Morgunblaðið - 03.02.1995, Síða 4

Morgunblaðið - 03.02.1995, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Fjármálaráðherra um kröfur lands- sambanda Alþýðusambands íslands Kosta ríkissjóð a.m.k. 4 millj- arða króna Vinna gegn yfirlýstri stefnu ASÍ um vaxtalækkun FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra segir að ef fallist verði á kröf- ur formanna lands- og svæðasam- banda innan ASÍ gagnvart stjóm- völdum muni þær kosta ríkissjóð a.m.k. fjóra milljarða kr. að undan- skilinni tillögu um lánalengingu í húsnæðiskerfinu. Slík breyting myndi auka lánsfjárþörf hins opin- bera nema hugmyndin sé sú að hún bitni á nýjum lántakendum, að sögn Friðriks. „Mér sýnast þessar kröfur for- manna lands- og svæðasambanda innan ASÍ gagnvart stjórnvöldum vinna gegn yfirlýstri stefnu ASÍ- forystunnar sem segist styðja vaxtalækkun,“ segir fjármálaráð- herra. „Ástæðan fyrir sérstökum stuðn- ingsaðgerðum í sambandi við kjara- samninga á undanförnum árum var sá efnahagssamdráttur sem þjóðin gekk í gegnum. Það liggur fyrir að á annan tug milljarða hafi verið greiddir úr ríkissjóði til að stuðla að gerð kjarasamninga. Þetta hefur aukið halla ríkissjóðs að sama skapi. Ég minni á að á yfírstandandi ári og á næstu árum verður vegagerð stórlega aukin, meðal annars til þess að fjölga störfum og koma til móts við sjónarmið forystu verka- lýðshreyfingarinnar,“ segir Friðrik. Hann segir ennfremur að stuðn- ingsaðgerðir eins og þessar eigi ekki að vera almenn regla í kjara- samningum heldur undantekning þegar sérstaklega standi á. „í efna- hagslegri uppsveiflu eiga fyrirtækin sjálf að greiða launahækkanir en ekki skattborgararnir í gegnum rík- issjóð. Með því að ávísa í sífellu á framtíðina með áframhaldandi og auknum hallarekstri ríkissjóðs er annar svegar verið að stuðla að vaxtahækkun og hins vegar að skattahækkun í framtíðinni. Þess vegna skiptir miklu máli að nýta efnahagsbatann til að draga úr hallanum og greiða niður skuldir ríkissjóðs. Minni halli stuðlar að lægri vöxtum. Ég hefði talið eðli- legra að forystumenn verkalýðs- samtakanna hefðu beitt sér fyrir sameiginlegu átaki aðila vinnu- markaðarins og ríkisvaldsins fyrir þessum sjónarmiðum, vegna þess að lægri vextir lækka vaxtabyrði skuldugra heimila og auka fjárfest- ingu í atvinnulífmu og stuðla þann- ig að nýjum störfum," sagði íjár- málaráðherra. OECD og IMF hafa gert athugasemdir „Flest önnur lönd eru að hverfa frá sérstökum aðgerðum ríkisvalds- ins í tengslum við kjarasamninga og OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn (IMF) hafa gert athugasemd- ir við það hve íslensk stjórnvöld hafa leiðitöm í þessum efnum,“ sagði Friðrik. Morgunblaðið/Sverrir Á MYNDINNI sjást f.v. Niels Helveg Petersen frá Danmörku, Jón Baldvin Hannibalsson, Lena Hjelm-Wallén frá Svíþjóð, Pertti Salolainen frá Finnlandi og Bjorn Tore Godal frá Noregi. Ferðalög ekki torvelduð FUNDUR utanríkisráðherra Norðurlandanna var haldinn í