Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
„Náttúra/náttúra“
MYNPLIST
Ásmundarsafn
MÁLVERK
HÖGGMYNDIR
ÁSMUNDUR SVEINSSON
JÓHANNES S. KJARVAL
Opið daglega frá 13-18 Til 1. maí.
Aðgangur ókeypis.
EFTIR að Ásmundarsafn var
fært í hinn stásslega en kuldalega
búning, hafa margir haft á orði
að nauðsynlegt væri að flikka upp
á veggina með málverkum. Áttu
þeir þá við að full tómlegt væri í
kringum höggmyndimar^ og að
málverk samtíðarmanna Ásmund-
ar og jafnframt ýmissa samheija
hans myndu skapa hlýlegra and-
rúm og nafngreindu þá ýmsa
ágæta málara. Svo væri auðvitað
ekkert til fyrirstöðu, að kynna at-
hyglisverða málara yngri kynslóða
er fram liðu stundir.
Þessu var ég fullkomlega sam-
mála og það var með nokkurri til-
hlökkun að ég nálgaðist sýningu
á verkum meistaranna Ásmundar
Sveinssonar og Jóhannesar Svein-
sonar Kjarval í Ásmundarsafni er
ber yfirskriftina „Náttúra / Nátt-
úra“. Ég varð heldur ekki fyrir
vonbrigðum er inn kom, því að í
fordyri og litla herberginu inn af
því fór ágætlega á með þeim sam-
tíðarmönnunum. Má segja að hinir
ólíku miðlar hafi prýtt hvor annan
og mætst á miðri leið í vinalegum
skeggræðum. Svo gjörólík sem list
þeirra er, sækir hún frumkraft
sinn til móður náttúru og sér þess
jafnvel stað í óhlutlægustu verkum
Ásmundar.
En svo var þessi kumpánaskap-
ur og mannlega hlýja fyrir bí, því
að í rýminu undir kúlunni voru
einungis skúlptúrar og veggimir
að baki auðir og svo tók við hið
langa bogarými og þar var eins
konar sérsýning á málverkum
Kjarvals, að því undanskildu að
fremst (eða innst) gnæfír hið
kunna verk Ásmundar „Frummóð-
irin“ frá 1954, en þó í litlu sam-
hengi við málverkin.
Málverkin eru hengd upp í staðl-
JÓHANNES S. Kjarval: „Á hulduströnd" (um 1935),
olía á striga, 46x60 sm.
JÓHANNES Sveinsson Kjarval
1885-1972.
ÁSMUNDUR Sveinsson
1893-1982.
aðri röð, svo að minnir á færiband
eða tölvuvinnu, þar sem blóð, tár
og sviti eru víðs fjarri.
Sýnu lakara er að verk Kjarvals
njóta sín alls ekki í salnum í þess-
ari upphengingu og hef ég ekki í
annan tíma orðið fyrir jafn miklum
vonbrigðum í návist málverka
hans. Var sem lífsneisti þeirra
hafí orðið eftir og þau eru ein-
hvern veginn svo utangátta og
vanmáttug. Að þessu viðbættu eru
þetta flest verk sem margsinnis
hafa verið sýnd í Austursal Kjarv-
alsstaða á undanfömum ámm og
boða engin ný tíðindi af list hans,
þó af nógu sé að taka af lagemum.
Einhvem veginn fínnst mér tak-
markaður metnaður að baki þess-
ara vinnubragða auk þess sem
ÁSMUNDUR Sveinsson: „f tröllahöndum“ (1949), eik h. 79 sm.
engin sérstök sýningarskrá fylgir
framkvæmdinni á safninu.
Hins vegar er þetta sýning, eða
kannski öllu heldur hluti sýningar
sem sett var upp á Listasafni
Akureyrar og var opin í júní og
júlí á síðastliðnu sumri. Hún
kynnti Norðlendingum þennan
sérstaka þátt í list Ásmundar og
Kjarvals og henni fylgdi vegleg
sýningarskrá sem er til sölu á
staðnum. Að þeirri sýningu virðist
hafa verið mjög vel staðið sé tekið
mið af nefndri skrá sem er í bókar-
formi og vafalaust ágætt heimild-
arrit.
