Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ______________________________FRÉTTIR________________ Atkvæðagreiðsla meðal tæplega 4.800 kennara í HIK og KI Mikill meirihluti sam- þykkti boðun verkfalls Morgunblaðið/Kristinn SIGURLÍNA Kristjánsdóttir, starfsmaður Kennarasambands ís- lands, og Eiríkur Jónsson, formaður KI, höfðu í nógu að snúast á skrifstofu samtakanna í gær við að senda út á faxtæki niður- stöður úr atkvæðagreiðslu kennara um verkfallsboðun. Forsætisráðherra um verkfallsboðun kennara Verkföll kunna að verða löng og ströng TALNINGU úr allsheijarat- kvæðagreiðslu meðal félagsmanna Kennarasambands íslands og Hins íslenska kennarafélags um boðun verkfalls föstudaginn 17. febrúar næstkomandi lauk í gær og voru niðurstöðurnar kynntar laust fyrir hádegi. Mikill meirihluti kennara samþykkti boðun verkfalls. Á kjörskrá í KÍ voru 3.569 manns. Atkvæði greiddu 3.395 eða 95,12%. Já sögðu 2.913 eða 85,80%. Nei sögðu 434 eða 12,87%. Áuðir og ógildir seðlar voru 48 eða 1,42%. Á kjörskrá ríkisstarfsmanna í HÍK voru 1.150. Atkvæði greiddu 985 eða 85,7%. Já sögðu 607 eða 61,6% greiddra atkvæða. Nei sögðu 364 eða 37%. Auðir seðlar voru 14 eða 1,4%. Allsheijaratkvæðagreiðsla meðal kennara við Verzlunarskóla íslands sem eru í HÍK stóð dagana 25.-26. janúar. Á kjörskrá voru 59. At- kvæði greiddu 54 eða 91,5%. Já sögðu 31 eða 57,4%. Nei sögðu 21 eða 38,9%. Auðir seðlar voru 2 eða 3,7%. Vinnustöðvun næði til nær allra grunn- og framhaldsskóla Samkvæmt lögum um kjara- samninga opinberra starfsmanna þarf a.m.k. helmingur félagsmanna sem starfa hjá þeim sem verkfallið beinist gegn, að hafa tekið þátt í atkvæðagreiðslu um boðun verk- falls og meirihluti þeirra að sam- þykkja hana. Niðurstaðan úr at- kvæðagreiðslu kennarafélaganna þýðir að ef ekki hafa náðst samn- ingar fyrir 17. febrúar hefst vinnu- stöðvun, nema félagsmenn ákveðið annað með annarri allsheijarat- kvæðagreiðslu. Ef verkfall skellur á fara um 1.000 kennarar í HÍK og um 3.600 kennarar í KÍ í verkfall. Að örfáum einkaskólum undanskildum myndi vinnustöðvunin ná til allra grunn- og framhaldsskóla landsins þar sem milli 50 og 60 þúsund nemendur stunda nám en þar af eru grunn- skólanemendur um 42 þús. talsins, skv. upplýsingum Hrólfs Kjartans- sonar, deildarstjóra grunn- og leik- skóladeildar menntamálaráðuneyt- isins. Hrólfur sagði að nokkur tími væri enn til stefnu og kvaðst von- ast til að samningar næðust fýrir 17. febrúar. Hann sagði að yfirvöld skólamála væru ekki farin að und- irbúa sig sérstaklega fyrir hugsan- legt verkfall. „Það er ekki öll von úti enn og menn halda sínu striki þar til sýnt er að verkfall muni „EINS og kröfur kennara eru sett- ar upp er mikil hætta á að þessi verkföli kunni að verða löng og ströng. Það mun bitna með mjög alvarlegum hætti á nemendum í skólum landsins, foreldrum og þjóð- lífinu öllu. Af þessu hljóta allir að hafa mjög miklar áhyggjur. Það hafa farið fram gagnlegar viðræð- ur í samninganefndum milli aðila ríkisins og fulltrúa kennarasamtak- anna, sem ég vona að auðveidi lausn málsins," sagði Davíð Oddsson for- sætisráðherra á Alþingi í gær. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, alþingismaður Kvennalistans, átti frumkvæði að umræðu um málið á Alþingi. Hún hvatti forsætisráð- herra til að hafa afskipti af kjara- deilunni og minnti á að afskipti hans af kjaradeilu rikisins og sjúkraliða hefðu átt stóran þátt í að deilan leystist. Davíð sagði að málið væri í hönd- um fjármálaráðherra og hann sagð- ist vita að hann legði mikia áherslu á að leysa þetta mál hið fyrsta. Enn væri hálfur mánuður til stefnu áður en boðað verkfall kennara kæmi til framkvæmda og á þeim tíma væri hægt að ná samningum ef báðir deiluaðilar legðu sig fram. „Við