Reykjavík í gær og var m.a. rætt um nýja stöðu sem upp er komin í norrænu samstarfi eftir að Sví- þjóð og Finnland hafa gengið í Evrópusambandið, ESB. Fjallað var um afstöðuna til einingar álf- unnar og samskipti við þau svæði í N-Evrópu sem næst liggja Norð- urlöndunum. Ákveðið var að kanna hvernig hægt yrði að halda áfram norrænu samráði í alþjóð- legum stofnunum, einkum Sam- einuðu þjóðunum, þar sem ESB- löndin reyna ávallt að samræma afstöðu sína. Á blaðamannafundi Iögðu ráðherrarnir mikla áhersiu á að ESB-aðild þriggja af fimm Norðurlöndum myndi ekki verða til þess að torvelda ferðalög milli þeirra en vegabréfaskylda var afnumin milli landanna á sjöunda áratugnum. Morgunblaðið/Sverrir BJÖRN Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambandsins og Jón Karlsson varaformaður VMSÍ komu til fundar við for- menn Flóabandalagsins á skrifstofu Guðmundar J. Guðmunds- sonar, formanns Dagsbrúnar eftir hádegi i gær til að fara yfir stöðu kjaraviðræðnanna. Kaupmáttaraukning vegna tillagna 1,5% að meðaltali HAGDEILD Alþýðusambands ís- lands hefur lagt mat á áhrif til- lagna formanna lands- og svæða- sambanda ASÍ gagnvart stjóm- völdum á kaupmátt og greiðsluaf- komu heimilanna. Ef áhrif tilagna um lækkun skatta og hækkun barnabóta era miðuð við skatt- skyldar heildartekjur þjóðarinnar, sem eru um 240 milljarðar kr. á ári, má að mati hagdeildar ASÍ ætla að þær feli í sér um 1,5% aukningu kaupmáttar að meðal- tali. Mismunandi áhrif á afkomu einstakra tekjuhópa Kaupmáttaráhrif aðgerða í skattamálum og af minni greiðslu- byrði húsnæðislána vegna lána- lenginga eru mjög mismundandi eftir einstökum tekju- og_ þjóðfé- lagshópum. Skv. mati ASÍ myndu þessár aðgerðir t.d. auka greiðslu- getu útivinnandi hjóna með tvö böm, annað undir 7 ára, sem hafa 150 þús. kr. tekjur á mánuði, um 6,4% og hjóna með 250 þús. kr. mánaðartekur um 5,3%. í þessu dæmi er reiknað með að fallist verði á tillögur um að 4% iðgjald í lífeyrissjóð verði frádráttarbært frá skatti, barnabætur hækki um 5%, barnabótaauki um 10% og lánstími húsbréfalána lengist í 40 ár. Jafnframt er við það miðað í Áhrif tillagna ASÍ á hjón með tvö börn, annað undir 7 ára, bæði útivinnandi Forsendur: Heimilað verði að draga 4% iðgj. í lífeyrissjóð frá skattskyldum tekjum. Barnabætur hækki um 5% og barnabótaauki um 10%. Lánstími húsbréfalána verði lengdur úr 25 í 40 ár. Lán í tekjuflokkum miðast við að greiðslubyrði sé 20% af tekjum. Áhrif skattatillagna Áhrif lengingar lána Qætt Tekjur Krónur Hlutfall Krónur Hlutfall greiðslugeta 100.000 - 1.792 1,8% 3.522 3,5% 5,3% 150.000 4.308 2,9% 5.283 3,5% 6,4% 200.000 5.146 2,6% 7.044 3,5% 6,1% 250.000 4.470 1,8% 8.805 3,5% 5,3% Áhrif tiliagna ASÍ á einstætt foreldri með tvö börn, annað undir 16 ára en hitt yfir og í fullu námi Forsendur: Heimilað verði að draga 4% iðgj. í lífeyrissjóð frá skattskyldum tekjum. Barnabætur hækki um 5% og barnabótaauki um 10%. Barnab. og barnabótaauki