Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 2.' FEBRÚAR 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug
við fráfall og útför móður minnar, ömmu og systur,
GUÐLAUGAR G. BACHMANN.
Andrés Bertelsen,
sonarsynir og systkini.
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
SNORRA PÉTURSSONAR,
Skipalóni.
Sigurborg Kristjánsdóttir,
Þórir Snorrason, Guðrún Ingimundardóttir,
Lovísa Snorradóttir, Hilmar Helgason,
Jónína R. Snorradóttir, Ævar Ármannsson,
Unnur Björk Snorradóttir, Jóna Marinósson,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Hjartans þakkir færum við þeim fjölmörgu, sem hafa sýnt okkur
samúð, vináttu og hlýhug við fráfall okkar ástkæru mæðgna,
BELLU VESTFJÖRÐ
og
PETREU VESTFJÖRÐ.
Hlýhugur ykkar, stuðningur og hjálpsemi hefur verið okkur
ómetanleg.
Guð blessi ykkur öll.
Ragna Aðalsteinsdóttir,
Garðar Smári Vestfjörð, Linda Óskarsdóttir.
Morgunverðarkynning:
m ,9 m. .
Gæðastjórnun
Hugbúnaðarlausnir
Þriðjudaginn 7. febrúar 1995 frá kl. 8:30 til 11:30
í Þingsal 'Scandic' Hótel Loftleiðir
Nýherji býður áhugafólki og þeim sem starfa að
gæðastjórnun til kynningar á hugbúnaðarlausnum
við gæðastjórnun.
Við innleiðslu gæðastarfs í fyrirtækjum sem átt hefur
sér stað á síðustu misserum hafa stjórnendur gert
sér grein fyrir nauðsyn hagkvæmra hjálpartækja til
stuðnings gæðastarfinu.
Á kynninguna kemur m.a. erlendur gestur,
Fr. Sanne Kimman ráðgjafi frá Danmörku.
Efni kynningarinnar verður:
ISO 9000 Gæðakerfi - Gæðagrunnurinn frá Nýherja
Stjórnun umbótahópa - Hópstjórinn frá Nýherja
Lotus NOTES - Hópstarfsgrunnur á tölvuneti
Við hvetjum alla áhugamenn til þess að mæta og
byrja daginn með uppbyggilegum fróðleik um
mikilvæg og brennandi mál.
Þátttakendur eru beðnir aö tilkynna
þátttöku til Nýherja hf. í síma 569 7771
NÝHERJI
SKAFTAHLlÐ 24 - SlMI 69 77 00
Alltaf skrefi á undan
BJORNLEVI
SIGURÐSSON
+ Björn Leví Sigurðsson
húsasmíðameistari fæddist
í Reylgavík 24. september
1926. Hann lést á Landspítal-
anum 14. janúar síðastliðinn
og fór útför hans fram frá
Seljakirkju 25. janúar.
ÞEGAR fregnin um lát Bjössa
barst til eyrna okkar, má segja
að hún hafi ekki komið á óvart,
enda Ijóst að sjúkdómur hans
myndi hafa betur að lokum. Því
hefði mátt ætla að við hefðum
verið viðbúin þessu, en hvenær er
maður viðbúinn dauðanum? Að
vita það að maður hittir Bjössa
aldrei aftur? Að vita að við ræðum
ekki framar landsins gagn og
nauðsynjar eða segjum nýjustu
+
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
GUÐMUNDAR GUÐNASONAR,
siðast til heimilis
í Hraunbúðum,
Vestmannaeyjum.
Kolbrún Guðmundsdóttir Samúel Guðmundson,
Valey Guðmundsdóttir, Svavar Valdimarsson,
Guðmundur Guðmundsson, Ólína Steinþórsdóttir,
Halldór Guðmundsson, Inga Þorsteinsdóttir,
Ingi Vigfús Guðmundsson,
Unnur Guðmundsdóttir, Guðjón Gíslason,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
GUÐBJARGAR
ÞÓRÐARDÓTTUR,
Vesturgötu 7,
áður Langholtsvegi 180.
Hanna Rún Guðmundsdóttir,
Geir Birgir Guðmundsson, Petrea Helga Kristjánsdóttir,
Jónas Þór Guðmundsson, Helena Sörensdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og
útför sonar okkar og tengdadóttur,
SVEINS GUNNARSSONAR
og
HRAFNHILDAR.
Guð blessi ykkur öll.
