu öllu og aðrar gróðrarstöðvar greiða, næmi leigan um 130 þúsund krónum á ári. Það era því ekki háar upphæðir sem um er að ræða. Þá vil ég einnig benda á, að ræktarlandið er opið svæði, eins konar garður í borginni, sem er ein ástæða þess að ekki hefur þótt tilefni til gjaldtöku vegna lóðar borgarinnar." Orka 113 kcal* Orka 473 kJ* Ríbóflavín 27% (RDS) Prótln 4 g* Jám 58% (RDS) Kolvetni 21,4 g* Fita 2,1 g* Natríum 314 mg* Kalíum 105 mg*. A-vítamín 38% (RDS) ád Þlamín 27% (RDS) Níasín 27% (RDS) Kalsíum 5% (RDS) D-vítamín 10% (RDS) B6-vítamín 25% (RDS) C-vítamín 25% (RDS) Fólínsýra 25% (RDS) Cheerios FÆÐUHRINGURINN \ Það er samhengi á milli mataræðis og heilsu. Heilsan er dýrmæt og þess vegna er ætíð skynsamlegt að hugaxð samsetningu fæðunnar sem við neytum. Cheerios er ríkt af hollustuefnum og inniheldur sáralítið af sykri og fitu. I hverjum Cheerios „fæðuhring“ er að finna bragð af góðum, trefjaríkum og hollum mat; fyrir fólk á öllum aldri. * \ skammtur eða 30 g. RDS: Ráðlagður dagskammlur. Cheerios - einfaldlega hollt! YDDAF45.13/SIA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.