verðum hins vegar að líta til þess að samningar við kennara geta ekki orðið með þeim hætti að setja aðra samninga úr skorðum. Það þarf að horfa til margra átta. Aðilar beggja vegna borðsins hljóta að horfa til allra þessara þátta,“ sagði Davíð. Davíð sagði ríkisstjórnina hafa fullan hug á að leysa deiluna. Vilji til lausnar yrði að vera hjá báðum deiluaðilum. Davíð sagði að það væru ekki stjórnvöld sem væru að boða að þau ætluðu að loka skólunum. Hótunin kæmi frá kenn- urum. Skynsamlegra að úthluta úr verkfallssjóðum Fram kom í máli Davíðs á fundi með fréttamönnum í gær, að nið- urstaðan úr atkvæðagreiðslu kenn- ara væri vonbrigði en skiljanlegt væri að félagsmenn í kennara- félögunum vildu ekki í tvígang hafna beiðni forystumanna sinna um að fara i verkfall. Hann sagð- ist hins vegar telja skynsamlegra að úthluta þeim 450 millj. kr. sem væru í verkfallssjóðum kennarafé- iaganna út til kennaranna, fremur en að láta þær brenna upp í verk- falli. Þar væri um 100 þúsund kr. að ræða á hvern félagsmann auk þess ábata sem þeir myndu fá úr almennum kjarasamningum. skella? á,“ sagði hann. Elna Katrín Jónsdóttir, formaður HÍK, sagði að niðurstaða atkvæða- greiðslunnar væri skýr. „Þetta eru skýr skilaboð um að kennarar krefj- ast þess að það sé gengið til alvöru samningaviðræðna við þá. Þeir eru ekki tilbúnir til að láta fresta sínum málum eina ferðina enn,“ sagði hún. „Það eru engar líkur á að neitt annað en undirritun samnings breyti þessari ákvörðun,“ sagði Elna. Að hennar sögn hafa ekki verið haldnir formlegir samninga- fundir í stóru samninganefndunum að undanförnu en hins vegar hefðu farið fram gagnlégar umræður um mál sem beint var inn í tvo vinnu- hópa sem samningsaðilar settu á fót. Þar er ijallað um vinnutíma kennara og um grunnröðun í launa- flokka með tilliti til grunnmenntun- ar og fleiri þátta. „Endurteknar yfirlýsingar fjármálaráðherra um að ekki sé hægt að ganga í alvöru- viðræður við kennarafélögin valda okkur áhyggjum. En allar umræður sem fram hafa farið hafa verið fremur gagnlegar,“ sagði hún. Aðspurð hvort hún teldi líkur á að samningar næðust fyrir 17. febr- úar, sagði Elna að þá þyrfti að verða veruleg stefnubreyting hjá fjármálaráðherra. „En ef ég horfi á þá vinnu sem felst í því að gera samninga þá er ekkert sem mælir á móti því að það sé hægt að ná samningum á þessum tíma. Kröf- umar em ítarlega útfærðar, þær hafa margar hverjar verið talsvert mikið ræddar, þannig að tíminn leyfir það,“ sagði hún. Ekkí annað úrræði Guðrún Ebba Ólafsdóttir, vara- formaður KÍ, sagði að niðurstaðan væri afdráttarlaus og stuðningur við það sem forysta félagsins hefði verið að gera að undanförnu. Kenn- arar teldu nauðsynlegt að tekið væri á málefnum þeirra í samning- um en hefðu ekkert annað úrræði til að knýja kröfur sínar fram en með boðun vinnustöðvunar, sem væri neyðarúrræði. Haldnir hafa verið þrír fundir í vinnuhópunum og tveir fundir verða haldnir í dag. „Við höfum lýst því yfír og samninganefnd ríkisins líka að við séum tilbúin að leggja tals- vert mikla vinnu í þessa samninga- gerð þannig að þessu verði vonandi lokið fyrir 17. febrúar. Við höfum hins vegar ekki séð neitt tilboð og okkur er farið að lengja eftir að sjá einhveijar nánari útlistanir á því sem þeir hafa verið að reifa,“ sagði hún. Andlát PÉTUR GUÐJÓNSSON PÉTUR Guðjónsson rakari lést á Landspítal- anum þriðjudaginn 31. janúar s.l. á 71. aldurs- ári. Pétur fæddist árið 1924 í Reykjavík, sonur Guðjóns Jónssonar, fisk- sala og Þuríðar Guð- finnu Sigurðardóttur, húsmóður. Hann hóf rekstur rakarastofu árið 1951 á Skólavörðustíg 10 og starfrækti til dauða- dags. Hann var jafn- framt um árabil um- boðsmaður margra landskunnra skemmti- Pétur Guðjónsson krafta og hljómsveita. Pétur