Fyrir hönd aðstandenda,
Andrea Guðmundsdóttir,
Kristinn Pálsson,
Ásvallagötu 49, Reykjavík.
tíðindi? Helsta huggunin er að
Bjössi fékk að halda reisn sinni
fram í andlátið og að minningin
um þennan ákveðna en jafnframt
hlýja mann lifír. Viljum við systk-
inin með þessum skrifum minnast
Bjössa með nokkrum orðum.
Bjössi var giftur föðursystur
okkar, Sigríði Jóhannsdóttur, og
stóð heimili þeirra ávallt opið vin-
um og venslafólki, til lengri eða
skemmri dvalar. Nýttum við systk-
inin okkur það óspart, einkum
þegar við vorum við nám í Reykja-
vík, og má segja að sum okkar
hafi verið eins og hluti fjölskyld-
unnar. Þegar námi lauk og við
settumst að á ólíkum stöðum, var
ávallt reynt að fara til Siggu og
Bjössa ef höfuborgin var heim-
sótt, og oftar en ekki þegin gist-
ing. Var þá stundum tekið í spil
eða þjóðmálin rædd. Urðu umræð-
ur oft líflegar, enda fylgdist Bjössi
vel með og hafði ákveðnar skoðan-
ir. Þótt menn greindi stundum á,
voru menn þó ávallt sáttir er upp
var staðið, og þegar kvatt var
hlökkuðu allir til næstu heimsókn-
ar í Breiðholtið.
Þrátt fyrir slæma heilsu var
Bjössi ótrúlega jákvæður. Hann
velti sér ekki upp úr eigin erfiðleik-
um, heldur sýndi Iifandi áhuga á
öllu í kringum sig, bæði mönnum
og málefnum. Oft var maður hissa
hvað hann fylgdist vel með okkur
unga fólkinu, bæði bræðrabörnum
sínum, okkur systkinunum og öll-
um þeim er nærri honum stóðu.
Hann sýndi námi okkar og starfi
sérstakan áhuga og hvatti okkur
óspart. Gengi allt vel var Bjössi
ekki síður hreykinn en við, eins
og hann ætti sérstakan þátt í vel-
gengninni og í okkur. Eftir á að
hyggja sér maður að sú var og
er einmitt rauninn.
Systkinin frá Stöðvarfirði,
makar og börn.
Handrit afmælis- og minningafgreina
skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski-
legt, að disklingur fylgi útprentuninni.
Auðveldust er móttaka svokallaðra
ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta-
skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word-
perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu.
Senda má greinar til blaðsins á netfang
þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs-
ingar þar um má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina og hálfa örk
A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega
linulengd — eða 3600-4000 slög. Höf-
undar eru beðnir að hafa skirnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
' LEQ) HL ÁRANGURS '
Við erum að leita að réttum aðilum sem hafa
hæfileika til þess að hjálpa öðrum að ná árangri
Sá árangur fœrir þér um leið tekjur
sem flestir láta sig aðeins dreyma um
Enviro-Tech International er bandarískt fyrirtæki sem á nokkrum árum hefur svo um munar skráð
nafn sitt á spjöld sögunnar í Bandaríkjunum, Kanada, Englandi, Mexíkó og Japan.
Aðalástæðan fyrir þessari miklu velgengni eru vörur sem hafa slíka sérstöðu á markaðnum að hægt er
að „gera það ómögulega mögulegt". Með öðrum orðum vörulína sem á engann sinn líka - vörur, sem
sejjast aftur og aftur og eru fullkomlega vistvænar.
Á næstu vikum verður nokkrum aðilum boðin þátttaka í n\jög sérstöku sölukerfi, sem teygir anga sína
um alla Evrópu. Fyrir flesta býðst tækifæri sem þetta aðeins einu sinni á ævinni.
Fólkið, sem við leitum að, verður að hafa eftirfarandi eiginleika:
• Geta þjálpað öðrum til þess að ná sínum markmiðum.
• Kunna að leiðbeina öðrum. Það er mikilvægara heldur en
reynsla þín af sölu- og markaðsmálum.
• Geta ávarpað hóp af fólki án þess að líða illa.
• Hafa opinn huga og áhuga á mannlegum samskiptum og
vilja til þess að læra það sem þarf til þess að ná sem mestu
út úr þessu viðskiptatækifæri.
Láttu þetta tækifæri ekki framhjá þér fara án þess
að kynna þér hvað hangir á spýtunni.
Það breytir í raun engu hvort þú ert í fullu
eða hálfu starfi nú þegar Alþjóða verslunarfélagið
Allar upplýsingar í síma 588 6869. Skútuvogi 11, sími. 588-6869