Hins vegar gengur síður að
flytja sýningar á þennan hátt á
milli safna án þess að taka tillit
til sérstöðu þeirra og þar sem við
sunnanmenn gjörþekkjum þessi
verk Ásmundar og Kjarvals, telst
þetta daufleg framkvæmd og fátt
sem réttlætir hana á þessum árs-
tíma þegar minna er um ferða-
langa utan úr heimi. Grisjun högg-
myndanna undir kúlunni með
nokkrum myndum Kjarvals á
veggjunum, og sama gjörð á öfug-
um forsendum í bogarýminu hefði
án nokkurs vafa framkallað svip-
meiri heildarmynd.
Sýningin vekur þannig ekki upp
tiltakanlega mikla forvitni eða
löngun til sérstakrar vettvangs-
könnuam á afmörkuðum þætti í
sköpunarferli listamannanna, þar
sem segja má að náttúran hafí
ávallt verið nærri hvar sem þá bar
niður og þeir þannig ágætlega
jarðtengdir.
- Uppi á stigapalli er samsafn
steina sem Ásmundur sankaði að
sér síðustu árin sem hann hafði
starfsþrek sem er merkileg viðbót
við sýninguna og mér sýndust
þeir allir vera frá árinu 1975. Eru
til vitnis um hina ríku formkennd
sem bjó með hinum aldna lista-
manni og er miður að hann skyldi
ekki geta sinnt þessari iðju sinni
meira og klappað enn frekar í
gijótið.
Annað sem situr fast í minni
mínu, er hin eirgræna lágmynd
„Leikur að þangi“ frá 1950 í litla
herberginu útfrá fordyrinu.
Bragi Ásgeirsson
Málverkauppboð
á Hótel Sögu
GALLERÍ Borg heldur mál-
verkauppboð í samvinnu við
Listmunauppboð Sigurðar Bene-
diktssonar hf. Uppboðið fer
fram á Hótel Sögu í kvöld 2.
febrúar kl. 20.30.
Boðnar verða upp um 90
myndir, flestar eftir gömlu
meistarana. Þar má nefna tíu
verk eftir Kjarval, fjórar myndir
eftir Gunnlaug Blöndal, sex verk
eftir Ásgrim Jónsson ásamt
myndum eftir Þorvald Skúlason,
Júlíönu Sveinsdóttur, Jón Stef-
ánsson, Jóhann Briem, Nínu
Tryggvadóttur, Svavar Guðna-
son, Mugg, Kristínu Jónsdóttur,
Jón Engilberts, Kristján Davíðs-
son, Gunnlaug Scheving, Sverri
Haraldsson og Jón Þorleifsson.
Þá verða boðnar tvær bronse-
styttur, önnur eftir Tove Ólafs-
son en hin eftir Braga Ásgeirs-
son, sitjandi kona frá 1949.
Af yngri höfundum má nefna
Sigurbjörn Jónsson, Karólínu
Lárusdóttur, Daða Guðbjörns-
son, Valgarð Gunnarsson, Pétur
Gaut, þá verður boðin upp akryl-
mynd eftir Tryggva Ólafsson,
kveðja til Guðmundar, en sú
mynd prýðir umslag á nýjum
geisladiski með Guðmundi Ing-
ólfssyni sem var gefinn út fyrir
jól.
Uppboðsverkin eru sýnd í
Gallerí Borg við Austurvöll alla
daga fram að uppboði, einnig
uppboðsdaginn sjálfan kl. 12 til
18.
Haraldur Blöndal býður upp
eins og venjulega.
A afmælisdegi Mozarts
TÓNLIST
Bústaöakirkja
KÓRTÓNLEIKAR
Kór Bústaðakirkju og kammer-
sveit. Einsöngvarar: Guðrún Jóns-
dóttir, Elín Huld Árnadóttir, Ing-
unn Ósk Sturludóttir, Guðlaugut
Viktorsson og Þórður Ólafur Búa-
son. Konsertmeistari: Laufey Sig-
urðardóttir Stjómandi: Guðni Þ.
Guðmundsson. Föstudagurinn 27.
janúar, 1995.