kvæntist Hjör- dísi Ágústsdóttur 13. október árið 1952 og eignuðust þau fimm böm, þijá syni og tvær dætur. Pétur var lengi for- maður Meistarafélags hárskera og var heiðurs- félagi þess. Hann starf- aði jafnframt í Lions- hreyfíngunni og frímúr- arareglunni, og gegndi ýmsum trúnaðarstörf- um á vegum þeirra. Þá var hann dyggur stuðn- ingsmaður Knatt- spymufélagsins Vals. Skíðavika verður haldin á f safirði SKÍÐAVIKA verður haldin á ísafirði um páskana þrátt fyrir að nær öll skíðamannvirki ísfirðinga hafi eyðilagst 5. apríl í fyrra. Undir- búningur undir skíðavikuna er kom- inn vel á veg. I ár verður lögð sér- stök áhersla á fjölbreytta dagskrá fyrir unglinga. Meðal nýjunga verð- ur skíða-cross, snjóbrettamót og skíðaratleikur. Á skíðavikum undanfarinna ára hafa verið nokkrir fastir liðir á dag- skránni s.s. jazzkvöld, páskaeggja- mót á skíðum fyrir börn, garpamót á skíðum fyrir fullorðna, furðufata- dagar á dalnum, gönguferðir, gönguskíðaferðir, vélsleðaferðir, dansleikir, myndlistarsýningar og margt fleira. I fyrra var skotfími á skíðum mjög vinsæl, þ.e. skíða- gönguferð þar sem gengnir eru 5 km. með byssu um öxl. Onnur vin- sæl uppákoma var snjóþotuferð með börn í Tunguskóg. Gert hefur verið nýtt skipulag að skíðasvæði ísfirðinga og mun nýtt svæði ná bæði yfir Seljalandsd- al og Tungudal. Tvær lyftur hafa þegar verið settar upp í Tungudal og ein á Seljalandsdal í vetur fyrir skíðafólk. Áætlað er að þær verði teknar í notkun i febrúar. Norrænir utanríkis- ráðherrar í Reykja- vík í dag UTANRÍKISRÁÐHERRAR Norðurlanda hittast á fundi í Reykjavík í dag. Helsta um- ræðuefni verður stækkun ESB og norrænt samstarf. Auk þess verður til umræðu á fundinum, sem haldinn verð- ur á Hótel Sögu síðdegis, ör- yggi og jafnvægi í Evrópu og ástandið í fyrrum Júgóslavíu. Einnig verður rætt um framtíð og skipulag Sameinuðu þjóð- anna og um friðarþróun í Mið- austurlöndum. Deilur íslend- inga og Norðmanna vegna veiða í Barentshafi eru ekki á dagskrá fundarins. I utanríkisráðuneytinu feng- ust þær upplýsingar í gær að ráðherrar allra Norðurlanda yrðu viðstaddir. Þeir eru, auk Jóns Baldvins Hannibalssonar, Niels Helveg Petersen, utanrík- isráðherra Dana, Björn Tore Godal, utanríkisráðherra Norð- manna og Lena Hjelm-Wallén, utanríkisráðherra Svía. Ekki fékkst upplýst í gær hver yrði fulltrúi Finna en Heikki Haa- visto sagði af sér embætti utan- ríkisráðherra í gær. Alþýðuflokkurinn Aukaþing um framboðs- og Evrópumál ALÞÝÐUFLOKKURINN held- ur aukaþing á Hótel Loftleiðum um helgina þar sem fjallað verð- ur um kosningastefnuskrá flokksins og stefnuna í Evrópu- málum. Þingið hefst laugardaginn 4. febrúar klukkan tíu og verð- ur slitið daginn eftir klukkan 16. Það er opið öllum flokks- mönnum en atkvæðisrétt hafa þeir einir sem kjörnir voru full- trúar á 47. flokksþing Alþýðu- flokksins í Suðurnesjabæ. Sameining sveitarfélaga, Kostnaður nam um 67 milljónum KOSTNAÐUR við sameiningu sveitarfélaga, sem unnið var á árunum 1991-1994 nam um 67 milljónum króna. Ijórar stjóm- skipaðar nefndir unnu að sam- einingunni á tímabilinu auk átta umdæmanefnda sem settu fram tillögur um sameiningu sveitar- félaga, en um tillögumar var kosið 20. nóvember 1993. Þessar upplýsingar komu fram í svari félagsmálaráð- herra á Alþingi við fyrirspurn frá Kristni H. Gunnarssyni al- þingismanni. Fram kemur í svarinu að upplýsingar um kostnað bárust ekki frá öllum umdæmanefndum. I fyrirspuminni var óskað eftir að tiltekið væri hveijir hefðu fengið greitt sem verk- takar og fyrir hvaða verkefni. Félagsmálaráðuneytið neitaði í svarinu að nefna nöfn verktak- anna. Greiðslur ráðuneytisins til verktaka námu samtals rúm- lega 15 milljónum króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.