framlengist til 19 ára ef unglingur er í námi. Lánstími húsbréfalána verði lengdur úr 25 í 40 ár. Lán í tekjuflokkum miðast við að greiðslubyrði sé 20% af tekjum. Áhrif skattatillagna Áhrif lengingar lána gætt Tekjur Krónur Hlutfall Krónur Hlutfall greiðslugeta 58.297 15.211 26,1% 2.053 3,5% 29,6% 75.000 15.300 20,4% 2.642 3,5% 23,9% 100.000 13.969 14,0% 3.522 3,5% 17,5% 150.000 11.308 7,5% 5.283 3,5% 11,1% 200.000 9.580 4,8% 7.044 3,5% 8,3% Heímild: Hagdeild ASl útreikningunum að greiðslubyrði af lánum sé 20% af tekjum við- komandi. Áhrif tillagnanna á kaupmátt einstæðra foreldra með tvö böm, þar sem annað er yngra en 7 ára, yrðu eftirfarandi: Greiðslugeta foreldris með 75 þús. kr. mánaðar- tekjur myndi aukast um 8,3% og um 7,5% miðað við 100 þús. kr. mánaðartekjur. Persónuafsláttur maka að fullu millifæranlegur í tillögugerð aðildarsambanda ASÍ er einnig gert ráð fyrir að heimilað verði að millifæra ónýtt- an persónuafslátt maka að fullu. Ef þessari aðgerð er bætt við fyrr- nefndar tillögur yrðu áhrif þess eftirfarandi: Greiðslugeta hjóna, þar sem annað er heimavinnandi, með tvö böm, annað undir 7 ára aldri, og með 100 þús. kr. tekjur á mánuði, myndi aukast um 5,3%. Ef tekjurnar era 150 þús. kr. á mánuði myndi greiðslugetan auk- ast um 9,7% við þessar aðgerðir og um 8,5% ef mánaðartekjur næðu 200 þús. kr. Greiðslugeta einstaklinga og barnlausra hjóna, sem bæði eru út á vinnumarkaði myndi aukast að jafnaði um 5,2% ef tillögum ASI yrði hrint í framkvæmd skv. mati hagdeildar ASÍ. Vilja tvö skattþrep TILLÖGUR Flóabandalagsins um aðgerðir stjórnvalda vegna kjara- samninga sem afhentar voru for- sætisráðherra í gær era að ýmsu leyti frábrugðnar sameiginlegum til- lögum formanna lands- og svæða- sambanda ASÍ. M.a. er gerð krafa um að lánskj aravísitalan verði felld niður, skattleysismörkin hækki upp í 65.000 kr. og að tekjur undir 110 þús. kr. verði skattlagðar með 31% skattprósentu. Engar viðræður um samræmingu krafna Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Dagsbrúnar, sagði að engar viðræður hefðu farið fram á milli verkalýðsfélaganna þriggja og ASÍ um samræmingu krafna á hendur stjórnvöldum. Eftir hádegi í gær áttu Bjöm Grétar Sveinsson, for- maður Verkamannasambandsins, og Jón Karlsson, varaformaður sam- bandsins, fund með formönnum Flóabandalagsins til að fara yfir stöðu samningamála en verkalýðs- félögin þrjú eru aðildarfélög Verka- mannasambandsins. Bjöm Grétar sagði að VMSÍ stæði að tillögugerð lands- og svæðasam- banda ASÍ á hendur stjórnvöldum þar sem hún hefði orðið niðurstaða fundar formannanna sl. þriðjudag. Hann sagðist hins vegar hafa lýst þar yfír athugasemdum sem fram- kvæmdastjórnarfundur VMSÍ hefði gert varðandi hækkun skattleysis- marka en þar hefðu verið gerðar kröfur um hækkun þeirra í 65 þús. kr. „En þetta varð niðurstaða fund- arins," sagði hann. ■ Lánskjaravísitalan/31 i ) > \ ) ) ) I I I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.