Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 33 ARNFRIÐUR ÓLAFSDÓTTIR + Arnfríður Ól- afsdóttir fædd- ist á Varmalandi í Mosfellsbæ 17. júní 1937. Hún lést á Landakotsspítala 26. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Krist- ín M. Arnadóttir frá Vopnafirði og Ólafur Ó. Þórð- arson (látinn), bóndi og hrepp- stjóri á Varma- landi í Mosfellsbæ. Bræður hennar eru Þórir Ólafsson, rektor KHÍ, og Ólafur Kristinn Ólafs- son, verslunarmaður. Eftirlif- andi eiginmaður hennar er Bruno Hjaltested, deildar- sljóri, f. 1933 í Reykjavík. Son- urinn, Þórður Arni Hjaltested, íþróttakennari, f. 5. apríl 1958, var kvæntur Steinunni Guð- mundsdóttur, en þau slitu samvistum. Eignuðust þau tvö börn, Guðmund Arnar og Fanneyju. Kona Þórðar er Kristín Guðmundsdóttir. Útför Arnfríðar fer fram frá Bústaðakirkju í dag. VIÐ kynntumst Bíbí eins og hún var alltaf kölluð, þegar hún kom í fjölskylduna og hún og Bruno fóru að búa í Ásgarði 14. Heimili þeirra einkenndist af gestrisni og hlýleika. Margar minningar koma upp í hugann frá þessum árum. Fjölskylduboð, sumarbústaðaferð- ir, heimsóknir í Mosfellsdal til for- eldra Bíbíar o.fl. o.fl. Ófá voru þau ferðalögin sem við fórum með þeim og þá stundum einnig með foreldrum Bíbíar og Brunos og vinum þeirra og margt var brallað í þeim ferðum. Minnisstæð er okk- ur t.d. sjóferð með þeim hjónum og vinum þeirra, þeim Halla, Gunnu og Hannesi með MS. Heklu um páskana 1964 til að skoða Surtseyjargosið í haugasjó og vondu veðri. Þá voru sumir þjak- aðir af sjóveiki. Alltaf var mjög gaman í þessum ferðum. Hugul- semi og hugsuiiarsemi Bíbíar kom fljótt í ljós. Alltaf var hún tilbúin að hjálpa og gefa öðr- um. Líf hennar ein- kenndist af góðvild og fengu aldraðir foreldr- ar þeirra hjóna að njóta þess ríkulega. Eins var með börnin okkar. Hún var þeim alla tíð stoð og stytta og sóttu þau öll mjög til þeirra beggja. Hún var dóttur okkar sem er yngst bama okkar, sem fastur punktur í tilvemnni. Undanfarin ár hefur Bíbí barist við erfiðan sjúkdóm. En það var alveg sama hve þjáð hún var. Ef við komum í heimsókn var ekki við annað komandi en að þiggja góðgerðir. En nú er komið að leiðarlokum. Við kveðjum þig, elsku Bíbí, með virðingu og þakk- læti. Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Edda M. Hjaltested, Sveinn Þ. Jóhannesson. Bíbí var næstum því frænka mín því hún var mágkona mömmu minnar. Hún var alltaf svo góð við mig og var oftast til staðar þannig að hún var mér sem amma. Ég fékk til dæmis oft að gista ef mamma, pabbi og bræður mín- ir voru að fara eitthvað út og mátti alltaf koma til hennar ef það var frí í skólanum og mamma var að vinna. Bíbí hún var sko best. En núna er Bíbí dáin. Ég verð víst að reyna að sætta mig við það að hún er farin frá okkur að ei- lífu. Ég sakna Bíbíar mikið og vildi svo sannarlega óska að hún væri ennþá lifandi. Blessuð sé minning hennar. Sunna Sveinsdóttir. SOFFÍA ÓLAFSDÓTTIR + Soffía Ólafs- dóttir fæddist 22. desember 1902. Hún andaðist á Sól- vangi í Hafnarfirði 27. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Ólafur Einarsson sjómað- ur frá Hrafnseyri við Arnarfjörð og Halldóra Jóhanna Kristjánsdóttir. Hálfsystkini Soffíu eru Kristján Eiríks- son, f. 1906, d. 1972, Myrtle, f. 1918, Ólafur, f. 1916, d. 1980, og Leonel, f. 1922, d. 1943. Fyrri eiginmaður Soffíu var Þorsteinn Níelsson, f. 6.7. 1901, d. 13.4. 1926, og áttu þau einn son, Svavar, f. 6.9.1925, d. 14.8. 1926. Seinni eiginmaður Soffíu var Júlíus Andrés- son, f. 7.5. 1906, d. 23.6. 1987. Börn Soffíu og Júlíusar eru: Þorsteinn Sva- var, f. 6.12. 1931, d. 5.8. 1986. Eigin- kona hans er Ingi- björg Guðmunds- dóttir, börn þeirra eru Soffía Júlía, Guðmundur Ómar, Helena og Iris. Sverrir, f. 1935, börn Sigurbjörg, Guðrún Birna, Björk, Hjalti Allan, Júlíus Sverrir. Halldóra, f. 7.7. 