ÞAÐ telst ekki lengur til tíðinda
að íslenskir kirkjukórar flytji stór
tónverk og kalli til samstarfs heilar
hljómsveitir, því kirlq'ukórar, margir
hveijir, hafa nú innan sinna vébanda
vel menntað söngfólk, er vel sómir
sér sem einsöngvarar. Til starfa sem
orgelleikarar hafa valist vel kunn-
andi tónlistarmenn. Fyrir ekki mörg-
um áratugum var starf tónlistar-
manna innan kirkjunnar að miklu
leyti unnið af áhugamönnum, sér-
staklega er sneri að söngfólki, og
var oft því nokkuð umhendis að ráð-
ast í flutning stærri verkefna. Það
má því segja að samhliða því sem
starf tónlistarmanna sé betur virt
til launa, muni vaxa vegur tónlistar
innan kirkjunnar, enda er eðlilegt
að þar sé unnið að fagmenntun fólks
og á kirkjan þar í stóra sjóði að
sækja, kirkjutónlistina, sem spannar
alla kirkjusöguna.
Á afmælisdegi Mozarts, 27. jan-
úar, stóð kirkjukór Bústaðakirkju
fyrir flutningi tveggja kirkjuverka
eftir meistarann og hófust tónleik-
amir á Exultate Jubilate, mótettunni
frægu og var einsöngvari Guðrún
Jónsdóttir.
Þetta glæsilega söngverk var vel
flutt af Guðrúnu, sem þegar hefur
getið sér gott orð sem einsöngvari.
Þrátt fyrir að oft sé talað um að
stíll Mozarts sé léttur, eru mörg
söngverk hans þeirrar gerðar, er
gera ýtrustu kröfur um mikinn og
þéttan hljóm en um leið tónferlis-
leikni, sem oft minnir á hljóðfæra-
leik. Þetta kemur einkum fram í síð-
asta kaflanum, Alleluja, sem hefði
mátt vera hraðari og gæddur meiri
gleði. Hljómsveitin var ekki nægi-
lega vel æfð og víða ofgert í styrk
og áherslum, sem verður að skrá á
reikning stjórnandans.
Seinna verk tónleikanna var
messa í C-dúr, K. 66, sem Mozart
"samdi fyrir vin sinn Cajetan Hagen-
auer, en faðir hans var jarðeigandi
og Mozart fjölskyldan ein af mörgum
sem bjuggu á hans landi. Á meðan
Mozart var á tónleikaferðalagi, hafði
Cajetan gengið í klaustur. Þegar
Mozart kom heim samdi hann messu
(K. 66) og glæsilegan offertorium-
þátt, fyrir fyrstu messu Cajetan, sem
hafði tekið sér munkaheitið „faðir
Dominicus“. Meðal gesta var keisar-
innan Maria Theresia og hlaut Moz-
art mikið lof fyrir verkið en hann
var aðeins 13 ára. Ungan aldur og
reynsluleysi Moazart má merkja í
notkun hans á blásturshljóðfærunum
og pákunni en víða í strengjasveit-
inni og kómum, má heyra það und-
arlega magnaða tónflæði sem er
aðalsmerki snillingsins, eins og t.d.
í tónskreytingunni í Qui tollis kaflan-
um, sem er samstofna skreytingunni
í Agnus Dei þættinum í Sálumess-
unni.
Kórjnn sem er mannaður vel
kunnandi söngfólki, flutti verkið af
öryggi og sama má segja um ein-
söngvarana en Elín Huld og Guð-
laugur áttu þarna ágætlega fluttar
aríur og samsöngsatriði með Ingunni
Ósk og Þórði Ólafi, sem undirritaður
heyrði hér í fysta sinn. Hljómsveitin
var á köflum nokkuð reikul í sam-
spili og lék á stundum of sterkt,
sérstaklega undir einsöng Elínar.
Þar um verður að kenna reynslu-
leysi stjórnandans, sem má þó vel
við una, hversu tónleikarnir í heild
tókust með prýði, sérstaklega er
varðar sönglega þáttinn. Guðni Þ.
Guðmundsson, er dugandi kórstjóri
en mætti leggja meiri áherslu á þau
nosturslegu atriði sem eru- eins og
punkturinn yfír „i-inu“ og hafa ótrú-
lega mikið að segja fyrir vandaðan
flutning. Kórinn er það vel mannað-
ur að hann mun sem best svara
aukum kröfum um nákvæmni í túlk-
un og tónmótun.
Jón Ásgeirsson