1944. Eiginmaður hennar er Karel I. Karelsson. Börn þeirra eru: Erla Björk, Kristín, Þröst- ur og Ingvar Már. Útför Soffíu fer fram frá kapellunni í Hafnarfirði í dag. Hver bauð mér svangri brjóstið sitt, við barm sinn hvíldi höfuð mitt og kossum þrýsti á kinnar blítt? Hún mamma. Ef hár þitt gránar, þróttur þver, en þrek og kraftur auðnast mér, eg styrk og vemd skal veita þér, ó, mamma. (Sig.Júl. Jóhannesson þýddi.) Hún móðir mín er látin og búin að fá langþráða hvíld og södd líf- daga. Hún var búin að reyna margt í lífinu. Hún var trúuð kona og hún trúði heitt á Drottin sinn og trúði á líf eftir þetta líf eins og hún sagði oft að hún þráði að fara heim, heim til allra ástvina sinna, sem hún var búin að missa. Ég veit að þar verður tekið á móti MIIMNINGAR Þá er hún Bíbí mágkona mín komin til æðri heima. Og því trúi ég því Jesús sagði: „Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins." Langri baráttu við illvígan sjúk- dóm lauk með ósigri eins og hjá svo mörgum. En ekki vantaði vilj- ann hjá þessari dugmiklu konu sem barðist af miklu æðruleysi. Aldrei heyrðist uppgjafartónn, hún ætlaði sér að sigra. Eiginmaðurinn studdi hana líka af öllum mætti í veikind- unum og missti heldur ekki vonina um bata. Það er sárt að sjá á eft- ir eiginkonu á besta aldri. Missir tengdamóður minnar er líka mikill sem nú sér á eftir einkadótturinni, en samband þeirra var mjög náið. Arnfríður ólst upp á Varmalandi í Mosfellssveit ásamt bræðrum sín- um tveim, en þar stunduðu foreldr- ar þeirra búskap og garðyrkju. Ung að árum kynntist hún barátt- unni við erfiðan sjúkdóm er móðir hennar dvaldi lengi á berklahælinu á Vífilsstöðum. Bíbi tók fljótt þátt í umsvifum sveitaheimilis, þar sem faðirinn var virkur í félags- og sveitarstjómarmálum, m.a. hrepp- stjóri um skeið, en móðirin annáluð saumakona sem margir leituðu til eftir að hún náði heilsu á ný. Á blómaskeiði ungmennafélags sveitarinnar, Aftureldingar, keppti Bíbí bæði í frjálsum íþróttum og handbolta og henni var m.a. falið að koma fram sem fjallkona á þjóðhátíðarsamkomu við Hlégarð. Bíbí lauk gagnfræðaprófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni, starfaði um skeið á símstöðinni á Bmarlandi og síðar sem gjaldkeri í Útvegsbanka íslands í nokkur ár, en hefur tileinkað fjölskyldunni starfskraftana um árabil. Bíbí og eiginmaður hennar, Brúnó Hjalte- sted, bjuggu lengst af í Ásgarði 73 en hin síðari ár í Kjalarlandi 14. Hjá þeim hjónum fengu gestir ætíð ljúfar móttökur þar sem glað- værð ríkti. Nýlega dreif Bíbí alla fjölskylduna til veislu í Kjalarland- inu í tilefni afmælis húsbóndans, enda þótt kraftar væru þverrandi vegna erfiðra veikinda. Éinkason- urinn, Þórður Árni, hefur verið þeirra augasteinn og gleðistund- irnar margar með sonarbömunum Guðmundi Arnari og Fanneyju. Garðyrkja var Bíbí líka hugleikin. Hún naut sólardaganna í garðinum sínum í Kjalarlandinu og heimilið henni opnum örmum og hún mæt- ir þeim með bros á vör. Elsku mamma, ég kveð þig ekki með sorg í hjarta heldur með sökn- uði, því ég veit að nú ert þú sæl og sátt. Þakka þér fyrir allt og allt. Guð geymi þig. Þín dóttir, Dóra. Bænin má aldrei bresta þig búin er freisting ýmislig, þá líf og sál er lúð og þjáð lykill er hún.að Drottins náð. Elsku amma mín, Með fáum og fátæklegum orð- um langar mig að kveðja þig. Þú ert horfin á braut, sofnuð svefnin- um langa. Ég trúi, að nú sért þú í faðmi vina og ástvina, sem farn- ir voru á undan þér. Með sorgardögg á kinn lít ég til baka og horfi á ævi okkar. Hve innileg þú varst, hve ljúf og góð alla stund. Hve þolinmóð og nær- gætin í návist sálar og hve gott ég átti að eiga þig að. Hve þakk- lát ég er fyrir að hafa notið visku þinnar og góðmennsku. Þau eru mörg sporin mín til þín. Ég minn- ist þeirra gömlu góðu daga nú þegar ég stend við dánarbeðinn þinn. Þú ert sæl, þar sem þú ert nú. Vertu sæl, elsku amma og nafna mín. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Þín Soffía Júlía. bar vott um snyrtimennsku henn- ar. Ég og fjölskylda mín vottum Brúnó og fjölskyldu innilega samúð og biðjum Guð að styrkja þau. Ingunn Valtýsdóttir. Látin er langt fyrir aldur fram Arnfríður Ólafsdóttir Hjaltested, jafnan nefnd Bíbí af sínum nánustu. Mig langar að þakka Bíbí fyrir yndisleg kynni í yfir 30 ár. Guðirn- ir voru henni örlátir. Hún fékk í vöggugjöf fegurð, ljúfmennsku og góðar gáfur. Hún ólst upp hjá kær- leiksríkum foreldrum. Eiginmaður hennar, Bruno Hjaltested, tilbað hana og bar á höndum sér. Hún eignaðist son sem hún elskaði og barnabörn sem hún tilbað. Gestum var vel fagnað á veglegan hátt á fögru heimili þeirra hjóna. Margar skemmtilegar minningar eru frá ferðalögum með þeim hjónum hér- lendis og erlendis. Hún hélt óskertri reisn sinni í mjög erfiðu og löngu veikindastríði. Þar sýndi hún þá hetjudáð sem seint gleymist. Ást- vinum hennar votta ég innilega samúð mína og fjölskyldu minnar. Guðbjörg Eggertsdóttir. JÓHANN SIGURPÁLL SIG URÐSSON + Jóhann Sigur- páll Sigurðsson fæddist á Gásum í Glæsibæjarhreppi 15. janúar 1922. Hann andaðist á heimili sínu Hóli, Hauganesi, föstu- daginn 27. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Sigurður Sveinbjörnsson og Svava Kristjáns- dóttir. Jóhann átti eina systur, Hall- fríði, f. 7. nóvember 1925. Jóhann kvæntist 15. jan- úar 1950 Jónínu Helgadóttur frá Kjarna í Amarneshreppi, f. 20. maí 1924. Börn Jóhanns og Jónínu eru: Magnús Sveinn, f. 27. júlí 1950, á hann einn son. Svava Björg, f. 19. nóvem- ber 1951, maki Björn Kjartansson, eiga þau þrjú böm. Aðalheiður Helga, f. 19. mars 1956, maki Rúnar Sig- valdason, eiga þau þijú börn. Sæunn Sigríður, f. 17. jan- úar 1958, maki Rúnar Steingríms- son, eiga þau þijár dætur. Bergþóra, f. 4. apríl 1963, maki Jón Sverrisson, eiga þau tvö börn. Kristín Sigurbjörg, f. 22. desember 1967, maki Kristinn Snæbjörnsson, eiga þau tvo syni. Jóhann fór ungur á sjó en lengst af starfaði hann sem bifreiðastjóri. Útför Jó- lianns fer fram frá Stærri- Árskógskirkju í dag. ELSKU afí í Hóli er dáinn. Elsku afí, við þökkum þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Við munum alltaf hve góður þú varst við okkur og hvað okkur þótti gaman að koma í heimsókn til þín og ömmu í Hóli, fara með þér að bera út póstinn eða labba með þér niður á bryggju. Við vitum hve veikur þú varst orðinn, en nú ert þú kominn þangað sem þér líður vel og við vitum að þú fylgist með okkur. Við eigum margar minn- ingar um þig sem aldrei munu hverfa. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skait. (V. Briem) Hvíl þú friði. Guð blessi þig, afí. Barnabömin. + Ástkær sonur okkar, litli bróðir og barnabarn, ALEXANDER WILLIAM S. ERWIN, lést á heimili sínu í London mánudaginn 30. janúar sl. Ragnhildur Pálsdóttir Erwin, Austin A.S. Erwin, Adrian Óskar og Kristine Heiða, Sjöfn Óskarsdóttir, Páll Ól. Pálsson, Jean S. Erwin. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GOTTSKÁLK GUÐMUNDSSON, andaðist 31. janúar. Fyrir hönd aðstandenda, Ingigerður Gottskálksdóttir, Bragi Jónsson, Aðalsteinn Gottskálksson, Fríða Björk Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir mín, SOFFÍA ÁSBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR fyrrum húsfreyja á Efri-Grímslæk, Ölfusi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi þriðjudaginn 31. janúar. Fyrir hönd systkinanna, Sigríður Konráðsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.